Morgunblaðið - 23.03.1934, Blaðsíða 4
4
MORGUNRLAÐIÐ
Kreppulánin.
Nú líður að því, að sltriður
komist á lánveitingar úr Kreppu-
lánasjúði. Br eðlilegt, að spádóm-
ar og ■ bollaleggingar heyrist
manna á milli um það, hvernig
þeirri sjóðstofnun og þeim lán-
veitingum reiðir af. Yeltur mjög
á því, hvernig með verður farið.
Tiigangur Kreppulánasjóðs er
sá, sem kunnugt er, að koma bú-
rekstri lántakenda á heilbrigðan
fjárhagslegan grundvöll. Að skuld
ugir bændur fái þá eftirgjöf á
skuldum sínum, að búrekstur
þeirra geti staðið undir áhvíl-
andi skuldum, og þessir bændur
geti breytt lausaskuldum sín-
um í, hagfeld löng lán svo í’ekst-
ur þeirra komist á trygg'an rek-
spöl.
En velfarnaður sjóðsins og lán-
takenda er undir því kominn, að
í upphafi verði ratað hið rjetta
meðalhóf með eftirgjöf skuldanua,
og bæridur geti klofið rentur og
afborganir af því, sem eftir stend-
ur. Því þá er ver farið en heima
setið, ef búskapur manna lendir
í sama öngþveiti og áður, fitja
verðí aftur upp á nýjum eftir-
gjöfum, bjargráð kreppulánasjóðs-
ins reynist spilaborg, sem hrap-
ai ofan í höfuð manna á næstu
árum.
■Slíkar hrakspár skulu ekki
bornar hjer fram.
Og eitt ætti Kreppulánasjóðiu'
að kenna mönnum: að rækja
betur fulla eftirtekt á því, en
gert hefir verið ,hvort búskapur
landsmanna er rekirm á heilbrigð-
um f járhagsgrundvelli eða eigi.
Lánaskýrslur Kreppulánasjóðs
hljóta að geyma mikinn undir-
stöðufróðleik um það efni.
Ætti sá fróðleikur að geta beint
forráðamönnum bænda og 1 eið-
beinen.dum inn á þá braút, að
Jeggja megin áherslu á öruggar og
vísindaleg’a sannþrófaðar hag-
fræðilegar Jeiðbeiningar fyrir
bændur landsins.
Fjörefnamagn
í heyi.
Síðart vitneskja inanna um fjör
efnainniliald fóðurefna er komin
á reltspöJ, er eðJiJegt að menn liug-
Jeiði það, livernig fjörefni
haJda sjer í heyjum við mis-
munandi verliun þess. Einltum á
síðari árum liefir ])að Jtomið mjög
átakanJega í Jjós, að sauðfje van-
fóðrast og missir Jiold og heilsu,
þó bori.ð sje fyrir ]>að liey, sem
nægilegt ætti að vera að vöxtun-
um til. En í fóðrið. vantar nær-
ingarefni eða einhvern lífskraft,
svo ])að sje fullnægjandi.
Mjög væri ]>að æsltilegt, ef
rannsóknir fengist lijer á Jandi
á fóðurg'ildi og fjörefnamagni ,
Jieys, eftir því. livaða ver'ltun hey-
ið liefir- fengið. Ytarlegar rann- !
sóknir á ])pssu yrðu vitanlega
mjög margbrotnar og erfiðar. En
bendingar ætti að mega fá, án
mjög mikiJs tilltostnaðar.
T því sambandi er fróðlegt að
minnast- á norskar rannsóknir, er
BUNnPARBALKUR
Rafstöðvar í sveitum.
*
Eftir Eirík Ormsson.
f grein minni í Morgunblaðinu
2. febrúar þ. á. benti jeg á nýja
leið, er stutt gæti að því, að
raforkan gæti komið landsmönn-
um að almennari notum en hiug-
að til, ti! ljósa og til suðu eftir
því sem tölt væru á. Ritgerð þessi
hefii' vakið nokJtuð almenna eftir-
teltf og liafa komið fram óskir
um frekari lýsingar þessa mögu-
leilta, og fara þær hjer á eftir:
Smávjela samstæðan „Dvergrtr"
ei’ smíðuð bæði fyrir vatns- og
vindorku: Jeg held fyrst og
fremst fram vatnsorltunni, en því
næst vindorkunni, þar sem eltki
er um vatn að ræða. Fer jeg því
næst nokkurum orðum um vatns-
Jireyfilinn.
VjeJasamstæðan ..Dvergur“
(vatnslireyfill ur. T) er smíðuð í
stærðum frá 30—150 wött og alt
niður í .3 m. fallhæð, eftir stað-
liáttum en nr. II. frá 150—300 w.
og nr. III. frá 300—500 w. Það
sltal þegar tekið frain að stað-
hættir fyrir nr. I (30 w. og það
upp í 75 w.) eru vandfengnir svo
góóir að sú vjel fáist nógu ódýr
í hlutfalli við afkast hennar, þó
eru þeir til. í öJJum þessum þrem
gerðum er vatnshreyfillinn af svo
kallaðri ,;Peíton“ gerð með 1—VI
stútum eftir því, sem við á, og er
rafallinn bygður fastur á túrbínu-
húsið og mælaspjaldið bygt á raf-
alinn, er því vjelin sambygð og
reynd með öllum búnaði áður en
Jiún er afhent, jafnframt eru v.jel-
arnar gerðar útvarpstruflanafríar.
A'jelar með dýnamó 100 w. og þar
yfir eru þannig gerðar, að setja
megi algengt bréytistraums út-
varpstæki 220 volta I beint sam-
band við strauminn, eru þær því
]>etta férnt í senn, til ljósa (og
stiðu eftir stærð). Iileðsfu útvarps-
rafgeyma, og til að teiigja við al-
geng tæki, (^n aðal-spenna þéirra
er þá 24 volta jafnstrartmur. —
Þessi spenna, 24 volt, er hjer í álfu
algeng fyrir smástöðvar, og er
valin með tilliti til þess, og til
Jandsreglugerðarinnar um raflagn-
ir, til þess að komast hjá því að
senda verði fullkominn fagmann
til að setja vjelina upp, eins og
síðar verður minst á.
Vjelarnar ganga í S. K. F. kúlu-
legum, og er þannig um þær
búið, að nægja á að bera á þær
einu sinni á ári, á sama hátt er
allur frágangur vjelanna þannig
að mjög lítið þarf um þær að
liugsa, enda er þessi liugrtiynd
bygð á því, að gera tækin sem
fyrirhafnarminst í notkun.
Vegna þessarar lágu spennu
eru erfiðleikar á að byggja stöð-
iná langt' frá bænum, en sjeu stað-
Jiættir að öðru Jeyti góðir, er
breytt til um spennu.
Stöðvarliús getur verið fjarska
lítið, og má lilaða ]>að hvort sem
vílJ, úr torfi eða grjóti, og er þá
best að blaða jafnframt utan um
fýrsta línustaurinn til þess að
styrkja hann.
Heima reikna jeg með að lagt
sje fyrir ljósi í livert herbergi
eiida þótt stöðin væri ekki næg'jan-
lega stór fyrir öll þau ljós í senn,
en' það er nauðsynlegt til þess
að Jiafa sem best þægindi af stöð-
itini, ennfremur skal liafa liita-
vatnskút (10—50 lítra) fyrir
liVert lieimili á þann Jiátt notast
aflið best.
„Dvergur“ með vindhreyfli.
Vindlireyfillinn er hingað til í
beinu sambandi við 24 volta rafal
ofan á'toppi turnsins, sem gerður
er -svo lágur að setja megi hann
ofan á íbúðarhúsið; skrúfan er
að Jengd 1,2 m.og hefir afkast
iiennar reynst við ca. 5—6 m.
vindstyrk um 220 wött. Þessari
vjel fylgir rafgeymir 90—100 am-
pertíma 24 volt, er því mesta af-
l?ast, vjelarinnaar með rafgeymin-
um «a. 400 wött. með því að
reikna ca. 10 klst. úthleðslu-tíma
fyrir rafgeyminn.
efna inniliaid í lieyi. Lns það flutti
Ottar Rygli magister fyrirlestur
nýlega liafa verið gerðar um fjör-
á bændafundi í Osló í byrjun
mars.
Ilanii komst m. a. að orði á
þessa leið :
Mjög er það mikilsvert, að fjör-
efnin lialdist í fóðrinu. A-fjörefnið
t. d. veitir mikJa vörn gegn sjúk-
dómum er stafa af bakteríum,
A-fjörefnið styrlcir slímhimnur
lílcamans. svo þær verjast betur
árásum 'balíteríanna, jafnframt
því, sem það eylcur lífsjiróttinn al-
ment. A-fjörefni veitir því sjer-
slaklega vörn gegn smitun gegn-
um kok og öndunarfæri. Ef A-
fjörefni vantar í fóðrið, getur
búpening'ur, sem slíkt fóður fæv
feng'ið blindu.
Fjörefnin haldast við
hraðþurkun. 1
Rannsóknir á f jörefnaimiihaldi ]
heys hafa nú leitt í ljós, að hey,
sem þurkað var í þurkvjel við 68°
hita í tvær klfrt. hafði 10 sinnum
meira A-fjörefni, en liey sem fekk
góðan sólþurlí í flekk, og 20 sinn-
uin meira A-fjörefni var í lirað-
þurkaða lieyinu, en var í heyi,
sem þurkað var á hesjum, en
sú ]iurknnaraðferð er algeng í
Noregi, lieyið sett lirátt á liáar
grindur eða vírstrengi og látið
liggja þar óhreyft uns alt vatn
er liripað nr því og ]iað þurt.
Hjer er eig'i rúm til að rekja
fyrirlestur O. Ryghs nánar. En
bendingar ]iessar gefa nokkra
liugmynd um, hve geysileg tor-
týming' það er á fóðurgildi lieyja,
er þau hrekjast kanske vikum
saman.
Til þess' að komast hjá alt of
háum stofnkostnaði vjelanna, hefi
jég .hugsað mjer þá leið, að heppi-
legt væri að hvert hreppsfjelag'
veldi sjer inuan sveitar, laginn og
samviskusaman mann, sem kæmi
til Reykjavíkur og ynni á vinnu-
stofum mínum mánaðartíma eða
svo og kynti sjer vjelarnar og nm
leið einfaldar lagriir og meðferð
rafgeyma. Þá gæti sá liinn sami
vel annást um uppsetningu þeirra
og- fylgst með þeim. Helst þyrfti
þessí maður að hafa slíka stöð
sjálfur og annast um leið hleðslu
útvarpsrafgeyma innan sveitar.
Til leiðbeiningar tek jeg hjer
stofnlcostnað og Jauslega rekstrar-
áætlun tveggja smá stöðva.
„Dvergur“ nr. II. með vatns-
hreyfli, við laka meðal-
staðhætti.
Fallhæð H — 15 m.
Vatnsirtagn Q — 4,5.
Afkast IV — 300.
Pípul. Pl. — 50 m.
Loftl. Ll. — 100 m.
Spenna 24 volt.
Kostnaðaráætlun.
Vjelasamstæða, efni í pípu, ger$
úr borðum, efni í loftljnu, hús.
þóknun fyrir uppsetningu, hita-
dunkur, efni í 10 Ijósstæði, og'
ýmislegt smávegis.. kr. 1.800,00
Viðhald, vexti og afborgun af
JiÖfuðstól reikna jeg' til 15 ára
12% eða rúmlega kr. 220,00 á ári.
Tekjur.
Til ljósa 105 kwst. .. kr. G8,25
Til útvarpstækis .. .. — 65,00
Til liita 2000 kwst. 0.05— 100.00
Fyrir hleðslu á raf-..
g'eymum . . ........ — 20,00
kr. 253,25
Tekjur afgangs kr. 33.25
„Dvergur“ með vindhreyfli.
Vjelasamstæða 24 Volt, 220 w.
með rafgeymi 90—100 ampert. 24
volt og’ mælaspjaldi, á ca. 1 m,
háum turni .......... kr. 1200,00
Efni til innlagningar
10 ljósst. með ein-
földustu Jögn .....— 200,00
Uppsetning ..........' -— 100,00
kr. 1.500,00
Árleg útgjöld:
Vextir, afborgun og viðhald mið
að við 15 ára fyrningartíma 15%
af kr. 1,500,00 kr. 225,00.
Framleiðsla áætluð við meðal-
vindskilyrði 1000 Invst. á ári.
S,á, er slíka vatnsorkustöð bygg-
ir, sem lijer var lögð ti) grund-
vallar, fær fullkomna raflýsingu
fyrir íbúðarliús og útihús og' nóg
afl til kaffihitunar fy rir meðal-
stórt heimili, ef rjett er með farið,
án þess að reisa sjer hurðarás um
öxl; og enda þótt reiknað -sje méð
])ví að greiða upp stofnkostnað-
inn á 15 árum og greiða allan
tímann Jiæstu vexti 7% af allri
úpphæðinni og jafnframt leggja.
í Varasjóð u» kr. 35,00 á ári, sem
er eft'ir 15 ár með rentu-rentum
og 5% innlánsvöxtum örðið um
kr. 860,00, sýnir sig að út-
söluverð orkunnar stenst sam-
kepni frá stærri verum, komið
lieirn til einstöku býla, eins og
hjer hagar til.
A8 þessu athuguðu teí jeg þess
’.ert að bend.a mönnum á þennaii
möguleilía, sem hingað til hefir
verið almenningi óþektur.
Sveppur í reynivið.
Við ræktun reyniviðar hafá
sjálfsagt margir orðið þess varir,
að hann getur telíið ýmsa sjúk-
dóma.
Flestir þeirra eru óskaðlegir, en
einn .þeirra getur orðið mjög
liættulegur. Er þess végna rjett
að geta lians og lýsa lionuni nánar,
svo að liægt sje að þekkja hann
og verjast hoiium því betur.
Verðnr haus fyrst þannig vart,
að greinarnar þorna, börkurinn
skrælnar, tekur á sig' ranðleitan
lit og lierpist saman. Þessir þurru
blettir stækka ó.ðum, og áður en
varir liefir sveppur sá, er sjúk-
dómnnm veldur, læst sig inn í
greinina. Visnfcr hún þá og fell-
ur af er frá Jíður. En komist sýk-
ingin í aðaJstofn trjesins, er oft-
ast dauðinn vís.
Sveþpur sá, er þessari sýki
veldur, kallast á lærðra manna
máli Neetria galligena. Hefir hann
gert mikinn usla í mörgum görð-
um hjer í liæ. og crn dæmi til
])ess, að liami liafi drepið 4—5 m.
liá trje á örskömmum tíma. Er
því öll ástæða fyrir þá, sem þykir
vænt úm reynirunna sína, að
vera á varðbergi gegn honum.
’Strax og þess verður vart, að
g'reinar reynisins fara að visna,
er sjálfsagt að klippa þær af með
beittum klippum rjett fyrir neð-
an stað þann, sem sýkin nær.
Verði samskonar sýkingarbletta
vart á stofni trjánna, er rjett að
skera þá burtu og reyna að taka
fyrir útbreiðsln sveppsins á þann
hátt. Þó er ekki ráðlegt að slicra
í bprkinn, nema fullvíst sje, að
uin þenna sjúkdóm sje að ræða.
Rjett er að bera málningu eða
trjávax í sárin, til þess að liindra
gró sveppsins í að sýkja þar á ný.
Fylstu varúðar þarf að gæta,
svo að hinir sýktu, afskornu lilut-
ar trjesins smiti ekki frá sjer. Ber
að flytja ])á í burtu og' lielst
brenna. Enn fremur verður að
gæta þess, að ])vo sjer nm liend-
ur, áðtir cn snert er á trjenu aft-
ur.
Þá er önniir varnarráðstöfun
geg-ii svepp þessum. Það er að
sprauta trjen með koparsóda-
dufti, einliverntíma í aprílmánuði,
skömmu áður en trjen fara að
laufgast. Á ]iami liátt er unt að
sporna við því, að sveppurinn
breiðist út, og- ef vel tekst. geta
ti'jen orðið allieil 'eftir slíka með^
ferð.