Morgunblaðið - 23.05.1934, Blaðsíða 6
6
MORGTJNBLAÐIÐ
Hárgreiðslu-
dama.
Siðprúð og ung- stúlka get-
ur fengið atvinnu við af-
greiðslu nú þegar.
Kr. Kragh
Skólavörðustíg1 3.
Sími 3330.
Samar-
skfilatnalur
Karlmanna,
Kven og;
Barna,
nýkominn í miklu úrvali.
Stefán Bunnarsson
Skóversl. Austurstr. 12.
Hans Fallada,
Har man een
Gang spist af
Biiktallerkenen-
er komin. Höfundur „Lille Mand,
hvad nu?“ tekur hjer til með-
ferðar eitt ár úr æfi manns er
lent hefir í fangelsi. Erlendir
dómar um bókina hafa verið ágæt-
ár, sumir telja hana betri en hina
fyrri.
523 bls. Verð kr. 6,90 ób.
13-NtltiœM
3 verkamenn
óskast
í vor og sumar. — Upplýsingar
nxiili kl. 12—1 í dag í Búnaðar-
fjelagshúsinu. Sími 2151.
rrrm i < i -t~i
E.s. Esfa
fer hjeðan lauRardaginn 26.
þ. m. kl. 9 síðde^is í strand-
ferð austur um lamd.
Tekið verður á móti
vörum á fimtuda8: og til
hádegis á föstudag. Pantaða
farseðla verður að sækja
ekki síðar en á föstudag-.
þarf að hreinsa sjerstaklega og
jafnvel loka þeim í langan tíma.
Nú geta kvikindin fundið alls-
kon^r fylgsni í húsmunum, inni í
Stólum og legubekkjum, skriðið
ofan í skúffur o. s. frv. Helsta
vörnin gegn slíku er sífelt eftirlit
og ýtrasta hreinlæti. Þá má og
eitra fyrir dýrin á slíkum s-töðum.
Sjálfsagt er að drepa hvert dýr,
sem maður nær til. Aðgætandi er,
að ungarnir eru mjög litlir, en
annars svipaðir að sköpuiagi.
Nokkru varðar það, að vernda
allan mat fyrir dýrunum, geyma
hann í iokuðum ílátum. Þetta er
sjálfsagður þrifnaður. Dýrin þríf
ast þess betur og fjölgar þess
meir, sem meira er um æti handa
þeim.
Þá er eitrun. Svíar gefa þessa
f o^ögn:
Tþ eitrunar er notað „Kisoflor“
(kísilfluornatrium*) og skal var-
lega með það farið, því efnið er
eitrað, sjerstaklega láta börn ekki
ná í það. Duft þetta skal hlandað
með einum fjórða af fínum strá-
sykri. Því er stráð að kvöldi á
alla helstu staði, þar sem kvikind-
anna hefir helst orðið vart, um-
hverfis eldstó, á skápaliyilur, þar
sem matur er geymdur (ef dýr-
anna hefir orðið þar vart) og má
leggja pappírsblöð á sáldrið.
Má þá nota skápinn eftir sem
áðnr. Duftið er látið liggja í 14
daga og er því síðan sópað burtu
og nýtt sett í staðinn. Þessn er
haldið áfram í fulla þrjá mánuði
til þess að drepa líka unga þá, sem
klekjast út á þessum tíma. Bleyta
má ekki komast að duftinu. A
gólf er duftinu ekki stráð um alt
gólfið, heldur í mjóum ræmum
meðfram veg'gjum eða annarsstað-
ar, þar sem líklegt þykir að dýrin
fari helst yfir.
Svipað efni er natriumfluorid
(súrt?) Það er blandað til helm-
inga með hveiti og notað á sama
hátt og kisoflor. Efni þetta er milc
ið notað erlendis en lítt reynt
hjer.
Þá hefi jeg heyrt látið vel yfir
skordýraeitri, sem Helgi Magnús-
son & Co., Rvík, selur og kallað er
Knock out, en ekki veit jeg hver
efni eru í því. Það er fínt duft,
sem selt er í pappahylkjum og má
blása því úr hylkinu inn í rifur og
hvar helst sem húsaskíta verður
vart. Islensk forsögn um notkun-
ina fylgir. Sagit er að það drepi
dýrin á 5—10 mín. Duftinu má og
strá í fatnað og húsmuni og á það
einnig að verja þessa muni gegn
melflugum. Þá má og brenna duft-
inu og á þá svælan sem af því
kemur að, drepa dýrin. Efni þetta
er alldýrt kr. 1,75 fyrir lítið hylki.
Eitrun verður vafalaust að end-
uríaka fleirum sinnum í 2—3
mánuði en um það er ekkert sagt
í leiðbeiningunum.
lljer í bænum hafa margir not-
að burís (Kaiserborax) til eitrana
og blándað duftið með % af hveiti
Hvflða oisvar elglð mer að greiða?
fœst i bókaverslunuin þessa
daga. Hún er fróðlegt plagg.
ir. ná í vatn. Blaut tuska er þá
skilin eftir á g'ólfinu.
Það er vafalaust, að með ströngu
lireinlæti og skynsamlegUm eitr-
unum má drepa svo mikið af kvik-
indum þessum, að þeirra verði lítt
vart, hinsvegar er það óvíst, að
það takist að útrýma þeim með
öllu. Yæri vel vert ,að geta þess
í blöðum, ef einhverjum tekst það
til fulls, einnig hverja aðferð þeir
hafa notað.
Jeg vil að endingu taka það
enn fram, að strangasta hreinlæti,
þvottur og viðrun, er mikil vörn
út af fyrir sig. Húsaskítir þrífast
hest í ryki og óhreinindum. Þar
sem alt er tandurhreint, bæði hús
og húsmunir, kveður sjaldnast
mikið að þeim.
Gr. H.
(Aths.: Upphaf þessarar grein-
ar birtist fyrir nokkru í Morgun-
blaðinu, en vegna þess hve langt
er síðan, þykir rjett. að greinin
komi öll í einu lagi).
Ofviðri og flóð
í Portúgal.
London, 21. maí. FÚ.
Óveður hafa geisað undan-
farið í Portúgal, .aftaka rok og
stórrigningar. Um 1000 manns
eru heimilislausir vegna skemda
af veðrinu. í sumum borgum hef
ir þurft að nota báta til þess að
bjarga fólki úr efri hæðum húsa
þar sem flóðið hefir verið mest.
Verslunarjöfnuður
Þýskalands óhagstaeður.
Berlín, 22. maí. FÚ.
Samkvæmt skýrslu hagstof
unnar, hefir verslunarjöfnuður
Þýskalands verið nieð óhagstæð
asta móti í aprílmánuði. Inn-
fluttar vörur námu 389 miljón-
um marka þenna mánuð, en út-
fluttar aðeins 316 miljónum.
i
□agbók.
Veðrið (þriðud. kl. 17): Hæg-
viðri um alt land. Bjartviðri á
V. og N-Iandi en þykt loft og
dálítil rigning austan lands. Hiti
og % af sykurdufti, stráð því svo ! um 7 st. syðra en 4—5 st. nyrðra
fvrir dýrin. Jeg hefi ekki getað
fengið þennan Kaiserborax í lyfja
búðum, en sje hann einfaldur bur-
ís, þá ér hann talinn áhrifalítið
eitur. Gibsduft má og nota (1 hluti
gibs, 2 hlutar hveiti). Það harðn-
ar í innýflum sjerstaklega ef dýr
* Kisoflor fæst hjá Teknisk
fabrik Jofur í Stokkhólmi. Reg'l-
ur þjær, sem hjer eru gefnar um
notkun þess eru sænskar.
og eystra.
Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg
N-átt. Úrkomulaust.
Prófessor Knud Faber dr. med.
sem, eins og kunnugt er, er meðal
frægustu lækna Dana, ætlar að
koma hingað til Reykjavíkur 26.
júní. Hann ætlar að halda tvo
fyrirlestra á Læknaþinginu, er
hjer verður haldið dagana 1.—2.
júlí.
Barn deyr af brunasárum.
Stúlkubarn 7 ára, áMiðhúsum við Húnavatnssýslu.
Vopnafjörð hefir nýlega beðið
bana af brunaslysi. Barnið hafði
kveikt í rusli í eldavjel sem stóð
úti, og komst eldur í föt barns-
ins og skaðbrendi það á svip-
stundu. (F.Ú.)
Guðmundur Benediktsson bæj-
argjaldkeri verður frambjóðandj
Sjálfstæðismanna í V.-ísafjarðar-
sýslu.
Utanflokka. Tilkynt hefir verið,
að Asgeir Asgeirsson forsætisráð-
herra byði sig fram utanflokka í
V.-fsaf jarðarsýslu-
Jón Hannesson bóndi í Deildar-
tungu býður sig fram fyrir Fram-
sókn í Borgarfj.sýslu.
Ásgeir L. Jónsson ráðunautur
Búnaðarfjel. ísl. býður &ig fram
fyrir Bændaflokkinn í S.-Miila-
sýslu.
Barnavinafjelagið Sumargjöf
heldur basar næstkomandi sunnu-
dag í Grænuborg. Nú gefst mönn-
u'm tækifæri til þes.s að styrkja
gott og þarft málefni, með því að
leggja sinn skerf til basarsins. Er
tekið á móti gjöfum í Grænuborg
daglega eftir hádegi. ;
Hekla kom hingað í gær með
vatnsveitupípurnar banda vatns-
veitu Reykjavíkur.
Fisktökuskip. Vard kom utan
af landi í fyrradag og fór aftur
í gær. Brackall fór U1 Vestmanna-
eyja.
Línuveíðararnir Sæborg og
Rifsnes komn af veiðum á annan
í hvítasunnu. Hafði afli verið
tregur hjá þeim.
Geysir, togari, kom af veiðum
í fyrradag. Hafði lítinn afla.
Spanski togarinn Gálafeft kom
hingað um hátíðina og skilaði af
sjer íslenska fiskiskipstjóranum,
tók svo kol, ætlaði að vera á veið-
um í nokkra dagá og. fara svo
lieim til Spánar.
X i 9* . , f; fi
Sementskip. FTufningaskipið
„Stein“ kom liingað í fyrradag
með sementsfarm. Norskt skip,
sem verið hefir á höfnum úti um
land lcom hingað í gær: eitthvað
bilað. Er það á leið til Borgarness
með einhvern slatta af sementi.
Gellin og Borgström, harmon-
ikuleikarar höfðu tvenna hljóm-
leika á arnian í hvítasunnu og var
húsfyllir í bvort tveggja skifti.
Skattskráin liggur frammi í
bæ.jarþingstofunni fram til 5.
júní. Kærufrestur er til þess dags.
Dánarfregn. Helga Hafliðadótt-
ir, móðir Sveinbjarnar Jónssonar
lögfræðings, andaðist í fyrrinótt.
Hún var systir Hannesar heit.
Hafliðasonar skipstjóra.
Glímufjelagið Ármann lieldur
skemtifund í Iðnó (uppi) í kvöld
kl. 9. Þar verður án efa fjölmént
og fjörugt að vanda. Fundurinn er
einungis fyrir fjelagsmenn.
Hjónaband, Síðastl. laugardag
voru gefin saman í hjónaband,
af síra Arna Sigurðssyni, ung-
frú Pálína Þorsteinsdóttir, frá
Stöðvarfirði og Guðm. Björnsson
kennari frá Núpsdalstungu, V.-
Notið
Lillu-búðinga
Vainillu-, Oitron-, súkKulaði-
Rojn-þúðingsduft, eru framleidá S
HT. Efnagerð ReykjavíkinV
kemisk-teknisk verksmiðja.
Girdínustensur.
„REX“ stengur, einfaldar, tv*-
faldar og þrefaldar, sem mk
lengja og stytta, „505“ patent
stengur (rúllustengur), mahogni
stengur, messingrör, gormar,
Mest úrval.
Ludvig Storrf
Langaveg 15.
Þetta
Suðusúkkulaði
er uppáhald aílra
húsmæðra.
EGGERT CLAESSEN
hæstaxjettarmálaflutningsmaCnr,
Skrifsiofa: OddfellowhúsiO,
Vonarstræti 10.
(Inngangnr nm anstnrdyr).
Er sjónin
að dofna?
Hafið þjer tekið eftir því, afi
sjónin dofnar með aldrinum. Þeg-
ar þeim aldri er náð, (42—45 ára)
þurfið þjer að fara að nota gler-
augu.
Látið Expert vorn .rannsaka
sjónstyrkleikan hjá yður, þafi
kostar ekkert ,og þjer getið ver-
ið örugg með að ofreyna ekki>
augun.
Viðtalstími frá 10—12 og 3—T„
F. A. THIELE.
AMSturstræti 20.