Morgunblaðið - 03.08.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.08.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Hiodenbiirg. Hindenburg forseti. Síðan heimsstyrjöldinni iauk hafa þýsk stjórnmál og afstaða Þýskalands til annara ríkja ver- ið eitt helsta áhugamál stjórn- málamanna heimsins, rithöf- unda og blaðamanna. Eftir fjög urra ára stríð, gegn öllum stór- veldum heimsins, hörmungar og hungur, stóð þýska þjóðin ör- magna og einangruð. Og ekki skorti þá gagnrýni og aðfinslur um alt það, sem þýskir stjórn- málamenn gerðu. En einn mað- ur stóð þar eins og klettur úr hafinu: Paul v. Hindenburg yf- irhershöfðingi. Hvernig stóð á þessu ? Bygðist alt hið mikla traust, sem Hindenburg naut heima og erlendis aðeins á frægð hansj eða var það hinum háa aldri hans að þakka og hinu virðu- lega embætti, þegar hann var gerður að ríkisforseta? Eða var það persónuleiki mannsins sjálfs, sem ávann honum trausts bæði innan lands og utan? Stundum er það svo, einkum um stjórnmálamenn, að aldur þeirra og lífsreynsla skapar þeim traust. Þetta á að vissu leyti við um Hindenburg. Hann var uppi á merkilegum tíma- mótum. Hann hafði áunnið sjef þá frægð, sem dæmafá er. Æfi- saga hans var svo ^amfijettpð sögu Þýskalands og jafnyel sögu alls mannkyns, að hann hlaut að komast til vegs og virðinga. Og aldur hans, og lífs- reynsla gat þá um leið leitt það af sjer, að allur heimur áliti hann mikinn mann. Fyrir dómstóli sögunnar er þó aldur og lífsreynsla ekki næg ur mælikvarði. Sagan heimtar að framkvæmdir og ákvarðanir sje teknar meir til greina. Og þegar litið er yfir æfisögu Hind- enburgs verður manni það ljóst, að hann er eitt af stórmennum sögunnar. Fyrst og fremst er að minn- ast ættjarðarástar hans. Fáir menn hafa þar jafn hreinan skjöld og hann. Alt, sem hann hefir gert, hefir hann gerf í þágu ættjarðar sinnar og með þeim ásetningi og fullvissu að það væri ein helgasta köllun sín. Ætterni hans og uppeldi hafði líka stuðlað að þessu. Hindenburg var af gamalli austur-prússneskri aðalsætt. I henni höfðu verið margir dug- legir herforingjar og embættis- menn. Þegar Hindenburg var 11 ára gamall var hann sendur í herforingjaskóla. Tuttugu og tveggja ára að aldri tók hann þátt í stríðinu milli Frakka og Prússa og var þá aðstoðarfor- ingi. Hann var einn af bestu og vinsælustu foringjum í sinni her deild og var kosinn, til að taka þátt, fyrir hönd þessarar her- deildar, í hinni hátíðlegu at- höfn, þegar Vilhjálmur I. var útnefndur keisari þýska ríkisins í speglasalnum í Versailles. Sú stund markaði tímamót í sögu Þýskalands. þá sameiftuðust all- ir Þjóðverjar undir einni ríkis- stjórn. Hindenburg, hinn ungi liðsf oringi,: átti skilið þann heið- ur, að taka þátt í þessari við- höfn, því að hann hafði gert skyldu sína sem hermaður og skarað fram úr öðrum, þótt hann væri ungur að aldri. Eftir stríðslok 1871 var Hind- enburg í þýska hernum fra.'m að, árinu Í9lí r pg bjó næsiú 'árín' sem uppgjaíáþerforingi í Haim- over. l,r r Þremur áru/n seinna hófst heimsstyrjöldin. Her Rússa óð yfir austurlandamæri Þýska^ lands. Geysileg hætta vofði yf- ir. Vilhj44iftur keisari sendi Hindenburg skeyti: „Eruð þér tilbáníé áíPtáká við herforingja- stöðu ? ‘‘ Tvehrmr sólarhringum seinna var Hindenburg kominft til Austur-Prússlands. í hinni víðfrægu orustu í nánd við Tannenberg sigr.ar hann rpssf neska herinn, rekur óvinina úr Þýskalandi og leiðir síðan þýska herinn til margra glæsi- legra sigra fyrir handan landa- mærin. Þá varð hann átrúnaðargoð allrar þýsku þjóðarinnar, og um leið viðurkendur sem einhver mesti hershöfðiitgi heimsins. Næstu árin lá þungamiðja styrjaldarinnar í Frakklandi. Sumarið 1916 var ástandið orð- ið hættulegast á vesturvígstöðv- unum. Keisarinn útnefndi þá Hindenburg „Generalfelúmaij- schall“ og fól honum í hendujr forystu yfir öllum her Þjóð- verja. Hindenburg tókst ekki að sigra Frakka og Englendinga eins og Rússa. Stríðsaðferðin var önnur þar vestra. Herirnir voru fastir í skotgröfum. Á- standið hafði versnað að mikl- um mun. Þjóðverja skorti hrá- efni og matvæli. Tími stórárása og stórtækra sigra var liðinn, tími neyðar og þrautseigju haf- inn. í ársbyrjun 1918 fór Hinden- burg að búa þýska herinn undir undanhald, og álíta menn, sem eru þessum málum kunnugastir, að þáð háfi verið meistaraverk Hindenburgs, að leiða þýska herinn langar leiðir um óvina- land og yfir landamærin og sjá um það, að engar hersveitir kæmist á völd óvinanna. En ekki tók betra við, þegar komið var yfir landamærin. Þá var stjórnarbylting í Þýskalandi. Hermenn heimtuðu, að mega nota vopn sín og berjast með eða á móti nýju stjórninni. En Hindenburg helt í taumana með ró og gætni, þangað til hver ein- asti hermaður var kominn heim. Það er eigi aðeins, að Hind- enburg braut á bak aftur rúss- nesku hættuna. Undir forystu hans voru bandamannáherirnir altaf í tvísýnu. Hann forðaði þýsku þjóðinni frá þeim hörm- ungum að erlendur óvinaher æddi þar yfir, og hann forðaði henni líka frá blóðsúthellingum og vitfirringu borgarastyrjaldar 1918. Honum stóð á sama hvort keisarinn eða nýju valdhafarnir áttu í hlut. Hann gerði aðeins þaðj sem hann áleit að þjóðinni yrði fyrir bestu. Að heimstyrjöldinni lokinni dró Hindenburg sig í hlje í ann- að sinn. í Hannover skrifaði ha'nn endurminningar sínar og sagði við vini sína, að það væri gott áð hverfa nú sjálfur frá og lofa ungum mönnum að taka við. En ungu mennirnir gátu- ekki komist af án hans. Hind- enburg varð að gefa kost á sjer í ' forsetakosningum 1925, til fþess að -koma ró og fesfu á -stjórnárfar þýska lýðveldisins. ög eins 1932 Þá voru landserfið- leikar enn meiri en sjö árum fyr. — Þau 9 ár, sem Hindenburg var ríkisforseti Þýskalands, tókst hoftúm furðuvel, að miðla málum milli stjórnmálaflokk- anna, hvetja landsbúa til sam- heldni og framkvæmda og varð- veita álit þýska ríkisins út á við. r (1 QV( ,Þáð er rangt að halda því framj að H^'denburg hafi sem ríkisforseti veríð nokkurs konar toppfígúra án .áhrifa og álits. Því fór fjarri. Fyrst og fremst trygði stjórnarskráín forsetan • um nægileg ^órnarf^ landsins, og þar ,að HindenbUrg ekk-i ,sá" maður ^,'ð hann vildi láta aðra, ráða ýfiþ sjer. Þegar leyndarsk^þl þýsku stjórnarinnar frá þesgum árum verða, síðar birt, mun koma enn betur í ljós, hversu mikilvæg áhrif Plindenburgs á stjórnmál Þýskalands hafa verið, á meðan hann var ríkisforseti. Pour quoi pas? á Aktsreyri. Akureyri, 1. ágúst* FÚ. Hafrannsóknarskipið franska, Pour quoi Pafe? með vísindaleið- angur Dr. Charcot, kom hingað til Akureyrar um miðaftanbil í gær, óg dvelur hjer fram undir helgihá. Þá fér það vestur til Grænlands, óg norður með strönd- inni, aít til Scoresbysund, að minsta kösti. I J; Bést og ódýrast að skemta sjer á sunnudaginn á Álafossi. Stór skemtun í tilefni af frídegi verslunarmanna verður stór skemt- nn haldin að Á-L A F O S SI n. k. sunnudag 5. ágúst 1934. Skemtunin hefst kl. 2 */2 síðd. I. Ýms þjóðlög spiluð af hljómsveit. 2 Gestir boðnir velkomnir. 3. Spilað Ó, fögur er vor fósturjörð. 4. Minni verslunarstjettarinnar, flutt af Knút Arngríms- syni. 5. Spilað,: Heil þú dásemd drotning meðal lista. 6. Ræða: Minni íslands, flutt af síra Fr. Friðrikssyni. 7. Spilað: Ó, guð vors lands. HLJE. 8. í Sundlauginni fer fram sund, m. a. Dýfingar. Karlar — konur. — Margt skemtilegt. HLJE. Á Leiksviðinu kl. 4% síðd. 9. Uppléstur: Brynjólfur Jóhannesson. 10. Sjónleikur, gamanleikur: Fullkomið hjónaband. Frú Soffía Guðlaugsdóttir og Brynj. Jóhannesson. II. Upplestur: Soffía Guðlaugsdóttir. 12. Sterkur tannaflraunamaður sýnir nokkrar aflraunir. Hver er hinn sterki maður ? 13. Dregið í Happdrættinu um Sumarbústaðinn á Álafossi af sýslumanninum í Hafnarfirði. 14. DANS í Stóra Tjaldinu. Hljómsveit Bernburgs. Skemtisvæðinu lokað kl. 11*4. Allskonar veitingar: Mjólk, Kaffi, Heitar Pylsur, Öl, Gosdrykkir. Aðgangur að skemtuninni 1 króna fyrir fullorðna, 0.25 fyrir börn. Allur ágóðinn til íþróttaskólans á Álafossi. Frídagar! Um næstu helgi er hinn mikli dagur fyrir alla borgarbúa til að lyfta sjer upp Aldrei hafa tækifærin verið jafn mörg til þess að komast burt frá göturikinu. í dag og á morgun munu þeir skifta þúsundum, sem útbúa sig með nesti og nýja skó. Um ferðapelann verður víst ekki að jjí< ræða. Ágúst er besti mánuður ársins til ferðalaga. Notið hann! Nestið verður best að kaupa hjá okkur eins og fyrri daginn. Þið getið ímyndað ykkur, að nú skal verða tjaldað því sem til er. ,, Inn milli fjallanna, þar áttuheima Fyrst inn til Silla & Yalda! Gleymið engu! Góða ferð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.