Morgunblaðið - 28.07.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ: ' ^tgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjörar: Jón Kjartansson, Valtjrr Stefánsson. Ritstjórn og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstof a: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskrif tagjald: Xrnanlands kr. 2.00 á mánuöi. Utanlands kr. 2.50 á mánubi í lausasölu 10 aura eintakið. 20 aura meS Lesbók. VinnuvBitBndafjelag , Islands. Vinnuveitendur á landinu hafa nú hugsað til framkvæmda, að stofna með sjer skipulagsbund- inn fjelagsskap og er vissulega mál til komið. Hingað til hafa vinnuveitend- ur ýmist verið ófjelagsbundnir með öllu, ellegar þá að þeir hafa verið í smærri sjer-f jelögum, en engin almenn samtök verið þeirra á milli. Þessi dreifing vinnuveitenda hefir orðið til þess, að þeir hafa staðið alger- lega vamarlausir gegn sjer- hverri árás, sem þeirra atvinnu- greinar hafa mætt, ýmist frá því opinbera eða einstaklingum. Nú er svo komið, að stjórnar- flokkarnir hafa ákveðið að reka alla verkamenn landsins nauð- uga viljuga undir harðstjórn fárra manna, sem stjórna AI- þýðusambandi íslands. Vinnu- veitendafjelagið ætti að geta orðið þeim verkamönnum að •liði, sem vilja vera frjálsir menn j3g sjálfráðir athafna sinna. Þá er einnig nú svo komið, að stjórnarflokkarnir hafa á- kveðið að hefja skipulags- bundna herferð gegn atvinnu- rekstri einstaklinga í landinu. Öflugt og samtaka vinnuveit- endafjelag ætti að geta ein- hverju áorkað til hagsmuna og verndar einstaklingunum, þegar sú herferð verður hafin. Atvinnulöggjöf er hjer engin til, en hana vantar mjög tilfinn- anlega. Vinnuveitendaf jelagið mun beita sjer fyrir.að slík lög- gjöf verði sett á heilbrigðum grundvelli. Vinnuveitendafjelaginu er ekki stefnt gegn verkamönnum, held- ur beinlínis til þess að leita samstarfs og samvinnu við þá, um alt, sem atvinnu þeirra varð- ar. Það á að vera metnaður vinnuveitenda og verkamanna, að leysa öll sín deilumál í bróð- emi. Vinnuveltendafjelagið hefir ótal verkefni fyrir höndum, og er óskandi, að það geti orðið lyftistöng fyrir atvinnuvegi lands- manna. Hafnargerðin á Skagaströnd. Hafnargerðinni á Skagaströnd miðar vel áfram. Af um það bil 160 metra löngum garði sem þarf ‘að gera fram í Eyjuna, eru þegar gerðir 100 métrar. Einnig er búið að sprengja og jafna Eyjuna að mestu leyti. (F. Ú.). R Ófriðarblikan lækkar rrn v. Papen gerður að sendi- herra Þjóðverja í Vín. Orðsemiing frá þýskustjórn- inrii til Austurríkis. Berlín 27. júlí. FÚ. Þýska stjórnin hefir sent Aust urrísku stjóminni brjef, undir- ritað af þeim báðum, Hitler rík- iskanslara, og varakanslaranum v. Papen, þar sem þeir tjá aust- urrísku stjórninni samúð sína út af fráfalli Dollfuss kanslara. í brjefinu er einnig á það minst, að með því að gera megi ráð fyr ir, að dauði kanslarans verði af pólitískum andstæðingum notað- ur til þess, að spilla samúð þess- Útvarpsstjóri í Miinchen sviftur embætti grtmaður um hlutdeild í uppreisninni. London 27. júlí. FÚ Það helsta sem að öðru leyti hefir gerst í dag, er það, að Ha- bicht, sá, sem staðið hefir fyrir áróðri þýskra Nazista í Aust- urríki í gegn um útvarpið í Munchen, hefir verið sviftur völdum, og, afhentur lögregl- unni.í því skyni að hún rannsaki athafnir hans og ,að hve nfiklu léyti hánn kunni að eigai þátt í | NazistauppreisnixMai í Austur- ara þjóða, og alskonar sögur um [ j>etta er alment tekíð sem undirróður af hálfu Þjóðverja í jtákn þess, að þýska stjórnin hafi garð austurrísku stjómarinnar j^ j hyggjU) taka 'fyrir áróð- s.ie þegar í gangi, sje nauðsynlegt1 ursstarfsemina gefgtl'íAasfútrík-i, að taka fyrir* þetta í tíma. íútvarpinu.. w tvl Er því næst stungið upp á því, Landamæri Austurríkis og að von Papen komi í opinberá! Þýskalands hafa verið opnuð heimsókn til Vínarborgar, til; aftur, svo að heimil er umferð þess að ræða þessi mál við aust- milli ríkjanna, en þýskar íög- urrísku stjórnina, og tryggjá reglusveitir hafa verið sendar til vinsamlega sambúð þessara Tandaoiæranna, til þess að koma ríkja. í veg fýrir það, að austurrískir J upþreisnarmenn komist á flótta , , , . , i yf ir landamærin. Austurnska stjormn dregur, , ft að svara. - -j Bardagar halda áfram. * Austurríska stjórnin dregur j Ennþá er barist í Corinthia og að svara brjefi þeirra Hitlers og Tyrol, éh síð’ustu fregnir virðast von Papens enn sem komið er, j þenda til þess, að hérsveitir og hefir ekki tekið neinar á-1 stjórnarinnar sjeu að verða of- kvarðánir um það, hvort tekið an á. I Steiermark er öllum bar- skuli á móti von Papen í opin-. dögum íokið, ‘og hafa Nazistar bera heimsókn. [ verið barðir niður þar. Hinsvegar hefir hún látið lesa 1 í Vín er ah með kyrrum kjör- í útvarp brjef þeirra Hitlere og í dag, enda er því lýst yfir v. Papens, ásamt öðrum skýrsl- að borgin sje' í hernaðarástandi. um er uppreisnartilraunina varða, og hefir brjef kanslarans vakið hvað mesta athygli af öll- um þeim gögnum. Undirtektir heimsblaðanna misjafnar. Dolfuss jarðaður í dag. b f gærkvöldi var lík Dollfusí flutt með mikilli viðhöfn til ráð-* húsSfns í Vín, og í dag hafa þúsuhdif• manna gengið fram hjá líkbörunum í virðingarskyni við hinn látna kanslara. Á einu í blöðum erlendis er mikið tímabili í dag var fylking þéirra rætt um þetta brjef hinnar sem biðu eftir því, að ganga þýsku stjórnar. Segir til dæmis fram hjá líkbörum kanslarans, enska blaðið Daily Mail, að með á annan kílómeter á lehgd. þessu hafi Hitler ekki gért ann- Dollfuss verður jarðaður á að en að fullnægja sjálfsögðum laugardag. formsatriðum um kurteisi milli þjóða. Riitteíin fyrirfer sjer. Yfirleitt skrifa ensku blöðin Dr- Kintelin, sem verið hafði kuldalega í garð Þýskalands. og fndiherra Austurrikis í Roma- þýsku þjóðarinnar, og sun, gefa K* 1 «•» a5 fynrfara beinlínis í skyn, að þýska þjóðin,^ « ha™ ™r tekinn fastur, sje meðsek í drápi Dollfuss en hann vár tekinn fástuf’Vfegna þess, að Nazistár höfðu tilkynt það í útvarpinu, áð dr: Rirít’éíiij væri hinn nýi stjórnarídi larids- ins. Hann er nú dáinn' áf sáiruml kanslara. Þó eru frönsku blöðin miklu fjandsamlegri í garð Þýska- lands, og flytja þau fjölda af óhróðursgreinum gegn Þýska- v. papen skipa8ur sendiherra land, , sambandi v,ð drap kansl, i.,,,,,,,,,, 27, júlí. FÚ. Von Papen, sem gegnt hefi^* arans. Gegn slíkri blaðamensku snú- ast þó ýms meiri háttar blöð, bæði hjer í álfu og Ameríku, t. d. New York Times og Evening Standard, sem kemst svo að orði að með tilliti til friðarins í álf- unni megi líkjaskrifumfranskra blaða við aðfarir manns, sem eys glóðum út um alt gólf í húsi sínu. starfinu sem varakanslarfjÞýská lands, hefir verið gerður þýskur sendiherra í Vín. Hitler rítáði honum bréf og bað hapn ,per- sónulega að verða við þessari beiðni sinni. í þessu brj^fi segir hann m. a.: r*19v „Árásin á kanslara Austurrík- is, sem þýska stjómin fordæmir á hinn harðasta hátt,,,h)efir án von Papen og frú. þess að vjer getum á neinn hátt við gert, orðið til þess, að gera stjórnmálaástandið í Evrópu hættulegra en áður, og var þó ærið viðsjált áður en þetta kæmi til. Það er ósk mín, að sambúð vor við Austurríki vérði á ný færð í máttúrlegt og vinsamlegt horf. Jeg bið yður, með því að þjer hafið notið og njótið enn þá, fylsta trausts míns, að takast á ‘héndur, að minsta kosti fyrst um starfann sem sendiherra Þýskalands í Vín. Munuð þjer standa beint undir minni yfir- stjóm.“ Loks þakkar ríkiskanslarinn von Papen fýrir þann hluta, sem hann hafi átt í því, að mynda hið nýja stjórnarfar í Þýska- landi. Von Papen hefir látið af störf um sem varakanslari Þýska- lands. Skipun Papens sem sendi- herra í Yín yel tekið. í Itálíii hefir skipun von Pap- ens, í sendiherra embættið í Vín verið vinsamlega tekið, og í blöð um álfunnar, er það alment við- urkent í dag, að þýsku stjórn- ínni hafi farist viturlega, er hún ‘skipaði í þetta embætti svo reyndan og háttsettan mann sem von Papen. Morðingi Dolfuss fundinn. Það hefir nú verið upplýst rpeð i'ullri vissu, hver skaut á jjr- Dollfuss og varð banamaður þa.ns. Það er ungur hermaður, sem hafði verið vikið úr hernum yegna þátttöku sinnar í fjelags- skap Nazista. Það er nú tilkynt, að 30 af þeim 144 mönnum, sem teknir voru höndum fyrir að ráð ast á kanslarabústíiðmn^ i .iþuni verða stefnt fyrir hjerrjoft. en hinum fyrir sjerstakan rjett, «r settur hefir verið á stofn í því skyni. Báðir þessir dómstólar hafa vald til þess, að ákveða dauðarefsingu, og dómi hvorug* verður áfrýjað. Viðbúnaður ítala. Þeir draga saman her. Mussolini. 40000 ítalskir hermenn hafa verið settir við landamæri Aust- urríkis og Ítalíu, og í gærdag voru 4 hersveitir og nokkrar flugvjelar sendar til landamær- anna til viðbótar. í dag hafa hersveitir verið færðar frá Triest til Padua. — Mussolini hefir lýst því yfir að þessar ráðstafanir sjeu að eins gerðar til þess að vera við öllu búinn, og, að herafli þessi muni verða til taks á landamærunum, þangað til útsjeð sje um það* að ekki sje frekari uppreisnar, vænta í Austurríki. Síðustu fregnir. Dulbúnir Nazístar gera aðra tippreisnartílrattn. Vínarborg, FB. 27. júlí. Samkvæmt upplýsingum frá yfirmönnum í Heimwehrliðinú komst lögreglan í dag að því, að Nazistar voru í þann veginn að gera aðra byltingartilraun. -r- Lögregluspæjarar komust að því, að eitt hundrað Nazistar klæddir einkennisbúningum Heimwehrmanna voru komnir inn í miðhluta Vínarbcrgar. — Ætlaði Nazistaflokkur þessi sjer að ráðast inn í kanslaraskrifstof urnar og þar með gera aðra fífl- djarfa tilraun til þess að hrifsa völdin í landinu í sínar hendur. Fjöldi manna hefir verið fang elsaður. Her- og lögregluvörður hefir verið aukinn að miklum mun við stjórnarbyggingarnar. (U. P.) Síldartuniíur reka á land við kópasker. Kópaskeri 27. júlí. F. Ú. Raufarhafnarverksmiðjan sem hefir ekki starfað undánfarna daga vegna vjelbilunar, komst í lag í dag. í dag rak á land á litlu svæði umhverfis Kópakser 280 tómar síldartunnur, flest hálftunnur. Innar við Öxarfjarðarflóa hefir einnig rekið tunnur, en tala þeirra mr ókunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.