Morgunblaðið - 04.04.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.04.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐTÐ 3 ai Frá Vopnafirði var símað, að margir eldblossar hafi sjest í VSV átt þaðan á laugardag. Úr Boryarfirði hafa gosin sjest glögglega, sjerstaklega í efra hluta hjeraðsins. í fyrra kvöld sáust eldblossarnir með litlu millibili, og blikuðu stund- nm hátt á lofti. Frá Miðey í Landeyjum er sím- að að þar hafi sjest mikil leiftur á nóttum frá gosinu. Enginn reykur sást þaðan á annan í páskum. Frá Sauðárkróki er símað, að eldgosin hafi sjest greinilega þaðan þrjár nætur samfleytt, og stefnan sje á Silfrastaðaöxl. — Oftast sáust þar leiftur, en stund um rauðir logar hátt á loft upp. Öskufall. Síðan á laugardag hefir ösku- fall nokkurt verið um Austur- land og Norðurland, alt frá Hól- um í Hornafirði. til Akureyrar. Hefir það þó ekki alls staðar náð út að ströndum, því að t. d. í Seyðisfirði hefir þess ekki orð- ið vart, en aftur á móti í Vopna- firði og á Akureyri. Frá Brekku í Fljótsdal er sím- að, að töluvert öskufall hafi ver- ið þar kl. 7% á Páskadagsmorg- un. 1 Breiðdalsvík var þá talið eporrækt, en öskufallið hefði hætt um morguninn. Frá Gríms- stöðum á Hólsfjöllum var símað að mikill öskubakki væri í suðri og dálítið öskufall. í Vopnafirði var öskufall síðla nætur. Hafði dimt þar í lofti kl. 23.30 á laug- ardagskvöld af öskuryki. — I Reykjahlíð í Mývatnssveit byrj- aði öskufall kl. 7 á Páskadags- morgun og stóð til kl. 10. Byrgði öskumökkurinn alla útsýn það- an um það leyti. Frá Mýri í Bárð ardal var símað að snjór hefði gránað þar af ösku, og í suðri væri mikinn öskubakka að sjá og talsverð brennisteinslykt væri í lofti, en engin gosmerki sæist. Frá Hólum í Hornafirði og Djúpavogi komu skeyti um það að þar hefði verið lítilsháttar öskufall á páskanóttina, og sorta væri að sjá í vestri á Páskadaginn. Ilviir er goslð? Eftir þeim frjettum, sem komnar eru víðsvegar af land- inu af gosinu, og þeim miðunum, sem menn hafa tekið víðsvegar, má ætla að gos þetta sje í miðjum Vatnajökli vestarlega, norðaustur af Hágöngum. Er það og sennilegt, því að það er í beinni stefnu af eldæðinni frá Laka á Kverkfjöll. Símabllanir Morgbl. átti tal við Guðmund Hlíðdal landsímastjóra í gær og spurði hann um það hve mikil brögð myndi vera að símslitum vegna Skeiðarárhlaupsins og hvenær myndi takast að gera við þau. — Því get jeg ekki svarað, sagði landsímastjóri, því að við rennum enn alveg blint í sjóinn um það, hvað símaskemdimar Byggingarfjelag sjálfstæðra verkamanna í Reykjavík stofnað hjer í bænum á annan í páskum. Stofnendur hátt á fimta hundrað. Þess hefir verið getið hjer í blaðinu, að fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn Reykja- víkur hafi verið að undirbúa stofn un bvggingarfjelags fyrir verka- menn þessa bæjar og aðra, sem uppfylla skilyrði laga nr. 71 frá 1931. Er svo til ætlast, að bygð verði smá sjerhús, sem hver einstök fjölskylda hefir út af fyrir sig. Voru listar látnir lig'gja frammi í nokkra dagá hjá Morgunblað- inu og Vísi, svo og á Varðarskrif- stofunni, til þess að fá vitneskju um, livort almennur áhugi væri fyrir slíkri fjelagsstofnun. Reynd- ist áhugi mikill og almennur fyr- ir þessu. Var þess vegna fundur boðaður í Varðarhúsinu á 2. dag páska. til þess að ræða um stofnun slíks byggingarfjelags. Húsið var troðfult út á götu. Jón Þorláksson borgarstjóri setti fundinn og gerði grein fyrir mál- inu. Sýndi fram á nauðsyn þess, að eitthvað meira yrði gert t.il þess að koma upp' hagkvæmum og hollum íbúðum fyrir hina efna- minni borgara bæjarins en gert hefði verið. Benti á hve mikils- vert það væri, að þessum borgur- um væri gert mögulegt að búa hver úí af fyrir sig í sínu eigin húsi. En þó að f jelag'ið væri nú stofn- að, rn ætti, ekki búast við að hægt yrði að koma upp húsum fyr en á næsta ári. Margskonar undir- biining þyrfti áður en til fram- kvæmda kæmi. Væri og mest und- ir því komið, að finna heppilega gerð húsanna. Var ræðu Jóns Þorlákssonar tek- ið mjög' vel. Að henni lokinni var samþ. að stofna fjelagið og heit- ir það: Eyggingarf jelag sjálf- stæðra verkamanna í Reykjavík. Fundarboðendur höfðu látið út- biia frv. að samþyktum fyrir f.je- lagið. Bjarni Benediktsson pró- fessor lagði það fram og skýrði fyrir fundinum og var frv. samþ. í einu íiljóði. Því næst var kosin bráðabirgða- stjórn, sem á að aðgæta hvort all- ir stofnendur uppfylli lögmæt fjelagaskilyrði og annast önnur fyrstu f jelagsstörf. Kosningu hlutu: Bjarni Benediktsson próf. j formaður, Ragnar Lárusson verka maður, ritari, Ólafur Sigurðsson lögreg'luþj. gjaldkeri og meðstjórn endur: Guðm. Eiríksson bæjarfull- trúi og Þórður Þórðarson trje- smiður. Stofnendnr voru hátt á fimta hundrað. eru miklar og hvenær muni hægt að gera við þær. í dag voru fyrst tiltök að senda menn austur til að gá að símabilunun- um og er vai*la að vænta skýrslu frá þeim fyr en á morgun. Við vitum þó, að síminn mun slitinn á 15—20 km. kaíla, ekki þó í einu lagi. Við Skeiðará mun síminn slitinn á 7—8 km. svæði, þar nokkru fyrir vestan líka á kafla, og vestur við Blautakvísl eru líka miklar skemdir. Hefir Blautakvísl hlaupið og sópaS símalínunni burt á nokkru svæði. En eins og áður er sagt, er ekki hægt að segja neitt með vissu um símaskemdirnar fyr erí skýrsla eftirlitsmanna er komin. Annars má geta þess, að skip, sem eru fyrir sunnan land, hafa tilkynt að þau hafi sjeð stóra röst íshranna og vikurs langt frá landi og þar inn í milli síma- staura, sem fíóðið hef- ir borið fram. Þessi ís og vikurhrönn, sem hjer er talað um, var langt und an landi og var afarlöng. • Símskeyti kom í gær um það að símastaur hefði þá rekið á Meðallandsfjöru. Gjafir til björgunarskútu fyrir Vestfirði. Frá kvenfjelaginu „Brynja“ á Flateyri kl. 200.00, frá Vestfirðingamóti í Reykjavík kr. 45.00. — Kærar þakkir. — J.E.B. Leikaraheimsókn frá Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Leikfjelag Reykjavíkur ákvað í vetur að gera liinum ágætu leik- urum við kgl. leikhúsið í Kaup- mannahöfn, frú Else Skouboe og Ejvind Johan Svendsen, tilboð um að sýna sjónleikinn „Hr. Lam- bertier“, sem þau leika tvö ein í hjer í Reykjavík í vor. Fyrir liönd fjelagsins samdi sendiherra Sveinn Björnsson við stjórn kgl. leikhússins og liefir fjelaginu nú borist skeyti frá sendiherra þess efnis, að leikhússtjórnin sam- þykki fyrir sitt leyti, að leikar- arnir sýni sjónleikinn hjer. End- anlega hefir eigi verið samið við sjálfa leikarana, en bæjarbúar myndi áreiðanlega fagna því, að samningar mættu takast, svo þeir fengi að sjá leik þeirra, sem er með miklum ág'ætum og var sýnd- ur 80 sinnum í röð á kgl. leikhús- inu í fyrravetur. Á síðastliðnu hausti sýndu leikararnir leikinn á þjóðleikhúsinu í Osló að boði leikstjórnarinnar þar. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ-: Álieit og gjafir. Frá Stefáni Gunn arssyni 1 kr. Frá Þorbirni Ólafs- syni Hraunsnefi 5 kr. Frá Ólafi Pjeturssyni kr. 4.25. Frá Hall- grímsnefnd Kálfafellssólmar. Sam- skot kr. 40.00. Kærar þakkir. Ól, B. Björnsson. BofiardtarssiiðaB í Reykjavík er laus. Verður skipuð embættisgengum lög- fræðingi. Laun verða ákveðin með samkomulagi. Umsóknir stílaðar til bæjarstjórnar Reykjavíkur, sjeu komnar á skrifstofu borgarstjóra fyrir 12. maí næstkomandi. Borgarstjóiánn 1 Reykjavík, 31. mars 1934. ffón Þorláksson Nýtíibu dömiiskór fyrir vorið og sumarið, margar tegundir nýkomnar. Jón Stefánsson Skóverslun (Útibúið Austurstræti 20). ■'WMMflWmill—MMWKnttOMIMBMBB———BKWWTWIln ■ llppboð. | Opinbert uppboð verður haldið í Aðalstræti 8, fimtudaginn 12. þ. m„ kl. 10 árd. og verða þar seldir alskonar húsmunir, þai- á meðal 4 píanó, 1 radíógrammifónn, ca. 40 grammofónar og fiðlur, Borðstofuhiísgögn, dagstofuhúsgögn, svefnlierbergishúsgög'n, einstakir hægindastólar, peningaskápur, skrifborð og skrifborðsstúlar, dívanar, bókaskápar og bækur, málverk og myndir, lampaskermar og vegg'- klukkur og ca. 50 görfuð loðskinn. Ennfremur verður seld vefnaðarvara, úrval af alskonar dömu- kjólum og regnfrökkum, kvenullarpeysur, prjónadragtir og margt fleira. Svo og ýmsir verðmætir gnll- og silfurmunir, þar á meðal ljósastjaki og' úr karla og kvenna. Loks verða seld 2 þúsund króna forgangshlutabrjéf í Útvegs- banka íslands h.f. auk ýmsra skuldakrafna. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík, 3. apríl 1934. Björn Þórðar§on Skrifstofustarf. Stúlka, vön skrifstofustörfum, helst fær í hraðritun, ensku og dönsku, getur fengið atvinnu nú þegar. Bernh. Petersen. Sími 1570. Vigfús Guðbrandsson & Co. Klæðaverslun og saumastofa, Austurstræti 10 (uppi). Nýtt úrval af vor- og sumarfataefnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.