Morgunblaðið - 28.07.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ KVENÞJOÐIM OQ MEIMILÍM Húsmæðurnar I Matreiðsía. og þjóðarhagurínn. Á erfiðum tímum er talað um sparnað, að spara þurfi útgjöld á öllum sviðum. En það vill fara svo, að meira er stundum talað um slík e’fni, en til framkvæmda kemur. Og eitt hefir verið vanrækt í þessu sambandi. En það er að snúa sjer beint tilbúsmæðranna. Veldur liver á heldur, segir máltækið. Eins og hver þjóð, hvert ríki þarf hagsýna forráðamenn, ef vel á að farnast, eins þurfa öll smáríkin, heimilin á hagsýni og sparnaði að Iialda, til þess þeim eigi vel að farnast. í landinu eru 20—25 þúsund heimili, 20—25 þúsund husmæður. Kjör þeirra eru misjöfn. Það sem þær hafa ,,tir að spila“ misjafn- lega mikið, Sumar þeirra halda blátt áfram uppi heimilum sínum með elju sinni, hagsýni og spar- semi. Þessar húsmæður eiga ótak- markað lof skilið. Þær eru hinir bestu þjóðfjelagsborgarar. Þegar litið er á fjölda heimil- anna í landinu, er fljótt hægt að sjá, að geysimiklar fjárhæðir fara beinlínis og óbeinlínis í gegnum liendur húsmæðranna. Meginhluti af öllu.því fje, sem þjóðin öll not- ar til fæðis og klæða — og' mikið meira en það. I-á sjest. hve mikla þýðingu góðir húsmæðraskólar hafa fyrir þjóðina, þar sem ungum stúlkum, tilvonandi húsmæðrum er kend hagsýni, vandvirkni, sparsemi, kent að verða með tímanum hinir nýtustu borgarar þjóðfjelagsins. ------------------------ Nátíma konttr. N æpu r. Næpur. Næpur er sá garðávöxtur, sem þroskast einna fyr.st hjer á landi, og er því gbtt að geta hagnýtt sjer þær á sem fjölbreyttastan hátt. Eru þær oftast hafðar í staðinn fyrir rófur, saman við allskonar kjotrjetti. Næpur í kjötsúpur. Næpurnar eru þvegnar og flysj- aðar og soðnar í heilu lagi í grjónakjötsúpunni í síðustu 15 mín. Eigi að nota næpurnar í kjötsúpu sem er grjónalaus, í staðinn fyrir gulrætur, eru þær i skornar smátt. Brúnaðar næpur. 1/2 kg. næpur.' 40 gr. sykur. 20 gr. plöntufeiti. Næpurnar eru flysjaðar og skornar í ræmur, sem eru 3 cm. á lengd. Svkur og plöntufeiti er brúnað saman í potti. Þar í eru næpurnar bninaðar. Þá er lítið salt og' vatn sett á og soðið við hægan eld, með hlemm ofan á, þar til þær eru meirar. Borðað með allskonar kjötrjettum, einnig má liafa þetta með fiski. Næpujafningur. y2 kg. næpur. Vatn og salt. 30 gr. smjörlíki. 30 gr. hveiti. 3—4 dl. mjólk. Salt og sykur. Söxuð steinselja. Næpurnar eru soðnar í heilu lagi, með flusinu, í saltvatni þar til þær eru meyrar. Skornar í bita. Smjörlíkið brætt og hveitið hrært út í og þynt út með mjólkinni. Salt og' pipar eftir smekk. Sein- ast söxuð steinselja. Borðað með steiktum fiski. Það er mjög hent- ugt að géta hagnýtt sjer næpur sem mest í stað jarðepla, þar sem þau eru svo dýr nú. Næpumjólk. 1 1. mjólk. 1 kg. næpur. Sa’t, Næpurnar eru hreinsuðar og saxaðar smátt. Þegar mjólkin sýð- ur eru þær settar út í, og ef vill litið eitt af grjónum 'og soðið þar til næpurnar eru meyrar, og þá er salt sett í eftir smekk. S a I a t Salat (grænt). Nú er salatið komið og' ættum við að nota það sem mest með allskonar mat, því bæði er ]>að j mjög' hólt og gott, og. þar af leið- j andi allsstaðar bætandi. Þegar j. salatið er hreinsað er- það tekið • blað fyrii' blað og þvegið vei lír koldu vatni. Einfaldast og hægast er að bera það þannig fram, að því sje raðað á fatið hjá kjöti eða fiski, því jafn gott er það með hvorutveg-g'ja, og borðað með því, og þannig má skreyta allskonar mat með salati og er þá oft fallegt að( leggja tómatsneiðar ofan á. Einnig má hræra smátt söxuðu salati saman við skyrjiræring. Iljer á eftir fylgja nokkrar leið- beiningar um á hvern hátt salat er framreitt, og er það jafnt borið fram með fiski sem kjöti, einnig' á kveldborð. Rótin er skorin af salatinu. Blöðin skilin að og þveg'in vel í köldu vatni og vatnið hrist vel af ]jeim. Raðað á glerskál. svo það verði sem heilt höfuð. Eggjarauð- an hrærð með sykri og ediki, lirært saman við rjómann, sem þeyttur er, helt yfir salatið. Borð- að strax. Salat nr. II. Salat. 1 eggjarapða. Edik. Salt og pipar. Eg'gjarauðan hrærð og alt krydd ið þar út í. Helt yfir salatið, sem hreirtsað, hefir verið og lagt í skál. Salat nr. III. Salat. Rjómi og sykur. Hitler hvetur konuna á að hverfa aftur þangað sem hún með rjettu eigi heima — í eldhúsið. En amerískar konur vita hvern- ig þær eig'a að fara að. Þær taka steikarpönnuna með sjer á bað- staðina, og finst hún miklu bet- ur til þess fallin að renna sjer á niður klettana, en steikja á henni kjötbollur. Auðveldara og fallegra. í Ameríku berjast menn nú fyrir brosinu- Einkunnarorðið er: Brostu mót heiminum. Þú verður að nota 65 vöðva þegar þú hnikl- ar brýrnar, en aðeins 14, þegar þú brosir. Salat nr. I. 3 salathöfuð. 1% dl. rjómi. 1 eggjarauða. Sykur og edik. M U N I Ð ---------að hreinsa við og' við vatnspípurnar sem liggja frá vöskum og baðkeri, annars safnast óhreiffindi þar og stífla frárensli. Oolt er að ná upp úr hári og ó- íir, iriindum með langri heklunál. — — f,ð hægt er að gera rúðúr mattar með því að smyrja þær með hveitilími, soðnu í mjólk. — — — að hægt er að gera venjulega leðurskó vatnshelda með Rjóminn er þeyttur, sykur eftir geðþótta, helt yfir salatið í skál- inni. Gott er, að nota sviran rjóma er hann þá ‘hálf-þeyttur. Einnig má nota svvrar áfir. því að nudda þá með parafín upp^ leystu í bensíni. — — — a.ð eigi munstur á vaxdúkum að halda sjer lengi, má ekki þvo þá stöðugt með sterkri sápu. Heldur er gott að bona. þá iðulega eða nudda með olíu eða vaxi. -------að ullarpeysur hlaupa ekki eða togna, sje silkiþráður liafður með ullargarninu þegar peysan ed prjónuð. En liturinn verður að sjálfsögðu að vera sá sami, á bandinu og silkiþræðinum. Tíska. i Sumarblússcm. Á sumrin er óhjákvæmilegt að eiga 1—2 blússur úr efni, sem hæglega má þvo. Við strigapilsið eru þær snotrar, og gott að eiga fleiri til skiftanna. Þessi blússa er lagleg. Hún er röndótt, grunnurinn hvítur með appelsínugulum röndum og hvít- um. Slaufan er úr gulu taftsilki. Reyndar væri blvissan ekki síð- ur, þó hún væri svart og' hvítrönd- ótt, eða úr ljettu svörtu efni, skreytt með hvítri „organdi“- sfaufu. En þá væri fallegVa að erm arnar væru langar skyrtuermar. Sa mkuœtt i iskjóllinn. Þó sumarið sje ekki tíminn til samkvæma, þá er þó oft og ein- att. að eítthvað meira. er víðhaft og þörf á. betri kjól. V'í Þá er auðvitað hæg't að nota samkvæmiskjólinn frá vetrinum, þó hann hafi nú máske verið oft notaður áður. En vel má flikka hanri upp. T. d. með slái, eins og myndin sýnir. Það er ]>á liaft í sama lit óg kjóllinn/ en nokkru dekkra. í hálsinn er því lokað með blómsveig úr „organdilí blómum. Stór slaufa er aftur á vinstri öxl. Það er og fallegt að hafa sam- kvæmistöskuna úr sama efni og sláið, með blómi á lásnum. París ræður. Konur Parísarborgar halda á- valt trygð við svarta Jitinn, hversu fagrir litir sem annars tíðkast. Og þó að fólkið- kvarti yfir hitanum á götum borgarinnar, klæðast stúlkurnar svörtu og' éru kaldar og virðulegar ásýndum. Á morgnana og eftir hádegi eru þær í kjólum, sljettum og látlaus- um með Jivítum ,,organdi“-kraga og uppslög-um, eða ,,drögtum“. En á kvöldin í svörtum kjólum og hvítum „organdi“-swagger yfir. En í sveit.inni fara Parísarstúlk- urnar úr svarta skrúðanum og fara í ljetta „þvotta“-kjóla. Flóki á m/. Ilausttískan er þegar farin að láta bæra á sjer. Þó Parísarbúar stynji af hitanum, sitja sauma- stújkurnar við og sauma fyrstu vetrarfötin. Það fyrsta, sem kemur á mark- aðinn eru hattarnir. Þe'ir eiga að vera úr flóka og livítir. Kollur- inn verður hærri og meiri „manns- bragur“ á hattinum en verið hef- ir, en ekki virðist hann vera eins „chick“. Markaður. í höfuðborg Búlgaríu aug'lýsa húsmæðurnar ekki eftir st.úlkum. Þær fá þær á annan hátt. Tvisvar á ári, í aprílmánuði og nóvember- mánuði, safnast þær stúlkur, sem ætla í vist saman á torgi borgar- innar með foreldrum sínum. Þangáð kóma líka húsmæSarnar, velja sjer þá stúlku, sem þeim líst best og semja við foreldrana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.