Morgunblaðið - 04.04.1934, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
OKBlð
IfHorgtinblnSiö
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Rltstjörar: Jön Kjartansson.
Vattýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreltSsla:
Austurstræti 8. — Síml 1600.
Auglýsingastjöri: B. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Sími 3700.
Heimaslmar:
Jön Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árnl Óla nr. 3046.
B. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 8. mánutSI.
Utanlands kr. 2.50 á mánutSi
í lausasölu 10 aura eintakitS.
20 aurá metS Besbók.
IfBrkamannabúsiaðir.
Eitt mesta vandamál nútím-
ans er að sjá hinum efnaminni
borgurum þjóðfjelagsins fyrir
nægilega stóru, góðu og hag-
kvæmu húsnæði. Hafa víða um
lönd ýmisleg ráð verið tekin upp
í þessu skyni.
Hjer á landi hefir það ráð
verið haft að stofna byggingar-
sjóði í kaupstöðum og kauptún-
um, þar sem þess er talin þörf.
Eiga þessir sjóðir að fá á hverju
ári tvær krónur á hvern íbúa
kaupstaðar, úr bæjarsjóði, og
aðrar tvær úr ríkissjóði.
Reykjavík er eini kaupstaður-
inn sem af alvöru hefir sint
þessu máli; stofnað sjóð og
greitt árlega í hann sinn skerf,
og eykst sá sjóður þannig árlega
um h.u.b. 120 þús. kyónur. Aðr-
ir kaupstaðir eins og ísafjörður
og Hafnarfjörður munu að vísu
hafa stofnað slíka sjóði en sakir
bágrar fjárhagsstjórnar ekki
hafa getað greitt hið lögboðna
tillag. Á þessum stöðum eru
sjóðirnir því enn einungis til á
pappírnum eins og svo margt
annað sem tii framfara horfir,
þar sem sósíalistar ráða.
í Reykjavík hefir öðru vísi
verið haldið á fje bæjarins, og
þess vegna hefir ekki staðið á
framlagi hans til sjóðsins. — Á
hinn bóginn hefir þótt á það
skorta hjer, að þessu fje væri
svo vel varið sem helst yrði á
kosið. Til þess að verða hlunn-
inda þeirra aðnjótandi, sem
sjóðir þessir veita, verða menn
sem sje að stofpa fjelag sín á
milli, sem fá svo aftur lán úr
sjóðnum. Til þess hefir h.jer ein-
ungis verið eitt slíkt fjelag, sem
hefir lagt áherslu á að koma
upp stórum sambyggingum. —
Bygging slíkra húsa er ■ allrar
virðingar verð, en staðreynd er
samt, að flestir þeir, sem þess
eigá kost, kjósa heldur að geta
búið í sjerhúsum, einir út af fyr-
ir sig.
Það var því áreiðanlega full-
komin þörf á því að stofna fje-
lag, sem bygði slík smáhús til
að selja fjelögum sínum. Full-
trúar Sjálfstæðismanna í bæjar-
stjórn eiga því alþjóðar þökk
skilið fyrir að hafa tekið málið
að sjer og gengist fyrir slíkri fje
lagsstofnun. Undirtektir bæjar-
búa hafa enda verið svo almenn-
ar að langt fór fram úr því er
við hafði verið búist. Sýna þær
tvent: þörf þá, sem hjer er fyrir
hendi, og traust almennings á
því, að nú sje málið í þeirra
höndum, sem alt muni gera, sem
unt er til að hrinda því áleiðis.
iidgosið í VatnaiOkii Deidar dlram
en SkeiDarðrhlanilð vlrðist húið.
, Skýrsflur Hannesarpósts á Núpsstað
og Odds bónda á Skaftafelli, um
ferð þeirra yfir Skeiðarárjökul á
laugardaginn var.
Eldslððvarnar §ennllega í
miðjum Vatnajokli, vestarlega
Laugardaginn fyrir páska símaði Morgunblaðið Oddi Magn-
ússyni bónda á Skaftafelli í Öræfum, og bað h’ann um skýrslu af
hlaupinu í Skeiðará og gosinu.
Laugardagurinn leið svo, að blaðið fekk enga skýrslu frá
Oddi. Og hann hafði áreiðanlega fullgilda ástæðu, því að einmitt
þann dag var Oddur að fylgja póstinum, Hannesi Jónssyni á Núps-
stað vestur yfir Skeiðarárjökul. Sú för er áreiðanlega þess verð, að
\
frásögn um hana sje á loft haldið, því að það sýnir framúrskar-
andi karlmensku og áræði, að leggja út á jökulinn mitt í gosinu og
hlaupinu.
Sem betur fór, hepnaðist ferð þessi vel. Hannes póstur komst
heilu og höldnu heim til sín, að Núpsstað í Fljótshverfi, eftir 18
klukkustunda ferð.
Það ætlaði að ganga ver í'yrir þeim Skaftafellsbændum, sem
fylgdu Hannesi vestur á jökulinn, því þegar þeir ætluðu austur
yfir aftur, sömu leið, var þar fyrir beljandi vatnsflaumur. Þeir
urðu því að snúa við og fara hærra upp á jökulinn og komust þá
alla leið.
Morgunblaðið hefir nú fengið skýrslu frá Oddi bónda á
Skaftafelli og eins frá Hannesi á Núpsstað og birtast þær hjer. —
Skýrsla Odds er send blaðinu símleiðis, en skýrsla Hannesar er
útdráttur úr skýrslu þeirri, sem hann hefir gefið Gísla Sveins-
syni, sýslumanni, um þessa frægðarför yfir jökulinn.
§liýrsla
Odds bónda á
Skaftafclli.
Skaftafelli 1. apríi.
Föstudaginn 23. mars kemur
póstnrinn, Hannes Jónsson á
Núpsstað, yfir Skeiðarársand. Seg-
ir hann Skeiðará flóa mjög yfir
og sje eins og þykk af leðju og
með jakahröngli. Biður hann
óðara að síma heim til sín og láta
vita að hann sje kominn austur
vfir.
Laugardaginn 24. mars er Skeið-
nrá orðin. bráðófær og' fer svo
stöðugt vaxandi.
Miðvikudaginn 28. mars byrj-
ar hún að ‘brjóta jökulinn og
jafnframt koma smáútföll*) fram-
ar (veslar) og' beljandi áfrensli
ofan frá hábrún. Þennan dag sóp-
aðist síminn burtu.
Fremri útföllin fara nú hraðvax
andi.og byrja að sprengja jökul-
inn.
í gær, laugardaginn 31. mars
er að heita rtiá samfelt útfalls-
haf 3y2 kílómeter á breidd, með
ógurlegu vatnsflóði og jakaburði.
Flóðið náði 1 kílómeter inn fyrir
Bæjarstað.
Kl. 5.30 síðdegis í gær fjarar
snög'glega og um miðnætti eru
komnar evrar upp úr lijer og
þar.
,í morgun, páskadag, virðást
flóðið orðið kraftlítið. Yfir að
líta er 6—7 kílómetra hreið jaka-
hrönn, víða samanþjöppuð, alla
leið í sjó fram. Hjer framundan
eru jakarnir sem stórhveli.
*) Útfall kalla Öræfingar þar
sem vatnsflaumurinn kemur út
úr jöklinum.
Glæfraför.
Laugardagiiin 31. mars freistar
Hannes póstur að komast gáng-
andi þvert yfir jökulinn í stefnu á
Súlnatinda. Yið fórum hjeðan tveir
til fylgdar með lionum, um 4 kíló-
metra vestur fyrir Krossgilstind.
Þegai- við komum til baka var
lcomið mikið flóð með fjallinu svo
i ið urðum að snúa við og halda 4
kílómetra vestur aftur. Við kom-
umst svo í Langagil..
Jökullinn var brotinn og sig-
inn vestur af útföllunum.
Kl. 8 vorum idð á Krossgilstindi
| og sjáum við þá fyrst leiftur.
Kl. 11 er orðið eitt samfelt
;neistaflug og eldblossar og ösku-
! strókur . út frá sýnilegum eld-
stÖðvnm. Snjórinn var eldrauður
við fætur okkar.
j f dag (páskadag) hevrast að-
; eins dvnkir.
j Á miðsandi sýnist vera lítið
jhlaup og sæluhúsin standa.
!
§kýrsla
Hannesar pó$l§
ét Niipssflíail,
1 Ilannes slapp með naumindum
austur yfir Skeiðarársand á aust-
urleið, föstudaginn 23. mars. Kom
svo aftur að áustan vestur í Ör-
æfi 27. iiiars. Teptist sVo þar.
vegna þess, að þá er hlaupið í al-
gleymingi.
Hannes helt til á Skaftafelli og
beið þar í 3 dag'a. Á meðan helt
j vöxturinn áfram.
j Föstudaginn 30. mars var flóð-
; ið búið að hrjóta fram jökulinn
;á svæði frá Jökulfelli að austan
' og hart nær út á þriðjung sands-
! ins, svo að eitt iitfall mátti kalla.
Eigi hafði vatnið þó enn brotið
jökulinn hátt upp, en jakaburður
var mikill. Staðnæmdist mikið af
hrönn ofan tii á sandinum, sem
svo seinna fór lengra fram og í
sjó út, er hlaupið ágerðist.
j Á miðjum sandi var frá Skafta-
1 felli að sjá vatnsflaumur öðru
j meg'in við evri þá, er sæluhúsin
j standa á. Landssímalínan hefir
sópast af á stóru svæði og senni-
lega víða á sandinum.
j Á meðan Hannes var í Öræfum
i var eigi þaðan vart elds eða
i öskufalls.
I
i ,
j Perðin vestur ' yfir jökul
j Hannes póstur tók nú það ráð,
' að freista hvort hann kæmist út
yfir á jökli. Hann er nauðakunn-
ugur á þessum slóðum og hefir
1 áður, oftar en einu sinni farið
; á jökul Fljótshverfismegin, t. d.
með landmæling’amönnum.
Laugardaginn fyrir páska (31.
mars), áformaði Hannes og
'tveir bændur frá Skaf'tafelli, þeir
Oddur Magnússon og Jón St.ef-
ánsson, að leggja á stað gangandi
vestur yfir Skeiðarárjökul.
Þeir lögðu af stað frá Skafta-
felli kl. um 7 að morgni og höfðu
póstflutninginn með sjer.
Þeir gengu fyrst inn heiðar og’
í Jökulfell, til þess að komast
fyrir vatnsflaumiun er gekk al-
veg að fjallgarðinum þar, en úr
Jökulfellj vestanverðu fóru þeir
niður á jökulinn. Þá var kl. 10
árd.
Heldu þeir stefnu á Súlnatinda.
j Gekk greiðlega fvrsta þriðjung
J vegarins, en síðan — um miðbilc-
1 ið — tóku við miklar sprungur.
surnar mjög nýlegar, enda um-
brot rnikil í jöklinum upp á síð-
kastið.
Skaftafellsbændur fvlg'du Hann-
esi út fyrir það versta, skildu
síðan við hann og heldu austur
aftur. En Hannes lielt áfram vest-
ur og var nú jökullinn sljettari.
Um kl. 4 síðdegis komst Hann-
es af jökli og hafði jökuJferðin þá
alls tekið 6 klst.
Ekki var sjerlega mikill snjór
á jöklinum, en þæfingur og nokk-
urt krap. Hannes hafði skíði og
gat notað þau dálítið; hann bar
póstinn einn. eftir að Skaftafells-
bændur skildu við hann.
Snjókyngi óx mjög er Hannes
kom vestur í Núpsstaðaskóga,
en þá leið varð hann að fara vegna
vatnshlaups í Súlu. Gekk nú
ferðin seint. En kl. 2 aðfaranótt
páskadags kom Hannes heim til
í sín að Núpsstað og' hafði þá geng-
,ið fúmar 18 klukkustundir.
Mikið hlaup hafði komið í
Núpsvötnin vestan sandsins, eða
öllu lieldur Súlu, sem ávalt hleyp
ur jafnliliða Skeiðará. Var þar
undanfarna daga (fyrir páskadag)
einn flaumur austur á sandinn,
en íarið að fjara mikið nú (páska-
dag).
Á leiðinni yfir jökulinn heyrði
Hannes mikinn nið og allskonar
liávaða, drunuu, dynki og önnur
óhljóð. Og er líða tekur á daginn
sá hann eldglæringar frá eld-
gosi, en engan reyk sá hann fyr
en kom austan í Lómagnúp ná-
lægt miðja veg'u. Þá sá hann eld-
strók bera norður af Seldalsöxl
og bar hann greinilega vestan við
Grænafjall. Telur Hannes lík-
legt, að eldurinn sje á svipuðum
slóðum og áður hefir verið, þegar
Skeiðará hefir hlaupið.
Gosið heldur áfram, en
Skeiðarárhlaupið virðist bú-
ið — í bili.
Morgunblaðið sendi Oddi bónda
Magnússyni á Skaftafelli skeyti
aftur á annan í páskum og bað
hann um framhaldsskýrslu af
hlaupinu á Skeiðará svo og um
álit hans á því, hvar eldstöðvarn-
ar muni vera.
Kom skeyti frá Oddi í gær,
svohljóðandi:
Skaftafelli 3. apríl.
Skeiðarárhlaupið er nú alrjen-
að. Tvö ný framrensli hafa mynd-
ast H—1 kílómetar utar en þao
eru væg og óvíst í hvoru áin verð-
ur síðar.
Jeg hefi miðað eldstöðvarnar
heðan og eru þau þessi: Grjóthóll
við Skaftafellsheiði —- Stóri-
Bláhnúkur (eftir herforing'jakorti).
Öskumökkurinn hefir aldrei
verið meiri en mi heðan að sjá.
Hnykar hann sig langt á loffc
upp og stöðugt leiftur“.
§íðu$flu frfeflflir
af go§inu.
í gær bárust frjettir af gosinu
víðsvegar að. Hefir það sjest
miklu víðar en menn höfðu bú-
ist við.
Frá Akureyri var símað, að
þar hefði töluverð öskumóða ver
ið á lofti annan páskadag, en
þynti er á leið daginn. — Þegar
dimdi um kvöldið sást hvert
leiftrið eftir annað og gosbloss-
ar, sem báru yfir fjaliið railli
Eyjafjarðardals og Garðsárdals.
Steingrímur Matthíasson læknir
fór upp á Vaðlaheiði í fyrra
kveld og sá gosmökkinn vel
þaðan.
Frá Fellsmúla á Landi var
símað, að gegn um skarðið milli
Valafells og Valahnúka hafi
sjest greinilegir gosbólstrar að-
faranótt Páskadags. Náðu þeir
allhátt á loft upp, og eftir há-
degi á annan páskadag, sáust
í fullri sólarbirtu stórir eldbloss-
ar upp í heiðríkju fyrir ofan
gosstrókinn. Frá því er tók að
skyggja og fram tii vökuloka
sáust sífelt með mislöngum milli
bilum ýmist stórblossar ,eldroð-
aðir og hátt í loft upp, eða blá-
leitar hlossaflugur, ýmist beint
upp eða til hliða.
Frá Stykkishólmi var símað
að þar hefði eldarnir sjest greini
lega á laugardagskvöld og einn-
ig að menn þar og inni í Dölum
hefði þóst heyra dynki.