Morgunblaðið - 12.06.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1934, Blaðsíða 4
4 MO-RGUNBL AÐIj) Hugleiðingar uaii sjávarútveginn, Eftír Ólaf Thors. Upp úr síðustu aldamótum tók íslenskur sjávarútvegur al- gjörum stakkaskiftum. Togarar og vjelbátar komu í stað segl- skipanna og árabátanna. Þessi nýi útvegur landsmanna stóð með vaxandi blóma fram yfir ó- friðarbyrjun, gjörbreytti lífs- kjörum og lifnaðarháttum þjóð- arinnar og varð undirstaða und- ir fjárhagslegt og stjórnmála- legt sjálfstæði ísiendinga. Ófrið- urinn mikli raskaði öllu jafn- vægi í þessum atvinnurekstri, eins og raunar öllum öðrum, og síðan hefir á ýmsu gengið. en þó oftast hallað undan, og er nú svo komið að flestir hafa tapað því fje, sem fram var lagt í þessa þjóðnytja starfsemi, nær enginn fæst til að hefja nýjan útveg og við borð liggur að sjáv- arútvegurinn falli í rústir. Jeg þarf ekkert að rökstyðja þetta af því, að það er orðið öllum kunnugt, enda verður þess nú ekki langt að bíða að nefnd sú er bæjarstjtóm Reykjavíkur kaus til þess að rannaska hag og rekstur togaraútvegsins og milliþinganefndin í Sjávarút- vegsmálum leggi fram álit sem taka á af allan vafa í þessum efnum. Og þetta er enginn nýr sann- leikur. I mörg ár hafa útvegs- menn borið fram kveinstaíi um ömurlega afkomu sem opinber reikningsskil þeirra hafa fært fullkomnar sönnur á. En þær raddir hafa jafnóðum verið kæíðar í hrópsyrðum háværra lýðskrumara, sem hatast við alt einstaklingsframtak og vilja drepa það níður af því þeir sjá altaf ofsjónum og öfundast yfir öllu sem þeir óttast að náunginn eigi, eða geti eignast. Færi jeg nú saman kvíarnar, og miða orð mín eingöngu við þann atvinnurekstur sem jeg er nákunnugur, togaraútveginum, þá hika jeg ekki við að fullyrða að útvegsmenn hafa einskis látið ófreistað til að skapa jöfnuð á rekstursreikningi. — Á undan- förnum árum hafa togaraútvegs menn hafið öflugt samstarf til varðveislu og framdráttar sam- eiginlegum hagsmunum útvegs- ins. Þannig hafa útgerðarmenn lengi haft sarneiginlega vátr. gg ingu nær alíra togara og margra línuveiðara, allsherjar lýsissam- lag tii hreinsunar, kaldhreinsun- ar og samsölu á lýsisframleiðsl- unni, stórfeld sameiginleg inn- kaup á höfuðnauðsynjum útvegs ins, og auk margs annars. Þá áttu togaraútgerðarrnenn l'rumkvæði að, og hafa enn for- göngu í allsherjar samtökum til samsölu á höfuð-framieiðslu- vöru sjávarútvegsins, saltfiskin- um. Veit jeg ekki til að þessi samtök eigi sjer neitt fordæmi með nágrannaþjóðunum,og mun ekki ofmælt að við höfum haft af þeim sóma, auk þess sem þau hafa sparað þjóðinni a. m. k. 10 til l£ miij. kr. þau tvö ár sem fisksölusambandið hefir starfað. Utvegsmenn telja sig því hafa beitt gegn neyðinni öllum vopn- um, sem þeir valda, og held jeg að það verði ekki hrakið. En hvað hefir ríkið gert? Það , hefir gengið í lið með neyðinni, það hefir svarað hverju neyðar- ópi útvegsmanna með nýjum og nýjum skattaálögum og þannig þaggað niður þær raddir. Og ríkið hefir gert sitt til að þagga niður aðra rödd sem kvatt hafði sjer hljóðs. Sú rödd var þó hljómsterkari og talaði máli sem fleiri skildu. Hún sagði frá því, að skipin væru að vera gömul, fúin, ryðguð, og úr sjer gengin; vjelarnar slitnar, að ár- lega fækkaði skipunum, þau elstu og hrörlegustu væru lögst í kör á víkum inni eða fjörum uppi, en önnur færust á hafi úti í brimum eða á boðum, og að aldrei kæmi ný fleyta í skarðið. Þessi samdráttur fiskiflotans, sú staðreynd að enginn gerist til að hætta fje sínu í stofnun og starfrækslu nýrrar útgerðar sannfærir almenning betur en all ar talandi tölur um það, að þao er ekki hægt lengur að gera út skip á Islandi. Og atvinnuleysi, sem af þessu leiðir, sannar verka lýðnum betur en allar fræðisetn- ingar, að sæmileg fjárhagsaf- koma útvegsins er ekkert frem- ur hagsmunamál útvegsmanna ui vcrkalýðsins, en án þeirrar sannfæringar er ekki hægt að ætlast til að útveginum verði sýndur sá skilningur, að allir, sem við hann vinna vilji færa þær fórnir sem nauðsynlegar eru til þess að halda lífinu í honum. Því hver getur ætlast til að nokk ur fáist til að afsala af sínum skorna skamti, ef það er gert til að troða út pyngju og auka digra sjóði auðkýfinganna, eins og reynt hefir verið að telja al- menningi trú um. Hið opinbera hefir syndgað með því, að grípa á ýmsan hátt truflandi inn í, og rugla þennan áttavita. Það hefir ekki verið gert af illum hvötum. Ástæður valdhafanna eru skiljanlegar, út frá þeirri staðreynd, að lög- gjafi og valdhafar gera sjer oft og einatt ófullkomna grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Útgerðin hefir verið skattpínd j af því opinbera og aðrir hafa gert hærri kröfur en hún hefir fengið risið undir. Þegar hún svo af þessum ástæðum fellur í rúst- ir í höndum einstaklinganna, rísa þegar í stað hinar almennu kröfur um aðstoð ríkis og bæj- arfjelaga til að stofna til nýrrar útgerðar, svo ráðin verði bót á því atvinnuleysi er af þessu hef- ir leitt. „Fólkið verður að lifa“ og slík hjálp er í tje látin á ýmsa vegu. Stofnuð hafa verið Samvirinufje- íög eignalausra manna, með þeim hætti að ríkið útvegar lán gegn bankaábyrgð hlutaðeig- andi bæjar eða sveitasjóðs fyrir nær öllu stofnfjenu, og rekstrar- fje er tíðast fengið út á von íj afla. Einhver ,,leiðtogi“ alþýð-j unnar krækir sjer svo í fram-j kvæmdastjórastöðu og síðan er sett á guð og gaddinn. Elst af þessum útgerðarfjelögum mun Samvinnufjelag ísfirðinga vera. Það hefir ekki getað staðið í skilum, og orðið að lifa á ríkis- sjóði og bæjarsjóði að meira eða minna leyti, og svipaða sögu er að segja af flestum þessara fje- laga. Stofnað hefir og verið til út- gerðar á kostnað og áhættu al- mennings, eins og t. d. bæjarút- gerðin í Hafnarfirði. Jeg veit ekki betur en sæmilega hafi val- ist til forystu á þeirra útgerð, bæði á sjó og landi. Samt er raunverulegt tap á rekstri eins botnvörpungs frá 80—100 þús. kr. á ári. Það er eftirtektarvert að sjálf ir forstöðu og forsvarsmenn þessa útvegs, mennirnir, sem mestar gera kröfurnar á hendur útvegi einstaklinganna, komast ekki hjá því, að játa að útvegur þeirra sje rekinn með stórum halla. En þeir hafa rök á reið- um hönduum. Hallinn er minni en sýnist, segja þeir, því bærinn hefir haft tekjur af þessum at- vinnurekstri svo sem hafnar- gjöld, vatnsgjald og fleira, að ógleymdri atvinnu fólksins. Þetta eru athyglisverð rök. Atvinnureksturinn er drepinn í höndum einstaklinganna með óhóflegum kröfum á öllum svið- um. Atvinnuleysi fylgir í kjöl- farið. En fólkið verður að hafa atvinnu. Bæjar og ríkissjóður taka við rekstrinum og útgerð- in, sem til þessa hefir borið uppi bæjarfjelögin, og auk þess stað- iö undir megin hluta ríkisgjald- anna, hún á nú í stað þess að greiða útsvörin fyrir borgarana og vera höfuð tekjulind hafnar- og bæjarsjóðs, að leggjast sem gjaldvana og gjaldfrír ómagi á þessa sjóði. Og ekki aðeins það. Borgararnir eiga að greiða 50— 100 þús. kr. á hverju ári með auknum útsvörum í meðgjöf með hverjum togara. En hvaðan eiga þá tekjurnar að koraa? — Sjá nú ekki allir kvaða svikamyllu hjer er verið að opna? Á þennan hátt er hægt að hylja atvinnuleysið um stund, en heldur ekki nema um stund, því orsakir þess eru enn fyrir hendi. Og þó eru menn farnir að bollaleggja annað „bjargráð", sem getur orðið enn örlagarík- ara, en það er að heimila leigu á erlendum togurum er hafist hjer við um vertíðina, en sigli síðan heim, en eins og menn vita, er slík leiga bönnuð, í fiski- veiðalöggjöfinni, til þess þarf samþykki Alþingis. Með þessu yrði lagt inn á braut, sem skylt er að benda á hvert getur leitt. Meðan togaraútgerðin bar sig, skilaði vetrarvertíðin arði sem nægði til að jafna tekjuhalla ís- fisksveiða, sem alla jafna var nokkur, og greiða vexti, fyrn- ingu, vátryggingargjald, skrif- stofuhald og opinber gjöld alls ársins. Af þessu er augljóst, að út-, gerð, sem aðeins er rekin hér við j land á vetrarvertíð, en síðan j flutt annað, þar sem slík útgerð j hefir aðra og betri aðstöðu en j íslensk skip hafa, eins og t. d. j enskir togarar hafa til ísfislf- veiða, bæði að því er snertir útgerðarkostnað og aílasölu í Englandi, sú útgerð stendur vitaskuld mikið betur að vígi en íslensk útgerð, sje henni heim ilað að nota íslenskar hafnir og íslensk rjettindi og ekki síst ís- lenska sjómenn, einmitt þann hluta ársins, sem hjer er arðvæn legastur. Slík útgerð þarf ekkiað láta vetrarvertíðarúthaldið hjer við land standa undir öðru eða meiru en beinum útgjöldum þess tíma. Henni er því leikur einn að borga það kaupgjald sem ís- lensk útgerð kiknar undir og keppa með góðum árangri á öll- um sviðum við litgerð lands- manna, þ. á. m. með því að selja saltfisk sinn lægra verði. Af þessu leiðir að íslendingar gugna í þeirri viðureign og helt- ast úr lestinni. En fólkið þarf að lifa, og altaf ei*, með samþykki valdhafanna, bætt erlendum leiguskipum í skarðið, svo að at- vinnuleysisbölið plági hvorki fólkið nje valdhafanna, og get- ur þó vel farið svo, að annað ráði fjölgun þessara skipa en atvinnuþörf Islendinga, nefni- lega kröfur og áleitni erlendra þjóða, því að þegar búið er að opna borgarhliðin, er erfitt að standa gegn straumum, og það, sem ein erlend þjóð fær, krefst önnur, og altaf gerist einhver til að „leppa“ ef þess þarf með. En svo kemur að því, að salt- fiskveiðar við Island eru ekki arðvænlegar, eða kannske að- eins ekki eins arðvænlegar Og' önnur veiði, sem hinir erlendu skipaeigendur eiga völ á. Og hvað skeður þá? Ekki senda útlendingar skiþ sín hing- að í guðsþakkarskyni. En fólkið þarf að lifa. Og af hverju? Ekki af íslenskri útgerð, því íslenskij útvegurinn er hruninn. Og hjer er ekki völ á neinu öðru er geti tekið við vinnukraftinum í skjótri svipan. Þetta verða menn áð gera sjer Ijóst þegar í upphafj til þess að forðast að hin virðingarverða viðleitni valdhafanna til þess að láta fólkið lifa, leiði fljótlega til þess að íslenskt sjálfstæði og íslenskt þjóðerni líði undir lok og ísland verði aðeins verstöð er- lendra atvinnurekenda. Atvinnuleysi er hræðilegt böl sem íslendingar þó enn lítið hafa kynst. Það er nú að bvrja að segja til sín, af því m. a., að heimtað er meira af atvinnu- rekstri landsmanna en hann er bær um að standa undir. Nú gildir um að afstýra bölinu á rjettan hátt og án þess að bíða annað meira. Það verður löggjaf inn jafnan að hafa hugfast í viðureigninni við þá örðugleika, sem á hverjum tíma blasa við. Jeg hefi með þessum hugleið- ingum viljað víkja að þeirn vanda, sem oft og einatt er á höndum valdhafanna um af- skifti þeirra af atvinnulífinu, og viljað sýna fram á þá hættu, sem getur stafað af ráðstöfunurn, sem eingöngu eru miðaðar við að leysa augnabliksþörfina. — Freistingin er oft mikil, einkum þegar atvinnuleysið er í aðra hönd, en valdhafarnir verða að láta sjer skiljast, að þeim dugir ekki að einblína á afleiðingu bölsins, þeir verða að rannsaka- orsakir þess, annars getur vef íarið svo, að bjargráðin reynist fjörráð, það sem ætlað var að auka myndi atvinnuna, auki at- vinnuleysið. Og þetta er ekkert sjerstakt fyrir sjávarútveginn, það á al~ veg jafnt við um annan atvinnu- rekstur landsmanna. I framhaldi þessarar greinar mun verða vikið að því, er helst þykir henta sjávarútvegnum til framdráttar. Reikningur Landsbankans árið 1933 er nýkominn út. Honum fylgir að vanda ýtarlegt og fróðlegt yf- irlit um afkomu atvinnuvega landsmanna á s.l. ári. Hjer verð- ur getið nokkurra talna úr reikn ingi bankans. Seðlabankinn. Tekjur seðla- bankans höfðu alls numið á ár- inu kr. 1.456.577.13, að með- altaldri vaxtayfirfærslu frá fyrra ári krónur 131.952.45. — En gjöldin höfðu alls numið kr. 896.276.69 og voru því afgangs tekjur krónur- 560.300,44 og kr. 837.736.38 voru fluttar frá fyrra ári. Afskrifað tap á lánum nam kr. 259.750.00; húseignir bank- ans og áhöld var lækkað í verði um kr. 50 þús., vextir greiddir ríkissjóði af stofnfje kr. 180 þús. og óráðstafaður tekjuafgangur kr. 908.286.82 var fluttur til næsta árs. Sparisjóðsdeildin. — Tekjur sparisjóðsdeildarinnar, , ásamt útibúum numu alls á s.l. ári kr. 2.813.760.84, að meðtaldri vaxtayfirfærslu frá fyrra ári kr. 90.779.50. Gjöldin höfðu numið krónum 2.366.228.98 og varð þá afgangs. tekjum kr. 447.531.86 og kr. 584.658.95 voru fluttar frá fyrra ári. Afskriftir voru þessar á ár- inu: Tap spar.isjóðsdeildar sjálfr ar kr. 78.647.52, útibúsins á Isa- firði kr. 292.957,39 (af tekjum útibúsins sjálfs), útibúsins á Akureyri kr. 23,146.69 (af tekj- um útibúsins sjálfs), útibúsins á Eskifirði kr. 250 þús., útibúsins á Selfossi kr. 52.355.26 (þar af kr. 7.355.26 af tekjum útibúsins sjálfs), Sparisj. Arnessýslu kr. 15 þús. og húseign útibúsins á Selfossi var lækkuð í verði um. kr. 5 þús. Til næsta árs var fluttur óráð stafaður tekjuafgangur kr. 315.083.95. Þótti rjettara að flytja fjárhæð þessa þannig fram, en eigi setja í varasjóð, vegna óvissunnar um afkomu yf- irstandandi árs. Barnableyjur sem enskar f æðingarstofnanir nota, og sem eru mjúkar, fyrirT ferðarlitlar, en þó efnismiklar og þægilegar fyrir börnin, fást nú hjer. Þær mæður, sem þegar hafa notað þessar barnableyjur vilja ekki aðrar. Laagavegs Apótek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.