Morgunblaðið - 10.06.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.06.1934, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Jafnframt því, að Skandia- mótorar, hafa fengið miklar endurbætur eru .þeir nú lækkaðir í verði. Garl Proppé Aðalumboðsmaður. Þetta Suðusúkkulaði cr tippáhald aílra húsmæðra. Sumar- kápuefni Sumarkjólaefni Hanskar Slæður Nærfatnaður Morgunkjólar Sloppar Svuntur. Versl. Vik. Laugaveg 52. Sími 4485. Hilsnar Thors lögfræðingur. Hafnarstræti 22. Sími 3001. Skrifstofutími: 10-12 og 2-5. R. PEDERSEN. SABEOE-PRYSTIVJEULR, MJÓLKURVINSLUVJELAE. 8ÍMI 3745, REYKJAVÍK. Miriukiili tfll og tvisttau er best að kaupa í Verslunin Laugaveg 40. Síra SigurSur Críslasou, frá Þing eyri flyt-ur erindi á Voraldar- samkomu í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8%. Auk þess tala þar síra Jakob Jónsson og Pjetur Sigurðs- son. Allir eru velkomnir. Samskot- verða tekin til styrktar fólkinu á landskjálftasvæðinu. Slys í Bankastræti. Um hádegi í gær varð barn fyrir hjólreiða- manni í Bankastræti og meiddist nokkuð, þó ekki hættulega. Hjer er eitt dæmið enn um það, að nauðsynlegt er að hanna hjólreið- ar í Bankastræti. Knattspyrnukappleikurinn, sem háður verðnr á íþróttavellinum annað kvöld milli Fram og' Vest- mannaeyinga hefst kí. 18 vegna dansleiks íþróttamanna í Iðnó, sem á að byrja kl. 10. Málverkasýning Jóns Þorleifs- sonar er opin á snnnudag kl. 1—7. í veitingasölum Hótel íslands spila þeir í dag Gellin og Borg- ström frá kl. 3—5. Hafnarfjarðarhöfn. Af veiðum liafa komið Sviði með 74 föt og Maí með 56. Esja fór í gærkvöldi í strand- ferð vestur og norður um land. M.s. Dronning Alexandrine fer í kvöld kl. 8 áleiðis til Kaup- mannahafnar. ísland fer frá Kaupmannahöfn í dag áleiðis hingað. Edda kom til Port Talbot í gær- morgun og fór þaðan samdægurs áleiðis til Oporto. Brúarfoss kom hingað kl. 11 í gærmorgun. Hafði liann tafist nær tólf stundir vegna þoku. — Svo var þokan dimm á Vogastapa í gærmorgun, að bíll, sem var að koma að sunnan, sá ekki fyrir veginum og varð að aka með mestu gætni. Happdrætti Háskólans. Dráttur fer ekki fram fyr en á morgtm. Bruno Kress, Fríkirlrjuv. 3 tek- ur að sjer kenslu í þýsku bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. Hann hefir dvalist hjer í tvö ár og talar íslensku prýðilega. Geta því byrjendur haft full not af kenslu hans, en fyrir þá, sem eitthvað hafa lært í þýsku, verður lögð sjerstök áhersla á framburð og' að kenna mönnum að tala málið. Höggmyndasýning Ásmundar Sveinssonar, Freyjugötu 41, verð- ur opin í dag kl. 10—12 og 1—7. ■ Sunnudagslæknir er Hannes Guðmundsson. Dansleik heldur glímufjelagið Ármann í Iðnó á morgun (mánu- dag) kl. 10 síðd. Verða þar afhent verðlaun frá fimleikakepninni um bikar Oslo-Turnforening og enn- fremur frá fimleikakepninni um fimleikahikar í. S. í. (einmenn- ingskepnin). Aðg'angur að dans- leiknum verður seldur á kr. 2.00 en alt sem inn kemur verður látið ganga til bágstaddra á jarð- skjálftasvæðinu. Forstöðumaður Iðnó lánar húsið endurgjaldslaust og tvær 5 manna hljómsveitir spila ennfremur endurgjaldslaust, eru það hin góðkunna hljómsveit Aage Lorange og hljómsveit Snorra Halldórssonar. Þarf ekki að efa að þarna verður bæði fjör- ugt og fjölment eins og ávalt á Ármannsskemtunum. Allir í- þróttamenn eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sjá nánar um að- göngumiðasölu í augl. Embættisprófi í guðfræði luku í gærMagnús Runólfsson með 1. eink. 122% stig, Gíslj Brynjólfs- son . með 1. eink. 111M? stig. og Þorsteinn L. Jónsson með 1. eink. 106% stig. Botnía fór kl. 1 í gær frá Leith. Samkoma verður haldin í kvöld kl. 8y2 í samkomuhúsi K. F. U. M. í Hafnarfirði. Albert Ólafsson kennari talar. Tekið verður á móti samskotum handa fólki á jarð skjálftasvæðinu. Síldarolíuverksmiðja er nú í byggingu á Norðfirði, í samb- við mjölverksmiðju bæjarins. Verk- smiðjubyggingin sjálf er gerð úr járni, en síldarþróin. sem tekur þrjú þúsund mál, úr járnhentri steinsteypu. Er nú lokið hyggingti verksmiðjuliússins, en þróin verð- ur hráðum fullgerð. Nú er verið að setja vjelarnar niður, og verð- ur verksmiðjan tilbúin í hyrjun júlímánaðar. Umsjón með verkinu hefir Árni Daníelsson verkfræð- ingur, sem einnig' hefir teiknað þróna, og gei’t áætlanir. (F.Ú.). Lögregla lögbrjótar? í sýningar- glugga kosningaþlaðs Tímamanna stóð eftiffárándi tilkynning í gær: „Nýtt rit, eftir Hermann Jónas- son lögreglustjófa var að koma ut. Það fjallar um dómsmál og rjettarfar. Er þar sagt frá rjettar- farsspilliugu, viðureign Björns Gíslasonar við lögregluna o. fl. lög'brjóta". Á söng Karlakórs Reykjavíkur í Barnaskólaportinu í fyrrakvöld ltomu inn um 1850 krónur í sam- skotasjóðinn. Þakkar Karlakórinn öllum sem keyptu merki, og' skát- um fyrir góða aðstoð við merkja- sölu. Kennaranámskeið hefst í Aust- urbæjarskólanum á þriðjudaginn. Sjúklingar á Vífilsstöðum þakka Gellin og Borgström og Bjarna Björnssyni fyrir komuna á mið- vikudaginn var. Dr. Skúli Guðjónsson fer til Geneve 21. júní til að sitja ráð- stefnu Þjóðabandalagsins. Hann inætir þar fyrir hönd Dana, við samninga um alþ jóðaheilbrigðis- mál. Dýraverndunarfjelag Sslands heldur fund annað kvöld (mánu- dag 11. júní) kl. 8% síðd- í Odd- fjelagahúsinu. E-listinn er listi Sjálf- stæðismanna. Útiskemtnn heldur kvenfjelag- ið Hringurinn í Hafnarfirði að Víðistöðum í dag. Ágóðannm verð ur varið til að styrkja veikluð börn til sumardvalar . Ungmennafjelagið Velvakatidi ætlar að hafa samskotakassa á Lækjartorgi allan daginn í dag — sunnudag — til þess að þeir, sem vilja leggja eitthvað af mörk um til landskjálftasamskotanna geti skilað þar gjöfu msínum. Farþegar með m.s. Dronning Alexandrine til útlanda í kvöld eru m. a.: Ó. Johnson konsúll, Bjarni Jónsson framkv.stj. og frú, Bay aðalkonsúll og frú, Isólfur ísólfsson, ungfrú Inge Eiríksson, Feg'ht konsúll, frú Málfríður Odds son. frú Martha Þorvaldsson, Gísli J. Johnsen o. fl. o. fl. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa nýleg'a opinberað ungfrú Anna Björnsdóttir og Karl Magnússon eigandi Café Royal. Á laugardag'- inn opinberuðu trúlofun sína ung- frú Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurður Gnðmundsson. Ungbarnavernd Líknar, Báru- g'ötu 2, (gengið inn frá Garðastr., 1. dyr t. v.). Læknirinn viðstadd- ur fimtud., föstud. og þriðjud. kl. 3—4 nema 1. þriðjud. í hverj- um mánuði, en þá er tekið á móti barnshafandi konum á sama tíma. Hjálparstöð Líknar fyrir berkla- veika, Bárugötu 2 (gengið inn frá Garðastræti, 3. dyr t. v.). Læknir- inn viðstaddur mánud. og mið- Tilboð í veitingar við vígslu Markarfljótsbrúarinnar. Við Markarfjótsbrúarhátíðina, hinn 1. júlí n. k. verða leyfðar venjulegar veitingar, að minsta kosti í 5 veitingatjöldum, sem verðnr ætlað stæði við eða á Litla- Díon, gegn sjerstöku gjaldi og lögboðnum veitingaskatti. í hverju tilboði þarf að taka fram, hvaða veiting'ar sjeu í boði og tilgreina útsöluverð þeirra á staðnnm. Hátíðanéfndin áskilur sjer rjett til að velja úr tilboðunum og til að semja um tilhögun framreiðslunnar og verðlagið og tilkynnir síðan þeim sem leyfin fá. Umsóknir skulu komnar fyrir 18. þ. m. og sjeu þær stílaðar til sýslnmannsins í Rangárvallasýslu, merktar: Markarfljótsbrú, póst- hólf 506; Reykjavík. --- - » Hið íslenska Fornritafjelag. Út er komið: Laxdæla saga. Halldórs þættir Snorrasonar. Stúfs þáttr. Einar Ól. Sveinsson gaf út. 46—320 bls. Með 6 mynd- um og 2 uppdráttum. V. biridi Fornrita. Áður kom út: Egils saga Skalla-Grímssonar. Sigurður Nordal gaf út. — Hvort bindi kostar heft kr. 9.00, í skinnb. kr. 15.00. Fást hjá bóksölum. BékararsSm Stgf. Epniiuur og Bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34 Reikningur H.f. Eimskipafjelags íslands fyrir árið 1933 liggur frammi á skrifstofu vorri frá í dag, til sýnis fyrir hluthafa. Reykjavík, 9. júní 1934. STJÓRNIN. Pfistferðir til Rkureyrar hvern þriðjudag og föstudag í sumar. Til ferðanna verða eingöngu notaðar nýjar ágætar bifreiðar. Bifreiðasföð Sfeindórs. Sími 1580. Þingveliir, Hlafoss, Rauðhólar, Stöðugar ferðir allan daginn frá Steindóri9 sími ísso. vikud. kl. 3—4 og föstnd. kl. 5— 6. Prestastefna íslands hefst í Reykjavík 28. júní, en aðalfund- ur Prestafjelags Islands verður haldinn að þessu sinni á Þing- völlum og hefst sunnudaginn 1. júlí og stendur til 3. júlí. Al- mennur kirkjufundur presta, safnaðarfulltr'úa og sóknarnefnd- armanna hefst að prestastefnunni lokinni. — Fundur prestkvenna verður haldinn á Þingvöllum jafn- hliða aðalfundi Prestafjelagsins 2. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.