Morgunblaðið - 03.08.1934, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
KVENÞJOÐIH 00 EIEIMILIN
Lillian Harvey
Matreíðsía.
Vatnshúsln í Hollywood.
leiðist í Hollywodd og ætlar að
hverfa aftur heim til Evrópu.
Hreinlæti bannað.
Nú á dögum munu Ameríkan-
arnir vera því fylgjandi að fólk
taki sjer daglega bað, já,. finst
það sjálfsagt-
En þó var sú tíð, að fólk í
Bandaríkjunum var afar mótfall-
ið slíkri daglegri stórhreingern-
ingu.
Það er sagt að maður nokkur
Thomsson að nafni, hafi bygt
fjrrsta baðherbergið í Ameríku,
Var það í Cincinati árið 1842.
Vakti það mikla eftirtekt. Og
meðal lækna var þessi „hreinlætis-
grilla“ all mikið rædd, og þótti
eins og hver önnur vitleysa, hrein-
asta brjálæði. Við þessu y.rði að
sporna, var sagt, slík hjegiljahefði
í för með sjer lungnabólgu, gig't-
veiki og hverskonar kvilia.
í Philadelfia var það bannað
með lögum, 1853, að baða sig, frá
1. nóv. til 1. mars. Þau lög stóðu
reyndar eltki nema eitt ár.
í Virginíu sjest best, hvílíkur
•óþarfi baðið var talið. á því, að
þar var lagður 30 dollara skatt-
ur á hvert baðker.
En þó tók út yfir í Boston. Þar
var svo fyrir rnælt, að enginn lif-
andi maður mætti baða sig nema
hann gæti sýnt skriflegt leyfi til
þess frá lækni.
Katherine Hepburn,
ein af aðal ,,stjörnunum“ í Holly-
wood. flún þykir frámunalega
sjervitur og dutlungafull, og skoð-
anir eru skiftar um fríðleik henn-
ar. En mörgum finst jafnvel meira
til hennar koma en Gretu Garbo
á leiksviðinu.
Tveir miðdegisverðir
úr grænmeti.
Þar sem aðal grænmetistíminn
fer nú í hönd, fylgja hjer á eftir
miðdegisrjettir úr grænmeti, sem
sjerlega eru hentugir fyrir þá, sem
ráðlagt hefir verið að neyta sem
mest grænmetis. Jeg' hefi haft mið-
degisverðina þrírjettaða, en auð-
vitað má sleppa annaðhvort súp-
unni eða ábætisrjettinum-
I.
Tómatsúpa.
y2 kg. tómatar.
1J4 1- vatn eða kjötsoð.
Salt.
Blaðlaukur (púrra).
1 steinseljurót.
40 gr. smjörlíki.
30 gr- hveiti.
Soð, salt og pipar.
Paprikka og sykur.
Makkaróni.
Tómatarnir eru þvegnir, skornir
í 4 parta, settir í pott og vatni
eða soði hellt þar á. Blaðlaukur-
inn er hreinsaður og þveginn og
sömuleiðis steinseljurótin. Þegar
tómatarnir sjóða, er grænmetið
sétt út í og soðið í 20 mín. Þeg'ar
tómatarnir eru meyrir er þeim
nuddað gegnum gatasigti með
soðinu. Smjörlíkið brætt, hveitinu
hrært út í og þynnt út með tó-
matsoðinu. Siípan er síðan soðin
við hægan eld í 20 mín. Alt
kryddið er sett í hana eftir geð-
þótta og makkarónurnar, sem
soðnar hafa verið í saltvatni-
Eggjabráð:
1 PO'O1
2 tesk. hveiti.
Vanilla-
2 matsk. sykur.
2 dl. mjólk.
Eggið er lirært- með sykrinum.
Hveitið hrært saman við, því næst
mjólkin, þegar hún sýður. Helt í
pottinn á ný og hrært uns sýður.
Þá eru vaniliudroparnir látnir í
eftir smekk. Noti maður vanillu-
stöng, er hún soðin í mjólkinni.
n.
Grænkálssúpa.
2 L kjöt- eða grænmetissoð.
800 gr. grænkál.
Yzkg. kartöflur.
40 gr. smjörlíki.
40 g'r. hveiti.
Salt og pipar.
Smjörlíkið brætt, hveiti hrært
út í, þynt út með soðinu, sem er
heitt- Grænkálið, þvegið og saxað
í söxunarvjel, látið í súpuna og
soðið í 20 mín. Þá er krydd sett
í eftir geðþótta. Gott er að s.jóða
gulrætur í smábitum í súpunni.
Borðað með brúnuðum kartöflum.
Einnig má sjóða flysjaðar kaT-
töflur í sfipunni, og sleppa þá
þeim brúnuðu.
Ágætt er að sjóða grænkál í
venjulegum kjötsúpum, sjerstak-
lega svínakjötssúpu.
Steikt blómkál.
Hollenskur
kartöflubúðingur.
y2 kg. soðnar og flysjaðar kartöfl.
1 laukur.
Salt og pipar.
75 gr. smjörlíki.
3—4 egg.
1 matsk. söxuð steinselja.
Kartöflurnar eru skornar í fer-
hyrning’a- Smjörið brúnað og lauk-
urinn sem skorinn hefir verið
smátt. Kartöflurnar látnar á, salti
og pipar stráð yfir. Eggin eru
hrærð saman. Rjett áður en borð-
að er, er eggjunum hellt yfir kar-
töflurnar á pönnunni. Hrært stöð-
ugt í því, þar til eggin eru hlaup-
in saman. Helt upp á fat og sax-
aðri steinselju stráð yfir. Með
þessu er gott að borða grænkáls-
eða spínatjafning.
Rabarbaratrif f le.
Kökumolar.
Rabarbaramauk-
Eggjabráð.
Þeyttur rjómi.
Rabarbarinn er hreinsaður óg
soðinn með sykri, þar til hann er
kominn í mauk. Kökumolar eru
látnir á botninn á g'lerskál. Þar
yfir rabarabaramaukið, sem er
vel þykt, þá eggjabráðin. Þegar
þetta er kalt er það skreytt með
þeyttum rjóma.
1 blómkál.
Egg og brauðmylsna.
Salt og' pipar-
100 gr. smjör .
Kartöflur.
Blómkálið er rúmlega hálf soð-
ið, skorið í sneiðar, sem snúið er
upp úr samþeyttum eggjum,
þar á eftir upp úr saxaðri liveiti-
brauðmylsnu. látið á vel heita
pönnu, sem brúnað smjör er á,
salti og pipar stráð á kálið, steikt
móbrúnt, raðað upp á fat og
smjörinu helt yfir. Borðað með
soðnum kartöflum, sem saxaðri
steinselju er stráð yfir. Gott er að
raða sítrónusneiðum á blómkálið
á fatinu.
Rabarbarahlaup.
y2 kg. rabarbari
2 dl- vatn.
6 matsk. sykur.
10 pl. matarlím.
iy2 dl. vatn.
Rabarbarinn er hreinsaður, skor-
inn í jafna bita, sem látnir eru í
pott með 2 dl. af vatni og sykrin-
um. Hlemmur er látinn á pottinn
og hann látinn inn í heitan bak-
arofn, þar til rabarbara bitarnir
eru meyrir, en mega ekki fara í
sundur (ca. 10—15 mín.). Matar-
límið er lagt í kalt vatn í 10 mín.,
undið upp og iy2 1. af sjóðandi
vatni helt á að. Hrært í þar til
f Hollywood rísa nú upp hús af
alveg nýrri gerð, hin svokölluðu
vatnshús. Það er ítalskur húsa-
smiður sem byggir þau. Herbergis-
veggirnir í þessum húsum eru lir
gleri. Og niður eftir 'því flýtur
stöðugt vatn, eins og sjest víða
erlendis í gluggum matvælabúða-
Yeggirnir eða rjettara sagt vatnið,
er ýmislega litt, eftir því sem við
þvkir eiga í hverju herbergi, Qg
eins er vatnið misjafnlega heitt-
I borðstofunni seitlar það t. d.
niður eftir veg’gjunum ljósgrænt
og svalt, en í dagstofunni dekkra
og hlýrra.
Þannig er vatnið bæði vegg-
fóður og hitagjafi. Á augabragði
er hægt að breyta lit þess og hita.
Þessir veggir eiga að hafa ró-
andi áhrif á taugarnar. Bæði er
það, að Ijósið sem fellur um her-
bergið verður þægilega dempað
og „vatnsveggurinn“, sem fellur
hfjóðlaust niður, jafnt og þjett,
dempar alt hljóð.
En það er langt frá að þessi hús
sjeu ódýr, þau kosta of fjár. En
þetta er í Hollywood, og þar er
fólk sem á peninga-
Tennisleikari,
lítill, lipur, ljettklæddur, á leið út
á tennisvöllinn.
Upprakið band.
Það er oft óþægilegt að eiga við
band, sem hefir verið rakið upp.
Þaða er slæmt að hekla með því
og prjóna, því að það kyprast sam-
an. Og vinnan aerður heldur ekki
eins falleg og sje unnið með nýju
bandi.
En á þessu má reyna að ráða
bót. Bandið er vafið fast utan um
pappaspjald og lialdið yfir sjóð-
andi vatnsgufu (t. d. frá katlin-
um). Verður það þá aftur sljett
og fallegt.
matarlimið er alveg bráðið. Þá er
því hrært gætilega saman við
rabarbarann. Helt upp í glerskál.
Best er að búa þetta til kvöldið
áður en á að borða það. Borið inn
með þeyttum rjóma í annari gler-
skál. í staðinn fyrir rjóma má
hafa eggjabráð-
Sje rabarbarinn ekki rauður er
fallegt að láta raúðan lit saman
við nann.
Helga Sigurðardóttir.
Diana Wynyard,
leikkonan enska, sem ljek aðal-
hlutverkið í „Cavalcade“ af mik-
illi snild og varð fræg fyrir.
M U N I Ð
— — — að gótt er að bursta
dökk karlmannsföt úr grófu efni
úr vatni blönduðu sal m íakspíritus.
Burstinn er vættur í salmíaks-
vatninu og hrist úr honum vatnið,
svo að hann verði aðeins votur,
og síðan eru fötin burstuð bæði á.
rjettunni og röngunni.
Burstinn er vættur jafnóðum og
skift um vatn ef þess þarf.
Sjeu fötin blá, er öllu betra að
bursta þau úr kvillajaberkis-
vatni.
Yerða fötin að þorna vel, áður
en þau eru hengd upp í skáp,
lielst. undir beru lofti.
--------að það er fljótlegt að
strjúka tau, ef það er aðeins vætt
með heitu vatni.
— — — að kvillajabörkur er
ágætur bæði til þvotta og t.il þess
að ná úr blettum.
-------- að það verður við og
við að bera fitu á skinnstóla og
húsgögn, því að annars vilja þau
rifna. Er þá ýmist notaður hvítur
leðuráburður, bón eða rjómi og
smjör. Fitunni er nuddað vil inn
í og síðan er nuddað yfir með
þurrum klút.
Cleo de Melrode
var fræg dansmær fyrir stríð og
átti ving'ott við Leopold II- Belga-
konung, þegar hann var uppi.
Ætlar liún nú að fara að dansa á
ný í sjónleik, sem hefir verið sam-
in sjerstaklega fyrir hana