Morgunblaðið - 28.07.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 Einar Þorgilsson /kaupmaður og- útgerðarmaður í Hafnarfirði Ijest á Landakotssþít- ala liinn 15. þ. m. eftir þunga legu. A þriðjudaginn kemur verður lík hans í'lutt með Gullfossi til Kaup- : mannahafnar, þar sem bálför hans fer fram. En áður þann sarna dag, fer fram húskveðja á heimili hans ■ og kveðjuathöfn í Hafnarfjarðar- ltirkju. Éinar Þorgilsson var fæddur að . Ásmúla í Áshreppi í Rangárvalla- sýslu, hinn 25. ágúst 1865. For- > eldrar hans voru Þorgils Gunnars- - son, bóndi í Meiritungu í Holtum, - og ltona hans Helga Ásmundsdótt- ir Gíslasonar, bónda á Syðri- Rauðalæk í sömu sveit. Þegar hann var þriggja ára, : fluttist hann með foreldrum sínum . að Hlíð í Garðahreppi í Gullbringu ■ sýslu, og ólst þar upp hjá þeim, ' þar til hann um tvítug's aldur misti föður sinn. Þá tók Einar við búsforráðum í Hlíð, og bjó þar með móður sinni, þar til hann þrítugur að aldri giftist eftirlif- ■ andi konu sinni Geirlaugu Sigurð- ardóttur bónda í Pálshúsum í 1 Garðahreppi. Bjuggu ungu hjónin síðan í Hiíð í næstu 5 ár, eða þang að til þau keyptu jörðina Oseyri við Hafnarfjörð og fluttu þangað. Var Einar-þá nýlega órðinn hrepp- stjóri í Garðahreppi, og mun ekki síst hafa flutt inneftir vegna þess. Því þá var það orðið æði umfang's- mikið starf, meðan hvorttveggja var einn hreppur. og Hafnarfjörð- ■ ur hraðvaxandi bær. Þessu starfi geng-di Einar með sóma í sam- fleytt 12 ár, eða þangað til Hafn- arfjör'ður öðlaðist bæjarrjéttindi, árið 1908. Síðar fluttust þair, 1907 frá Ós- > eyri inn í Hafnarf jarðarbæ, bygði hann þar stört og myndarlegt verslunarhús í miðjum bænum. Þá keypti hann uin svipað leytiáveru- hús Þorsteins heit. Egilsen kaupm. > og liefir búið í því síðan. Heimili " þeirra hjóna er hin mesta fyrir- mynd enda er frú Geirlaug hin mesta ágætiskona. Þau hjón hafa haft mikið barnalán. Þau eru öll ' hin mannvænlegustu og bestú ' börn. Þau eru 9 alls, tveir synir • og sjö dætur. Dagbjört, Dagný og Helga í heimahúsum. Svafa gift . Árna Matliiesen, sem um nokkur . ár hefir stjórnað versluninni. Val- gerður, gift Karli Jónassyni lækni í Vestmannaeyjum, Ragnheiður, gift Sigurði Maghússyni verslun- armanni. Sigurlaug, gift Þórarni Böðvarssyni útgerðarmanni, Ólaf- ur Tryggvi, og Þorgils Guðmunds- ur, sem báðir hafa rekið með hon- um útgerðina í seinni tíð og áttu hlut í henni með lionum. Eru þeir • báðir hinir efnilegústu menn og líklegir til að feta í fótspor föð- ur síns. Þegar jeg hugsa um ævi Einars Þorgilssonar, dettur mjer í hug það sem, Jón biskup Ögmundsson sagði um ísleif biskup Gissurar- son. „Hann kemur mjer æ í hug, er jeg lieyri g'óðs manns getið, hann reyndi jeg svo að öllum hlutum' Þetta sama er játning mín og vitnisburður um Einar'Þor gilsson, eftir samfleytt 18 ára reynslu við náin kynni. Að í hvert sinn er jeg heyri góðs manns get- ið, dettur mjer liann í hug. Um hann ge't jeg sagt án umhugsun- ar: Hann var sá er jeg' mat mest, allra jieirra manna vandalausra, er jeg hefi kynst, því jeg hygg, að mjög fáir, aðrir en hans allra nánustu, hafi þekt hann eins vel, hvað þá betur. Þegar jég lít yfir öll þessi ár, sem kynni okkar stóðu, ryðjast minningarnár fram. Þær eru allar 1 júfar, fagrar og lærdómsríkar. Jeg minnist víkingsins, minnist lians sem þungrar brimöldu. þar sem flest verður undan að láta, fyrir því sem einu sinni hefir verið ákveðið. En jeg' minnist hans engu síður sem blíðrar báru, því svo gat hjarta hans verið und- urblítt og barnslegt.. Jeg minnist manns, sem altaf vildi vera s.jálf- um sjer samkvæmur, sanngjarn maður og drengur góður, liins hófsama, reglusama manns í öllu lífi, minnist hins besta gestgjafa er jeg liefi þekt, þar sem hús stóð altaf opið, þar sem g'estum var fagnað eins og bróður eða barni, og umhyggja hjónanna var sem Iijá bestu foreldrum. Jeg minnist hins hjálpfúsá hjartagóða manns, sem ekkért aumt mátti sjá, hins ráðhollp, drengskaparmanns, sem hv'ers manns vandræði vildi leysa, brautryðjandans til stórvirkra framfara, þar sem hyggindi og atorlca hjeldust í liendur, minnist manns sem var næmur á fegurð, hreinleik og g'öfgi. Sem elskaði sveitasæluna, börn náttúrunnar og blómin. Jeg tel mjer mikinn ávinning, að hafa hitt slíkan mann á veg- í'erð lífsins. Það er mikils virði fyrir eitt bæjarfjelag, og fvrir lítið þjóðfjelag að eiga slíkan mann. En þó er það mest virði fyrir konuna og börnin, að hafa átt slíkan maka og föður. Hann var altaf vakandi fyrir lieill og liag-sæld heimilisins .Það er þess- veg'na mikils mist við fráfall slíks manns. En það er bótin, að starf góðra manna fyrnist seint. Það getur borið margvíslega ávexti í bráð og lengd. Deyr fe, deyja frændnr, deyr sjálfur it sama. En orðstír deyr aldregi, hveim sjer góðan getur. Vinur minn! Starf þitt var mik- ið og giftudrjúgt, þess sjer nú víða merki, og svo mun enn lengi vérða. Mjer finst. að gæfan hafi altaf leitað að þjer, en þú hafir aldrei elt liana. Og þeir sem þektu þig best, þurfa ekki Iarýgt áð leita skýringar. Það var bein af- leiðing af mannkostum þínum og bæfileikum. Þii varst sannkallað gæfunnar barn, enda kvaddirðu lífið glaður og hugrór, fagnandi jiess sem verða vildi, vitandi vits jiess, að hið milda dag'sverk felli ekki fyrir þeim aiulblæ, sem kipti þjer sjálfum af sviði mannlífsins. k Það sýnir best, hvernig starf þitt var bygt upp, hvernig þú hafðir búið þá undir lífið sem við áttu að taka, að halda merkinu á lofti. Einar Þorgilsson var maður mjög vel gefinn, gjÖrliugull og liygginn svo mjer fanst af bera. Hann vildi kryfja hvert máþ til mergjar og lagði ekki sinn dóm á, fvr en það var búið. Og það fanst víst mörgum að lians ráð væru best, enda sóttu þangað margir ráð. Hans eigin rekstur ber og þess Ijós merki, að hans ráð voru ekki ómerk eða einslíisvirði. Því er viðbrugðið með hve miklum myndarskap hann stóð fyrir búi móður sinnar, hve hann vár hepp- inn. úrræðagóður ög stjórnsamur formaðui’. Hann var frumkvöðull að mörgum fjelagsmálum í Garða- hreppi. Framarlega í stórskipaút- gerð á g'amla vísu, og engu síður eftir nýjustu tísku. Því nú átti hann fullkonmasta togarann í öll- um íslenslia flotanum. Hann fak umfangsmikla verslun og fiskkaup í stórum stíl með sömu rögg og Xirýði og alt annað. Einar var sá, er fyrstur hóf togaraútgerð á Is- landi, með nokkrum f.jelögum sín- um. Sýnir það best framsýni hans og dugnað. Margir hafa siglt í kjölfarið, landi voru til hins mesta gagns. Einar átti miltinn hlut að ppin- berum málum. Hann átti um langt ske'ið sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Á Alþingi sat hann eitt kjörtímabil sem fyrsti þingm. Gullbringu- og Kjósarsýslu, en bauð sig ekki fram aftur. Hann var Goodtemplar og unni bind- indi af heilum hug. Hann unni Flensborgarskóla og' var mikill stuðningsmaður hans. Mun það hvorttveggja hafa vefið vegna ]>ess að þar fekk liann sína bók- leg-u mentun. Og ef til vill engu síður vegna þess að stofnandi skól- ans var sá er Einar hafði miklar mætur á. Mikið fanst mjer tiþum trygð Einars, mannást hajis og göfg'i. Hánn var. jafnaðarmaður í þess orðs rjettu merkingu. Jeg’ man hve liann pltaf talaði vel uni sitt verkafólk.' Hye hann langaði til að vera vinur þess alls. Jeg minnist og draums eins e: liann sagði mjer fyrir mörgum árum. Honum skildist í draumnum. að hann ætti að . lijálpa einhverju fólki í Firðinum, én hann gat ekki í draumnum gert sjer grein fyrir hverjir það væru. Morgun- inn eftir gekk hann suður í Fjörð. Hann hitti þar við hús eitt, eina persónu, og eftir skarnma stund aðra frá sama heimili. Þau tóku öll tal saman. Draumurinn var kominn fram. Hann sag'ði við þau: Þið sækið þetta og' hitt til mín, meðan þið þurfið þess með. Svip- aðar sögúr gæti jeg margar sagt, um -drengskap hans og lijálpfýsi. Það þekkja þéir Hafnfirðingar og enda fleiri sem notið hafa. En eitt faiist mjer mest til um af öllu í fari hans. Það var trú hans á æðri mátt og’ liandleiðslu. Þar mætti taka liann til fyrir- myndár ekki síður en á mörgum öðrum sviðum. Eitt sinn ræddum við um sjó- mensku að fornu og' nýju ,sjó- mannslíf, og þær liættur sem þeirri atvinnu fylgja fram yfir aðra. Hann þekti þetta vel frá yngri ár- lum, og var minnug'ur þess alla ævi eins og síðar verður að vikið. Þó hann hætti sjálfur að stýra skipi, átti liann altaf skip undir öðrum, og stundum fleiri en eitt. Voru þau að minsta kosti á síð- ari árum, ólík að stærð og' styrk- leika skeljunum í gamla daga. Jeg minnist þess enn, hve fallega hann talaði um þá ábyrgð, sem á sjer hvíldi út af þessum mórgu manns- lífum. Það var engu líkara en hann væri um borð í skipinu, og vildi verja þau áföllum. Og svo sagði liann svo innilega, með lát- lausri alvöru, að hann mintist allra þessara manna í bænum sínum áður en hann færi að sofa á kvöld- in." Þetta er fagurt og Ijóst dæmi um trú lians og ábyrg'ðartilfinn- ingu fyrir því. starfi, sem hann tók sjer fýrir hendur og honum fanst sjer vera trúað fyrir. Einar Þorgilsson var höfðingi í sjón og raun. Hann byrjaði daginn snemmá og hann notaði hann vel til enda. Áður en hann fell frá ráðstafaði hann sínu vel ,og vitur- lega. Meðal annars gerði hann svo ráð fyrir að gefnar yrðu Hall- grimskirkju í Saurbæ 10 þúsund krónur, til minningar um foreldra sína, og' 5 þiísund krónur í Björg- unarskútusjóð til minningar um bróður sinn Þorgils, sem hann unni mjög, en hann drukknaði af skipi, um þrítugs aldur. Hann var í engu meðalmaður. Mun lengi mega rekja sporin til þess sem hann áorkaði með lífi sínu. Enda var hann maður, sem í engu vildi vamm sitt vita. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. ,Jeg' gæti sagt margt fleira um þennan látna vin minn. Það kemst elvki fvrir í stuttri blaðagréin. Það er efni í langa ævisög'u. En það minsta sem jeg gat gert til að lieiðra minningu hans er að láta hann njóta sannmælis. Með því að minna á hið fagra dæmi er hann hefir gefið okkur liinum. Það er virðingarvert. Það er eftirbreytn- isvert. piessuð sje minning Einars Þor- gilssonar. , Ól. B. Björnsson. Vinning-ur í happdrætti. Fvrir nokkru keyptu 6 f jelagar í Poitiers í Frakklandi saman 1 miða í franska ríkishappdrættinu. Við fyrstu 5 drættina unnu þeir ekkert. En við 6. drátt, voru þeir svó hepnir að fá stærsta vinnittg 240.000 krónur. Eins og geta má nærri urðu þeir himinlifandi. En nú vildi svo til að einn þeirra f je- laga dó. En það g'at jafnvel eklti spilt ánægju liinna. Dag- þann, er átti að borga vinningana, komu ])eir saman til þess að gera sjer g'laðan dag. En nú kom það upp úr kafinu að þeir mundu als ekki eftir, liver þeirra liafði geymt mið ann og gátu ómögulega komið sjer saman um hvar liann ætti að vera, en týndur var hann. Þráttuðu þeir nú um Stund og ljetu all fjandsamlega. En alt í einu' datt einum þeirra í hug' að það gæti verið að hinil látni fjelagi þeirra hefði geymt miðann, og tekið hann með sjer í gröfina. Nú var fengið léyfi vfirvald- anna til þess að opna gröfina, og þar fanst miðinn. Hinn látni vin- ur var grafinn á ný með mikilli viðhöfn og peningunum skift á milli þeirra lagsbræðra. Athiigaseiiid. Viðvíkjandi grein í blaði yðar þann 22. þ. mán. með yfirskrift- inni „Varasamir menn“, vil jeg biðja yður, hr. ritstjóri, að birta eftirf arandi: Jeg vil straks taka það fram, að þar sem jeg liefi mikil viðskifti við A. Obenhaupt,þá geta ummæli þau, sem um hann eru höfð í nefndri grein, haft áhrif ,á við- skifti mín við hann í framtíðinni, mjer ekki til neinna hagSmuna. Mjer er óskiljaníegt, að úr því að greinarhöfundur fer á annað borð að skrifa um verslunarvið- skifti erlendra umboðssala við ís- land, að hann skuli þá taka A. Obenhaupt sjerstaklega út úr, og ráðast að honum, en minnast ekki neitt á þann f jölda annara manna, sem eins er ástatt um. Afsökun greinarköfundar fyrir því, að hann tekur þennan um- boðssala út úr, á að vera sú, að Obenhaupt liafi kvartað um það, að hann fengi ekki innflutnings- og gjaldeyrisléyfi fyrir vörum þeim, sem hann vildi selja á ís- landi. Mjer er spurn. Hefir greinar- höfundur sjeð umkvörtunarbrjef frá A. Obenhaupt, til erlendra stjórnarvalda? Ef svo er, er þá ekki getið um það í brjefinu, livei’svegna að umkvörtunin er fram kominf En jeg er alveg sammála g'r.höf. um það, að víta verður þessa framkomu, ef A. Obenbaupt hefir hegðað sjer svo, sem sagt er, og það að ástæðu- lausu. En hvernig horfir málinu við, ef A. Obenhaupt skyldi hafa fylstu ástæða til að kvarta? Jeg get upplýst, að mjer er liunnugt um eitt atriði, sem A. Obenhaupt hefir fylstu ástæðu til að kvarta yfir, og' það er fram- koma íslenskra stjórnarvalda gagnvart honum, út. af því, að þau ekki efna gefin löforð um gjald- eyrisleyfi fyrir ákveðinpi upphæð, en hjer er aðeins um eitt tilfelli að ræða, sem mjer er kunnugt um. Jeg mun síðar, ef ástæður verða til, upplýsa frekar, hvernig' á því stendur, að íslensk stjórnarvöld lofuðu A. Obenhaupt gjaldeyris- leyfi fyrir ákveðinni upphæð. Framanritaða grein leyfi jeg mjer kurteislega að fara fram á, að þjer birtið í blaði yðar. Virðingarfylst. Jón Bergsson. Út, af framanritaðri athugasemd hr. Jóns Bergssonar, vill blaðið taka þetta fram: Að hr. A Obenhaupt var einn tilnefndur i áðurnefndri grein, stafaði ^mgöngu af því, að blað- inu var kunnugt um hans kvart- anir til erlendra stjórnarvalda, sem sjálfsagt og rjettmætt var að víta, enda er hr. Jón Berg'sson sammála um þetta. Það má vel vera, að aðrir erl. umboðssalar hafi gert sig seka um sama verkn- að og hr. Obenhaupt; um þa^ er blaðinu ekki kunnugt. En það getur á engan hátt rjettlætt gerð- ir lir. Obenhaupts. — Ef þú segir eitt einasta orð ennþá, Haraldur, þá skil jeg við þig! — Góða, segðu mjer hvaða orði það er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.