Morgunblaðið - 08.07.1934, Síða 5

Morgunblaðið - 08.07.1934, Síða 5
MORGUN BLAÐIf) •og xflargar vjelav þurfa t-il að1 'báa til jafn einíalt áliald, að því I er það virtist, er það var fulltil- búið. En á verksmiðjunni vinna íi;m 700 manns, og vjelarnar og vjelasamstæður voru óteljandi. Þegar við höfðum skoðað verk- smiðjurnar, fórum við með gufu- skipi 1 kl. tíma ferð, til að skoða hið stórmerkilega verslunarfyrir- fæki A/B Álilen & Hohn. Verslunarfyrirtæki þetta stofn- uðu tvéir ungir menn fyrir ca. 30 árum. Aieiga þeirra var þá innan við 2000 kr, nú er firmað eign J. P. Ahlen og sona hans. ' , Verslunin var upprunalega stofnuð í smábæ, all langt í burtu frá Stokkhólmi, en viðskiftin, sem nú og frá upphafi eru reist á þeim grundvelli, að liönd selji hendi, að engin lánsverslun eigi sjer stað, hefir aukist svo á þess- um árum, að nú nýlega reyndist. nauðsynlegt að reisa til viðbótar nýtísku hús upp á 13 hæðir. Vöxtur og viðg'angur firmans hefir verið svo ör að ekki iiefir verið hjá því komist.hvað eftir annað að sækja til Ameríku það verslunarfyrirkomulag er þá var fljótvirkast og- öruggast. Þriðjudaginn 5. júní, hjelt dr. i Bertei Ohlin, fyrirlestur um „Geng- ismál Norðurlanda“. Dr. Ohlin, er jafnvei lijer á ís- landi svo kunnur, að óþarfi er að geta þess, að þaðan mátti vænta fróðleiks og- nýjunga. Síðar um daginn flutti hr. aðal- framkv.stj. G. Mahn. fyrirlestur um „orkumöguleika Svíþjóðar‘“. Erindið var mjög fróðiegt, elrki síst fyrir okkur Islendinga, er • eig'um miljónir hestafla geymdar ■ en bundnar í fossum vorum og- straumvötnum. Að fyrirles'trunum loknum fór allur dagurinn í að þiggja heimboð af Samvinnufje- lögunum í Stokkhólmi. (Sá er þetta ritar var svo óheppinn, sökum lasleika að get.a ekki komið þangað, en samkvæmt frásögn " þeirra, er þangað komu, var þar margt merkilegt að sjá). Að afloknum morgunyerði voru : fulltrúunum sýnd verslunarhúsin í Magnús Ladurlásgatan 19,. heild- sölu og smásöluverslunin, og' því næst verksmiðja samvinnufjelag- anna i rafmagnsperum, Dagurinn endaði með því að samvinnufjelögin buðu fulltrúun- um til miðdegisverðar. Miðvikudagtirinn 6. júní hófst með tveimur fyrirlestrum, hinn fyrri um ..Einstaklings- og- sam- íðju“, fluttur af hr. Oscar Gabri- -elsson, og hinn síðari um „þýð- ingu járniðnaðarins í atvinnulífi : Svíþjóðar“. Erindin voru bæði mjög fróðleg, en tölurnar gleym- a.st sjálfsag't bráðlega. Þegar fyrirlestrunum var loldð • var ekið í bílum til Lidingö. Á Lidingö hefir a/b Aga, verk- smiðjur sínar og aðalaðsetur. Verksmiðjurnar framleiða hið heimsfræga Ijósagas, er kent er við dr. Dahlen, er rutt hefir sjer -iil rúms um allan heim. Hjer á landi hefir það lengi verið fram- leitt, sjerstakléga til vi'ta. í verksmíðjum a/b Aga er einn- íg framleidd undra eklavjelin, er með nokkrum koksmolum hitar og ■ eldar allan sólarhringinn. Framleiðsluvörur Aga voru okk- ur betur kunnar en flest það er við sáum, því hjer á landi hefir Ih.f. Isaga, framleitt samskonar1 Ijósefni í mörg' ár, og eldavjelar þeirra, eru orðnar vel þektar í bæjum og sveitum á íslandi. Það hittist svo á, að við vorum syo heppnir að vera í Stokkliólmi þenna dag, ér var ,,Flaggdagur“ eða stórhátíðisdagur, og afleiðing- in var vitanlega sú, að við vorum boðnir til að sjá öll hátíðahöldin. Hátíðahöldin fóru fram á leik- velli þeim, er bygður var 1908, og þeim íslending'um er þá í fyrsta sinn sóttu íþróttamót erlendis mun að góðu Irunnur. Mátti þar sjá marga hluti ný- stárlega, fyrst og fremst hinn aldr. aða Gustav konung', og fylgdarlið hans, en þó ekki síður allan þann fjölda f jelaga er gengu inn á völl- inn ,undir fánum sínum til að heilsa konungi. TTm kvöldið voru frjálsar um- ræður um áhugamál fulltrúanna, bar þar margt á góma, þótt ekki verði lijer rakið. Fimtudaginn 7. júní var farið með bílum um Upplönd til pappírsverksmiðjunnar í Halsta, sú verksmiðja skoðuð og ljetu menn sjer vel líka, þótt þeir Stundum yrðu að ganga gegnum sali, þar sem hitinn var um 50—60 stig. Verksmiðjan framleiðir blaða .pappír og hráefni til pappírsiðnað- ar í stærri stíl en flestar aðrar verksmiðjur í Svíþjóð. Nú var fyrir höndum ef til vill sá liðurinn á dag'skránni er f'lest- ir vildu sjá, en það var ein af frægustu járnnámum Svíþjóðar, járnnáman við Dannemora. Gæði járnsins frá námu þessari eru víð- fræg um allan heim, og hafa verið það næstum svo lengi sem sögur ná til. en lega námunnar og útlit er ekki síður í frásögur færandi. Þar gafst okkur tækifæri að rita í gestabók, er nær yfir 300 ár, mátti þar sjá nöfn margra stór- menna, frá konungum Svíþjóðar, til ýmsra konunga í andans heimi, svo sem Leo Tolstoy o. fl. Á heimleiðinni höfðum við stutta viðdvöl í Uppsala. Föstudaginn 8. júní, heimsótt- um við verksmiðjuna Astra, er framleiðir í stórum stíl lyf til lækna og lyfjabúða. Þar var neytt morgunverðar. Síðara hluta dag's- ins var farið með gufuskipi frá Stokkliólmi til Saltsjöbaden, er liggur um 2 kl. tíma ferð frá Stokkhólmi. Sú ferð er ef til vill besta endurminningin er við eig- um frá ferðinni. Veður var fram- úrsltarandi fallegt, og leiðin og landslag alveg framúrskarandi fallegt. Þar nutum við miðdegis- verðar er hr. stórkm. J. P. Alilen, er áður er getið hafði boðið okkur til. Laugardagsmorguninn 9. júní var byrjaður með því að heim- sækja verksmiðjur og' skrifstofur svensku tóbakseinkasölunnar. Heimsóknin stóð í 3 klst., enda var þar margt nýstárlegt og fróðlegt að sjá og heyra. Stokkliolms Enskilda Bank bauð til morgunverðar, og ljet sýna fulltrúunum afgreiðslu og skrifstofúr bankans, þar vofu einnig fluttir tveir fróðlegir fyrir- lestrar um bankamál. , Um kvöldið endaði svo þessi eftirminnilega vika, með samkvæmi á „Skansen“, uppáhaldsskemtistað Stokkhólmsbúa. Margs væri fleira að minnast, en það verður að bíða betri tíma. B. Þ, ÞorsíEÍnn Sánsson járnsmiður sjötugur á morgun. Það er ekki þörf á að skrifa langa lýsingu á Þorsteini fyrir Revkvíkinga ,því hann er þeim kunnur, að minsta kos'ti hinum eklri. og það að góðu einu. Hann er Reykvíkingur í húð og' liár, fæddur á Seli við Reykjavík, 9. júlí 1864. Ilppvaxtarárin voru erfið; föður sinn misti liann 6 ára gamall og átti móðir lians þá eltki annað athvarf en sveitina og fluttist hann með henni upp í ITvítársíðu. Eftir tæp' 4 ár flutt- ust þau suður aftur, voru fyrst í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, en síðan hefir Þorsteinn alla tíð verið í Reykjavík. Járnsmíði lærði hann hjá Gísla Finnssyni, en byrjaði á éigin Iiönd vorið 1890. Um sama leyti kvæntist hann Guðrúnu Bjarnadóttur, frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi, hinni ágætus’tu konu, bæði að fríðleik og atgerfi. Börn þeirra eru: Sigríður, rekur saumastofu á Ægisgötu 10, Svava, gift Ársæli bókb. Árnasyni, Margrjet, gift Friðrik stórkaupm. Magnússyni, Bjarni, vjelasmiður, giftur Jóhönnu Olsen, Ásgeir verkfræðiúgur, giftur Elínu Haf- stein, Hlín, gift Gísla Jónssyni skipaeftirlitsmanni, og Þorsteinn er við efnafræðinám. Þorsteinn hefir ávalt, verið vel me'tinn borgari, sómi stjettar sinn- ar, duglegtir og ósjerhlífinn at- orkumaður, enda hefir haml oft þurft á kröftunum að halda, þar sem hann hefir haft fyrir þungu heimili að sjá og þó komist vel í álnir. Hann er nokkuð meira en meðalmaður á liæð, þrekinn og karlmannlegur, andlitið nokkuð stórskorið en þó frítt. Hann er enn hinn hraustasti. að öðru en því að gigt liefir þjáð hann noklc- uð hin síðari ár — nokkuð eðlileg- ur krankleiki, því liann hefir oft reynt mikið á stálvöðva sína. En það er óþarfi að lýsa Þoi'- steini hjer, liann er það vel þektur meðal samborgara sinna. Þó verð- ur hans ekki getið svo, að ekki sje nefnd sönggáfa hans •—- nátt- úrugáfa, sem hann hefir fengið í ríkum mæli. Hann gat ekki not- ið neinnar inentunar í þeirri grein, en „náttúran er náminu ríkari“. Hann lærði á eig'in spýtur að leika á liarmoníum og fiðlu, stjórnaði söngflokkum um mörg ár, og vrar um skeið einn af atkvæðamestu mönnum í sönglífi bæjarins. Það er að vísu ekki liægt að sjá elli- mörk á Þorsteini, en þá verður hann sjerstaklega ungur á ný, er hann kemur í glaðværan hóp kunningja sinna, og tekið er ,,lagið“. Þegar liann er meðal barna sinna, sem öll hafa erft þessa gái’u að íneira eða minná leyti, og alt gfvmur af söng' og hljóðfæraslætti, alt er líf og gleði, skyldi enginn trúa því, að hann hefði sjötíu erfið starfsár að baki. Þar er hann með lífi og sál, enda hefir hann verið sá gæfumaður að eiga liið ástúðlegasta heimili. Munu inargir. hugsa lilýtt til Þorstéins á þessum afmælisdegi hans og ó.ska hönum gæfu og gengis á ókomnum ævidögum. B. Einar SiEfánsson skipstjóri. Á morgun (mánudag) á Einar Stefánsson skipstjóri á ,,Dettifossi“ fimtugsafmæli. Einar er fæddur að Knarr- arnesi á Vatnsleysuströnd árið 1884. Um fermíngaraldur byrj- aði hann að stunda sjó og rjeð- ist þá á þilskipið Stíganda í Reykjavík, eitthvert minsta skipið í flotanum í þá daga. Síðan gekk Einar í stýrimanna- skólann í Reykjavík og tók þar próf 18 ára að aldri. Síðan rjeð- ist hann í utanlandssiglingar með erlendum skipum. Gekk svo á stýrimannaskólann í Marstal og lauk þar I. og II. hluta stýrimannaprófs og varð ungur þriðji og síðan annar stýrimaður á hinum stóru út- hafsförum Dana og lærði þar hinn góða aga stórskipanna. Mun það eiga sinn þátt í virð- ing þeirri, sem hann jafnan hefir notið hjer sem skipstjóri. Það mun að nokkru leyti hafa verið fyrir hvöt frá Emil Nielsen framkvæmdastjóra, að Einar tók skipstjórapróf í Danmörku. Var hann og þeg- ar ráðinn til Eimskipafjelags- ins þegar það var stofnað, fyrst sem 2. stýrimaður á ,,Gullfossi“ og síðan fyrsti stýrimaður á ,,Lagai'fossi“. Þá tók hann við skipstjórn „Ster- lings“ og var með það skip mörg ár í strandferðum allan ársins hring. Síðan hefir hann verið skip- stjóri á ,,Goðafossi“ og „Detti- fossi“. Hafa þau skip fengið orð á sig erlendis, að þau beri af öðrum skipum um viðhald og þrifnað. Er það allri hinni íslensku sjómannastjett sómi, og þökk sje þeim, sem afla oss þeirrar viðurkenningar. Einar hefir um langt skeið verið í vetrarsiglingum til Norður- og Austurlandsins. Vita þeir, sem til þekkja, hver< vandi og ábyrgð hvílir á þeim j . 5 manni, sem á að halda ferða- áætlun á norður- og austur- höfnunum um hávetur, á skipi hlöðnu dýrum farmi, sem verður að afhenda, og oft svo hundruðum skiftir farþega. Vonandi fær Eimskipafjelag íslands og íslenska þjóðin enn lengi að njóta starfs Einars og hæfileika hans. Prestastelnan 1934. Fimtudag 28. júní hófst prestastefnan og stóð til laug- ardagskvölds.Guðsþjónusta fór fram í dómkirkjunni fyrsta daginn. Ófeigur próf. Vigfús- son prjedikaði út af orðunum Matt. 28, 18—20 og lýsti jafnframt vígslu, því að á efþ- ir fór fram prestsvígsla, bar sem biskup vígði cand. theol. Þorstein L. Jónsson, settan prest í Miklaholtsprestakall, er að lokinni vígslu flutti prje- dikun út af dæmisögu Jesú um pundin. Á eftir prjedikun fór fram altarisganga og tóku þátt í henni milli 40 og 50 manns. Sjera Fr. J. Rafnar þjónaði fyrir altari. Kl. 41/0 var prestastefnan sett í fundarhúsi K. F. U. M; og tilnefndi biskup fundar- skrifara þá sr. Óskar J. Þor- láksson, Kirkjubæjarklaustri, og sr. Jón Jakobsson, Bíldu- dal. 38 andlegrar stjettar menn voru mættir. Biskup skýrði frá því helsta, er gerst hafði á næstliðnu far- dagaári. Enginn þjónandi prest- ur hafði látist, en einn upp- gjafaprestur (sjera Ól. M. Stephensen próf.). Tvær prests- ekkjur höfðu látist (frúrnar Kamilla S. Briem og Þórey Bjarnadóttir Kolbeins), svo og háöldruð ekkja Hallgríms biskups, frú Elina Sveinsson. Fimm prestar höfðu Iátið af prestskap: sjera Pálmi Þór- oddsson (71 árs), sjera Árni Þórarinsson (74 ára), sjera Þorvarður Þorvarðarson (70 ára), sjera Run. M. Jónsson (69 ára) og sjera Jakob O. Lárusson (47 ára). Prófastur hafði verið skipaður í Snæfells- ness-prófastsdæmi: sjerá Jósef Jónsson, en settir prófastar þeir sjera Guðbrandur Björns- son í Skagafirði (í stað Hálf- dáns vígslubiskups Guojóns- sonar, er fengið hafði lausn frá því starfi) og sjera Óskar J. Þorláksson í V.-Skaftafells- prófastsdæmi. Sex prestaköll höfðu verið veitt, og í hið sjö- unda verið settur prestur. Ný kirkja hafði verið vígð á Kol- beinsstöðum. Nýjar prests- íbúðir höfðu þeir fengið prest- arnir- á ísafirði, í Vik og í Reykholti. — Síðan lagði bisk- up fram tillögur sínar um skifting styrktarfjár uppgjafa- presta- og prestsekkna og lagði fram reikning yfir tekj- ur og gjöld prestsekknasjbðs. (Eign þess sjóðs var vi5 ára- mót kr. 68,539,35.) — Þá var j kosinn einn maður til að taka j sæti í ÍJtvarpsráði og var t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.