Morgunblaðið - 22.07.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Smá-auglýsingar| Otsprungnir rósakaúbbar fáat hjá Yald. Panlsen, Klapparstíg 29. Sími 3024.____________________ ReyniS okkar ágæta súra hval og snndmaga. Súrt skyr pr. 0.50 kg. Kaupfjelag Borgfirðinga, sími 1511. Smurt brauð í nesti til ferða- laga kaupa þeir er reynt hafa í Svaninum við Barónsstíg. 1 Milverk, veggmyndir og nuur^a- fonar rammar. Preyjugðtu 11. 5 manna Buick til sölu. UppL í síma 4489. Góð þriggja herbergja íbúð ósk- ast 1. október. Tilboð merkt „Góð íbúð“ sendist í pósthólf 536 fvrir 27. þ. m. Rúgbrauð, franskbrauð og nor- malbrauð á 40 aura hvert. Súr- brauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja- víkur. Sími 4562. ——--------------- KELVIN-DIESEL. Sími 4340 Heimabakarí Ástu Zebitz, Ei- ríksgötu 15, sími 2475. Gefið börnum kjamabrauð. Það er bætiefnaríkt og' holt, en ódýrt. Það færst aðeins í Kaupfjelags- brauðgerðinni, Bankastræti 2. — Sími 4562. R. PEDERSEN. S A B R O E - FRYSTIVJELAR, MJ ÓLKURVINSLUV JELAR. 8ÍMI 3745, RE7KJAVÍK. Til Bkuteviö? OB uiðar. Alla mánudaga, þriðjudaga, fimtudaga og laug- ardaga kl. 8 f. h. — Rúmbestu og traustustu lang- ferðabifreiðar landsins, stjórnað af landsfrægum bifreiðastjórum. Afgreiðsluna í Reykjavík annast Bifreiðastöð íslands, sími 1540. ■H sími ,9. Biireiðastoð flkureyrar Ath. Áframhaldandi fastar ferðir frá Akureyri um Vaglaskóg, Goðafoss til Mývatnssveitar, Húsa- víkur og Kópaskers. 9»a VS/ I * ■ ANDIS CjVARTUR « Kaupmenn! OIA hiftfriftmföllð í pokunum er gott og ódýrt. Heildsölubirgðir hjá Efnalauq I mm jScœif k fátnþteitigtítí ag iihttt £iftiigavf3 54 cfúui 1500 Jié|lijavíii Býður ekki viðskiftavinum sínum annað en fullkomna', kemiska hreinsun, litun og pressun. (Notar eingöngu bestu efni og vjelar). Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðín eru best ©g reynslan mest. Sækjum og sendum. SYSTVRNAR. leyfið er bráðum á enda, og Austurríkislykt og kannske dálítil piparmyntulykt. — Þú ættir að verða efnafræðingur, sagði jeg hlæjandi, — því þú ert á við heila rannsóknastofu; þú gætir sjálfsagt gert flóknustu efnagreiningar með nefinu einu. Lotta hristi höfuðið. — Ekki held jeg, að jeg verði efnafræðingur. Nei, Eula gamla, það held jeg ekki. — Hvað hefirðu þá hugsað þjer að verða? spurðl jeg, og í sama bili varð mjer það ljóst, að sjálft það atyik, að jeg skyldi vera að spyrja að því, var einkennilegt. Mjer hefði aldrei getað dottið í hug að spyrja Irenu að því, hvað hún ætlaði sjer að verða. Það er heldur ekki vani að spyrja eplablóm að því, hvað það ætli að verða, því það leiðir af sjálfu sjer, að á sínum tíma verður það að ávexti, og að Irena yrði eiginkona og móðir, gat enginn ef- ast um, sem hana þekti. En öðru máli var að gegna um Lottu. Jeg varð því ekkert hissa, er hún svaraði með ákafa og næstum hörku í svipnum: — Jeg vil verða .... eitthvað almennflegt! Jeg skildi þegar í stað, að með þessu átti húh við eitthvað annað en það að verða eiginkona og móðir. Lotta var metorðagjörn. Þó ekki í skólanum, því þar var hún hreint ekkert framúrskarandi, en í leikum sínum hafði hún altaf verið full ofurkapps og hún hafði altaf valið sjer þannig tómstundastörf. að þau gæfu henni tækifæri til að skara fram úr. Hún ljek mætavel á fiðlu og málaði ágætlega og hún las erviðustu bækur. — Jeg vildi verða eitthvað, sem kveður að, sagði hún, — til dæmis leikkona eða Íandkönnuður. Jeg fór að hlæja, að þessu tvennu, sem hún ætlaði sjer að velja um. » — Já, hlæðu bara, en þetta ér rammasta alvara. Jeg vil sjá allan heiminn, en ekki einhverja smá- hluta af honum, og jeg vil hrífa alt fólk en ekki bara einn einstakling, jafnvel þó sá eini væri sá að- dáanlegasti allra. — Góða barn, þú verður áreiðanlega ógæfusöm ef þú sleppir þjer út í svona draumóra. Auk þess myndi faðir þinn aldrei leyfa þjer að verða leik- kona eða landkönnuður. Enda er svo sem nóg til af starfsgreinum, handa konu að gefa sig að. Jeg sje Lottu enn fyrir mjer þar sem hún sat í loðna grasinu með krept hnjen, svo að haka hennar hvíldi á þeim, en mögru hendurnar kreptar um fót- leggina. Sólbrent andlitið og kringlóttu augun glóðu. Þetta er ef til vill illa að orði komist hjá mjer, en einhvernveginn var því svona farið að oft þegar jeg leit á Lottu, fanst mjer hún glóandi, og það jafnt hvort hún var föl eða rjóð. — .... fyrir konu að gefa sig að ... . ? át hún eftir mjer og fallegu munnvikin drógust upp á við, en það gerðu þau oft, og við það fekk barnslegi munnurinn einhvern dramblátan svip. — Jeg þarf ekki að finna mjer neitt til að gefa mig að. Hjer inni fyrir — hún barði á brjóstið — er ekkert tómt rúm, sem jeg þurfi að hafa fyrir að fylla út. Og heldur ekki hjer. Hún sló á ennið. — Öðx*u nær. Jeg held einmitt, að jeg hafi of mikið af .... ja, hvað á jeg nú að kalla það? — Of mörg hestöfl? spui-ði jeg í gamni. Lotta kii*\aði kolli alvörugefin. Of mörg hestöfl — en það var nú víst ekki annað en með öðrum orðum sagt: of mikil þrá. Og þrá er ekki annað en löngun- in til að hafa eitthvað að gefa sig að -r- eitthvert innihald. En nú var þessari þrá þannig farið hjá Lottu minni, að hún var ekki mild og blíð, og það var í rauninni ekki þrá heldur voldug ástríða, sem leitaði útrásar .... — Vildir þú heldur ekki vera neitt sjerstakt þeg- ar þú varst ung? spurði hún. Og jeg furðaði mig, því raunverulega varð jeg að játa, að jeg hefði einnig átt slíka þrá, og mjer fanst það beinlínis hlægilegt, að jeg, sem hafði ver- ið of Ijót til að eignast eiginmann og of lítilfjörleg til að geta fengið annað en hverja stöðuna eftir aðra sem kenslukona — að jafnvel jeg, á Lottu aldri, hafði þráð að hefja mig hátt upp yfir höfuð annara á vængjum, sem jeg átti ekki til. En hvers vegna byrja jeg á þessum degi í Hoch— schwab í staðinn fyrir á deginum — viku seinna,.. þegar viðburðir sögúnnar hófust? Jeg veit ekki, en það er nú komið á pappírinn, og getur þá eins vel staðið. Því hvar myndi það lenda, ef jeg færi að laga og fullkomna mín eigin skrif? En nú lofa jeg að gera ekki fleiri útúrdúi’a, heldur aðeins segja . það, sem nauðsynlegt er og málið varðar. Jæja, það byrjaði viku seinna. Hr. Kleh kallaði mig inn í skrifstofu sína. Og þá vissi jeg strax, að> eitthvað alvarlegt hlaut að vera á seiði, því skrif-- stofan — lítið heíbergi innar af gimsteinabúðinni —- var heilög, og ekki einu sinni dæturnar máttu koma þangað ókvaddar, og á tólf árum hafði það aðeins þrisvar borið við, að jeg væri kvödd þangað inn. Þarna var það sem sje sem hr. Kleh sat með stækkunargler í auganu og litla vog í hendinni og prófaði perlur þær og mislita steina, sem hana. keypti í stórum stíl, þarna raðaði hann þeim saman í skartgripi, eftir teikningu gullsmiðsins síns, og oft var það að hann varð að skilja þetta eftir eins og það var komið, ef hann var kallaður fram í búð- ina, og þá vildi hann vera einn um ábyrgðina ef eitthvað færi aflaga. Þetta hafði hann sagt okkur fyrirfram, því harðstjóri var hann enginn, skal guð * vita, og þegar hann barði fram vilja sinn, gætti. hann þess vel að gera fulla grein fyrir ástæðunni. Þennan 24. ágúst, þegar jeg kom inn í skrifstof- una, sat hr. Kleh við lokaða skrifborðið sitt. Hann, benti mjer þegjandi á stól og rjetti mjer brjef. Jeg sá á stimplinum, að það var frá Bozen. — Frá Irenu? spurði jeg. — Nei, frá systur minni. Hr. Kleh sneri við mjer - bakinu og gekk að glugganum, þaðan sem sjá mátti strjála umferðina á fínu götunni. Hann stóð graf- kyr með hendurnar í jakkavösunum, og jeg get ekki sagt á hverju jeg sá það, að hann var í mikilli geðs- hræringu. En jeg fann það á mjer, svo það var eins og hjartað í mjer ætlaði að fr/ósa. Jeg hafði ekkl hugrekki til að brjóta brjefið sundur. — *Það er þó ekki .. það . . versta? stamaði jeg, Hr. Kleh sneri sjer ekki við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.