Morgunblaðið - 21.06.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1934, Blaðsíða 2
M o R <: i'N'Hl. n i ð 2 Ctgof.: H.f. Árrakur, Royklavlk. Rltatjðrar: Jðn Kjartanaaon, Valtýr StefáDaaon. Rltatjðrn og afgrelBala: Auaturatrœtl 8. — íHml 1*00. Augl^alnKaatJðrl: E. Hafberu. AuslýainKaakrlfatofa: Auaturstrœtl 17. — Slarl 8700. Helmaalmar: Jðn KJartanaaon nr. 8742. Valtýr Stefánaaon nr. 4820. Árnl Óla nr. 8045. E. Hafberg nr. 8770. Áakrifta^jald: Innanlanda kr. 2.00 á mánuBl. Utanlanda kr. 2.60 á aaánuBl 1 lausasölu 10 aura elntakiB. 20 aura aaeB Ueabök. Reykfavík Svo óvanir erum við íslending- ar því, að nota okkur talnafróð- leik hagskýrslna, að fróðleikur þeirra getur dulist almenningi; árum saman, og legið ónotaður. í meðvitund manna hefir Reykjavík t. d. fyrst og fremst verið talin fiskiveiðabær. Bn hag- skýrslur frá 1930, eða manntal frá því ári segir að 29% af bæjarbú- um lifi á iðnaði, en aðeins 16% af fiskiveiðum. Nú má vafalaust líta svo á, að talsvert af iðnaðinum byggist á fiskiveiðunum. En hjer verður ekki reynt að greiða úr þeirri flækju. Hitt er víst, að þessi skifting bæjarbúa eftir atvinnugreinun- um kemur mönnum á óvænt. í útvarpserindi sínu mintist Jón Þorláksson á það, að notkun raf- magns til iðnaðar hjer í bænum hefði 9 faldast síðustu 11 árin Svo mjög' hefir hin litla Elliðaár- rafstöð getað fleytt iðnrekstri bæj arbúa áfram. En hvað þá þegar Sogsraf- magnið kemur til sögunnar, ódýrt til iðnreksturs og yfirfljótanlegt að magnif Þá fær iðnaður bæjar- ins byr undir báða vængi. Með því móti verður Reykjavík miðstöð íslensks iðnaðar. Hjer verður lagður grundvöllurinn að þeim iðnrekstri, sem vinnur úr framleiðsluvörum landsmanna, gerir þær verðmætari og útgeng'i- legri, en áður hefir verið. Gengislækkun fjarstæða. Emil Jónsson bæjarstjóri, endurtók í útvarpinu í gær, fyr- irspurn miðstjórnar Alþýðufl. til Sjálfstæðisflokksins um það, hvort Sjálfstæðismenn hugsuðu sjer að vinna að því að lækka gengi krónunnar eftir kosning- arnar. Fyrirspurn þessari svaraði Jón Þorláksson formaður Sjálf- stæðisflokksins á þá leið, að gengislækkunarmenn hefðu nú um langt skeið verið fjármála- ráðherrar, en þeir hefðu ekki treyst sjer til að hrófla við geng inu. Það væri því ekkert annað en vindbelgingur úr Tryggva Þór- hallssyni, er hann talaði um gengislækkun ,því hann vissi sem er, að gengislækkun væri óframkvæmanleg, hún væri fjar stæða, vegna þess, að erlendar skuldir ríkisins og einstaklinga væri svo miklar, að ekki væri hægt að hækka þær með því að lækka gengið. Hosnlngln l Revkiavlk Framtíð Reyk$avikur bygg® ist á því, aH Sfálfstæðis- flokktiriiin nái völduixi i landinu. Jafnrjetti kjósendanna. Rey^víkingar hafa um langt skeið verið beittir herfilegu ranglæti, að því er snertir íhlut- un um skipun Alþingis. Þetta stafaði af gamalli og löngu úreltri kosningatilhögun. í Reykjavík býr nú nálega þriðjungur landsmanna. Þessi fjölmenni hópur hefir ekki feng ið að senda nema 4 menn á Al- þing. Og hið gamla úrelta kosn- ingafyrirkomulag var þannig úr garði gert, að þúsundir Reyk víkinga höfðu raunverulega eng an kosningarrjett. Þótt kjós- endurnir kæmu að kjörborðinu og greiddu þar atkvæði, eins og aðrir kjósendur landsins, fjellu atkvæði Reykvíkinga niður dauð og ómerk. Þeir voru rjett- lausir borgarar í þjóðfjelaginu. Nú hefir fengist lagfæring á þessu misrjetti og ranglæti. — Stjómarskráin'nýja gerði kosn- ingarrjettinn almennari og jafn- ari, en hann áður var. Nú geta kjósendur verið öruggir um það að atkvæði þeirra verður ekki ómerkt. öll atkvæðin koma nú til greina. Þessi rjettarbót er afar mik- ilsverð, ekki síst íyrir Reykvík- inga. Og Reykvíkingar munu minn ast þess á sunnudaginn kemur, að það var Sjálfstæðisflokkur- inn sem færði þeim þessa mik- ilsverðu rj‘ettarbót. Það er hans verk, að Reykvíkingar eru ekki lengur rjettlausir borgarar í þjóðfjelaginu. Alvörutímar. Því miður er útlitið dökt fram undan hjá þjóð vorri. Er margt sem steðjar að. Fjárhagur ríkisins er kominn á heljarþröm vegna gengdar- lausrar óstjórnar í tíð Tíma- stjórnarinnar, sem sóaði yfir 76.000.000 króna á fjórum árum, þar af um 30 miljónum utan heimild fjárlaga. Ríkissjóður verður að fleyta sjer áfram á skyndilánum. — Safnast á þann hátt miljónir króna í lausaskuldum. Ofan á basl ríkissjóðs bætast erfiðleikar atvinnuveganna. — Þeir hafa í mörg undanfarin ár verið reknir með tapi. Dráps- klyfjar skatta og tolla hvíla á þessum aðþrengdu atvinnuveg- um, því ríkissjóður hefir ekk- ert getað ljett á byrðunum; Tímastjórnin hafði sjeð fyrir því. En þessir sliguðu og kúguðu atvinnuvegir hafa meira að bera en sínar eigin skuldir og byrð- ar. Tímaóstjórnin sá einnig fyr- ir því. Hún hækkaði ríkisskuld- imar svo gífurlega, að árleg vaxtabyrði ríkissjóðs hækkaði úr tæpum 700 þús. kr. og upp í nál. 2.000.000 króna, eða nál. þrefaldaðist. Þessi byrði bætist einnig á herðar hinna þraut- píndu atvinnuvega. Reykjavík og ríkið. Þegar spyrðuband rauðliða, Tímamenn og sósíalistar, voru á árunum 1928—1931, að koma ríkissjóðnum á barm glötunar, fengu Sjálfstæðismenn, sem stjórnuðu fjárhag Reykjavíkur, margt ófagurt orð í eyra. „Kyr- stöðumenn“ og „afturhaldssegg- ir“ voru þeir nefndir. Hvað eft- ir annað gerðu sósíalistar og Tímamenn í bæjarstjórn Reykja víkur tilraun til að koma Reykjavíkurbæ í sama fenið og ríkissjóður sat fastur í. En rauðu fylkingunni tókst ekki að ná völdunum í Reykja- vík, og vonandi tekst henni það aldrei. Og einmitt vegna þess, að gætni og ráðdeild hefir ríkt um alla fjárstjórn Reykjavíkur, undir stjórn Sjálfstæðismanna undanfarið, er útkoman nú sú hjá Reykjavíkurbæ, að síðast- liðin 10 ár hafa eignir bæjarins aukist um 7,2 milj. króna, og á sama tíma hafa skuldimar lækkað um 2.2 milj. króna. Myndi ekki hagur ríkissjóðs vera öðru vísi núna, ef eins hefði verið stjórnað þar? -— Og myndu atvinnuvegir lands- manna ekki standa betur, ef ríkissjóður hefði nú búið skuld- laust og við það sparast nál. 2 milj. króna á ári í vaxtagreiðslu af skuldasúpu ríkissjóðs? Jú; vissulega væri þá leik- ur einn að búa vel í okkar á- gæta landi. En, því miður, er þetta eng- inn leikur eins og nú er komið fjárhag ríkissjóðs og atvinnu- veganna. Reykvíkingar! Rauða fylkingin, sem komið hefir ríkissjóði á knje, biður nú um atkvæði ykkar, Reykvíking- ar góðir, til þess að hún geti enn fengið völdin á Alþingi. En til hvers á svo að nota þau völd? Fyrst og fremst til þess að fjefletta Reykvíkinga, því þeir bera þyngstu byrðar ríkisins. Þeir hafa komið auga á það, rauðliðar, að enn eru til menn í Reykjavík, sem upp úr standa. Þessa menn á að leggja að velli svo að sömu rústirnar blasi við Reykjavík og ríkissjóði eftir fjármálaóstjórn Tímamanna og sósíalista. Reykjavíkurbær er nú að ráð- ast í stórkostlegri framkvæmd ir en áður hafa þekst hjer á landi, þar sem er virkjun Sogs- ins og hitaveitan. Það er Sjálf- stæðisflokkurinn, sem hefir beitt sjer fyrir þessum málum. Þessar framkvæmdir munu skapa svq marga rnöguleika til nýrra framkvæmda oíj dáða í þessum bæ, að engap. getur dreymt um slíkt. Okurlánaslarfsemi Landsverslunarinnar Þasr 3000 krónar, sem lántakandí varð að greíða umfram íánsupp- hæðína, voru notaðar tíl að greiða / með skuld vildarvína Jónasar frá Hrífiu. Skýrsla Jóns Þorlákssonar, j með hvaða heimild þetta fje sú, er hann gaf í útvarpinu á mánudagskvöld, um lánastarfn semi Landsverslunar íslands, vakti að vonum mikla eftirtekt. Jón Þorláksson skýrði frá þvi 3000 krónum C ----- a:.... i ' _____ 'J að handiðnaðarmaður einn hjer í bænum hefði í janúar 192é fengið lánaðar 15 þús. krónur úr varasjóði Landsversluna^, innar sálugu. En lántakandi hafði verið látinn gefa út skulda brjef til sjóðsins, að upphæð 18 þús. krónur. Auk þess varð hann að greiða „milligöngu- manni“ 800 krónur. Lántakandinn varð með öðr- um orðum að endurgreiða lánið meíi 3000 króna hærri upphæð en hann fjekk útborgaðar. — Hann varð að greiða 3000 kr. í afföll af láninu, sem þó var aðeins til 4 ára. Rauðliðar hafa stundum ver- ið að gaspra og skrifa um okr- ara og okurstarfsemi í þessum bæ, og víst er, að til eru þeir menn, sem slíka starfsemi hafa rekið hjer. En vafalaust mun vera leitun á öðru eíns okri og frá var skýrt af Jóni ÞorlákssýÚi ot 'rekin vari í skjóli Landsverslunarinnar, undir handleiðslu Hjeðins Valdi marssonar og Guðmundar Kr. Guðmundssonar, Hvert fóru 3000 krónurnar? Jón Þorláksson skýrði enn- ríkissjóðs hefði verið lánað með |á,heyrðustu okurkjörum. Einn- % krafðist hann rannsóknar á því, hvað orðið hafi af þeim - mismunmum á því, sem út var lánað og end- urgreitt. Kvaðst hann hafa á- stæðu til að halda, að þessar 3000 kr. hafi ekki runnið tii Landsverslunarinnar sem gróði af okurstarfsemi, heldur hafi þær runnið í aðra vasa. Játningin. Öll blöð rauðu fylkingarinn- ár hjer í bænum, komu út dag- inn eftir þessa þungu ákæru Jóns Þorlákssonar, án þess þau ! n þyrðu með einu orði að minnast á þetta mál. — Annar dagur leið einnig svo, að ekkert heyrð ist frá rauðliðum. Svo loks á þriðja degi — við útvarpsumræðurnar í gær- kvöldi — láta rauðliðar til sín heyra. Var Jónas frá Hriflu Iátinn gefa „skýrslu“ í málinu. Hvað hafði hann að segja? Það, fyrst og fremst, að það var rjett sem Jón Þorláksson sagði um þetta lánabrask Lands verslunarinnar. Liggur því full- komin játning hans fyrir því, að Landsverslunin hafi gefið út skuldabrjef fyrir 18 þús. kr. láni, en lántakandi fekk ekki útborgaðar nema 15 þúsund krónur. fremur frá því, að skýrsla umj; En hvert fóru þessar 3000 þetta mál hefði verið send fjár- j krónur, sem haldið var eftir málaráðuneytinu í vetur og húnj af lánsupphæðinni? hefði gefið fullkomið tilefni til,' Jónas gat ekki um þetta, en að opinber rannsókn færi fram. j Morgunblaðið hefir úr annari í nafni opinbers velsæmis kraíð átt fengið upplýsingar um það. ist J. Þorl. rannsóknar á því, Þessar 3000 krónur voru gefn- ______ ____________________ ar Kaupfjelagi Reykjavíkur, fjelagi, sem rekið var undir Ef rauðliðar komast til valda handleiðslu Jónasar frá Hriflu, á Alþingi, og nýtt Óreiðu- og en sálaðist fyrir nokkrum árum. óstjórnartímabil á aftur að hefj- Þessar 3000 kr. voru m. ö .o. ast, er alveg fullvíst, að þá ræt- óötaðar til þess að greiða með ast ekki þeir mörgu og björtu skuld kaupfjelagsins við Lands- framtíðardraumár, sem bundn- verslunina, skuld, sem nam- ir eru við virkjun Sogsins óg kvæmdastjóri fjelagsins (maður hitaveituna. Þá verður skamt að mJÖg handgenginn Jónasi), bíða þess, að íbúar Reykjavík- stjórn og sennilega fjelags- urbæjar verða svo aðþrengdir, menn allir, voru ábyrgii fyrir eftir nýja ránsherferð, að þéir °S áttu að standa skil á. Aðferðin er þessi: Opinber sjóður ríkisins er notaður til að lána út fje með fáheyrðustu okrarakjörum, til þess að losa vildarvini Jónasar frá Hriflu (og máske hann sjálfan) við að greiða rjettmæta skuld við Landsverslunina. Af þessu er ljóst, að opin- bert velsæmi krefst þess, að mál þetta verði rannsakað tafar- laust. Einnig verður að rann- saka aðra lánastarfsemi Lands- verslunarinnar sálugu, hvort hún hafi farið fram með svip- uðum hætti og hjer hefir lýst verið. verða ekki færir um að béra það atvinnulíf, sem virkjun Sogsins útheimtir og skapar möguleika til. Þess vegna, Reykvíkingar góðir! Munið það, að rauðliðaí eru böðlar ykkar. Öll ykkar framtíð byggist á því, að nýtt viðreisnartímabil geti hafist í stjórn landsins. En það getur ekki orðið nema undir stjórn Sjálfstæðismanna. Þess vegna eigið þið, Reyk- víkingar, að kjósa lista Sjálf- stæðismanna, sem er E-listinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.