Morgunblaðið - 08.07.1934, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.07.1934, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 VcrUakliH: Kaffistell 6 manna með kökudisk, ekta postulín 10,00 .Kaffistell sama 12 manna 16,00 Matarstell rósótt 6 manna 17,00 Eggjabikarar postulín 0,15 Desertdlskar postulín 0,40 Matskeiðar ryðfrítt stál 0,75 Matgafflar ryðfrítt stál 0,75 Teskeiðar ryðfrítt stál 0,25 Borðhnífar ryðfríir 0,75 Vatnsglös þykk 0,25 'Tan nburstar í hulstri 0,50 Sjálfblekungar og skrúfblý- antar, settið 1,26 alt nýkomið. LkmilMt Bankastræti 11. JJv HOTEL ROSENKRANTS BERGEN, NORGE. Er í miðjum bænum við Þýskubryggju. Herbergi með heitu og köldu vatni, síma og baði. Sanngjarnt verð. WINDOLENE er óviðjafnanlegt fægiefni á gler og spegla. Þar sem þjer sjáið ryklausa og táhreina búðarglugga, er það oftastnær að þakka Windolene. Húsmóðirin í hverju húsi þarf að nota Windolene, svo að gluggar, speglar og annað haldist hreint og fagUrt. Vinnuföt. smekkbuxur, jakkar, sam- festingar og drengjabuxur, allar stærðir. MiKluter Sími 3894. Vantar efni! Skaðann skil, skort á vali nægu, eirpípurnar eru til, aftur, þessar frægu. ■Nýverið voru styrktarsjóð sjúk- linga í Kópavogi gefnar 25 krón- ur frá N. N. Þakka innilega gjöf- ina. E. S. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Frá Hallgrímsnefnd Hvamms- hrepps í Dölum ágóði af skemtun 230 kr., frá Kvenfjelagi Hvamms- lirepps í Mýrdal 100 kr., áheit frá Ingu 2 kr. Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Sigurjón Ólafsson myndhöggv- ari hefir þessa daga nokkrar högg- myndir til sýnis í glugga Málar- ans í Bankastræti. Laust embætti. Hjeraðslæknis- embættið í Hólshjeraði er auglýst laust til umsóknar og er umsókn- arfrestur til 1. sept. Lausn frá embætti. Síra Hálf- dáni Guðjónssyni vígslubiskupi og prófasti hefir, samkvæmt eigin ósk, verið veitt lausn frá prest-; skap frá 1. júlí að telja. Sæmundur Bjarnhjeðinsson yf- irlæknir við holdsveikraspítalann í Laugarnesi, hefir samkvæmt eig- in ósk fengið Tausn frá embætti frá 31. ágúst n. k. að telja. Leiðrjetting. í lista urn sam- skot til jarðskjálftafólksins hefir misprentast frú E. J. Olgeirsson 50 kr., átti að vera frú E. J. O. Ljósmyndastofur bæjarins verða lokaðar framvegis á sunnudögum, samkvæmt bæjarstjórnarsamþykt. G-istíhúsið Kárastaði í Þing- vallasveit hefir Jón Jónsson veit- ingamaður tekið á leigu í sumar og verður þar tekið á móti gest- um til lengri og skemri dvalar. Bifreiðaskoðunin. Á morgun á að koma með til skoðunar bif- reiðar og bifhjól RE 201—250. Reliance, skemtiferðaskip, kom hingað í fyrrinótt og fór aftur í gærkvöldi. Á því voru um 400 far þegar. Pólska skemtiferðaskipið er væntanlegt á morgun og dvelur hjer tvo daga. Ræðaraskírteini. Samkvæmt til- skipun 20. nóv. 1922 um eftirlit með skipum og' bátum og öryggi þeirra, hefir atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytið gefið út aug lýsingu um það, að sá, sem óski eftir að öðlast ræðaraskírteini, skuli sanna fyrir skipaskoðunar- stjóra að hann hafi nægilega þekk ingu og leikni í öllu, er lýtur að því, að setja bjargbáta skips út- b.vrðis, kunni að róa og stjórna bát, og að hann ennfremur sje fær um að skilja skipanir, er að yinnu við bjargbáta lýtur og svara þeim. Hann skal vera fullra 18 ára að aldri og hafa stundað sjó- mensku að minsta kosti í 12 mán- U<ú. Ræðaravottorð eru g'efin út af skipaskoðunarstjóra, endur- gjaldslaust. Farþegar með e.s. ,,Brúarfoss“ frá útlöndum í fyrradag voru 72 að tölu, þar á meðal: Ólafur S. Björnsson, Hafliði Helgason, Björn Br. Björnsson, Sveinn Gunnars- son, ungfrú Anna Stephensen, ungfrú Fanny Sveinsdóttir, frú Guðrún Nielsen, Axel Kaaber, Sig- urður Arnalds og frú, Hjörtur Hjartarson, Rafn Jónsson, Gunn- ar Björnsson, Bjarni Knudsen, frú Valgerður Helgadóttir, ungfrú Brynhildur Pálsson, frú Kristín Jónsdóttir, Guðni Guðjónsson, Guðmundur Þorláksson, Gestur Ólafsson, Þórður Jónsson, Gunn- laugur Loftsson og 51 útlending- Landsfundur kvenna. Kl. 8y2 í kvöld verður flutt erindi um eld.> neyti og notkun þess og síðan hef j ast umræður um það mál. Á morgun, sem er síðasti fundar- dagur, verður rætt um samvinnu- mál og kl. 5—7 um ýms óútkljáð mál. Á þriðjudag fara svo full- tniar þeir er landsfundinn hafa setið til Þingvalla. Nýir bankaseðlar. Landsbank- inn er nú að gefa út nýa seðla, 5 kr„ 10 kr„ 50 kr. og 100 kr. Verða 10 kr. seðlarnir settir í umferð núna eftir helgina, en hin ir seðlarnir koma í umferð þegar þörf gerist. Eru seðlar þessir að mörgu leyti fegurri og vandaðri heldur en hinir gömlu seðTar og þess gætt, að litur segi til, svo engin hætta sje á að ein tegund verði tekin fyrir aðra í misgTip- um. Pálmi Hannesson rektor liefir verið skipaður í útvarpsráð sam- kvæmt tilnefningu útvarpsnot- enda. Þá er vitvarpsráð fullskipað og eru hinir fulltrúarnir: Guð- jón Guðjónsson, Helgi Hjörvar, Bjarni Benediktsson og síra Friðrik Hallgrímsson. Lík Kristjáns Kristjánssonar skjalavarðar verður flutt með Suðurlandi til Borgarness á þriðju daginn. Kveðjuathöfn fer fram í dómkirkjunni á morgun kl. 6 síðd. Heimatrúboð leikmanna Vatns- stíg 3. Samkomur í dag: Bæna- samkoma kl. 10 árd. Almenn sam- koma kl. 8 síðd. Allir velkomnir. Dánarfregn. Þorbjörg Friðriks- dóttir, kona Stefáns Bergssonar hreppstjóra, en móðir Bernharðs Stefánssonar alþingismanns, and- aðist 4. þ. m. að Þverá í Öxna- dal eftir langa vanheilsu. Dragnótaveiðar í Vestmannaeyj- um. Bátar þeir, sem stunda drag- nótaveiðar í Vestmannaeyjum, hafa aflað sæmilega að undan- förnu. Fiskurinn er seldur ýmist tll Englands eða Reykjavíkur. Úlfljótsvatn. í fyrradag fór fram uppboð á Úlfljótsvatni. Hæstbjóðandi var Reýkjavíkur- bær. bauð 85 þús. kr. Uppboðs- haldari ákvað viku frest til að at- huga hvort, taka ætti tilboðinu. Fyrirlestur Oscar Olsson hátempi ars, sem hann flytur í Norræna fjelaginu verður ekki f'vr en á þriðjudaginn kemur kl. 8þú í Kaup]nngsaTnum. Mæðrastyrksnefndin hefir upp- lýsing'askrifstofu sína opna á mánudags og fimtudagskvöldum kl. 8—10 í Þingholtsstræti 18, niðri. Næturvörður verður í nótt í Tngólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Hjálparstöð Líknar fyrir berkla- veika, Bárugötu 2 (gengið ism frá Garðastræti, 3. dyr t. v.). Læknir- inn viðstaddur mánud. og mið- vikud. kl. 3—4 og föstud. kl. 5— 6. Ungbarnavernd Líknar, Báru- g'ötu 2, (gengið inn frá Garðastr., 1. dyr t. v.)- Læknirinn viðstadd- ur fimtud., föstud. og þriðjud. kl. 3—4 nema 1. þriðjud. í hverj- um mánuði, en þá er tekið á móti barnshafandi konum á sama tíma. Sigfús Einarsson tónskáíd. í samsæti því, er Landskórnum. var haldið, að Hótel Borg, síðastl. sunnudag, sat maður einn utar- lega á bekk, yfirlætislaus og göfugmannlegur, en sem var lítill gaumur gefinn, og' ekkert minni flutt. Sá maður var Sigfús Einars- son tónskáld. , Jeg er ekki fær um að lýsa öllu því mikla og fjöl- breytta starfi, sem Sig'fús Eínars- son hefir frá því fyrsta lagt fram til eflingar sönglífi í , landinu, eða meta þau mörgu tónverk er hann hefir samið, og auðgað með ís- lenskar tónmentir. En jeg veit að framtíðin mun gera það,. og gera það best. Eigi mun sá söngflokkur, eða söngvari til á landinu. að liann hafi ekki haft á sinni söngskrá, eitt eða fleiri af lögum Sigfúsar Ein^rssonar. Og' út um höf, og breiðar byggðir þessa lands, hafa mörg af lögum Sigfúsar hljómað frá alþýðuvörum um tugi ára, og munu gera það, að minsta kosti sum þeirra, meðan tónar fá hljóm- að frá íslensku brjósti. En svo er háttað með okkur íslendinga, að slíkir menn, sem Sigfús Einarsson tónskáld, sem auðga þjóð sína að ódauðlegum verðmætum, mega oft búa við skilningsleysi, samúðarleysi, og jafnvel allsleysi, meðan ausið er fje á báða bóga í pólitíska lodd- ara, sem ekkert gefa þjóð sinni, nema illa unnin verk, og svikin loforð. Samband íslenskra karla- kóra á meðal annars að hafa það á stefnuskrá sinni, að tónskáld- um þjóðarinnar, þeim er það eig'a skilið, sje sýndur sómi og viðurkenning af þingi og þjóð og verk þeirra flutt, jafnóðum og þau verða til, og með því geti vaxið og þroskast saman, tón- skáld þjóðarinnar. og söngkraftar. K. Ó. Skógareldar i Saxlandi. Berlín 7. júlí. F. Ú. Skógareldar hafa geisað í Saxlandi tvo síðustu dagana, en nú hefir slökkviliði og hfer- liði tekist að mestu leyti að vinna bug á eldinum. Eldur- inn náði yfir svæði sem er 8— 10 kílómetra á hvorn veg, og er talið, að um 70,000 tenings- metrar af trjáviði hafi brunnið. Ósköp ertu á.hyggjufullur í dag. —Já, jeg er að bíða eftir því að verða bróðir. ppSiflKRKj Erum kaupendur að 200—300 eggjum dag- lega. Sfúlka óskast til að innheimta reikn- inga. — Upplýsingar á skrifstof- unni. “Brnarfoss" fer annað kvöld í hraðferð vestur og norður. — Auka- höfn: Þingeyri. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á morgun. Umboðsmaðtír. Stórt kaffifirma óskar eftir duglegum umboðsmanni til að selja kaffi í heildsölu í Reykjavík. Umsóknir merktar „Snarest 9291“ sendist A. S. í. Islensk egg. Kleín Baldursgötu 14. Sími 3073. Pað parf enginn að hafa slæmar hendur þó hann vinni við fiskþvott, hrein- g'erningar o. þ. u. 1. ef Rósól-glyce- rine er notað eftir að hafa þvegið vel og þurkað hendur sínar. Það varðveitir hörundsfegurð handleggja og handa. Þetta þekkja þeir sem reynt hafa,. H.f. Efnagerð Reykiavfkur Kem. tekn. verksmiðja. Siikisikku Ijósir litir. Sumarkjólaefni. Blússur. Peysur. Pils. Sumarkjólar á börn og fuHorðna. Hanskar. Töskur. Slæður o. m. fl. VtrsL llk. Laujaveg 52. — Sími 4485.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.