Morgunblaðið - 07.03.1934, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐTÐ
7
HappdræUi
Háskóla íslands
Dragið ekki til síðustu stundar að tryggja yður
happdrættismiða. — Síðasti söludagur fyrir 1. flokk er
næstkomandi föstudagur.
Sala happdrættismiðanna fer fram daglega frá kl.
10 árdegis til kl. 11 síðdegis á Laufásveg 61. Sími 3484.
Jörgen I. Hansen
NýkomiÖ:
Hvít silki í
fermingarkjóla.
Káputau og
Kápuskinn
Kjólatau.
Spegil-flauel
Dyra- og
gluggatjaldaefni
Hanskar o. fl. o. fl.
EDINBORG
Hárgreiðslustofa
Helmingur í gamalli, góðri hár-
greiðslustofu, sem hefir fjölda,
góða, fasta viðskiftavini, er til
söiu. Æskilegast væri að kaupandi
yrði dama, sem hefir starfað við
hárgreiðslu.
Tilboð merkt ,Hárgreiðslustofa‘,
sendist til A. S, í. fyrir 10. þ. m.
Það parf
enginn að hafa
slæmar hendur þó
hann vinni við
fiskþvott, hrein-
g'erningar o. þ. u.
1. ef Rósól-glyce-
rine er notað eftir
að hafa þvegið vel
og þurkað hendur
sínar.
Það varðveitir hörundsfegurð
handleggja og handa.
Þetta þekkja þeir sem reynt
hafa. >
H.t Efnagerð Reykiavfkur
Kem. tekn. verksmiðja.
Odýrt
hveiti, Alexandra,
í 50 kg. sekkjum á 13.35.
í smápokum, mjög ódýrt. Enn-
fremur íslenskt bændasmjör, ísl
og útiend egg; ódýrast í
Versl Bnrninn
Nýkomið:
Nýtt íslenskt bögglasmjör. —
Kækkað verð. Rjúpur, hangikjöt,
nýtt kjöt, saltkjöt og alls konar
grænmeti.
Jóhannes Jóhannsson
Grundarstíg 2. Sími 4131.
Kartöflusýkin síðastliðið haust
ónýtti uppskeru manna unnvörp-
um í Mýrdal og víðar í Skaftafells
sýslu. Fyrir milligöngu hrepps-
nefndar Hvammstanga hefir ver;
ið gerð stórfeld pöntun á útsæð-
iskartöflum fyrir vorið, og er bú-
ist við að Búnaðarfjelag íslands
fái þær frá útlöndum. (FÚ).
Sextugsafmæli á í dag frú Jón-
ína Jónsdóttir, Bjargarstíg 2.
Taflfjelag Reykjavíkur. Skák-
fundur fellur niður í kvöld.
Smásöluverð í Reykjavík var í
fcbrúar mjög hið sama og í jan-
úar. Verðbreyting'ar jöfnuðust upp
svo að vísitalan var hin sama,
180, en um sama leyti í fyrra var
hún heldur lægri, 178.
Meyjaskemman verður leikin í
kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala frá
kl. 1.
Höfnin. — Saltskipið Uuras fór
hjeðan í gær. Fránskur togari
kom hingað í gær til þess að fá
sjer kol.
Skipafrjettir: Gullfoss kom til
Leith í fyrradag. Goðafoss fór frá
Hull í gær. Brúarfoss var í gær
á leið til Patreksfjarðar frá Flat-
ey. Dettifoss fer til Hull og Ham-
borgar í kvöld. Lag'arfoss fór frá
Leith í fyrradag á leið til Aust-
fjarða. Selfoss er á leið til Hull
frá Aberdeen.
Drotningin er á leið frá Leith
til Kaupmannahafnar.
ísland fer frá Leith í dag', á-
leiðis til Færeyja.
Næturvörður verður í nótt í Ing'
ólfs Apóteki og Laugavegs Apó-
teki.
Hjálparstöð Líknar fyrir berkla
veika, Bárugötu 2 (gengið inn frá
Garðastræti 3. dyr t. v.) Lækn-
irinn viðstaddur á mánud. og
miðvikud. kl. 3—4 og föstud. kl.
5—6.
Ægir. í seinasta hefti blaðsins
eru skýrslur erindreka Fiskifje-
lagsins í Vestfirðingafjórðungi,
Norðlendingafjórðungi og Aust-
firðingafjórðungi. Enn fremur
skvrsla um fjórðungsþing fiski-
fjelagsdeilda í Austfirðingafjórð-
ungi.
Fisksala til Frakklands. Danski
sendiherrann í París tilkynnir að
fyrstu mánuði þessa árs hafi Dan-
ir og íslendingar leyfi til þess
að flytja til Frakklands 1000
kvintal á 100 kg. af fiski á mán-
uði. Er aðallega um blautsaltaðan
fisk að ræða. Hefir firmað Aage
Dessau & Cie., 26 Rue de la Pep-
iniére í París boðist til þess að
aðstoða íslendinga um fisksölu
þangað.
Háskólafyrirlestur dr. Ág. H.
Bjarnason um sálarlíf barna og
unglinQ'a er í Háskólanum í kvöld
kl. 6. Öllum heimill aðgangur.
Hiúkrunarfjelagið Líkn heldur
aða'fund sinn í Óddfjelagahúsinu
í kvöld kl. 9.
Bansleikur Iþróttafjel. Reykja-
víkur. Þeir, sem hafa fengið brjef-
ltga tilkynningu um dansleikinn,
en, sem ekki hefir unnist tími
til að heimsækja með áskrifenda-
lista. snúi sjer beint til ritfanga-
verslunarinnar Penninn, og fá af-
henta aðgöngumiða sína þar.
Iðnaðarmannafjelagið í Reykja-
j vík heldur fund annað kvöld í
Baðstofu sinni kl. 8^2-
300 króna verðlaunum heitir
Ingvar Sigurðsson hverjum þeim,
sem getur gefið upplýsingar um
það hvað orðið hefir af seðlunum,
sem hurfu um daginn — eða 500
krónum ef þetta upplýsist fyrir
mánaðamót.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ:
frá A. V. í. 5 kr. K. B. 1 kr.
Aðalfundi Merkurs er frestað
til næsta miðvikudags.
„Maður og kona“ verður sýnt
í leikhúsinu annað kvöld í 27.
sinn. Aðeins einn leikur, „Haust-
rigningar", hefir komist upp í svo
háa sýningartölu áður.
Til Strandarkirkju frá G. 5 kr.
S. O. 10 kr. Sigríði 25 kr. N. N.
2 kr. Þ. J. 2 kr. M. S. 6 kr.
Sólveigu 3 kr.
Hermamr og Strandamaður. —
Hjer um daginn hitti Hermann
bónda norðan af Ströndum og fór
að spyrja um kosningaútlit þar.
Spurði meðal annars hvort hann
mundi ekki fá fylgi þar ef hann
kæmi norður. Bóndi hugsaði sig
um nokkra stund og sagði svo:
— Ænei, ekki held jeg það. Það
er varp svo að segja á hverjum
bæ, þótt lítið sje.
Til Hallgrímskrikju í Saurbæ:
Áheit frá Guðrúnu Þórðardóttur
10 kr. Kærar þakkir. — Ól. B.
Björnsson.
Háöldruð kona látin.
Þann 12. f. mán. ljest á Þing-
eyri að heimili sínu, Nýjabæ, ekkj-
an Valgerður Þorsteinsdóttir, 97
ára gömul, fædd 17. september
1836 í Gufudal í Barðastrandar-
sýslu. Var hún dóttir síra Þor-
steins Þórarinssonar prests þar, og'
konu hans Rannveigar Snorra-
dóttur. Maður Valgerðar var
Bjarni Björnsson frá Hallsteins-
nesi, náskyldur Birni heitnum
Jónssyni, fyrv. ráðherra.
Fluttust þau Valgerður og
Bjarni til Dýrafjarðar 1873 og
þar dó hann árið 1907, en alls
hafði hún átt heima í 50 ár á sama
stað, Nýjabæ, og vildi fá að deyja
þar. En í ráði var nú að hún
yrði flutt til dótturdóttur sinnar
að Gili í Mýrahreppi. En er að
flutningi kom, brast á óveður 11.
f. m. og áður því slotaði var
hún dáin. Hindraði óveðrið flutn-
inginn og fekk hún þannig heit-
ustu ósk sína uppfylta.
Var hún stórmerk kona, trúræk-
in og göfuglynd og háði lífs-
baráttu sína löngu æfi með ein-
stakri djörfung' og þolgæði, still-
ingu og trúnaðartrausti.
Af foreldrum Valgerðar heit.
er komin hin merka Thorsteins-
sons ætt. Bræður hennar voru
þeir Þorsteinn kaupmaður (faðir
Davíðs Schevings læknis, Th.
Thorsteinsson í „Liverpool“, Guð-
mundar Sehevings og Pjeturs
Thorsteinssonar á Bíldudal), og
þeir Þorsteinn bakari á ísafirði
og Sölvi hafnsögumaður saníaátað-
ar. Höfðu þeir frændur Valgerðar
heit. styrkt hana um langa hríð
mjög höfðinglega og rausnarlega.
Iðhan Hansens Sönner
Fagerheims Fabriker
Bergen
Stærsta veiðarfæraverksmiðja í Noregi. Býr til Fiski-
línur, Öngultauma, Þorskanet, Sfldarnet, Síldarnætur.
Verð hvergi lægra. Hagkvæmir skilmálar. Talið við
okkur nú þegar ef þjer þurfið að kaupa þessar vörur.
Umboðsmenn:
hórðir Sveinssoa i Go.
Síðasti
útsdlndagMrinn
er i dag.
Vöruhúsið.
Frakkaefnl oo tataefnl
mest úrval hjá
G. Bíarnason h fjelðsted.
Af börnum hennar er á lífi Kristín var upp alin á Flögu
ein dóttir, Ing'ibjörg að nafni, er í Skaftártungu, dóttir Vigfúsar
bjó með móður sinni að Nýjabæ hreppstjóra Bótólfssonar og Sig'-
og komin er á áttræðisaldur. — ríðar Ólafsdóttur. Bróðir Kristín-
Hefir hún verið með móður sinni ar var Gunnar, faðir Vigfúsar, er
yfir 20 ár, og annaðist hana kær-
lega síðustu árin.
S.
Dánarfiregn.
Hinn 15. f. m. andaðist að Borg-
arfelli í Skaftárt.ung'u Kristín hús-
freyja Vigfúsdóttir, komin fast að
níræðu, f. 18. maí 1945. Hún var
síðari kona Sæmundar hreppstjóra
Jónssonar á Borgarfelli, en hann
er nú látinn fyrir mörgum árum.
Eru börn þeirra Vigdís húsfreyja
í Svínadal, ekkja Björns Eiríks-
sonar frá Hlíð, Sigríður húsfreyja
á Söndum í Meðallandi, Sigur-
björg húsfreyja á Norður-Götum
1 í Mýrdal, Vigfús og Gunnar bænd-
ur á Borgarfelli, en Jón (hrepp-
stjóri á Borgarfelli) ljest hjer í
Reykjavík fyrir allmörgum árum.
nú býr á Flögu. Kristín var orð-
lögð gæðakona.
— Hvað segið þjer — enginn
tennisvöllur hjerf Góða kona,
hvernig farið þjer þá að því að
fá yður hreyfinguf