Morgunblaðið - 28.03.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1934, Blaðsíða 2
2 MORfJTTNRLAÐTF> 2^orgnnHaí>ií> Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjðrar: Jðn KJartansson. Valtýr Stefánason. Ritstjörn og afgreiSsla: AustuT8træti 8. — Slrai 1600. Auglýsingastjðri: B. Hafberg. Auglýsingaskrifstof a: Austurstræti 17. — Slmi 8700. Heimasímar: Jðn KJartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 304S. B. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSl. Utanlands kr. 2.50 á mánuCi 1 lausasölu 10 aura eintakiS. 20 aura meS læsbðk. Alþýðublaðið. Vjer birtum á öði’um stað í blaðinu yfirlýsingu Magnúsar Guðmundssonar, sem gegnir störfum forsætisráðherra í fjar- veru Ásg. Ásgeirssonar, og Bjarna Ásgeirssonar formanns utanríkismálanefndar um af- 'skifti Ólafs Thors af hagsmuna- málúm vorum á Spáni. Ástæðan til þessarar yfirlýs- ingar er grein í Alþýðublaðinu í gær, þar sem því er haldið fram, að Ól. Th. hafi nýlega gert sjer leik að því að ’vinna gegn sameiginlegum hagsmunum ís- lenskra fiskútflytjenda þar syðra. Þarf ekki að benda á það, að slík aðdróttun í garð manns, sem m. a. er einn af eigendum stærsta útgerðarfjelags íslands, er fáránleg og heimskuleg móðgun við ísl. .þlaðalesendur Enda tekur fyrnefnd yfirlýsing af skarið um það, að Ól. Th. hef- ir ekkert að-Ti'áfMt’í þessum mál- um nema í fullu samræmi við ríkisstjórnina og þá stefnu, sem utanríkismálanefnd hafði tekið. En greinar Alþbl. síðustu daga eru fyrir anhað alvarlegri en það, að þær bera vott um að blaðið leggur sívaxandi kapp á að verða illgjarnasta, lítilmót- legasta og strákslegasta blað, sem hjer hefir út komið — að því virðist stjórna maður frem- ur lítill fyrir sjer að sómatilfinn ing og ráðvendni, og að eina eina hugsun hans virðist sú, að gera blaðið „spennandi“, hafa einhverjar svívirðingar á forsíð- unni, sem söludrengirnir geti hrópað hátt á götunni— svo að blaðið gangi út. Greinar blaðsins síðustu daga eru fyrir það alvarlegastar, að þær sýna, að þegar ekki býðst annað efni til að hafa að fífl- skaparmálum og gera sig gleið- an yfir á forsíðunni, þá er ekki hikað við að grípa til hinna við- kvæmustu utanríkismála — þeirra mála sem siðuð blöð um heim allan telja sjer skylt að ræða af mestri gætni og hóf- semi, og gera ekki að sundrung- arefni inn á við fyr en í lengstu lög. Slík skrif geta kanske talist ,,spennandi“, aukið sölu blaðs- ins á götunni dag og dag, og eru þá vafalaust tilvalin frá sjón armiði ritstjórans. En viti bornir menn og vandaðir, af öllum flokkum, n>unu telja þauóknytti og undrast slíkan götustráks- hátt. og slíka hrakmensku. Yfirlý§ing. Vegna ummæla Alþýðublaðsins í dag, um fisksölu til Spánar og afskifti Ólafs Thors af því máli í utanríkis- nefnd og gagnvart landsstjórninni, þykir rjett að taka fram, að hættan á að Spánverjar takmarki innflutning íslensks fiskjar, er því miður enn hin sama og frá hefir verið skýrt opinberlega, og að umrædd afskifti Ólafs Thors af þessu máli hafa verið í fullu samræmi við stefnu landsstjórnarinnar og utanríkisnefndar, að hafa sem kyrrast um málið í lengstu lög. Annars er rjett að vara við að gera viðkvæm utanríkismál að flokkadeilumáli. Reykjavík, 27. mars 1934. Magnús Guðmundsson. Bjarni Ásgeirsson. form. utanríkismálan. —• ---------- Fiskinnflytjendur á Spáni ráða eindregið til að semja strax. Ella geti svo farið, að við missum rjettindi. Richard Thors kemur til Spánar í dag. Sveinn Björnsson einnig á förum suður. í gær bárust skeyti frá umboðs- mömrum Sölusambands ísl. fisk- framleiðenda á Spáni, þar sem þeir telja hættuna yfirvofandi og ráða okkur eindregið til, að farið sje að semja við spænsku stjórn- ina hið allra fyrsta, ella getum við átt á hættu að missa rjett- indi þar syðra. Af þessu er Ijóst, að hjer er ekki neinn leikur á ferðum. Og það er frámunaleg heimska — ef ekki annað verra — sem fram kemur í Alþýðublaðinu þessa dag'- ana, að við getum sofið á þessu rnáli, því að innflytjendur á Spáni muni sjá okkar málstað borgið. Morgunblaðið átti í gær tal við Magnús Guðmundsson ráð- herra. Staðfesti hann fregnir þær, sem að ofan greinir og taldi horfur mjög ískyggilegar þar sýðra, hvernig sem úr rættist. Ráðherrann skýrði einnig frá því. að Rich. Tliors væri á léið- inni til Spánar — myndi senni- lega koma þang'að í dag. Sveinn Björnsson sendiherra væri einn- ig annaðhvort farinn af stað suð- ur eða á förum. Nýtt byggingarfjelag verkamanna og annara. Listar liggja frammi til áskriftar. Jón Þorláksson skýrði frá því á Varðarfundinum á mánudags- kvöld, að fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn hefðu á- kveðið að beita sjer fyrir því, að hjer yrði stofnað nýtt byggingar- fjelag, til þess að koma upp íbúðarhúsum, skv. lögum nr. 71 frá 1931, um verkamannabú- staði. Samkvæmt lögum þessum er sjóður myndaður af opinberu fje, að hálfu úr bæjarsjóði og hálfu úr ríkissjóði, til þess að koma upp íbúðum. Sjóður þessi fær á ári hverju um 60 þús. úr bæjai’sjóði og' annað eins úr ríkissjóði, Ætlun fulltrúa Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn er ,að bygð verði smá sjerhús, sem bygging- arfjelagið selji svo fjelagstnönn- um eins og nánar segir í lögun- um. Fjelagar geta þeir einir orð- ið, sem síðastliðin 3 ár hafa ekki yfir 4000 kr. árstekjur að meðaltali, og ef ómagar eru, þá 300 kr. umfram á hvern, þó ei yfir 5500 kr., og ekki meiri eign en 5000 kr. í ráði er, að byg'gja hús þessi utan Hringbrautar, einbvei-sstað- ai á hentugum stað. Ætlunin. er, að fá vitnéskju um það nú þegar, hvort ekki muni almennur áhugi meðal verka- manna og' annara í þessum bæ, sem hjer geta komið til greina, að stofna slíkt byggingarfjelag. Eru því listar lagðir fram á afgr. Morgunblaðsins, Vísis og skrifstofu Varðarf jelag'sins, og eru þeir, sem vilja taka þátt í fjelagsstofnuninni beðnir að skrífa nöfn sín þar. Þess skal getið, að þótt menn skrifi nöfn sín á listana, skuld- Jnnda þeir sig ékki til að gerast meðlimir, heldur verður þeim einungis gert sjerstaklega aðvart, þegar fundur vei’ður haldinn til að ákveða stofnun fjelagsins. Hjer er um svo mikið nytjamál að ræða, að ekki þarf að efa, að þátttakan verður almenn, Listi liggur frammi á, afgr, Morgunblaðsins. Rauðliðar í Vestmannaeyjum Ieika sjer að því að vekja ótta hjá fólki. EIl. 12 í gær og' aftur kl. 3 var útvarpað neyðarskeytum frá Vest- mannaeyjum, sagt að allir bát- ar þaðan hefði róið, en vegna af- takaveðurs væri þeir í stórhættu, og skip beðin að liðsinna þeim. Voru skeyti þessi send út á ís- lensku, ensku og þýsku. Nú er það venjan, að Björg- unarfjelag Vestmannaeyja sendi skeyti, ef báta vantar þar, eða þeir þurfa á lijálp að halda og snýr sjer þá jafnan fyrst til Slysavarna fjelagsins hjer. Morgunblaðið átti því tal við Slysavarnafjelagið út af þessum ægilegu frjettum til þess að fá nánari upplýsingar. iKom þá upp úr kafinu, að Slysa- varnafjelag'ið hafði enga tilkynn- ingu fengið frá Vestmannaeyjum, en hafði komist að því, að skeyti þessi væri frá Sjómannafjelaginu þar, send beint til að útvarpast. En því þóttu skeyti þessi ein- kennileg, þar sem það hafði sann- frjett að veður var orðið sæmi- legt í Eyjum, og að bátar, sem komu að landi um morguninn, væri í'aroir út aftur til þess að vitja um lóðir sínar, sem þeir höfðu orðið að liverfa frá. Morgunblaðið átti nú tal við Björgunarf jelagið í Vestmanna- eyjum. Sagði það að allir bátar hefði róið um nóttina. Var þó hálfgert rosaveður. Og um kl. 7 í gærmorg'un gerði landnyrðings hrynu mjög snarpa, svo að bát- arnir urðu að fara frá lóðum sín- um og leita hafnar. En kl. rúm- lega 10 fór að lygna aftur og batnaði veðrið fljótt, svo um hádegi yar komið gott veður. Sneru þá sumir bátarnir aftur út í sjó, en þeir sem komnir voru að landi fóru að leggja út að nýju til þess að ná í lóðir sínar. Veðrið var sem sagt mjög vont Iðnaðarmálin. Yarðarfjelaffið lætur • mál þessi til sín taka. Á Varðarfundinum á mánu- dagSkvöld bar S. Fongner bók- bindari fram svohljóðandi álykt- un, sem samþykt var með sam- bljóða atkvæðum: „Þar sem reynslan sýnir, að efnivörur til iðnaðar, sem frá útlöndum erú fluttar, sæta í ýmsum tilfellum miklu lakari tollkjörum en sömu vörur full- unnar, sem er til hins mesta hnekkis fyrir ísl. iðnað, og þar sem iðnlögin gera miklar kröfur um nám iðnaðarmanna, án þess að vernda þá á nokkurn hátt fyrir allskonar „fúskurum“, þá ákveður landsmálaf jel. „Vörð- ur“ að skipa 7 manna nefnd, er sje skipuð starfandi iðnaðar- ' mönnum, er undirbúi tillögur um iðnaðarmál fyrir næsta fjelagsfund og landsfund Sjálf- stæðisflokksins." Skeiðará beldur enn áfram að vaxa. Tveir smástaurar austan árinnar umflotnir í g'ær, en cjkki fallnir. Á pálmasunnudag voru telcin samskot til kristniboðs í dóm- kirkjnnni og komu inn kr. 340.52 ! Kærar þakkir. Stjórnin. um tíma í gærmorgun, en „Þór“ var þá vestur á miðunum að líta eftir bátunum. Auk þess hafði Björgunarfjelagið samband við ýmsa togara sem þar voru í nánd (og líklegastir vorn til þess að (bjarga, ef illa færi. Um skeytasendingar Sjómanna- fjelagsins í Eyjum (sem er stofn- að af rauðliðum) er það að segja, að þýðingarlaust var að senda hjálparskeyti á ensku og þýsku kl. 12 og 3 því að á þeim tíma hlusta þýskir og enskir togarar 1 ekki. Þeir hlusta aðeins á þeim tímuin þegar veðurskeytin eru send út, kl. 10 og' kl. 7. En um ! íslenska skeytið, þá er það ekki nærgætnislegt. Þáð hefir borist með útvarpinu upp um allar sveit- ir. En úr sveitum er fjöldi manna á Vestmannaeyjabátunum. Skeyt- ið gat því ekki orðið til annars én vekja ótta hjá sveitafólki sem á ástvini sína þar, og er það harla (ónærgætnislegt. Það æt.ti að vera harðlega bann að, að einhverjir og einhverjir sc-ndi út neyðarskeyti. Með því móti gæti svo farið, að skip hrekt- ust á að verða við þeim, því að svo oft má kalla: „úlfur — úlfur“ að menn hætti að trúa. Og þeir sem gera sig seka um að hrópa þannig, stofna lífi sjómanna í voða og g'era að engu hið aukna ör- yggi á sjónum, sem fengið er með starfi Slysavarnafjelagsins. Kl. 9 í gærkvöldi átti Mbl. tal við Vestmannaeyjar. Voru þá allir bátarnir komnir heilu og höldnú nema tveir, ,,Von“ og „Viggo“. Var búist við þeim kl. 10. Eru þetta stórir bátar og var enginn hræddur um þá. Fiskafli Norðmanna orðinn svipaður og í fyrra, á sama tíma. Um síðustu helgi var fiskafli Norðmanna sem hjer segir: 74.604 tonn af hausuðum og slægðum fiski; þar af var liert 20.949 ton, saltað 46.000 ton. Um sama leyti í fyrra var afl- inn: 78.946 ton; þar af hert 17.889 ton og saltað 54.982. Meðalalýsisframleiðsla Norð- manna var á sama tíma 48.064 hektolítrar, en 48.333 hl. um sama leyti í fyrra. Undanfarin hálfan mánuð hef- ir mjög mildð aflast í Noregi, enda sýna síðustu skýrslur, að þeir liafa um það bil náð sama aflamag'ni og í fyrra. Landvarnarráðstafanir Þjóðverja. Berlíu 27. mars. F.B. Samkvæmt hinum nýju fjár- jlögum eru áætluð útgjöld til hers | og flota aukin um 150 miljónir ríkismarka, en aukin útgjöld til landvarna gegn árásum úr lofti um 501 miljón ríkismarka. (ITnited Press.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.