Morgunblaðið - 07.03.1934, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
J[|ÍorðmiHaí>il>
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Rltstjórar: Jón fCJartansson,
Valtýr Stefá.nsson.
Rltstjórn og afgrel&sla:
Austurstrætl 8. — Sfml 1600.
Auglýaingastjórl: E3. Hafberg.
Auglýsingaskrtfstofa:
Austurstræti 17. — Sfml 8700.
Helmastmar:
Jón ICJartansson nr. 8742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árr.l Óla nr. 8046.
B. Hafberg nr. 8770.
Áskrlftagjald:
Innanlands kr. 2.00 & m&nutjl.
ITtanlands kr. 2.60 á m&nuðl.
1 lausasólu 10 aura elntaklO.
20 aura meb Lesbók.
Framsókn
Þær frásagnir berast nú
hvaðanæfa utan af landi, að
bændur hverfi í stórhópum frá
Framsóknarflokknum.
Það er hið nána samband
Framsóknar við sósialista, sem
því veldur, að bændur yfirgefa
nú flokkinn* svo og gamlar og
nýjar fjármálasyndir flokksins.
Aðalforingi Framsóknar, Jón-
as Jónsson frá Hriflu, hefir síð-
an aukaþinginu lauk, verið að
reyna að halda liðinu saman.
En þessar tilraunir hans hafa
sáralítinn árangur borið.
Fomir samherjar J. J. koma
nú fram hverir af öðrum og
lýsa yfir opinberlega, að þeir
vilji engin mök eiga við Fram-
sókn á meðan J. J. er þar for-
ingi. Þeir segjast ekki geta þol-
að einræðisbrölt hans í flokkn-
um og skoðunakúgun. Þeir segj-
ast enga tiltrú geta til hans bor-
ið í fjármálum, því reynslan hafi
sýnt, að hann kunni ekki með
fje að fara. Megi og telja það
fullkomlega^sannað, eftir makk-
ið við sósialista á aukaþinginu
í vetur, að J. J. sje grímu-
klæddur sósialisti og ekkert
annað.
Þannig eru nú kveðjumar,
sem J. J. fær utan af landi.
Og ekki tókst betur til, þeg-
ar J. J. fór að leita fyrir sjer
um kjördæmi, til þess að vera í
kjöri við næstu kosningar. Hann
mun hafa borið niður í Árnes-
sýslu, en engar undirtektir feng-
ið. Þá reyndi hann að bera nið-
ur í N.-Þingeyjarsýslu og ætl-
aði Björn Kristjánsson að víkja.
En kjósendurnir vildu ekki líta
við Jónasi. Heyrst hefir og að
J. J. hafi borið niður í A.-Skafta-
fellssýslu, en árangurinn sami.
Loks hefir Sambandið misk-
unnað sig yfir Jónas. Það hefir
fengið Ingólf í Fjósatungu til
þess að draga sig í hlje og mun
það nú afráðið, að J. J. verði
þar í kjöri við næstu kosningar.
Enska lánið frá 1921
breytist í hagkvæmt lán.
Við það sparast rúmlega 2 miljónir
króna þau 17 ár, sem eftir er af
lánstímanum.
í sambandi við skýrslu þá um
hag ríkissjóðs á árinu 1933, sem
Ásgeir Ásgeirsson forsætis- og
f jármálaráðherra gaf í útvarpinu
í gær, skýrði ráðherrann frá því,
að stjórninni hefði nú tekist að fá
breytt enska láninu frá 1921 í
hagstætt lán.
Hefir nýlega verið lokið við
samninga um, að vextir af þessu
láni lækki frá 1. sept. n.k. úr 7%
p.a. niður í 5%.
Hefir stjómin nú um alllangt
skeið unnið að þessari breytingu
á láninu, en það hefir verið
erfiðleikum bundið. Nú hefir þó
tekist að fá lausn þessa máls, cg
þakkar stjórnin það sjerstakb-ga
Magtiúsi Sigurðssyni, bankastjóra.
Aðferðin við breytingu á láninu
verður þessi:
Láninu verður öllu sagt upp til
innlausnar 1. september næskom-
andi, þó þannig, að eigendum
skuldabrjefanna gefst þó kostur
á að láta stimpla á skuldabrjefin
að þau breytist í 5% skuldabrjef
frá 1. sept. í stað 7%, sem brjef-
in gefa nú.
Þó fellur rjettur til innlausnar,
annarar en með útdrætti, niður
í 10 ár, þangað til 1. sept. 1944,
og skuldabrjefaeigendur fá um
leið og stimplunin fer fram 3
sterlpd. af hverju 100 sterlpd.
brjefi, en það er sú aukagreiðsla
sem áskilin var upphaflega fyrir
innlausn með uppsögn.
I Til tryggingar því, að ekki
þurfi að innleysa brjefin vegUa
þess, að eigendur brjefanna óski
! ekki að taka vaxtalækkuninni,
auglýsa firmun Helbert, Wagg &
Co. og HigginsojL & Co. að þau
taki að sjer að kaupa brjefin.
, Taka þau fyrir það þóknun ,sem
nemur 1 y2% af eftirstöðvum láns-
ins, ef upphæðin fer ekki fram úr
200 þús. sterlpd., en 2% ef upp-
hæðin verður hærri, sem litlar
líkur eru taldar að verði.
'Með þessu er fengin trygging
fyrir því, að ekki getur orðið
nema mjög lítill hluti lánsins, sem
innleysa þarf vegna uppsagnarinn-
ar 1. sept.
I Eftirstöðvar lánsins era nú
409.650 sterlpd. að nafnverði Og
kostar því breytingin ca. 18 þús.
sterlpd. á yfirstandandi ári í „yf-
irkurs og þóknun".
En á hinn bóginn sparar breyt-
ingin ca. 5500 sterlpd. á hverju
ári í þau 17 ár, sem eftir eru
af lánstímanum, samtals ca. 93.500
sterlpd. eða með núverandi gengi
rúmar 2 milj. íslenskra króna.
Jafnaðarmenn á Spáni
hóta blóðugri uppreisn.
Madrid, 6. mars.
Largo Cabellero, forseti jafn-
aðarmannaflokksins, hefir í
einkaviðtali við United Press
Játið svo um mælt, að nokkur
hætta sje á, að borgarastyrjöld
brjótist út í landinu, ef hægri-
flokkarnir taki við völdum, því
að verkamenn muni ekki þola
Gil Robles í valdasessi degi leng-
uv, hvort sem hann kemst í hann
með löglegu eða ólöglegu móti.
Verkamenn munuþáflykkjastút
á götur og torg og berjast við
hægriflokkamenn og fasista,
uns yfir lýkur. Verkamenn munu
þá sigra og nota sigurinn til þess
að taka stjórn landsins alger-
lega í sínar hendur, en þar með
er ekki sagt, að þeir muni koma
á fót öreiga-einræðisstjórn. —
Largo kvað verkamenn ekki ótt-
ast fasista mjög, því að þeir
hefðu hvorki tiltölulegan mann-
afla meðal þjóðarinnar eins og
á Ítalíu og í Þýskalandi, nje
heldur leiðtoga á borð við Muss-
olini og Hitler. — Largo neitaði
að láta nokkuð uppskátt um
hvað hæft væri í því, að jafnað-
armenn væru vel vopnum og
skotfærum búnir, en sagði, að
þeir myndu nota það, s ;m hendi
væri næst. Hann kvað að lokum
að jafnaðarmenn myndu leggja
áherslu á það, þegar völdin væru
komin í þeirra hendur, að fram-
kvæma hugsjónir jafnaðarstefn-
unnar, allstaðar þar sem því yrði
við komið.
Flöskuskeyfi
frá Siberíu.
Ólafsvík 6. mars. FÚ.
Flöskuskeyti fann Adolf Ás-
björnsson frá Ólafsvík í gær, rek-
ið á fjörum vestan við Ólafsvíkur-
enni. Skeytið var merkt nr. 78,
frá vísindastofnun Yakutsk. Sov-
jetlýðveldisins, og hafði því ver-
ið kastað í sjó við Síberíuströnd
árið 1927.
Esja kom hingað í gærkvöldi.
Lyra kom hingað í g'ær.
Kommúnistar á Akureyri
gera aðsúg að bæjarstjórn.
í gær var haldinn bæjarstjórn-
arfundur á Akureyri. Kommúnist-
ar fjölmentu þangað og höfðu
ærsl í frammi og hótanir við bæj-
arfulltrúana.
Síðan lokuðu þeir bæjarfulltrú-
ana inni í fundarsalnum og' sleptu
þeim ekki út fyr en eftir tvær
klukkustundir.
Ekki urðu fulltrúarair fyrir
neinum aðsúg þegar út kom, en
kommúnistar ljetu þá vita, að
þeim mundi velgt befur næst.
Roosevelf
vill fá ótakmarkaða heimild
til að gera milliríkja-
samninga.
Kalundborg 8. mars. FÚ.
Roosevelt Bandaríkjaforseti hef
ir farið fram á það við þingið,
að honum yrði gefin alt að því
ótakmörkuð heimild til þess að
gera viðskiftasamninga við önnur
ríki. Það munu nú vera um 18
erlend ríki, sem æskt hafa nýrra
samninga við Bandaríkin.
Afvopnnnarmálin
Belgar leggja áherslu
á að samið verði sem fyrst.
Osló 6. mars. FÚ.
Afvopnunarmálin vora í dag
rædd á fundi ensku stjórnarinnar
og bíður hún nú svars frönsku
stjórnarinnar um ensku tillögum-
ar, áður en hún tekur fullnaðar-
ákvörðun um það, hvað næst
skuli gera. f belgíska þinginu
voru þessi mál einnig rædd í dag.
Forsæt.isráðherrann de Broqueville
flutti ræðu í senatinu um horfur
afvopnunarmálsins og lagði ríka
áherslu á nauðsyn þess, að samið
yrði um þau á vinsamlegan hátt
nú þegar. Broqueville forsætisráðherra
Fiskaflimo á landinu
er rumlega þriðjungur móts við það,
sem hann var á sama tíma í fyrra.
Fiskafli Norðmanna er einnig mikið
minni.
Samkvæmt skýrslu Fiskif jelags-
ins hefir fiskaflinn á öllu landinu
hinn 1. mars verið, sem hjer segir
(miðað við fullverkaðan fisk):
1.939.175 kg. stórf.
651.295 kg. smáf.
12.960 kg'. ýsa
Samtals 2.603.430 kg.
Á sama tíma í fyrra var afl
inn alls á landinu 6.828.448 kg.
Skólabörn skemta.
Húsavík 6. mars. FÚ.
Skólabörn hjer hjeldu skemti-
samkomu fyrir almenning í gæv-
kvöldi. Skemtunin var í 8 flokk-
um, þannig, að hver bekkur var
út af fyrir sig, með sjálfstæð
skemtiatriði. f barnaskólanum eru
7 bekkir og ungling'adeild. Skemt-
unin var jafnframt einskonar próf
á þroska, leikni og lærdóm barn-
anna. Skemtiatriðin voru ræður,
upplestur, söngur, lítill sjónleikur,
álfadans með skrautljósum, sam-
talsleikur og fleira. Skemtun
þessi fór vel fram, enda mjög vel
undirbúin. Ágóði af skemtuninni
gengur til bókasafns barnaskól-
ans.
Stórt skip ferst
Berlín, 6. mars. FÚ.
Nálægt Konstanza við Svarta-
hafið strandaði steinolíuskip í
nótt. Skömmu eftir strandið
brotnaði skipið í tvent og drukn-
uðu þá þrír menn af áhöfninni.
Níu menn reyndu að synda
til lands en fórust allir við þá
tilraun. Reynt hefir verið hvað
eftir annað að koma björgun-
arbáti út til flaksins, en árang-
urslaust sökum stórviðris. Enn
hafast 11 menn, þar á meðal
skipstjórinn, við á þeim helm-
ingi skipsins, sem hangir á sker-
inu, en engin von er talin til að
þeim verði bjargað.
Aflinn í Noregi.
Þorskafli Norðmanna var tim
síðustu helgi sem hjer segir:
21.070 tonn alls.
Þar af 5.587 tonn hert.
11.605 tonn saltað
Á sama tíma í fyrra var afli
Norðmanna:
30.198 tonn alls
Þar af 5.643 tonn hert
20.508 tonn saltað
Úr verstöðvunum
6. mars. FÚ.
Allir bátar úr Grindavík
reru í nótt. Sjóveður var ágætt
en fiskur mjög tregur, 2—3 skpd.
á bát.
Sex bátar úr Keflavík reru í
nótt, en engir úr Njarðvíkum. —
Bátarnir voru að koma að um
miðaftansleytið í dag, og var þá
ekki kunnugt um afla. Veður var
hvast í morg'un og hamlaði það
almennri sjósókn.
í Höfnum reru allir bátar að
einum undanskildum. Sjóveður
var allgott en fiskur fremur treg-
ur, 1—4 spd. á bát.
Frá Sandgerði reru allir útilegu-
bátar og nokkrir bátar heimils-
fastir þar. Afli var tregur og mjög
misjafn.
Sæmilegar gæftir og ágætur afli
var á Sandi og í Ólafsvík síðast-
liðna viku, Áður var gæftaleysi
og afli mjög tregUr. Allir bátar
úr þessum veiðistöðvum voru á
sjó í dag.
Flóð i Kína
r •
500 menn farast.
Kalundborg 8. mars. FÚ.
í Kanton í Kína hafa orðið
mikil flóð í gær og í dag, og er
talið að 500 manns hafi farist
í þeim, en 300 lík'hafa þégar
fundist.