Morgunblaðið - 21.06.1934, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.06.1934, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ rv agbók. Veðrið. (miðvikudag kl. 17): Víðast bjartviðri og hæg N-átt hjer á landi, þó eru ennþá skúrir um miðbik Suðurlands. Hiti er 4 st. á NA-landi, en annars 8—10 st. víðast hvar. Veðurútlit í Rvík í dag: N- kaldi. Ljettskýjað. í kvöld er samkoma í K. P. U. M. kl. 8y2. KórsöngUr, einsöngur (Á.sta Jósefsdóttir) og erindi. Að- gangur er ein króna. Pjórir enskir stúdentar frá há- skólanum í Cambridge komu hing- að með Goðafossi og fóru með lionum norður til Siglufjarðar. Þar fá þeir sjer vjelbát til þess að flytja sig til Grímseyjar og ætla að dveljast þar 2—3 vikur til Esja fer hjeðan annað kvöld kl. 8 austur um land til Siglufjarðar, snýr þar við og kemur sömu leið til baka. 114 símastaurar brotnuðu í Skeiðarárhlaupinu, sem ikom á undan eldgosinu í Vatnajökli. Hreppsnefndarkosning hefir far- ið fram í Reyðarfirði. Voru kosn- ir 3 menn og fengu Sjálfstæðis- menn tvo kosna, þá Odd Bjarna- son og Edvald Sigurjónsson, >n Pramsókn fekk þriðja manninn. — Hreppsnefndarkosningar um alt land nú að undanförnu sýna vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokks- ins og' spá góðu um úrslit kosning- anna á sunnudaginn kemur. Börnin, sem hafa sótt um sum- ardvöl á barnaheimilinu Egilsstað- ir, komi í kvöld kl. 8, í miðbæjar- skólann. til skoðunar. í auglýsingu hjer í blaðinu í gær um fastar ferðir til Gullfoss, frá verslun Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50, var tekið fram, að þær væru á þriðjudögum og laugardögum, en þær verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 11 árdegis. Einn- ig á laugardag'seftirmiðdögum og til baka síðdegis á sunnudögum. Eru það mjög hentugar ferðir fyrir skrifstofu og verslunarfólk. Gisting og veitingar fást í tjald- búðum þar. Ungbamavemd Líknar, Báru- g'ötu 2, (gengið inn frá Garðastr., 1. dyr t. v.). Læknirinn viðstadd- ur fimtud., föstud. og þriðjud. kl. 3—4 nema 1. þriðjud. í hverj- um mánuði, en þá er tekið á móti barnshafandi konum á sama tíma. Allsherjarmótið. Úrslit í gærkvöldi. Stangarstökk. 1. Karl Vilmundarson Á. 2 m. 75 cm. 2. Georg L. Sveinsson K. R. 2 m. 57 cm. 3. Gísli Sigurðsson Á. 2 m. 45 cm. 10 km. kappganga. 1. Haukur Einarsson K. R. 55 mín. 28 sek. 2. Oddgeir Sveinsson K. R. 61 mín. 28 sek. 3. Magnús Guðbjörnsson K. R. 64 mín. 13.4 sek. 4. Sveinn Einarsson. ea* lisfi S|áflf§læði§manna. ■ði í'' „ííoysíji? v.tv.t-áí"1- þess að rannsaka fuglalíf og jarð- arg'róður á eynni. Poringi farar- innar heitir David Keith. — Þeir skruppu til Þingvalla núna í vik- unni og þótti sá staður stórfurðu- | legur frá jarðfræðis-sjónarmiði, því að enginn þeirra hafði sjeð hraun fyr á ævi sinni. Sjómannakveðja. Farnir til Englands. Vellíðan allra. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á Ver. Framboðsfundur verður hald- inn að Bjarnastöðum á Álftanesi á morgun kl. 3 e. h. Eimskip. Gullfoss var væntan- legur frá Kaupmannahöfn í gær- kvöld. Goðafoss fór vestur og norður í gærkvöld kl. 8. Brúar- „foss fór frá Vestmannaeyjum í gærmorgun á leið til Leith. Detti- foss kom til Hamborgar í gær- morgun. Lagarfoss var á Akur- eyri í g'ær. Selfoss er í Reykja- vík. Sextíu ára er í dag Jón Ólafs- son, Laufásveg 48, sem undanfar- in ár hefir unnið hjá Eimskipa- -rfjelagi íslands. Edda kom til Barcelona í gær- kvöldi. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. K. R. í kvöld kl. 8 er samæfing hjá B-liðinu og 2. fl. Mætið stund- víslega. Skip Sameinaða. ísland er vænt- anlegt hingað að norðan í fyrra- málið. Botnía kom til Leith í g'ær. Per þaðan áleiðis hingað næst- komandi laugardag. Drotningin er í Kaupmannahöfn. Jónas Jónsson tók það fram í gærkvöldi, að sósíalistar og Pram- sóknarmenn hlytu í framtíðinni að vinna saman. Hann hefði „gert sitt ítrasta“ til þess að koma þjóð. inni í skilning um þetta. Honum og fylgdarmönnum hans innan rauðu flokkanna, mun hafa tek- ist þessi fræðslustarfsemi alveg viðunanlega.' Sjálfstæðiskjósendur. Þið, sem ætlið nú að fara í sumarfrí, eða búist við því að vera utanbæjar 24. júní, munið að kjósa á kosn- ingaskrifstofu lögmanns, áður en þið farið. Skrifstofan er í Póst- hússtræti 3 (Gömlu símastöðinni) opin 10—12 f. h. og 1—4 og 7—8 e. h. Útvarpið í dag': 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Grammófóntónleikar: Schu- bert: Ófullgerða symphonian. 19.50 Tónleikar. Frjettir. 20.30 Erindi: Um landskjálfta (Jóhannes Ás- kelsson.) 21.00 Tónleikar: a) Út- varpsliljómsveitin. b) Einsöngur (Pjetur Jónsson). c) Danslög. Mæðrastyrksnefndin hefir upp- lýsing'askrifstofu sína opna á mánudags og fimtudagskvöldum kl. 8-—10 í Þingholtsstræti 18, niðri. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Afhent af frú Lilju Kristjánsdótt- ur: Gjöf frá „gömlum hjónum“ 10 kr., frá Guðrúnu Stefánsdóttur Hafnarfirði, til minningar um for- eldra hennar, Kristjönu Teitsdótt ur og Stefán Bjarnason frá Hvíta- nesi í Skilmannahreppi 100 kr„ Minningarg'jöf um látna vini: Guð rúnu Gpðbrandsdóttur og Jón Benediktsson síðast prest að Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd, frá ferm- ingarbarni hans“ 50 kr. — Bestu þakkir. — Ásm. Gestsson. Fimtarþraut. 1. Karl Vilmundars. 2504,71 stig. 2. Gísli Kærnested 1966,- 425 stig. 3. Georg L. Sveinsson 1418,277 stig. 1 fimtarþrautinni er kept í þessum íþróttagreinum, og urðu úrslit þannig: Langstökk: Karl Vilmundar- son 5,91 m. Georg L. Sveinsson 5,88 m. Gísli Kærnested 5.19 m. Spjótkast: Karl 36,42 m. Ge- org 31,82 m. Gísli 29,17 m. 200 m. hlaup: Georg 25,4 sek Gísli 25,5 sek. Karl 25,6 sek. Kringlukast: Karl 33,23 m. Gísli 23,91 m. Georg 20.47 m. 1500 m. hlaup: Gísli 4 mín. 52,3 sek. Karl 5 m. 21, 8 sek. Georg 6 mín. 44,5 sek. Flest stig á mótinu hlaut Karl Vilmundarson, 36 stig, en næst- ur varð Ingvar Ólafsson, hlaut 29 stig. Skýrt verður nánar frá alls- herjarmótinu hjer í blaðinu eft- ir helgina, og þá gefið yfirlit yfir þetta mót. K. Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.