Morgunblaðið - 03.08.1934, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
JHðrgntBla^
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjörar: J6n Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjðrn og- afgreitSsia:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrif stofa:
Austurstræti 17. — Sími 3700.
Heimaslmar:
Jón Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuöi.
Utanlands kr. 2.50 á mánutSI
1 lausasölu 10 aura eintakitS.
20 aura metS Lesbók.
Upplýsingarskrifstofa
verslunarmanna.
Oddur Guðjónsson skrifstofu-
stjóri Verslunarráðsins ritaði ný-
lega grein í Verslunartíðindin um
upplýsingaskrifstofu verslunar-
manna, er starfað hefir nú í ein
6 ár.
Segir hann í grein þessari, að
skrifstofan hafi gefið um 5000 uþp
lýsingar um menn og málefni, síð-
an hún var stofnuð. Mest af upp-
lýsingum þessum hafa verið gefn-
ar til útlanda.
Skýrir greinarhöf. frá því,
hvernig' á því stendur, að flestar
fyrirspurnir komi frá útlönd-
um.
Hann segir m. a.
Bankarnir hjer geta ekki „fin-
anzerað“ alla utanríkisverslunina-
Þeir hugsa meira um útflutning-
inn en innflutninginn. Erlend
verslunarfyrirtæki veita íslenskum
innflytjendum lengri eða skemri
vörulán.
En til þess að innflytjendur geti
fengið slík lán þurfa erlendir við-
skiftamenn þeirra að fá ábyggileg-
ar upplýsingar um þá, efnahag
þeirra , áreiðanleik og' aðstæður
yfirieitt.
Þetta mikilvæga starf, til styrkt-
ar íslenskum hagsmunum, til fyr-
irgreiðslu hagkvæmra viðskifta, er
upplýsingaskrifstofunni ætlað að
levsa af hendi.
Og hún hefir, sem fyr er sagt
unnið mikið starf.
En hinn nýi skrifstofustjóri
Verslunarráðsins, dr. Oddur Guð-
jónsson er ekki fyllilega ánægður
með afskifti allra íslenskra kaup-
sýslumanna af upplýsingaskrif-
stofunni. Segir hann í grein sinni,
a,ð það komi ennþá fyrir, að kaup-
sýslumenn sjeu tregir á að gefa
skrifstofunni þær upplýsingar, sem
híin þurfi að fá um hag' þeirra og
afkomu.
Þetta þurfi að breytast- Með
starfsemi skrifstofunnar útilokist
óreiðumennirnir frá því að sp.iila
lánstrausti íslenskra kaupsýslu-
manna erlendis, eða þeim sje að
minsta kosti gert erfitt uppdrátt-
ar. —- Dr. Oddur Guðjónsson end-
ar grein sína með þessum orðum:
„Upplýsinga- og innheimtuskrif-
Stofa kaupsýslumanna er sjálfs-
vörn allra drengskaparmanna inn-
an ísl. verslunarstjettarinnar. Með
starfi hennar er unnið að öryggi
og festu í ísl. verslun, að auknu
áliti á ísl. kaupsýslumönnum og
að nánari og traustari samvinnu
við erlenda viðskiftavini.
Upplýsingaskrifstofan segir öll-
um vanskilamönnum vægðarlaust
stríð á liendur, en heitir á alla
góða drengi innan verslunarstjett-
arinnar að standa sameinaða um
þessa stofnun".
Hindenburg látinn
Hitler tekur við.
Iðnaður Þýskaíands
að faila í rústír.
iondon 2. ágúst F. Ú.
“ Skýrsla um utanríkisverslun
Þýskalands fyrir árið 1933, gefur
ískyggilega mynd af viðskifta-
ástæðum landsins og hag. Útflutn
ingur og innflutning'ur hafa hvort-
tveggja lækkað til muna síðan
1932. f skýrslunni segir: „Við-
skiftahömlurnar og síminkandi ut-
anríkisverslun eru alvarlegasta á-
hyggjumál Þýskalánds eins og nú
standa sakir. Ef ekki verða fund-
in einhver ráð til þess að aulia inn
flutning hráefna, er ekki annað
fyrirsjáanlegt, en að allur iðnaðar
rekstur landsins falli í rústir“-
Herrjetturinii
starfar í Vin.
Hindenburg og Hitler.
Neudeck, F-B. 2. ágúst.
Hindenburg forseti ljest í
Neudeck kl. 9 í morgun.
Göbbels hefir tilkynt, að
forsetaembættið verði sam-
einað kanslaraembættinu og
verður Hitler því næsti for-
seti Þýskalands.
Útvarpið frá Þýskalandi kl.
11.45 í dag var helgað: minningti
Hindenburgs forseta. Sorgarlög
voru leikin og síðan flutti Eudolf
Hess nokkur minningarorð um
hinn látna forseta.
United Press.
Göbbels gefur skýrslu.
London 2. ágúst F.Ú-
1 dag gerði dr. Göbbels út-
breiðslumálaráðherra Þýskalands,
grein fyrir því, að Hitler ríkis-
kanslari væri nú kjörinn bæði
forseti og kanslari Þýskalands.
Hann mælti á þessa leið:
„Þýska stjórnin hefir gefið út
lög, sem ganga í gildi við dauða
Hindenburgs forseta, og mæla
lögin svo fyrir, að embætti for-
setans skuli sameinað embætti rík-
iskanslarans, þar af leiðir að vald
það, sem Hindenburg ríkisforseti
hefir hinga4 til haft, og vald það,
sem Hitler hefir nú sem ríkis-
kanslari, verður hvorttveggja sam-
einað hjer eftir í höndum Hitlers,
sem sjálfur hefir vald til þess að
tilnefna sinn eigin varamann.
Alþjóðaratkvæðagreiðsla um hin
nýju lög mun fara fram hinn 19.
ágúst' ‘.
Að svo mæltu tók Göbbels að
skýra frá ráðstöfunum þeim, sem
gerðar hafa verið til þess að hald-
in verði 14 daga þjóðarsorg í
Þýskalandi í tilefni af andláti for-
setans, og mælti að lokum nokkur
minningar- og saknaðarorð um
Ilindenburg forseta-
Hitler sendir samúðarskeyti.
Hitler hefir sent sonum Hinden-
burgs samhryggðarbrjef, sem hann
lýkur með þessu morðum: „í
djúpri sorg' sameinast jeg gjör-
vallri hinni þýsku þjóð yfir frá-
falli forsetans, og bið yður að
veita viðtöku, þessum votti minnar
eigin samhryggðar og allrar hinn-
ar þýsku þjóðar.
Samhugur Breta.
Eitt af helstu blöðum Bretlands
| ræðir um Hindenburg forseta og
, fráfall hans á þessa leið í dag:
,,A hinum erfiðu tímum, • serh
gengið hafa yfir hina þýsku þjóð
, undanfarið, hefir fjöldi Þjöðverja
og útlendra manna engu síður,
j verið þakklátir fyrir það, að æðsti
| maður Þýskalands skyldí vera
maður, sem sakir stiiðfestu. heið-
arleika og trúmennsku, mátti
treysta á hverju sem gekk.. Hann
virðist hafa verið eini maðurinn,
sem pólitískar árásir, illvilji og'
hatur náðu ekki til. Jafnframt
því, sem hann var einn fyrirferð-
armesti maður Þýskalands meðan
á ófriðnum stóð, hefir hann síðan
verið álitlegasti valdamaður þess“.
Útförin.
Berlfn 2. ágúst -F.B.
Útför Hindenburgs forseta fer
frarn næstkomandi þriðjudag í
Tannenberg í Prússlandi, þar sem
Þjóðverjar undir forustu Hinden-
burgs unnu sigur á Rússum í
ágúst 1914.
I dag er öllum skemtistöðum um
gervalt Þýskaland lokað og eins
! vesrður á þriðjudaginn. Kirkju-
klukkum verður hringt um land
alt, uns jarðarförin er um garð
gengin.
London, 1- ágúst. FÚ.
Annar þeirra manna er í dag
var dreginn fyrir herrjett vegna
morðs lögreglustjórans í Inns-
bruck, var dæmdur til dauða, og
tekinn af þegar að uppkveðnum
dómi. Hinn var dæmdur í 20 ára
fangelsisvist.
Berlín, 2. ágúst. FÚ.
I Wien var herrjettur enn sett-
.pr kluþkan 9 í morgun. Til með-
ferðg,r var málið gegn trjáviðar-
kaupmanni, sem talinn er að hafa
verið þriðji fyrirliðinn (auk Pan-
etta og Holzweber), þeirra er
rjeðust á kanslaraskrifstofurnar.
Auk hans eru ákærðir 20 aðrir,
sem tóku þátt í árásinni.
Hernaðarástand í
Minneapolís
vegna verkfalls.
London, 1- ágúst. FÚ.
Ríkisstjórnin í Minnesota lýsti
fyrir nokkrum dögum borgina
Minneapolis í hernaðarástandi,
vegna ástandsins, sem hlotist hef-
ir af verkfalli flutningsbifreiða-
stjóra. Nú hefir ríkisvarnarliðið
verið kvatt á vettvang til þess að
varna óspektum, og í gærdag' var
það á stöðugri ferð liingað og
þangað um borgina, því verkfalls-
menn rjeðust hvað eftir annað á
verkfallsbrjóta, víðsvegar um
borgina.
Skip ferst í íshafinu
en öllum mönnum er
bjargað.
Farþegar af „Monte Rosa“
hætta sjer í jökulgöngu.
Frá Olden í Indre Nordfjord er
símað, að 900 ferðamenn frá
skemtiferðaskipinu Monte Rosa
hafi í gær gengið á Briksdals-
bræen þrátt fyrir aðvaranir þeirra,
sem hafa stjórn skemtiferðaleið-
angursins á hendi. Fimm ferða-
mannanna gengu á að giska 15
metra inn í glufu í jöklinum, en
á meðan þeir voru þar,vsprakk
Osló 2. ágúst F-B.
Selveiðaskipið Ungsæl frá Ála-
sundi fórst á Grænlandshafi 25.
júlí. Rakst stór jaki á skipið og
kom þá gat á það. Skipið sökk á
skamri stundu en áhöfnin, 15
menn, björguðust upp í selveiða-
skipið Polartind.
; veggurinn öðru megin og lá við,
að eigr yrði unt að bjarga þeim,
en það tókst þó.
mmmmBBsmmsssBsmsBsam
Bæjarstjórn samþykkfr
að hefja
atvínnubótavínnti.
í gær var haldinn fundur í
bæjarráði, þar sem samþykt var
tillaga þess efnis, að bæjar-
stjórn skyldi gangast fyrir því,
að atvinnubótavinna byrjaði nú
þegar, í trausti þess að láns-
stofnanir veittu bæjarsjóði
nauðsynleg lán til þess.
Tillaga þessi var samþykt á
bæjarstjórnarfundi í gær.
Samkvæmt fjárhagsáæltun yf
irstandandi árs, á bærinn að
taka 150 þús. kr. að láni til at-
vinnttbótavinnu.
Borgarritari kvaðst hafa leit-
að til Landsbankans um lán í
þessu skyni.
Stjórn Landsbankans kvaðst
ekki gefa um þetta ákveðið svar
fyrrí en sjeð væri hvernig út-
svör innheimtust nú, er dráttar-
vextir falla á 1. hluta þeirra.
...----------
Innbrot og óreíða í
rafveíta Akareyrar.
Fyrir nokkrum vikum var
framið innbrot á skrifstofu raf-
veitunnar á Akureyri og stolið
þar reikningum allmargra við-
skiftamanna hennar, skrá yfir
útistandandi skuldir, og á 2.
hundrað krónum í peningum.
Var síðan farið að rannsaka
fjárreiður og reikningshald raf-
veitunnar. Var fen'ginn endur-
skoðandi hjeðan að sunnan til
þess að eridurskoða reikninga
og gögn innheimtumanns.. En
sú endurskoðun var erfiðari en
ella vegna þess að reikninga
vantaði, er stolið hafði verið.
Eftir því sem bæjarstjóri Ak-
ureyrar, Steinn Steinsen, sagði
blaðinu í gær, er að endurskoð-
un lokinni líkindi til þess að
sjóðþurð, sje hjá innheimtu-
manni er nemi 10—20 þús. kr.
En vissa um það er ekki fengin.
Ekkert hefir upplýst um það,
við rannsókn, sagði bæjarstjóri,
hver væri valdur að innbrotinu,
þegar reikningunum var stolið.
Hestamannafjelag
á Hjeraði.
2. ágúst. F.Ú.
Nýlega var stofnað á Hjeraði
hestamannafjelag sem heitir
Freyfaxi. Fjelagið hjelt kapp-
reiðar á Jökulsárbökkum síð-
astliðinn sunnudag. Skeiðvöllur
var 300 metrar. Reyndir voru
stökkhestar aðeins. Fyrstu verð
laun hlaut Grani Kristjáns
Kröyer, Stórabakka, 26 sek.,
önnur verðlaun hlaut Jarpur
Björns Halldórssonar, Húsey,
27 sek., og þriðju verðlaun
hlaut Skolur Björns Sigurðsson-
ar, Litlabakka, 27,5 sek. Dóm-
endur voru Þorsteinn Jónsson,
Reyðarfirði, Hall'grímur Þórar-
insson, Ketilsstöðum og Hallur
Björnsson, Rangá.
Óþurkar miklir hafa verið á
Hjeraði undanfarið, og töður
liggja víða undir skemdum.
----