Morgunblaðið - 23.05.1934, Blaðsíða 3
MORGUN BLAÐIÐ
3
o
o
ö
Tilkynning.
Eins og auglýst var á sínum tíma, sendu þeir Trausti Ól-
afsson forstöðumaður efnarannsóknarstofu ríkisins og
Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík Ljóma-
vítamín smjörlíki til rannsóknar á Statens Vitamin
Laboratorium í Kaupmannahöfn. Samkvæmt brjefi
prófessors Fredericia, forstöðumanns Stateps Vitamin
Laboratorium, til heilbrigðisfulltrúans í Reykjavík, dag-
sett 3. maí s. 1. inniheldur Ljóma-vítamín smjörlíki 0.5
rottueiningar af D-vítamíni í hverju grammi af smjörlíki,
eða jafnmikið og sumarsmjör.
Ljóma vítamín smjörliki er
þanni^ eina snijörlikiö sem lagt
i . '
hefir frititi óyggjandi sannanir
fyrir^því að það inn*haIcli“JD-
vitamín -- sólskins vítamínið.
Rannsakað hefir verið smjörlíki frá þeirri smjörlíkis-
gerð, sem telur sig eina framleiða vítamín * smjörlíki og
samkvæmt rannsókn Statens Vitamin Laboratorium í
Kaupmannahöfn, dags. 24. febrúar 1934 inniheldur það
smjörlíki ekki D-vítamín.
Ljómasmjörlikisgerðin lofaði
viðskiftavinum sinum því, aff
Lfóma vítamin smjörliki inni-
hfeldi sólskins vitaniin - D-vita
niinicf. Ilún hefir haldiff heit
sitt, og er fyrsta og einasta
smförlíkisgeröin á landinu sem
leggur vísindalegar sannanir
fram í þessu efni.
O
...................1111 |||||»g™i
„KallíV
Híð nýja flatníngaskip
Eímskípafjelags
Reykjavíkur.
Það 'var margt manna niður við
iöfnina á Hvítasunnudag og at-
bygli allra barst að skipi er skreið
inn í höfnina, fánum skreytt í
kátíðarskyni. ,?Katla“! Br það
mjög fallegt skip og hefir sitt
„skorsteins“-merki íslenska fán-
ann, sem bendir til þess, að skipið
pr íslénskt. Það er sjaldgæft að
^já hjer vöruflutningaskip , sem
fru jafn vel útbúin og skip þessi,
þ. e. a. s. okkar íslensku skip, en
feverjum er það að þakka ? Það
eim skipstjórar þessara skipa, sem
eiga eftir að sigla til margra
landa, og kynna þjóðina útífrá og
þegar þessi skip koma til hafna
erlendra ríkja, er ekkert annað
sem „presenterar“ ísland, eins og
þau gera. Þar er fólk eins og h.jer
í: landi, oft á gangi niður við hafn-
irnar, að skoða skip og forviti,-
ast um þjóðerni þeirra. Þess vegna
er það ánægjulegt að vita til þess
að það skuli vera jafn mætir
nenn og Hr. Rafn Sigurðsson
skipstjóri á Kötlu, til þess valdir
áð koma fram fyrir íslands hönd
í erlendum borgum^ því flestir
dæma þjóðina eftir einstökum
mönnum, sem þeir *fá kynni af.
Jeg hefi siglt með Rafni Sigurðs-
syni og er fullviss um það, að
víða þarf að leita til að finna
mann, sem er jafn fær til að vera
•g koma fram sem hreinn íslend-
ingur í öðrum löndum. Þess vegna
viljum við, sem þekkjum Rafn
SKgurðsson óska honum til ham-
itígju með sitt nýja skip og alls
Sóðs gengis í framtíðinni.
S. S.
„Katla“ er 1650 smálestir,
keypt í Noregi. Hjet áður „Man-
dhhioneal“ og var smíðað hjá
Burmeister og Wain í Kaupmanna
Möfn 1911 til ávaxtaflutninga vest
an hafs. Nú liefir því öllu verið
fcreytt með tilliti til fiskflutninga
Seðan og vöruflutninga hingað frá
Suðurlöndum. Yjelinni var líka
Mreytt, svo, að hún er nú helmingi
kolasparari en áður. Með 11
■nílna ferð eyðir skipið nú ekki
meira en 11—12 smál. af góðum
tolum.
Skipstjórinn, Rafn Sigurðsson,
er aðal frumkvöðull þess að ís-
lendingar fóru að fá sjer flutn-
ingaskip. Yar þá „Vestri“ fyrst
keyptur. Síðan stofnaði Rafn á-
samt Guðmundi Krist jánssyni
skipamiðlara „Eimskipaf jelag
Reykjavíkur“ og keypti það gufu
•kipið „Heklu“, sem verið hefir
í förum milli íslands og Miðjarð-
arhafslandanna. Var Rafn fyrst
■kipstjóri á því skipi. Nú hefir
fjelagið bætt, ?,Kötlu“ við sig og
verður Rafn með það skip, en 1.
■týrimaður, sem var á „Hekíu“
*.iá lionum, er nú orðinn skip-
stjóri þar.
Frlðarverðlatm Nobels.
Vínarborg, FB. 22. maí.
Samkv. áreiðanlegum heimild
um er talið mjög líklegt, að
Kalergy greifa verði veitt Nobels
verðlaun fyrir störf sín í þágu
IWðarmálanna. (United Press).
Skólasýningin.
Nýtmg i appeídísmálum
ir.
Þrátt fyrir aþa þá miklu örð-
ugleika, sem íslensk kennarastjett
hefir átt við að búa, hefir furðau-
leg vakning átt sjer stað í upp-
eldismálunum á síðari árúm. Ev
það að þakka framtaki kennara,
þrátt fyrir slæma aðbúð af hálfu
hins opinbera. Mun óhætt að full-
yrða, að engin stjett landsins hefir
fórnað jafnmiklu, til þess að full-
komna sig í starfinu. Þrátt fyrir
hin lágu laun, er það nú hugsjón
næstum því hvers einasta kenn-
ara. að sigla t.il útlanda, eftir að
hafa fengið eigin reynslu í kenslu
starfinu um lengri eða skemri
tíma. Bru þess ekki dæmi í nokk-
urri annari stjett, að jafnmargir
kosti til utanfarar til frekari
fræðslu. eftir að hafa tekið við
starfi.
Þéssi lofsverði áhugi hefir bor-
ið góðau ávöxt. En bæði er, að
fórnin er of dýr, því að margur
kennarinn er leug'i hindraður í
atar.fi og lamaður af skuldabyrði
frá siglingaárum og hrökkva hin
afarlágu laun þar skamt, Hitt er
og víst, að seinn matarafli er, að
hver kennari sæki sjálfur til út-
landa allar hugmyndir úm nýung-
ar og framfarir. Fátækt og ókunn-
ugleiki eru þau ljón á vegi, sem
gera það örðugt að finna og
komast á. staðina, þar sem mest og
best er að sjá og dvelja þar svo
að gagni kömi.
Nú í sumar gerist hjer sá við-
burður, sem er nýr í skólasögu
landsins. Br það hin t'yrirhugaða
skólasýning, sem fram á að fara
hjer i Reykjavik í sambandi við
námskeið og fyrirlestra,
Verður þar tækifæri til þess að
sjá samankomið á, einum stað, og
það hjer heima, sýnishorn af ýmsu
því besta, sem til er á Norður-
löndum af skólaáhöldum, bæði
fyrir börn og' kennara, og síðast
en ekki síst.: vinnubrögðum barn-
anna, sjálira.
Þessi viðburður á það skilið, að
honum sje gaumur gefinn. Af hon-
um gétur léitt meira en nokk-
urn‘ órar fyrir. Sjón er sögu rík-
ari. Og með góðum skýringum,
sem hjer mun verða sjeð fyrir,
mun fjölmargt, á sýningunni megna
að brevta hugsunarhætti og
benda í ;itt. til nýrra áður ó-
þektra möguleika.
Það er staðreynd, að skólasýn-
ing'ar eru eitt. liið öflugasta ráð,
til þess að velt.a nýju lífi inn í
skólastarfið. En sjerstaklega mikla
þýðingu ætti þessi sýning að hafa,
þar sem föngin berast svo víða að
nú í fyrsta sinn. Mætti þetta og
verða upphaf að samvinnu um
þessi. mál við frændþjóðirnar til
ómetanlegs gagns.
Þökk sje kennarasambandi og
fræðslumálastjóra og einkum Að-
alsteini kennara Eiríkssyni, sem
mest og best hefir unnið að þess-
um málum. Hefir hann flutt þau
við erlenda skólamenn. Hinum
síðastnefndu ber ekki síst að
þakka, því að hver einasti þeii’ra,
sem til var leitað, lofaði stuðningi
með mikilli rausn og velvild.
Nú er mjög undir því komið,
að menn noti sjer sem best þetta
óvenjulega tækifæri. Hver einasti
maður, sem á þess nokkurn kost,
ætti að heimsækja sýningUna og
dvelja þar oft og lengi.
Fyrst og fremst eru kennararn-
ir þar sjálfsagðir. Væri bráðnauð-
synlegt, að kennarar úr fjarlæg-
um landshlutum gætu á einhvern
hátt notið lítils háttar ferðastyrks,
því að nógu örðugt mun mörgum
þeirra verða að eyða tímanum til
slíkra liluta, þó að þeir slyppu við
að greiða nokkuð af farareyri.
IJppeldismálin eru mál allra-
Hleypidómar og flokksrembingur
eiga þar ekkert sæti. Hverju ein-
asta foreldri eiga að vera uppeld-
ismálin hjartfólgin óg heilög, Ekk-
ert foreldri má sýna það tómlæti,
að nota sjer ekki sýninguna., svo
framarlega sem þess. er nokkur
kostur.
En liinum tilvonandi foreldrum
treysti jeg best. Æskumannanna
er að kynnast sem best öllum ný-
ungum dagsins, og bera hinar
bestu þeirra 'fram til sigurs.
Munið það, að hjer verður
meira færi á að kynnast skólamál-
um, en þótt farin yrði dýr ferð til
útlanda. ‘ ,
Steingr. Arason.