Morgunblaðið - 03.08.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ f lmá-augfýsingar| Postulíns matarstell, kaffistell og’ bollapör nýkomið á Laufásveg 44- Hjálmar Guðmundsson. Flóra. Seljum allskonar græn- meti og blóm á Lækjartorgi. Byrj- um kl. 10 árd. í dag. Flóra. íþró ttaskól. á Álafossi g ' ur tekið nokkra drengi á næsta námskeið, er hefst nánudaginn 6. ágúst. — upplýsingar á afgr. Ála- foss, Rvík. Kjötfars og fískfars heimatilbú- Í8, fæst daglega á Fríkirkjuvegi ?. Sími S227. Sent heim. Heimabakarí Ástu Zebitz, Ei- xíksgötti 15, sími 2475. Kyggnar húsmæður gæta þess a§ hafa kjarnabrauðið á borðum *ínum. Það fæst aðeins í Kaupfje- lags Brauðgerðinni, Bankastræti 2. Bími 4562. íbúð, þrjú herbergi og eldhús til leigu í Mjóstræti 6, efstu hæð- Otsprungnir rósaknúbbar fást bjá Vald. Pasilsen, Klapparstíg 29. Simi 3024, Maturinn á Café Svanur er við- urkendur fyrir gæði, svo ódýr sem hann er. Sterkasti maður bæjar- ins lorðar þar. Nýjar bækur: Jonas Lie: Davíð skygni: Þýðing eftir Guðm. Karitban Verð: heft 3.80, ib. 5.50. Páll ísólfsson: Þrjú píanóstykki kr. 3.00. Tónar I. Safn af lögum fyrir harmóníum. Eftír ís lenska og erlenda höf. Páll ísólfsson bjó til prentun ar. Verð kr. 5.50. — Fást hjá bóksölum. Békaverslun Sigf. Eymnndssnnar og Bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34 Nú er tílllillll koitlÍllEl til að taka myndir. Myndavjelar, Kodak- og Agfa- filmur og’ allar Ijósmyndavörur fást hjá oss. Einnig framköllun, kopiering og stækkun. Komið og skoðið hinar stækk- uðu litmyndir vorar. Filmur yðar getið þjer líka fengið afgreiddar þannig. F. A. THIELE. Austurstræti 20. Nýslátrað dilkakjot. Versluniii Kjöl & Fisknr Símar 3828 og 4764 TO þe®s «8 fá fíjótí fagTan eg varstdegm fijáa i ait sem fægjx þarf er % be*t að nota GL4NS0 Kiifikiot, Frosið dilkakjöt, Næpur, Gulrætur, ísl. Smjör o. fl. Jón & Geiri. Vesturgötu 21. — Sími 1853. Mest er þar sem minst á ber, má það lesa í blöðum, Hafnarstræti 18 er, einn af þessum stöðum. )) WaimM i Olsiem (( Fraiflkölluii oii koflleilng fljótt og vel af hendi leyst af útlærðum myndasmið. Áhersla lögð á vandaða vinnu. Laugmregs Hpótek IS-KRAMARHÚ 3 STÆRÐIR Norður. Tii Akureyrar: Frá Akureyri: Mánudögum Miðvikudögum Þriðjudögum Fimtudögum Fimtudögum Laugardögum Fösudögum Sunnudögum. Auk þessara föstu áætlunarferða, falla einnig auka-- ferðir. Bifreiðastöð Steindórs. sími isso. Nýjar kartQI Valdar hollenskar kartöflur koma með Brúarfoss á laugardaginn Aðeins lítið eitt óselt. Eggert KristjánssoEi & Go. *»•< SYSTURMR. 7. það er svo sem hreint ekki óhugsandi, að hann hafi orðið gramur yfir því, að Irena virtist heldur óska samvista við systur sína en hann. Það er heldur ekki óhugsandi, að hann vilji heldur sofa í teikni- stofunni. Jeg hlýt að hafa sett upp eymdarsvip, því hún greip í höndina á mjer og sagði: — Það þyrfti ekki að vera nein sönnun þess, að hann elskaði hana ekki. Jafnvel bestu menn hafa oft illan beig af alt of nánu samlífi í hjónabandinu. Jeg stamaði vandræðalega en Lisbeth skildi mig strax. Hún hafði einnig skilið ástandið samstundis. —Jeg hefi sjálf þegar verið að huga um, hvort bróðir minn elski Irenu í raun og veru, hvort hann .... ja, hvort hann geri það bara af skyldurækni að eiga hana. Hann er mjög dulur, jafnvel við mig. Sennilega einnig við sjálfan sig. Hann hefir ekki sagt annað við mig en: „Jeg ætla að fara að gifta mig“. Um unnustuna hefir hann ekki -sagt annað en, að hún væri falleg stúlka og vel innrætt. En svo getur vel verið, að þó hann brynni af ástríðu- fullri ást, væri hann ekki fjölorðari en þetta. Hins- vegar get jeg líka vel hugsað mjer, að hann einnig án þess að depla augunum og án þess að kvarta með einu orði, væri reiðubúinn til að taka afleiðingun- um, ef hann hefir .... ja, ef hann hefir hlaupið í gönur. Jeg var í ægilega þungu skapi. — Guð gæfi, að hr. Kleh væri kominn heim, sagði jeg við sjálfa mig. — Sennilega liggur sannleikurinn mitt á milli, hjelt Lisbeth áfram. — Alexander þykir sjálfsagt vænt um stúlkuna. Og ef út í það er farið, þá eru ekki allir þannig, að þeir hafi fengið gáfu, — eða bölvun — hinnar miklu ástríðu. Bróðir minn hefir aldrei svo jeg viti, lent neitt alvarlega í ástamálum. Og sennilega upplifir hann það heldur aldrei .... Þessa dagana kom brjef frá hr. Kleh. Hann hafði í Munchen ekki fengið annað en góðar upplýsingar um Alexander; hafði talað við kennara hans, hinn fræga husameistara Rott, og sjeð nýju spítalaálm- una, sem hafði verið bygð rjett fyrir ófriðinn eftir sjálfstæðum teikningum Alexanders. — Hann verð- ur einhverntíma mikill maður, hafði Rott sagt, — hann notar tímann vel og eyðir honum ekki fyrir kvenfólk. Annars skrifaði hr. Kleh einnig, að matvælaá- standið væri miklú verra í Þýskalandi en í Wien, og að Lotta hefði á öllu ferðalaginu ekki fengið al- mennilega máltíð matar — samt ætlaði hann sjer að vera að heiman eina eða hálfa aðra viku, af því hann hefði fengið góð gimsteinatilboð frá fleirum Rínarborgum en einni. Brjefið var skrifað í Núrn- berg. Jeg skrifaði eins og hann hafði fyrir mig lagt, til Schaffhausen, eins fljótt og jeg gat, og sagði honum, að Alexander væri í Wien og kæmi daglega heim til okkar. Tveim dögum síðar kom hr. Kleh heim með Lottu, án þess að hafa boðað komu sína fyrirfram. Við sátum í salnum öll þrjú; Alexander og Irena voru að tefla skák, en jeg að staga sokka — þá opnuðust dyrnar og Lotta flaug upp um háls- inn á systur sinni. — Þú átt að koma inn til pabba, sagði hún og síðan heilsaði hún mjer á sama hátt. Þegar Irena var farin kynti jeg Alexander sem „særðan her- mann, sem Irena hefði hjúkrað og nú væri kominn að heimsækja hana“. Jóhann gamli kom til að, biðja mig að hjálpa sjer með farangurinn; svo hafði jeg ýmislegt að gera að undirbúa kvöldmatinn, svo að næstum hálftími leið > áður en jeg kom inn í salinn aftur. Lotta var þá önnum kafin að leika viðburð, sem, . komið hafði fyrir í járnbrautarklefanum. Hún ljek á víxl gamla oddborgarafrú, unga lauslætisdrós, of- fursta og lestarvörð. Hvorugt þeirra Alexanders tók eftir því, að jeg kom inn. Jeg var dálítið gröm yfir' því, að Alexander gat ekki annað gert en hlusta á hana, enda þó Lotta vitanlega gæti ekki haft hug- mynd um alvöru dagsins. — Þú ert farin að leika kómedíu, Lotta, sagði jeg.. — Já, og hún gerir það ágætlega, sagði Alex- ander. — Jeg skal segja yður, að þetta barn hefir mikla leikgáfu, sem verður að sýna einhvern sóma.. Það var orðið dimt inni í salnum, svo mjer sýndist hann miklu unglegri en hann átti að sjer. — Nú megið þjer ekki fara að æsa upp í henni mont, sagði jeg, — það er hreinn óþarfi. Litlu síðar kallaði hr. Kleh einnig Alexander inn í skrifstofu sína, og við Lotta urðum eftir einar. Jeg spurði hana hvernig henni hefði litist á allar borg- irnar, sem hún hefði komið í, en hún virti mig ekki svars. — Heldurðu, að hann komi hingað oft? spurði hún. ' — Hver? Hr. Wagner? Já, meðan hann er í Vín„ er hann vís til að líta hjer oft inn. Hvers vegna spyrðu að því? — Ja, mjer finst hann ekki vera eins og fólk er flest, og svo hlustar hann svo vel á mann. Finst þjer það ekki líka? Hann gerir ekki gys að manni, og svo er svo hægt að koma honum til að hlæja. Við erum orðin vinir, skilurðu? — Það er ekki lengi að ske, sagði jeg. — Svona eins og elding. Jeg hefi aldrei á ævinnE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.