Morgunblaðið - 21.06.1934, Page 8

Morgunblaðið - 21.06.1934, Page 8
 MORGUNBLAÐIÐ Hfiilll f f sem er nú Brislol komið i Bankastræií Smá-auglýsingaij Tapast hefir sparisjóðsbók á- fcamt fleiru frá Sólvallagötu á ^íátiargötu. Yinsamlega beðið að skibi. á Bræðraborgarstíg 10 A. Til kaups (fæst) trillubátur 221/2 fet milli stafna með 4 besta ,,Per- feetl-vjel, og öllum öðrum vana- lögum útbúnaði. Lysthafendur snúi sjer til hr. Ragnars Jónssonar, (Irænuborg í Yogum. Sími Hábær f Vogum. Silkiklæðið er komið aftur. Sömuleiðis Peysufatasilki. Versl. „Dyngja“. Herrasilki í uppbluta. Baldér- aðir Borðar — Kniplingar og alt til upphluta. Versl. „Dyngja“. Millipyls, úr lasting, Silki og prjótisliki við íslenskan bfining. TJndirlíf úr sillti, einlit og mislit. Jjífstykki við íslenskan búning. Versl. „Dyngja“. Hvergi í bænum er jafn mikið og fallegt og ódýrt úrval af efn- um í upphlutsskyrtur og Svunt- ur eins og í Versl. „Dyngja“. Sumarkjóla- og Blússuefni í af- I ar miklu úrvali. Taftsilki í Blússur Jnýkomið. Vörur sendar gegn póst- kröfu um alt land. Versl. „Dyng.ja“. Slifsi og Slifsisborðar. Kög'ur á Slifsi og Sjöl. Skúfar tilbúnir og Skúfsilki. Skotthúfur. Kvenbrjóst. Flöjelisteygja í Belti. Versl. „Dyngja“. Útsprungnar rósir og túlípanar fást hjá Valdemar Poulsen, Klapp- arstíg 29, sími 3024. Málverk, veggmyudir og m&rgs- ouar rammar. Freyjugðtu 11. Hvergi í bænum jafnmikið úr- 1 af Hörblímdum, mjóum og 'eiðum, og mislitum Blúndum. Versl. „Dyngja“. Slæ grasbletti í kringum hús með handsláttuvjel. Vönduð vinna, sanngjarnt verð. Pöntunum veitt móttaka í síma 2165.. — Einu sinni átti jeg vagn. —Jeg líka, en mamma mín gat kki fremur en þín, ekið mjer alla ævi. — Kjötfars og fiskfars heimatilbú- ð, fæst daglega á Fríkirkjuvegi % Sími 3227. Sent heim. . ^ Ef að stjettin illa fer, ekki er rjett að bíða, vjelaþjetti veldu þjer, vænt en ljett að sníða. ar m A k u r e Þangað fer bifreið í fyrramálið frá Bifreiðasföð Steintiórs. Sími 1580. Kleins — Líttu á, þetta er sparibauk- urinn minn. SkeShnrða kjölíars reynist best. Ludvig Storr Baldursgötn 14. hjól og skinnur, og Skothurða skrár, með húnum, nýkomið. Sími 3073, Laugaveg' 15. E-LISTI er lisii Sjálfstæðismanna. MWttimHittr,, S■■ : i: 1— r r~—- ■■■■ Grand-Hótel 82. —- Hann er meðvitundarlaus, sagði hann í hálf- lyn hljóðum. Hann var eitthvað hálf ringlaður er hann kraup á kné hjá manninum og heyrði gólf- ^alirnar marra undir sér, einkennilega lifandi og skerandi hljóði. — Eg læt taka hann fastan, hugs- að ihann, en hann var enn allt of utan við sig tfl þeas að hringja á þjónustufólkið. Honum leið hálf iila af að sjá manninn liggja þama, og, að honum virtist, með brotinn hnakka, og með út- fcreiddan faðminn. Hann leitaði að skammbyssunni á ábreiðunni en gat ekki fundið hana. Dauðaþögn yar í herberginu þar sem rétt fyrir skömmu var hávaði og gauragangur. Preysing sigraðist á ein- hverju í sínum innra manni og greip í herðar mannsins til þess að láta hann liggja betur — á fcakið. Þá sá hann opinn munn Gaigerns. Hann andaði efcki lengur. — Hvað er þetta? sagði hann hvíslandi. Hvað hefir skeð? Hvað er þetta? Hann hvíslaði þessum örðum óendanlega mörgum sinnum, án þess að meina nokkuð með þeim. Hann settist á hækjur við hlið dauða mannsdns og hvíslaði sömu orðin atftúr og aftur. Gaigern hlustaði á þetta brosandi með kurt- eisa, dauða andlitinu. Hann var þegar dauður, þeg- ar sloppinn frá gistihúsinu, svo að ekki varð fram- ar í hann náð — en hendur hans voru enn volgar er hann lá þarna á gólfinu í nr. 71. Græna ljósið frá skrifborðslampanum féll á fallega, fíngerða andlitið, sem undrunarsvipurinn var enn ekki horf- iton af. Þannig fann litla Flamm mennina tvo, er hún stundarfjórðungi síðar læddist inn um forboðnu dymar til þess að gá að því, hvað orðið hefði af Preysing. Hún kom inn berfætt og staðnæmdist á þröskuldinum og deplaði augum í ljósið. — Hvað gengur að? Hvern voruð þér að tala við? Er yður illt? spurði hún og reyndi að greina það, sem fyrir augun bar í rökkrinu. Preysing gerði þrjár atrennur, áður eh hann gat komið upp orði. — Já, hér hefir skeð viðburður, sagði hann með rödd, sem enginn í Fredersdorf hafði nokkru sinni heyrt. — Skeð? Guð minn góður, hvað hefir skeð? Hér er svo dimmt, sagði litla Flamm og kyeikti á loftlampanum. Ljósið skein um allt herhergið, hvítt og hart. — Ó, sagði litla Flamm, er hún sá andlit Gaigerns. Þetta iitla, stutta óp var þrungið sorg og harmi. Preysing leit upp til hennar. — Hann ætlaði að skjóta mig, og eg sló hann bara — hvíslaði Preysing. — Við verðum að sækja lögregluna. Litla Flamm laut yfir Gaigern. — Hann sér enn- þá, sagði hún lágt, og það hljómaði eins og hugg- unarorð. — Er hann þá dauður? ó, hann var svo indæll, hugsaði hún blátt áfram og einfeldnislega. Hún rétti út höndina. — Hér má ekkert snerta fyrr en lögreglan er komin, sagði Preysing, hærra en hann ætlaði sé’r, og glaðvakandi. Þá fyrst skildi litla Flamm í raun og veru hvað á seyþi var. — Ó, sagði hún aftur. Hún hörfaði aftur á bak, eins og í vímu — henni fannst veggirnir vera að hrynja yfir sig. Hún hljóp út um dyr — datt og stóð upp aftur — hljóp, — síðan tóku við hurðir og aftur hurðir. — Hjálp, sagði hún lágt. Allar hurðirnar riðuðu, og þær voru allar læstar. Litla Flamm sá það, en — svo sá hún ekki meira. Stundum getur verið svo mikill hávaði á göng- unum í Hótel Grand, að gestirnir kvarti yfir því. Lyftan skröltir upp og niður, símar hringja, fólk þýtur fram hjá og hlær allt of hátt, einn blístrar, annar skellir hurðum, tvær stofustúlkur skammast eins hátt og þær þora fyrir enda gangsins, og ef maður þarf að fara út í snyrtiherbergi, getur maö- ur verið svo óheppinn að mæta átta manneskjum af ýmsu tæi .En svo eru gangarnir líka oft hljóðir og eyðilegir, svo að maður getur gengið allsber eftir gólfrenningnnm og hrópað á hjálp, án þess að nokkur sála heyri. En Kringelein, sem gat sofn- að, af því hann var að sitja um það, að magaverk- irnir kæmi aftur, Kringelein sem var orðinn hljóð- glöggur og þunnskinnaður af hinum stöðugu kvöl- um og tilhugs.uninni um dauðann, — hann heyrði 3ága neyðarópið frá litlu Flamm, er hún hljóp fram hjá dyrum hans, hálfmeðvitundarlaus. Hann þaut upp úr rúminu og^ophaði dyrnar. í næsta vetfangi mætti undrið honum, til þess að fullkomna líf hans ... í næsta vetfangi kom Kringelein sem sé auga á litlu Flamm nakta, og hinn ótrúlega fullkomna vöxt hennar, sem kom reikandi til hans og féll máttlaus í útrétta arma hans, og lá þar kyr. Kringelein missti. ekki kjarkinn á þessu augna- bliki, og kraftar hans brugðust heldur ekki, enda þótt stúlkan, sem var í öngviti, væri talsvert þung. Og þótt þessi gulbrúni hlýi líkami, sem hné ósjálf- bjarga í faðm hans, fyllti hann hræðslublandinni hrifningu, sem hann hafði aldrei þekkt áður, gerði hann þó sitt af hverju, sem telja mátti skynsam- legt. Hann lagði annan handlegginn undir mátt- lausan hnakkann, en hinn undir hnésbæturnar, lyfti síðan byrðinni upp og lagði hana á rúmið sitt. Síðan aflæsti hann báðum hurðunum út að gang- inum og dró djúpt andann, því blóðið streymdi allt of ákaft frá hjarta hans. Máttlausa höndin á litlu Flamm missti einhvern hlut á gólfið, það var blár skór, talsvert slitinn, og með háum hæl, sem hún hafði þrýst upp að brjósti sér. Hann hafði hún hrifsað með sér, bjargað honum eins og út úr eldsvoða, eða jarðskjálfta, sem hinu eina fata sinna, er slysið hafði skilið henni eftir. Kringelein. tók litlu höndina og lagði hana til í rúmið niður með síðu litlu Flamm. Hann skimaði um í herberg- inu, kom auka á flöskuna með Hundts lífselixír og hellti fáeinum dropum á varir litlu Flamm. Hör- undið á enni hennar titraði ofurlítið, en hún var svo langt frá meðvitund, að hún gat ekki drukkii. En hún andaði djúpt, og við hvern andardrátt hristust lausu hárlokkarnir Ijósu ofurlítið, — Iyft- .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.