Morgunblaðið - 03.06.1934, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
|Smá-8uglýsinga» |
Mjög fallegir kjólar, útiföt og
treyjur á smábörn, nýkomið. —
Sanngjarnt verð, í verslun G.
Þórðardóttur, Vesturgötu 28.
Barnanáttföt, vagnteppi, nær-
bolir og svuntur, hvergi ódýrara
en í verslun G. Þórðardóttur, Vest-
urgötu 28.
Falleg og ódýr kjólaefni í versl-
un G. Þórðardóttur, Vesturgötu 28
Kennara vantar atvinnu út
þennan mánuð eða til 1. október.
Vanur afgreiðslustörfum. Einnig
haft verkstjórn. Tilboð merkt
„Framtak“ skilist á A. S. f. fyr
ir (5. þ. m.
GefiS börnum kjamabrauð. Það
! er bætiefnaríkt og' holt, en ódýrt.
Það færst aðeins í Kaupfjelags-
brjgpðgerðinni, Bankastræti 2. —
Sími 4562.
Skeljasandur fæst
deild Jes Zimsen.
í Járnvöru-
Blómastöðin „Blágresi", Njáls-
götu 8C. Til útplöntunar: Stjúp-
mæður, Bellis, 15 aura. Ljóns-
munnur, Levkoi, Chrysanthemum,
Nemesia o. m. fl.
Ánamaðkar til sölu. Guðm. Sí-
vertsen, Mjóstræti 3.
Ágætar plöntur af Rauðberj-
um, Sólberjum, Reyni, Elri,
Blómsturrunnum, og fjöldi af
flejrum blómum, verða seldar
næstu daga í Flóru, Vesturgötu
17. Sími 2039.
Saltaðar kinnar fást hjá Haf-
liða Baldvinssyni. Sími 1456.
Harðfiskur á aðeins 4 krónur
fjórðungurinn, meðan birgð-
ir endast. Hafliði Baldvinsson.
Sími 1456.
KELVIN-DIESEL. Sími 4? 0.
Kálverk, veggmyndir og mar^s-
konar rammar. Freyjugötu 11.
Rúgbrauð, franskbrauð og nor-
malbrauð á 40 aura hvert. Súr-
brauð 30 aura. Kjarnabrauð 30
aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja-
víkur. Sími 4562.
Heimabakarf Ástu Zebitz, Ei-
ríksgötu 15, sími 2475.
Kaupsýslinnenn!
flytur auglýsingar yðar
og tilkynningar til
flestra blaðlesenda um
alt land, í sveit og við
sjó - utan Reykjavíkur.
Blaðið kemur út vikulega
8 s íður samanlímdar. —
Auglýsið í
ísafold og Verði.
Reiðhiólasmiðian
Veltusundi 1.
Hagsýnn kaupandi spyr
fyrst og fremst um gæðin.
)) ifeffllNl & ÖLSEM ÍÉ
Hamlef og Þór
eru heimsþekt fyrir end-
ingargæði — og eru því
ódýrust.
NB. Allir varahlutir fyrir-
liggjandi. Viðgerðir allar
fljótt og vel af hendi leystar.
Sigurþór
Sími 3341. Símnefni Úraþór.
Morgnnklfila
efni
og tvisttau er best að kaupa
*
1
Versliiiiin
Manchester
Laugaveg 40.
#%VEXTIR
Appeliinur
Epli
Sífrónur
Laukur
k>á j 4
wite
í£emt*fefátaf*teittiro|i $$ fittm
^tmii <300
Býður ekki viðskiftavinum sínum annað en fullkomna
kemiska hreinsun, litun og pressun.
(Notar eingöngu bestu efni og vjelar).
Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf
þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru best og
reynslan mest.
Sækjum og sendum.
Grand-Hótel. 75.
ina í maganum, sem voru að vísu deyfðir en fund-
ust þó enn. Hann spennti greipar ofan á ábreiðunni.
— Verið þér kyrr hjá mér, sagði hann biðjandi.
Hann sagði það allt of hátt, því aftur fekk hann
isuðuna fyrir eyrun. Otternschlag stóð við hlið hans
og hlustaði á. Enginn bað hann um að vera kyrran.
Enginn kærði sig um hann.
— Nú, þegar þér eruð búinn að fá morfínið, þurf-
ið þér mín ekki lengur með, sagði hann spyrjandi,
en Kringelein skildi ekki napra háðið í orðunum.
— Nei, þakka yður fyrir, ^agði hann, sakleysis-
lega. Hann hélt fast í hönd Gaigems eins og smá-
bam. Hann hélt sér í Gaigem, dauðahaldi; hann
elskaði Gaigern. Ef til vill hafði hann hugboð um
það í sál sinni, sem var orðin isvo næm fyrir öllu, að
Gaigern ætlaði að stela frá honum — en 'hann hélt
sér samt dauðahaldi í hann.
— Verið þér hjá mér, bað íhann innilega. Þá fór
Otternschlag að hlæja. Hann hóf skemmda andlitið
upp í kalda lampabirtuna og tók að hlæja með
skakka munninum, allt öðru vísi en Gaigern, fyrst
hljómlaust, síðan hærra og hærra, með vaxandi
kaldhæðni og illVilja.
Þá var barið á vegginn að nr. 71.
— Má eg fara að vera í friði? var spurt. —
Nóttin er til að sofa en ekki til að skemmta sér,
sagði kvartandi, syfjuð rödd — það var bláókunn-
ugur maður, Preysing yfirforstjóri, sem ekki hafði
hugmynd um, að örlög þriggja manna í herberginu
við hliðina á honum, snertust á skammvinnri en
mikilvægri stundu.
Siðgæðisskoðanirnar í Hótel Grand voru dálítið
teygjanlegar. Preysing yfirforstjóri gat með engu
móti fengið leyfi til að taka á móti kvenritaranum
í herbergi i3Ínu. Aftur á móti var ekkert því til fyr-
irstöðu, að hann gæti fengið leigt herbergi hand?
sömu persónu. Og það gerði hann, og roðnaði, er
hann var að stynja upp ýmsum skýringum á mál-
inu, þegar eftir að samningarnir voru útkljáðir við
litlu Flamm. Mannþekkjarinn Rohna bað afsökun-
ar á því, að hann hefði ekki annað en tveggjá
manna herbergi laust, nr. 72, en á milli þess og 71
var aðeins baðherbergi Preysings. Preysing taut-
aði eitthvað, sem átti að vera gremjuleg mótbára,
og stakk sér síðan beint á höfuðið út í ævintýrið.
Um morguninn kom póstur frá Fredersdorf —
'heilmikið af verzlunarbréfum og eitt bréf frá
Múllu, sem Babe hafði bætt tveim hrafnasparkslín-
um neðan við. En Preysing, sem þegar hafði ýtt
frá og var kominn út í miðjan strauminn, sem
stundum grípur menn á hans aldri; þessi umbreytti-
Preysing las bréfið kuldalega og án samvizkubiþs,
meðan hann var að eta morgunverð sinn í herberg-
inu í samfélagi hinnar gimilegu, kátu og samvizku-
liðugu litlu Flamm.
Kringelein hafði einnig fengið póst frá FTeders-
dorf. Hann sat á rúmstokknum, hresstur af Hundts
lífselíxír og ’hafði ákveðið í örvæntingu sinni að
'halda áfram líferninu, sem hann hafði byrjað á
daginn áður. Eftir að hafa barist við dauðaangist-
ina og unnið isigur, með því að sleppa lifandi frá
öllu saman, fannst honum hann sjálfur vera úr ein-
hverjum hörðum, gagnsæjum málmi. Hann hafði
nefklemmuna á þunna nefinu, sem nú var orðið enn
þynnra en áður, og las brjefið, sem frú Kringelein
hafði skrifað á blástrykaða pappírsörk, sem hún
hafði rifið út úr búreikningsbókinni sinni.
— Elsku Ottó, skrifaði frú Kringelein, sem aldrei
hafði verið 'honum sérlega nálæg, en var nú orðin
óendanlega fjarlæg og framandi. — Elsku Ottó;
eg hefi fengið bréf þitt, og veikindi þín ptafa áreið-
anlega af því, að þú herðir þig ekki upp —. og það
álítur pabbi líka. Hann hefir sent umsókn um styrk
frá verksmiðjunni, en eg veit ekki enn þá hvernig
því hefir reitt af. Þeir draga mann bara á langinn.
Aðallega skrifa eg þér vegna eldavélarinnar, því
hún getur ekki lengur gengið, eins og hún er. —
Binder hefir komið hingað og litið á hana — og
hann segir, að reykpípan sé vitlaust gerð, og eitt-
hvað sé athugavert við öll húsin hér í nágrenninu.
Þeir ættu að minnsta kosti að skaffa manni kol, ef
þeir geta ekki gert eldfærin almennilega úr garði,
því kolareikningar eins og þeir, sem hafa komið,
eru ekki fyrir nokkurn mennskan mann að borga.
Nú hefi eg talað við Binder, að það kosti minnet
14—15 mörk að gera við pípuna, en þeirri upphæð
er nú heldur ekki gaman að fleygja svona alveg
formálalaust. Eg talaði líka hinsvegar við Kietzau
— því hann hefir líka vit á þessu, og hann heldur
helzt að þetta verði enn þá dýrara, og vill ekki
ábyrgjast, að það spari nokkur kol. Eg fór í verk-
smiðjuna til þess að kvarta og náði eftir mikla erv-
iðleika í Schriebes og heimtaði viðgerð á pípunni,
sem ekki var nema rétt og sanngjarnt, því þeir eiga
þó húsahverfið. En það vildi hann ekki heyra nefnt.
Schriebes hafði í frammi verstu ósvífni — hann er
bölvaður dóni og hugsar ekki um annað en sinn
eigin vasa. Bara, að eg fái nú eitthvað af sjúkra-
samlagsstyrknum — pabbi heldur, að þeir ryðji sig
kannske um þrjátíu mörk, en því hefi jeg nú ekki
trú á, því Preysing, þessi ágjarna skepna, sleppir
ekki grænum eyri — á eg að láta gera við eldavél-
ina eða ekki? Færðu auka-sjúkrastyrk þegar þú
Remur á hressingarhælið, eða hættir hann strax?
Hér eru þeir að gera múður út úr því, að þú sért að
iskrópa og svo draga þeir af laununum; eg nenni
ekki að hitta neinn; þetta fólk getur ekki unnað
manni neins. Þú verður fyrir hvern mun að koma
þessu í lag við sjúkrasamlagið. Frú Prahm segir, að
meðan þú sért veikur, þori þeir ekki að draga neitt
af laununum þínum, það verðurðu að passa upp á,
annars gengur það út yfir sjálfan þig, segir hún.
Hér er vont veður, hvernig er hjá þér? Beztu kveðj-
ur frá þinni Önnu.
Skrifaðu strax um eldavélina, eða á eg að bíða
þangað til þú kemur heim? Hún reykir, svo mig
svíður í augun.
Með þetta bréf milli uppsnyrtra fingranna sat
Kringelein einar tíu mínútur á rúmstokknum í
þungum þönkum, en hann var 'hvorki að hugsa um
Fredersdorf né konu sína, né heldur eldavélina og
heldur ekki um kvalir og dauðaangist næturinnar.
Hann hugsaði. Hann hugsaði um flugvélina og það,
að hann hafði ekki verið vitund loftveikur og hina
unaðslegu tilfinningu hreykni og hugrekki, sem
'hann hafði í hvert sinn sem hann hafði snögglega
í krappri beygju séð heiminn gegn um gluggann á
flugvélinni, án þess að verða hræddur.
— Nú fer eg á fætur og tala við Preysing, hugs-
aði Kringelein og istóð upp af rúminu, ákveðinn.
Hann varð fyrst að koma öllu í lag við Preysing,
annars varð allt annað út í bláinn. Kringelein fór
í bað og íkiæddist síðan hinum nýja Kringelein, sem
var í silkiskyrtu og grannsniðnum frakka og vissi af
sjálfum sér. Hjarta hans var hart og spennt eins
og krepptur hnefi, er hann stóð fyrir utan dyrnar
á nr. 71, opnaði ytri hurðina og barði á þá innri.
— Kom inn! sagði Preyi3ing — og það gerði hann
af vana og í ógáti, því annars kærði hann sig ekki
um, að neinn kæmi til að ónáða hann og litlu Flamm