Morgunblaðið - 08.07.1934, Page 2

Morgunblaðið - 08.07.1934, Page 2
> 2 tfctgef.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. KTtstjórar: Jðn KJartanaeoo, Valtýr Stef&naaon. Rttatjðm og atfRreiCala: ^(Uaturatrœtl g. — Ptml 1*00. Aur«rt*0KaatJ6rt: E, Hafberr. ▲urlýalnraakrifatofa: Auaturatrœtl 17. — StBil 1700. Helmaafaaar: Jðn Kjartanason nr. g742. Valtýr Stef&naaon nr. 4220, Áml éla nr. S045. E. Hatbbrr nr. 1770. Árkrlftar Jald: Iaaaalanda kr. 2.00 & aa&nuOl. Utanlanda kr. 2.50 & aa&nuOl í lauaaaölu 10 aura etntaklB. 20 ttrt at«B Iieabdk. Frá rauðliðum. Menn velja sjer niargskonar aðferðir til þess að gera sig hlægilég’a. Alþýðublaðið, málgagn hinnar tilvonandi ríkisstjórnar liefir val- ið sjer leið, sem eftirtekt vekur. Undanfarin ár- hefir blað það staðið í miðri fylking hinna svo- nefndu sovjetvina. Hafa þeir menn myndað með sjer sjerstak- an fjelagsskap. Sá fjelag'sskapur, Sovjetvinafje- lagið, hefir starfað að því mark- miði að telja almenningi á ís- landi trú um, að -þessi þjóð ætti að semja sig að siðuní hinna rúss- nesku valdhafa. Sömu menn hafa ekki dregið dul á, hverjir væru hinir nýju rússnesku siðir, er einkendi ríki bolsanna. Þar er alt lýðræði afnumið. Flokkur manna í landinu, sem alls er 1—2% af þjóðinni ræður þar öllu, þ. e. a. s. fáeinir harðstjór- ar ráða þeim f’lokki. Alt vald er í höndum fárra manna/ Og hvernig fara þeir með vald sitt? Skoðanafrelsi, trúfrelsi, prent- frelsi, fundafrelsi, athafnafrelsi og alt frelsi yfirleitt er þar af- numið. Flokksmenn hins ráðandi flokks hafa „handjárn“ sterkari en nokkur íslensk Hriflustjórn lætur sig dreyma um. Bn 98—99% af þjóðinni er undirokaður, kúg- aður, þjakaður lýður. Og þegar harðstjórunum býður svo við að liorfa, telja þeir á fingrum sjer hve mörg höfuð rúss- neskra manna skuli sniðin af á degi hverjum, án dóms og laga. Þannig er umhorfs í því ríki, sem íslenskir sovjetvinir og blað Alþýðuflokksins dásamar ár eft- ir ár. En upp er risin önnur harð- stjórn, sem eigi játast í bræðra- lag við hinn rauða marxisma. Við íslendingar, lýðfrjáls þjóð getum harmað það, að þjóð okk- ur jafn skyld sem Þjóðverjar skuli hafa orðið fyrir því óláni, að þurfa að beita svo harðvítugum vopnum gegn grimdaræði hins rússneska bolsivisma, sem raun er á. Við g'etum harmað það, að eigi tókst Þjóðverjum að komast hjá einræðisstjórn. Og það vekur hjá okkur, sem lýðræði unnum, hrygð, að valdhafar Þjóðverja skuli hafa þurft að grípa til óyndisúrræða til þess að bæla marxismann niðri. En þegar menn, sem árum sam^ an hafa vegsamað blóðuga harð- stjórn Rússlands, er hefir marg- falt fleiri manndráp á samvisk- unni, en dagar eru í árinu, þá er ekki hægt annað en brosa að slíkri tvöfeldni, slíkri hræsni, Skólaheimsökn. Einar Andersen rektor frá Östre-Borgerdyd- skoien kemur hingað í heimsókn með 22 nem- endur sína. Það er orðið alsiða erlend- is, að hópar skólafólks fara í heimsóknir hver til annars lands á sumrin, og verða þess- ar ferðir mjög ódýrar, enda er á allan hátt reynt að greiða fyrir þessum gagnkvæmu heim- sóknum. Þykja þær heppilegar til þess að ungir mentamenn kynnist annara þjóða siðum og háttum. Hjer á íslandi hafa slíkar ferðir, eða gagnheim- sóknir mentamanna, ekki tíðk- ast að þessu. 1 vetur skrifaði Einar And- ersen rektor Östre-Borgerdyd- skole í Kaupmannahöfn Pálma Hannessyni rektor og stakk upp á, að þeir ynni að því í fjelagi að hingað kæmi hópur nemenda úr mentaskólanum danska og annar hópur nem- enda færi hjeðan til Danmerk- ur. Tók Pálmi Hannesson þessu máli vel og hefir unnið að því að sínum hluta. Og nú er svo komið, að danski hóp- urinn er kominn hingað. Kom hann með ,,Brúarfossi“ í fyrradag. Eru það 22 nemend- ur úr Östre-Borgerdydskole, aðallega úr 5. bekk, og er Ein- ar Andersen rektor sjálfur fararstjóri. Hann býr hjá sendiherra Dana á meðan þeir dveljast hjer, en nemen.dum hefir verið komið fyrir í heima- húsum hingað og þangað um bæinn. Flokkurinn dvelst hjer þang- að til 22. júlí. Verður ferðast í bílum um nágrenni Reykja- víkur og austur yfir fjall. Verða til þeirra ferðalaga not- aðir bílar, sem eru eign hins o. inbera, og auk þess hefir Pálmi Hannesson fengið 500 krónur hjá ríkisstjórninni upp í annan kostnað við móttökurn- ar hjer. Auk þess hefir feng- ist styrkur annars staðar. Þegar hópurinn fer hjeðan (með „Islandi“ 22. júlí), verður honum samferða jafn- stór hópur nemenda úr Menta- skólanum hjer, aðallega 5.- bekkingar, til þess að heim- sækja Danmörk. Er búist við að þeir verði mánuð í því ferða- lagi. Verður fyrst farið til Kaupmannahafnar og síðan með járnbrautum eitthvað út um landið. Slíkar ferðir sem þessar eru mjög ódýrar, því að nemend- ur fá margskonar ívilnanir. Eimskipafjelag íslands reið t. d. á vaðið með það að bjóða mikinn afslátt á farg.jöldum, og svo gerði Sameinaða slíkt hið sama. Nemendur fá ókeypis dvöl í hvoru landi, og er gert ráð fyrir að ferðalagið kosti hvem ekki meira en 115 krónur. slíkum yfirdrepsskap sem Al- þýðuflokkurinn hefir sýnt og sjer staklega nú að undanförnu í mál- fra^ni sínu. MORGUNBL> Vppþotið $(öðvað í Amsferdani. KoniKiiúiiistafSokkiirinii ♦ í Ilollaiftdfi verður upp- leystur. Amsterdam, 7. júlí. FB. Kunnugt er, að fjórir menn bafi beðið bana í óeirðunum í gær- kveldi, en sennileg'a hafa fleiri verið drepnir. Um sjötíu menn hafa særst. Verkfallsmenn tóku sporvagna og veltu þeim um og rifu upp sporvagnsbrautarteina. Riddaralið úr lögreglu- og her- og fótgönguliði tvístraði uppþots- mönnum, og seint í gærltveldi var gefin út opinber tilkynning þess efnis, að yfirvöldin hefði ráð þeirra, sem til uppþotsins stofn- uðu, í hendi sjer. Amsterdam 7. júlí. F. B. Búist er við frekari óeirðum í kvöld og hefir mjög aukinn herafli verið sendur til borg- arinnar, en lögregluliðið hefir einnig verið aukið að miklum mun. Sannast hefir, að leiðtog- ar kommúnista hafa hvatt tif óeirðanna og er búist við, , að; forsætisráðherr.ann fari fram á heimild þingsins til þess að ■ leysa upp kommúnistaflokk^ í inn. (United Press). Herliði skipað að skjóta á verkfallsmenn í San Francisco ef þeir þeir halda óeirðunum áfram. Sau Francisco, 7. júlí. FB. Herliði Kolifomíuríkis, sem kvatt var til San Franciseo vegna óeirðanna, sem þar hafa verið að undanförnu, hefir verið fyrirskip- að að skjóta á verkfallsmenn, ef þeir geri árás aftur. Jafnframt er það tekið fram, að fyrirskipunin feli það í sjer, að herliðið þurfi ekkert tillit að taka til afleiðing- anna, því hjeðan í frá viti verk- fallsmenn að þeir liætti til lífi sínu. Leiðtogar verkalýðsins liafa í hug að stofna til allsherjarverk- falls. Herlög hafa verið sétt á sva:ði því, þar sem tveir menn voru drepnir í gær, en 34 særðust, United Pre&s. Ospekta vænst í Paris í dag. London 7. júlí. F. Ú. Franska stjórnin kom saman í dag, til þess að gera sjer grein fyrir hugsanlegum óeirð- um, er verða kynnu í París á morgun, og hvaða ráðstafan- ir skyldu gerðar, ef til þess kæmi, að slíkar óeirðir bryt- ust út. Þjóðernissinnar og and- Fasistar hafa skipulagt og und- irbúið miklar kröfugöngur í borginni, og þó að þessi fjelög ♦ hafi gefið ákveðnar yfirlýs- ingar um það, að engar óeirð- ir skuli af hljótast, hefir stjórnin álitið það nauðsynlegt, að vera við því búin að grípa til sinna ráða. Nákvæm skrá hefir verið gefin út fyrirfram um ferðir kröfugöngumanna, ræðuhöld og viðkomustaði. íslenskir studentar víð erlenda háskóla. Skýrsla frá Upplýsingaskrif- stofu Stúdentaráðsins. Danmörk. Alls stunda þar nám 46 ísl. stúdentar í þeim greinum, er hjer segir: Hag- fræði 8, Lögfræði 1, Mál og bókmentasaga 2, Saga 2, Tannlækningar 4, Náttúru- fræði 9, Stærðfræði 3, Verk- fræði 7, Landafræði 1, Vá- tryggingar 2, Verslunarfræði 4, Lyfjafræði 3. Noregur. Alls 5. Hagfræði 1, Mál og bókmentasaga 1, Saga 2, Heimspeki 1. Svíþjóð. Alls 7. Hagfræði 2, Mál og bókmentasaga 1, Guðfræði 1, Náttúrufræði 2, Byggingarlist 1. Þýskaland. Alls 25. Hag- fræði 5, Mál og bókmentasaga 1, Uppeldisfræði 1, Dýralækn- ingar 2, Tannlækningar 1, Náttúrufræði 4, Stærðfræði 1, Verkfræði 8, Sönglist 1, Mál- aralist 1. Austurríki. AIls 1. Læknis- fræði 1. Tala íslenskra stúdenta, við erlenda háskóla er því 84 og skiftist þannig á námsgreinar: Hagfræði 16, Lögfræði 1, Mál og bókmentasaga 5, Saga 4, Uppeldisfræði 1, Guðfræði 1, Heimspeki 1, Læknisfræði 1, Dýralækningar 2, Tann- lækningar 5, Náttúrufræði 15, Stærðfræði 4, Verkfræðí 15, Byggingarlist 1, Landafræði 1* Vátryggingar 2, Verslunar- fræði 4, Lyfjafræði 3, Sönglist 1, Málaralist 1. Eimskip. Gullfoss er væntanleg- ur til Kaupmannahafnar í dag! Goðafoss fór frá Hamborg í gær. Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- foss var á Akureyri í gær. Lagar- foss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er á leið frá Kaupmannahöfn til Leith. Vestur-íslenskir gestir. Með Reliance, hinu þýska skemtiferðaskipi . komu þau hingað í gærmorgun sr. Rögn- valdur Pjetursson frá ,Winni- peg og kona hans og Árni Helgason verkfræðingur frá Chicago. Sr. Rögnvaldur Pjetursson er, sem kunnugt er, meðal þeirra Vestur-íslendinga, sem mesta alúð leggur við það, að halda sambandinu sem innileg- ustu milli íslendinga austan hafs og vestan. Enda er hann forystumaður í Þjóðræknisfje- lagi Vestur-Islendinga, og ræk- ir samúð sína við ættjörðina m. a. með því, að koma hingað heim svo oft sem hann getur. Þau hjónin verða hjer um tveggja mánaða tíma. Árni Helgason verkfræðing- ur er ekki enn jafn þjóðkunn- ur maður sem sr. Rögnvaldur. Hann er aðal-verkfræðingur við „Chicago Transformer Corporation“. Verksmiðja sú býr aðallega til rafmagnstæki, er breyta spennu. Eru tæki þau notuð í heimahúsum, t. d. við útvarpstæki o. fl„ og eins í bíla. Verksmiðja Árna gerir t. d. öll slík tæki í Ford- bíla. Hefir hann um 500 manns í þjónustu sinni. Árni er ættaður úr Hafnar- f’ ði. Hann fór þaðan 1912, þá 22 ára að aldri. Hann hefir tvívegis komið hingað heim síðan, 1927 og 1930. Hann ætl- ar að vera hjer á landi mán- aðartíma. Norskfr §káfar til íslands. Hingað koma með e.s. „Lyra“ næst 10 norskir skátar frá Hammer í Noregi. Skát- amir fara samdægurs með Brúarfossi til Isafjarðar, dvelja þar eitthvað, en ferðast síðan ásamt um 20 skátum frá ísa- firði um ísafjarðardjúp undir forystu Gunnare Andrew, skátaforingja á ísafirði. Að lokinni dvöl sinni fyrir vestan fara skátarnir til Akureyrar og verða, gestir skátanna þar, og ferðast með þeim um ná- grenni Akureyrar. Frá Akur- eyri koma þeir aftur hingað til Reykjavíkur og verða á vegum skátanna hjer í bænum, og munu ferðast hjer um ná- grennið, svo sem til Þingvalla og víðar, ásamt skátum hjeð- an úr bænum. Foringi norsku skátanna er Pastor Ole Egge, sem margir íslenskir skátar munu kannast við frá ýmsum skátamótum erlendis. Málverki sfolið. Berlín 7. júlí. F. Ú. Einu frægasta málverki spánska málarhns Velasquez, sem var í eign listmálara eins í Guatemala, hefir verið stol- ið úr húsi hans. Málverkið var virt á 100 þúsundir dollara. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.