Morgunblaðið - 07.03.1934, Blaðsíða 5
6
Togarar til útlanöa.
Sunnudaginn 28. janúar s.l. birt-
ist í Morgunblaðinu grein með
■þessari fyrirsögn, eftir Grísla Jóns-
son, umsjónarmann vjela og skipa,
jþar sem hann keldur því fram,
að viðgerðir á skipum hjer sjeu
meira en helmingi dýrari en ut-
-anlands, auk þess sem þær taki
margfalt lengri tíma hjer en þar.
-örein þessi er svo ófyrirleitin og
-ósanngjörn í g'arð vjelsmiðjanna
Lhjer og annara iðnaðarmanna, er
að skipaviðgerðum stai’fa, að ekki
verður hjá því komist, að gera
athugasemdir við hana, en vegna
anna hefir það dregist út hömlu
fyrir mjer, auk þess sem mig vant-
-aði upplýsingar um einstök atriði,
■sem nefnd eru í greininni.
Jeg skal til að byrja með taka
'það fram, að mjer dettur ekki í
hug að neita því, að viðgei’ðavinna
•skipanna sje eitthvað dýrari hjer
•en ytra, og taki auk þess lengri
‘tíma, en jeg' held því hiklaust
fram, að munurinn sje margfalt
minni en Gísli vill láta iíta út
‘fyrir í grein sinni, og auk þess
•eigi vjelsmiðjurnar, eða fram-
Ikvæmdastjórnir þeirra, minsta sök
á því, að svo þarf að vera. Þetta
viðurkennir Gísli sjálfur í grein
'sinni, en fer ekki út í það nánar,
hverjar orsakirnar eru, nema
hvað hann nefnir tollana á efnivör-
um til iðnaðar, af því að þar hef-
ir hann sjálfur fundið til. Aftur á
móti hefir hann í brjefi sínu til
■smiðjanna Hamar og Hjeðins, d.s.
8. okt. 1932, farið nánar út í þau
atriði, sem sýnir, að honum er
ljóst, hvað í raun og veru er að
þótt það komi ekki fram í um-
ræddri grein hans, og lesandinn
hljóti að fá þá hugmynd af lestri
■hennar, að smiðjunum sje aðallega
um að kenna, annað hvort vegna
okurs, eða af því, að iðnaðarmenn
þeirra sjeu svo miklu síðri en
stjettarbræður þeirra í Englandi,
að helmingsmunur sje og vel það.
En áður en jeg tala um þá erfið-
'lcika, sem smiðjurnar hjer eiga við
að stríða v og aðstöðu þeirra til
samkepni við útlendar smiðjur,
vil jeg athuga nokkuð dæmi þau.
sem Gísli nefnir í grein sinni, og
sýna live mikið er á ' þeim að
byggja.
1. Verk það, sem hjer um ræðir,
var boðið út, og er upphæðin sem
Gísli nefnir, 19182 kr., samanlagt
tilboð frá Slippnum og einni vjel-
smiðjunni í nokkurn hluta þess,
sem boðið var út, því samkvæmt
vfirliti, sem jeg hefi fengið að
láni hjá Gísla, hefir sumt af því,
sem út var boðið, ekki verið fram-
kvæmt, en aftur ýmislegt gert,
sem ekki var boðið út. Sú vinna,
sem hjer var boðin fyrir 19182
kr. samkv. yfirliti Gísla, var fram
kvæmd ytra fyrir £ 563:13:8, sem
með gengi 22,15 pr. £ gerir 12485
kr. en ekki 11908 kr. eins og Gísli
segir. En ef til vill reiknar hann
með lægra gengi. Sumt af því,
sem reiknað er með í íslenska
tilboðinu, var ekki framkvæmt
ytra, eins og t. d. að endurnýja
plötur á toppi ketilreisnar, þar
var aðeins tekin ein plata framan
við hágluggann og 2 bætur settar
á aðrar plötur. Þverplötur fram-
an við togvindu, sem tærðar voru,
voru ekki endurnýjaðar, heldur að
eins settur strengúr þar sem verst
var, og aðeins niður að dekki en
ekki niður í næsta saum í lest-
inni eins og út var boðið. Hjer
var boðið í nýja eimleiðslu að
tbgvindu, 2%”, en ekki látin ytra.
Hjer var boðið í að endurnýja alt
þilfarið (trje), en ytra var skilið
eftir óhreyft þilfar undir tog-
vindu, yfir káetu og aftur úr og
að Jtiestu framan við mastur.
Hjer hefir verið drepið á nokk-
ur atriði, sem sýna, hve óná-
kvæmt er í sakirnar farið, og að
það, sem Gísli kallar staðreyndir
um verðmun við ge rð a v innuL. yt r a
og hjer, er fullyrðing ein.
En auk* þess,. að viðgerðirnar
ytra og hjer eru ekki sambæri-
legar, þá er margt af því, sem
framkvæmt er ytra svo horðvirkn-
islega gert, veg’na þess hvað verk-
inu er flýtt mikið, að ýmist þarf
að gera það upp aftur hjer, eða
því er svo að segja tjaldað til
einnai’ nætur og langt frá því að
Aæra sambærilegt við vinnu verk-
stæðanna hjer. Á umræddu skipi
var töluverður leki þegar heim
kom, meðal annars með ketil-
reisninni og á þilfari, þar sem við-
gerð var ófullnægjandi. Sag, spýt-
ur, spænii- og allskonar drasl var
skilið eftir í botnkössum, svð að
mestu vandræði voru að, þegar
skipið var komið út á rúmsjó og
hingað heim, og' þurfti oftar en
einu sinni að ganga í að hreinsa
það; í stað þess að ryðberja alt
skipið eins og hjer var ætlast til,
var aðeins átt við hásetaklefa.
Ytra er ryðbarið með sleggjum
og aðeins tekið það mesta, og mun
Gísli bæði í þetta skifti og oftar
hafa þurft að finna að fram-
kvæmd þess, þótt þar við væri lát-
ið sitja vegna þess, að tími vanst
ekki til umbóta. Á þessu skipi
þurfti' að endurnýja á annað
hundrað nagla í botni skipsins
þegar það kom heim frá viðgerð-
inni ytra, og sýnir það meðal ann-
ars flaustrið og frágang'inn.
2. Um þetta dæmi skal jeg geta
þess, að samkvæmt þeim skjölum,
sem jeg hefi fengið lánuð hjá
Gísla og hefi hjer fyrir framan
mig, hefir tvennskonar áætlun
verið gerð um viðgerð á þessu
skipi, hið minsta, sem óhjákvæmi-
legt var að gera og hið mesta, sem
þurft hefði að gera. Áætlun Gísla
sjálfs var þannig':
Innl. erl.
kr. kr.
Mesta viðgerð: 40359' 23962
Minsta 26630 15223
Tilboðin hjer voru:
Hæst Læg'st.
kr. kr.
Mesta viðgerð: 33721 32505
Minsta 20775 20281
I grein sinni segir Gísli, að
lægsta tilboðoð hjer (í minsta við-
gerð) hafi verið 26630 kr., það er
hans eigin áætlun, og að hún hafi
verið framkvæmd fyrir 9300 kr.
ytra; að aukaviðgerð hafi verið
11400 kr. sem með sama hlutfalli
hefði átt að verða 27670 kr. hjer,
eða viðgerðin alls 55000 kr. í stað
20700 kr. ytra. Til þess að sýna
hvernig hann fær þessar tölur,
ætla jeg að leyfa mjer að taka hjer
MORGUN BLAÐIÐ
mmmmmmmmmmmmm im i n i i ...nrr
upp stuttan kafla úr brjefi frá
Gísla til stofnunar, sem hafði með
málið að gera:
„Tilboð innanlands kr. 40359,
þar af fyrir eigendur 30104 kr.
og' fyrir vátryggjendur ltrónur
10255,00.
Áætlaður kostnaður utanlands
fyrir sama verk kr. 23962,00. Þar
af fyrir eigendur kr. 18636,00 og
fyrir vátryggjendur kr. 5326.00.
Ur þessari áætlun fyrir verk
eiganda var dregið sem svarar
kr. 3080,00, er minna var fram-
kvæmt erlendis, svo verk þau,
sem framkvæmd voru nákvæmlega
eftir áætlun, hefðu þá átt að verða
kr. 15556,00 fyrir reikning eig-
enda, ef ekkert hefði bæst við og
áætlunin staðist. Til samanburðar
átti innlenda tilboðið að færast
niður í kr. 25404.00 eða lækka um
kr. 4700,00 fyrir þá liði. sem feld-
if voru úr.
Aftur á móti var framkvæmt
afarmargt, sem ekki var gert ráð
fyrir í áætluninni, og sumt af
því mjög yfirgripsmikið, er ekki
varð sjeð, fyr en skipið var at-
hugað nákvæmleg'a, þar á meðal
voru 9 utanborðsplötur endurnýj-
aðar í botninum og 4 plötur í síð-
um, auk aragrúa af böndum. Þá
var og breytt afturlest skipsins og
margt fleira. Nam allur sá kostn-
aður kr. 11400,00 og verður út-
koman á kostnað eigenda, saman-
borið við átælun því þannig:
Kostn. eigenda áætl.
erlendis..........kr. 18630,00
Felt úr, ekki framkv. — 3080,00
Áætl. erl. fyrir raun-
verulega. framkv.
vinnu samkvæmt
lista...............— 15556,00
Allur kostn. fyrir eig-
endur var.........kr. 20698,62
Þar af framkv. ut-
an áætlun.........— 11400,00
Raunverulega um-
samjð fyrir hina á-
ætluðu vinmi .... kr. 9298,62
eða. kr. 6257,38 minna en áætlað
var, og rúmum 16 þús. minna en
tilboðið innanlands. Með tilsvar-
andi verði á aukavinnunni hefði
verk eigenda kostað alls innan-
la.nds 55 þús. kr.“.
Eins og menn sjá, þá er fyrst
og' fremst rangt tilfært tilboðið
innanlands, þarnæst ruglað saman
inesta og minsta viðgerðarkostnaði
og loks vantar skilríki fyrir því,
að ekkert af aukavinnunni hafi
átt að teljast í því, sem boðið var
út hjer, og eins hinu, hve mikið
af því, sem hjer var boðið út var
framkvæmt ytra fyrir rúmar 9000
kr. Jeg geri ráð fyrir að Gísli
Iiafi þessi gögn í höndum, og væri
fróðlegt að sjerfróðir menn gætu
borið þau saman við út.boðin hjer.
Hitt hefir mjer verið sagt. að
mikið hafi vantað á, að viðgerðin
ytra á skipi þessu hafi vei’ið við-
unandi. T. d. voru vantarnir svo
ryðbrunnir, að þeir hruklcu í sund
ur svo mastur og reiði fór fyrir
borð áður en skipið komst heim
hingað, og' var lán að flækjan fór
ekki í skrúfuna og varð skipi
og skipshöfn að grandi.
3. Hjer er um tiltölulegá lítið
verk að ræða og hef jeg ekki
rannsakað það, enda erfitt , að
fullyrða, að alveg hafi verið um
sama verk að ræða. Aftur á móti
hefir mjer verið sagt frá fleiri
dæmum, þar sem dýrara er að
láta vinna ytra en hjer, t. d. ein
stórviðgerð á togara síðastliðið
sumar. f janúar síðastliðnum var
sett kælirör í vjel ytra fyrir £
7:10:0, en liefði kostað hjer 70—
80 kr„ t.ilboð ytra í nýan skiftiás
var £ 7:0:0, en gert mun ódýr-
ara hjer. Hjer kostar um 600 kr.
að koma fyrir Ecco-dýptarmælum,
það hefir Gísli fengið gert fyrri
20 pund sumstaðar ytra, en á öðr-
um stöðum kostar það 30 pund.
Annars eru áætlanir hans um
kostnað hjer yfirleitt hærri en
raunverulegt verð. T. d. var trje-
vinna á línuveiðara gerð hjer í
vetur fyrir 1200 kr., en hana hafði
Gísli áæt.lað 4000 kr.
Annars er það ljóst öllum, sem
með sanngirni hugsa um þessi mál
að viðgerðavinna slík, sem hjer
um ræðir, hlýtur að vera eitthvað
dýrari lijer en ytra, ekki af því
að verkstæðunum sje ver stjórnað
hjer, eða íslenskir iðnaðarmenn
sjeu verri verkamenn en þeir er-
lendu, heldur vegna aðstöðunnar
og aðbúnaðar. Þetta veit líka Gísli
ósköp vel, því hann hefir áður
rætt um ýmsa þá örðugleika, sem
verkstæðin hjer eiga við að stríða.
I Morgunblaðsgreininni minnist
hann aðeins á tollana og f jarlægð-
ina frá hráefnamarkaðinum. En
auðvitað er það margt fleira., sem
gerir smiðjunum hjer og Slippn-
um og skipasmíðastöðvunum ill-
mögulegt að keppa við útlend
verkstæði hvað verð og vinnu-
hraða snertir. Skal jeg hjer nefna
nokkur atriði:
1. Þyngdartollur er hjer 60 kr.
á hvert tonn af járni og stáli,
sem til vinnunnar þarf og auk
þess er verðtollur á sumu, sbr.
grein Gísla. Hann þurfa útlendu
smiðjurnar ekki að greiða.
2. Hjer verða smiðjurnar sjálf-
ar að liggja með birgðir af því
efni, sem nota þarf, og er það auð-
vitað af skornum skamti. Það get-
ur því komið fyrir að annaðhvort
vanti efni eða að nota verði ó-
hentugra efní en æskilegt væri.
Ytra geta smiðjurnar sparað sjer
að miklu leyti að kosta upp á stór-
ar efnisbirgðir, því þar eru efn-
isverslanir svo að segja við hend-
ina, og' þær geta því fengið hent-
ugt, tilsniðið efni, eins og best á
við í hvert skifti, hvenær sem á
þarf að halda. Flutningskostn-
aður á efni hjá þeim verður líka
minni en lijer.
3. Hjer verða smiðirnir að vinna
að viðgerðum skipa utan á öðrum
skipum, hingað og þangað í höfn-
inni, inni í sundum eða suður í
Skerjafirði. Yerða þeir þá að
klifra með efni, verkfæri og vjel-
ar yfir 2—3 skip eða flytja það á
bátum fram og aftur, auk þess,
sem stundum hefir þurft að flytja
skipin ,sem verið er að gera við,
fram og aftur um höfnina. Eru
dæmi þess, að kostnaður, sem af
þessu leiðir, hefir verið fullur
helmingur alls viðgerðarkostnað-'
arins. Sjerstakan varðmann verð-
ur að hafa í hverju skipi að nótt-
unni, þar sem svona stendur á.
Ytra eru sjerstakar hafnarkvíar
fyrir skip í viðgerð, rjett við verk
stæðin, umgirtar eða lokaðar, og
g'ætir einn varðmaður hverrar kví-
ar. Er þar næði til vinnu og
greiður aðgangur að skipinu r. I
alt, sem til þarf.
4. Hjer vantar enn fullkoi i
tæki til stórsmíða. Nokkuð hef :■
verið reynt að bæta úr því eíUc
föngum, t. d. eru nú komin i M
komin plötuvinslutæki og dr;
arbraut. er getur tekið öll -! -
fiskiflotans. Að vísu er enn el ’
lufegt að taka mörg skip í ei •.
en mikil bót er þó að þessi
tækjum frá því, sem var. Enn r .
vantar ýmsar vjelar og áliöld.
einkum pláss til að koma mörg:
mönnum að í einu og stórv.
stykkjum hæglega fyrir.
Ymislegt fleira mætti nefna, s »
sem ódýrt rekstrarfje o. fl„ t
jeg’ læt þetta nægja í bili.
Á hinn bóginn má benda á þ< ',
að meðan skipin eru í viðge
yt.fa, verður að halda miklu >
hluta skipsliafnar iðjulausum yt: :
og kosta uppihald hennar þar i
landi, og verður ekkert annað fyi
ir skipið gert á meðan á því stend
nr. Þennan kostnaðarlið á g"
rjettu lagi að taka með í viðgero
arkostnaðinum ytra. Hjer er hjegt
að láta vinna ýmislegt skipinu f ’ ‘
góða meðan á viðgerðinni stend
ur, og fjöldi fólks, annað en M5n
aðarmennirnir í smiðjunum, fæ
beint og óbeint atvinnu við skipin
og veg'na þeirra á sama tíma.
Enn eru ótalin hin þjóðhagslega
hlið málsins, lvaupgeta og gjald-
þol þeirra fyrirtækja, og einstak-
linga, sem missa atvinnu við að
farið er með skipin til viðgerða út
úr landinu. Ríkið missir tolltekjur
aí efni til viðgerðanna, höfnio
hafnargjöl og það, sem fyrirtæMn
og starfsfólk þeirra þola minna
í skött.um og útsvörum, dreifist ú
aðra gjaldþegna, og’ þá ekki sfð
ur á útgerðarmen nen aðra borg-
ara.
Loks getur maður ekki komist
hjá þvi að spyrja: Hver er drif-
f jöðrin í því, að farið er út með
skipin? Eru það útgerðarmenn,
sem heimta það? Eða er það Gísli
sjálfur, sem knýr það fram? Jeg
hefi heyrt að svo muni vera. Og
hverjum til hagsmuna fyrst og
fremst? Og hvers vegna er þá
grein hans skrifuð ? Ekki getur
það verið til þess að verja útgerð-
armenn. ef þeirra er ekkí fyrste
krafan um þetta fvrirkomulag.
Er það til þess að níða og' ófrægja
islenska. iðnstarfsemi ?
Og hvaða hag getur hann haft
af því? Það er ekki sjáanlegt, að
hann geti haft hag af því, að þe*ú
alinnlendu iðnfyrirtæki veslist upp
með þau áhöld og útbúnað. sem þau
eru búin að útvega sjer. að þan
neyðist til þessa að selja dýrt, af
því þau fá aðeins smáviðgerðir,
snöpin úr vinnunni, en ekki stór
verk, sem gætu gefið arð. og jafn-
að upp lilaupavinnuna. Óhjá
kvæmilega lilýtur manni að dette
i hug, að hagur Gísla ætti helst
að ligg'ja í því, að fá að haldh
vinnunni ytra, og væri þá fróðlegt
að fá upplýsingar um það, hvar
þar liggur fiskui undir steini.
Frá hvaða sjónarmiði, sem mál-
ið er skoðað, þá verður erfitt að
færa sönnur á það, að útgerðar-
mönnum og Islendingum alment
sje hagur að því, að fhJ.ia þessa
vinnu út úr landinu
H. H. Etoíksson.
—-—-----------------