Morgunblaðið - 28.07.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.1934, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 þá Gunnar og Gísla, sagðist vera prófessor. íslendingunum ofbauð þessi frekja. Símuðu þeir til tveggja Maða og báðu þau að fletta ofan ;af þessum svikahröppum. En blöð- in svöruðu því, að það tæki því <akki, enginn maður tæki mark á þeim. Enda þótt flokkur þessi hafi haft þetta álit á sjer í Hollandi, má vel vera að hann geti gert virðingu Islands tjón í öðrum löndum, þar sem hann fer og flæk- ist. Verður því að krefjast þess, ■að íslenska stjórnin taki í taum- ana svo rækilega, að loddarar þessir hætti þessum skrípaleik. Gunnar Jónsson trjesmiður. Þessi sæmdarmaður fæddist 2. aióv. 1857 á Efra-Langholti í dlrunamannahreppi, annari sveitr inni ér Ögmundur biskup kallaði 7,Gullhreppa“. Má vel vera, að vakað hafi fyrir biskupi fleira en náttúrufegurðin þar, og góðir landkostir, er hann kvað þannig að orði. Svo mikið er víst að þar fiáfa búið og þaðan komið, margir liinna mætustu og merkustu manna bæði fyr og síðar. Flestir kannast við nöfnin Hruni, Birting'aholt, Kópsvatn ogGaltafell og þá menn, <er þessa garða hafa gert fræga. Foreldrar Gunnars voru hjónin í Efra-Langholti, er þar bjuggu 1840—1872, þau Jón Magnússon, Eiríkssonar bónda þar, og Kristín fíísladóttir, ættuð af Rangárvöll- «m. Var Gunnar yngstur af 13 börninn þeirra, og' heitinn eftir Gnoinari Hámundarsyni á Hlíðar- «iidá- sem vitjaði nafns, sem kallað var og sjálfsagt þótti að taka til greina, enda gæfu-merki. Snemma hneigðist Gunnar til trjesmíða, og tók hann ungur að stundá þær sem aðalatvinnu. Hann var hagur vel, og kendi sjer sjálf- ur. Tókst það svo vel, að jafn vandvirkur og. vandlátur smiður og Jóhann snikkari Jónsson í Garð bæ á Eyrarbakka var, ljet hann að aflolcnu prófsmíði, fá meðmæli ti! sveinsbrjefs í iðninni. ■Árið 1888 byg'ði Gunnar íbúðar- hús af timbri, handa sjer og fjöl- skyldu sinni, nálægt því sem nú er trjáræktargarðurinn á Eyrar- bakka. Var það nefnt Gunnars- hús, og þótti með snotrustu luisum á Bakkanum. í þessu húsi bjuggu !þau lijónin í 25 ár. Þá er börnin voru upplcomin þótti Gunnari of þröngt um sig 'þar sem hann bjó. Fekk sjer því góða lóð niður undir Skúmsstöð- iUffi, og' reisti þar, 1913, stórhýsi, eftir því sem kalla má á Eyrar- imkka. Má marka hagsýni, útsjón og dugnað Gunnars á því, að hann keypti ljettu verði stórt timburhús er seljast þurfti, og flutti í heilu lagi um 40 metra langan veg og lyfti því.upp á 2 m. háan stein- steypu kjallara, þar sem það stendur enn í dag. Þetta hús var svo stórt, að hann gat leigt mikið af því strax til íbúðar, og þá varð það, að til Eyrarbakka þustu, til lengri eða skemri dvalar, ungir læknar, sem ekki gátu fengið embætti, eða vildu það ekki. Leigði Gunnar þeim þá hús og annað er þeir þurftu, og sjúklingum þeirra rúm og aðhlynning, ef þörf krafði sjerstaklega. Hefir það haldist mð- an og mörgum að góðu orðið, en kostað heimilisfólkið mikla fyrir- höfn og ónæði. En á hinn bóginn að vonum aukið vinsældir þess út á við. Nú býr læknirinn þar ekki, en í stað þess, er þar gistihús og greiðasala. Þau hjónin Gunnar og Ingi- björg, hjeldu hátíðíegt 50 ára hjúskaparafmæli sitt 20. nóv. 1931, og buðu til samsætis vinum og vandamönnum sínum. Árnuðu margir þeim við það tækifæri allra heilla, því þau hafa ávalt verið mjög vinsæl og ber margt til þess. Þau hafa ætíð verið svo efnum bú- in, að geta rjett hjálparhönd þurf- andi nágrönnum og bág'stöddum, og aldrei vantað viljann til þess. Viðkynningin framúrskarandi góð og gestrisni mikil að gömlum sið. •f -vsr Voru bæði hjónin jafnan samtaka um þetta sem annað. Fyrir atorku, fyrirhyggju, sparsemi og ráðdeild, var bú þéirra orðið eitt hið besta á Eyrarbakka, er Gunnar ljest 6. |úní þ. á., eftir stutta legu, á 77. aldursári. Lkkí gátu ókunnugir sjeð elli- mörk á Gunnari fram til hins síðasta. Maðurinn var að vallarsýn hinn þekkilegasti og góðmannlegur, framkoma öll og svipur sýndu rólyndi, skapfestu og mann, sem óhætt var að treysta. Hann var greindur vel, glaðvær og skemtinn í viðræðu. Ágætur heimilisfaðir, elskaður af konu og börnum, t en virtur af öllum er hann þektu. En það sem einkendi manninn einna best, var, að hann var sjer- léga áreiðanlegUr í orðum og verk- um, einstaklega lastvar og óvenju- lega falslaus, hvar og hversu sem á stóð. Börn þeirra hjóna eru þessi- Jón, Kristinn, Guðmundur, Gunn- ar, allir trjesmiðir og heima. Axel býr í Reykjavík, kvæntur Stefaníu Stefánsdóttur. Þórunn gift Jóni verslunarm. Ásbjörnssym í Reykja vík, Ingibjörg gift Pjetri Olson í Einarshöfn, Þórdís gift Jóhanni Bjarnasyni, formanni og útg'erðar- manni í Einarshöfn, Ásta ógift heima. Auk þess ólu þau upp einn fósturson, Geir ívarsson, sem er heima. Líkami Gunnars var jarðsettur 18. júní, að viðstöddu meira fjöl- menni en títt.er á Eyrarbakka, og margir langt að komnir. Við þá athöfn flutti sóknar- presturinn, síra Gísli Skúlason, eina af sínum ágætu minningar- ræðum, og þakkaði hinum fram- liðna að verðleikum, vel unnið æfistarf. Allir þeir, skyldir sem vanda- lausir, er nokkur kynni höfðu af Gunnari gejyna minningu hans í íieiðri, og óska að g'eta með jafn- ; laiaev, • miklum rjetti og hann tekið undir með skáldinu — þegar þar að kemur: „Hjer þégar lifað höfum vel, heim er oss gott að snúa“. , O. O. Qagbók. Veðrið (föstudágskvöld kl. 5): Qrunn lægð við S-strönd íslands. N-átt og bjartviðri sunnan lands, en þykkviðri og víða rigning norð- an lands. Veðurútlit í Rvík í dag: Norð- ankaldi. Ljettskýjað. Messað i Dómkirkjunni á morg- un kl. 11. Sjera Bjarni Jónsson. JÖÍiann Hannesson, sem stund- að hefir í nokkur ár nám við kristniboðsskólann í Stavang'er, hefir undanfarið ferðast um Aust- firðj og nokkurn hiuta Nqrður- lands pg Clutt fjölmiirg erindi um kristniboð og önnur kristindóms- mál, að tiihiutun kristiboðssam- bandsin.s. Hann er nýkominn til Reykjavíkur pg sgtlar að flytja á morgúb'-fsúhríuá'ágÍnn 29. júlí) er- indi í K. F. tj. M. húsinu í Hafn- arfirði kí. 6 síðd. og í Betaníu í Rvík ld. 814 síðd. Ungfrú Ásta Jósefsdóttir syngur einsöng á báð- um þatea samkomum. Allir vel- komnir. 79 áxa er í dag Steinunn- Stef- ánsjóttir, Lækjargötu 6 a. f í;+’ » íslandið kom til Kaupmanna- hðijuar kl. 10 í gærmorgun. Ok ætlar Ferðafjelag'ið að gera út skemtiferð á morgun kl. 8. Lagt upp frá Steindóri, Hafn- arstræti. Farmiðar sækist á afgr. Fálkans fyrir kl. 5 í dag. 11 Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Gunnþórunn Erlendsdóttir og Einar Guðhiunds- sðíi járhhmiður, Frakkastí^ 24. L Eimskip. Gullfoss var á 1 Siglu- firði í gær. Goðafoss er á leið frá Vestmannaéyjum til Hull. Brúar- foss kom til Kaupmannahafnar í fyrradag. Dettifoss er væntanleg- ur til Vestmannaeyja isnempia í daa-ou hingað í kvöld., Lagarfoss var á Bíldudal í gær. Selfoss var áíísafirði í gær. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 15.00 Veðurfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 19.10 Veðurfregn- ir. 19.25 Grammófóntónleikar. 19.50 Tónleikar. 20.00 Klukku- sláttur. Tónleikar (Útvarpstríóið). 20.25 Erindi: „Hið ráðandi kyn“ (Pjetur Magnússon cand. theol.). 21.00 Frjettir. 21.30 Andor Kavacs leikur á Zinbal. — Danslög til kl. 24. Próf. Einar Arnórsson var með- al farþega með Drotningunni. Drotningin fer lijeðan í kvöld kl. 6 norður og vestur. Botnía fer áleiðis til Leith kl. 8 í kvöld. Spegillimi kemur út eftir helg- ina. FarsóttatiLfelli í júní voru 1832 talsins, þar af 424 í Reykjavík, 429 á Suðuri'ándu 307 á Vestur- landi, 487 á Norðurlandi og 185 á Ausfúríándi.' ‘ Kvefsóttartilfellin vöi-u flest, eða 934, kverkabólgu 365J iðrakvefs 138, skarlatssóttar 128 (þái af 33 í Reykjavík), in- fhiénsu 96 (ekkert í Rvík, flest á ; Wsturtándi, eða 52), kveflungna- bólgutilfelli voru 55 og taksóttar 30. — Landlæknisskrifstofan. FB. Heimdallur. Fjelagið fer skemti- för til Þingvalla á morgun (sunnu- dag). Lagt verður af stað kl. 9y2 árdeg'is frá Varðarhúsinu. Farmið- ar verða seldir í dag frá kl. Í0— 3 í skrifstofu fjelagsins í Varðar- Láttu mynöir geyma enðurrmnningarnar. Jafnvel ljúfustu endurminningarn- ar þurkar tíminn út. Það er aðeins með myndunum að þú getur haldið þeim sí og æ nýjum. Taktu „Kodak“ eða „Brownie“ með þjer hvert sem þú ferð. Altaf er gaman að taka myndir og með „Kodak“ eða „Brownie“ er það svo auðvelt. Með þeirri gerð, sem myndin hjerna sýnir, geturðu t. d. tekið skýrar og góðar myndir, sem strax eru þjer til óblandinnar ánægju og þeim mun meiri gleði, sem fleiri ár líða. Six—20 „Brownie-Juni- or“ tekur myndir sem eru 6x9 cm. Kostar kr. Í3.00. Kodak •i^ ■ * HANS PETERSEN. Bankastræti 4, Reykjavík. mánudag og þridfudag frá Steindörl. 64|76 Hk. Tuxham í ágætu standi til sölu. Upplýsingar gefur Sig. Hallbfarnarson, Akranesi. Sími 7. liúsinu, sími 2774, og kosta 4 kr. fram og til baka. Til skemtunar verður: Ræðu- höld, dans o. fl. Hljómsveit verð- ur með í förinni og spilar undir dansinum. Þeir, sem óska að fara í kvöld, eru beðnir að tilkynna það fyrir kl. 1 í dag. Allir Sjálf- stæðismenn eru velkomnir. Fje- lagsmenn eru ámintir um að tryggja sjer farmiða í tíma. Knattspymuleikur verður í kvöld kl. 814 rnilli liðsmanna af herskipinu „Leipzig“ og „Fram“. Má búast við fjörugum og spenn- andi leik, þar sem liðsmenn á „Leipzig“ eru einna snjöllustu knattspyrnumenn í öllum þýska flotanum. Hafa þéir unnið sigúr við öll önnur knattspyrnulið í þýska Norðnrsjávarflotanum Og munu bráðlega keppa í úrslitum við lið frá Eystrasaltsflotanum um meistaratign í knattspyrnu innan þýska flotans. 1 liði þeirra eru margir ágætir knattspyrnu- menn, sem áreiðanlega verður gam an að horfa á. Þá er vert að geta þess, að hinn góðkunni knatt- spyrnumaður Friðþjófur Thor- stéinsson leikur nú í kvöld með ,,Fram“ í fyrsta skifti eftir 12 ára dvöl erlendis — og mun marga fýsá að sjá þenna gamla kunn- ingja aftur á vellinum. — „Fram“ stóð sig best í kappleikjunum við Danina (af öllum fjelögunum), og er }>ess að vænta, að þeir muni ekki láta sitt eftir liggja til að ná sigri í kvöld. -—- Allir út á völl! Notið sjoinn og sólskinið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.