Morgunblaðið - 08.08.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1934, Blaðsíða 4
MORGUNBLAflH) Stjórnmálahorfur í Danmörku. Leiða kreppuirum- vörpin til kosninga i haust? Samtal við Halfdan Hend* rikssen Landsþingsmann. Áður en Halfdan Hendriksen stórkaupmaður fór hjeðan um helgina heimleiðis, ásamt hinum ráðgjafarnefndarmönnunum hafði hlaðið tal af honum og spurðihann m. a. hvort hann byggist við að kosningar stæðu fyrir dyrum íDan mörku út af kreppulagafrumvörp- um stjórnarinnar. — Á |>essu stigi málsiris er ekki gott að spá neinu um afdrif þeirra mála í þinginu, segir Hend- riksen landsþingsmaður. Enn sem komið er, er ekkert samkomulag' komið á milli Yinstrimanna og ..Konsenatívi-a“. Og jeg verð að .segja, áð jeg er ekki eins bjartsýnn á, að slíkt samkomulag fáist milli þessara tveggja flokka, eins og sumir Vinstrimenn eru. Menn mega ekki gleyma því, að í gengismálinu erum við gersam- lega ósammála V instrimönnum. Þeir heimta gengislækkun, svo bændur fái fleiri krónur fyrir hvert sterlingspund. En við erurn á þeirri skoðun, að siíkt skammvint hressingarmeðal fyrir atvinnulífið hafi aldrei leitt og Ieiði aldrei neitt gott af sjer fyrir þjóðirnar. Afstaða Vinstrimanna í gengis- málinu er hvergi nærri skýr, og eru skiftar sltoðanir innan flokks- ins um það, hve mikil fjengislækk- un sje æskileg. Aftur á móti býst jeg við því, að stjórnarandstæðingar geti orð- ið sammála um, að ýms ákvæði í kreppulaga frumvörpum stjórnar- innar sjeu óhafandi. T. d. á að veita stjórninni heimild til þess að auka innheimtu beinna skatta eftir því se.m meira fje þarf til þess að ljetta vaxtabyrði bænda. En stjórnarflokkarnir eru til- tölulega sterkir í Ríkisþinginu, enda þótt þeir hafi ekki nema mjög lítinn meirihluta í þjóðþing- inu, og sjeu í minnihluta í Landsþinginu. Þvíþeirstandamjög samhentir í Þjóðþinginu, 76 af 150 þingfulltrúum. En stjórnarand- stæðingar eru skiftir þar í 6 flokka. 1 Landsþinginu hafa stjórn arflokkarnir sósíalistar og radi- kalir 34 þingfulltrúa, en stjórnar- andstæðingar samtals 41. Auk þess er einn utanflokka, Jóannes Patursson kóngsbóndi. En í aðalatriðunum erum viðKon '.-.ervat.ivir og Vinstrimenn sam- inála um ]iað, að besta leiðin til að korna bændum á rjettan kjöl, sje sú. að hækka verðlag landbún- aðarafurða á hinum innlenda markaði. — Auka Englendingar búnaðar- framleiðslu sína! -— Það gengur mjög liægt; og býst jeg við því, að þeim reynist erfitt að koma landbúnaðarfram- leiðslu sinni í svipað horf og dönskum bændum hefir tekist. Við fáum altaf viðunanlegt verð fyrir svínakjötið, en smjör- verðið er ákaflega lágt. Það hefir komið til orða, að innflutningUr- inn á svínakjöti til Englands verði minkaður. En ekkert hefir orðið úr því enn. Smjörverðið á að hækka með því, að blanda smjöri í smjörlíki það, sem notað er í landinu. Eru það ijm 75 þús. tonn á ári. Þriðj- ungur á að vera smjör, svo þar fá menn not fyrir 25 þús. tonn af smjöri. -— Hvað um utanríkisverslun Dana alment ? , — Við höfum gjaldeyrismiðstöð ina, sem gefur gjaldeyrisléyfi fyr_ ir innflutning á flestöllum vörum. Var upprunalega talað um, að gjaldeyrismiðstöðin yrði lögð nið- ur í árslok 1934. En hvað tekur ])á við, eða hvort lögin verða fram- lengd er óvíst enn. i Nokkrar innflutningsvörur eru - ])ó á frílista, þ. e. eigi þarf leyfi til að flytja þær inn. Meðal þeirra er fiskur. Ekkert leyfi þarf til að flytja fisk til Danmerkur. Kemur það tíl af því, að við flytjum út syo mikinn fisk til n^grannaþjóð- anna. að það kæmi sjer illa, éf við settum hömlur á fisk til okkar. Jeg skal um leið bæta því við, segir Hendriksen, að gjaldeyris- miðstöðin hefir aldrei neitað um innflutning á íslenskum vörum. Að lokum barst talið að störf- um ráðgjafarnefndarinnar. Af málefnum þeim, sem þar voru á dagskrá taldi Hendriksen það mestu skifta, að talað var um að Danir keyptu meira af íslénskri síldarolíu og síldarmjöli en þeir hafa keypt undanfarin ár. Hraði flugujela og styrkleiki. Það eru takmörk fyrir því hvað þær mega fljóga hratt. Flugvjelasmiðir hafa fengið nýtt vandamál að leysa og það er: Hvernig er hægt að auka flug- hraðann frá því sem nú er, án þess að eiga það á hættu, að hljóð- bylgjurnar frá hreyflinum brjóti flugvjelina ? Mesti hraði flugvjela er nú um 600 km. á klukkustund, en menn eru farnir að gera ráð fyrir að smíða svo hraðfleyg'ar flugvjelar að þær fari 900 km. á klukku- stund. Hugsa menn sjer að það verði landflugvjelar og hjóla- grindin ])annig útbúin að draga inegi hana inn í flugvjelabeJginn, meðan llún er á flugi, svo að mót- staða loftsins verði minni. Á þess- um flugvjelum verða skrúfurnar að vera með þremur eða fjórum bliiðum, því að tvíblaða skrúfur yrði að snúast alt of geyst. .Gert er ráð fyrir að flugvjelin verði 2800 kg-, vængir hennar 9 metra og' hreyfilafl 2300 hestöfl. Umbætur nauðsynlegar á verklegri kenslu skólanna. Fyrst þarf að bæta Kennara- skólann. í sambandi við liina nýafstöðnu skólasýningu skipaði fræðslumála- stjórnin 5 manna nefnd, til að at- huga það sem frain kom á sýning'- unni, hvað af henni mætti læra og hvaða ályktanir yrðu af lienni dregnar, u mverklegt nám í skól- um landsins. í nefndinni voru: Ludvig Guð- mundsson, skólastj. á ísafirði, Guð jón Guðjónsson skólastj. í Hafnar- firði, kenslukonurnar Unnur Briem og' Arnfinna Björnsdóttir og Aðalsteinn Eiríksson kennari. Héfir nefnd þessi skilað áliti og tillögum til fræðslumálastjóra. Er það í stuttu máli álit nefnd- arinnar, að hinni verklegu kenslu vant, enda engin furða, að svo sje, í skólum landsins sje mjög ábóta- þar sem mjög hefir það verið van- rækt, að undirbúa kennarana til starfa í þessum greinum. í tillögum sínum leggur nefnd- in því aðaláherslu á, að kenslan í kennaraskólanum verði endurbætt á þessu sviði. Tillögur nefndarinnar eru þess- ar: 1. Að fræðslumálastjórnin feli hæfum. manni að athuga og gera tillögur um endurbætur á starfsháttum við skriftarkenslu. Er það álit nefndarinnar, að skrift, ísl. skólabarna sje vfirleitt ógreinileg, ópersónuleg og skoi-ti svip og festu, og' sje áfátt um smekkvísi, um skipun léturs á blaðflötinn og frágang skriflegra verkefna alment. 2. Að nú þegar á þessu sumri verði gefnar út almennar leiðbein- ingar um starfsbókagerð í barna og unglingaskólum. Ennfremur, að gefnar verði út hið fyrsta, leið- beiningar um kenslu í öllum náms- greinum, sem kendar eru í barna- o g unglingaskólum, og verði bendingar þær endurskoðaðar á fárra ára fresti, svo að kennara- stjettin, á hverjum tíma sem er hafi í höndum ábyggileg skilríki um reynda og góða starfshætti í hverri grein. 3. Að verklegt nám í kennara- En þá er spurningin: Þolir flug- vjelin hljóðbylgjurnar frá hreyfl- unum! Menn hafa komist að raun uin, að ýmiskonar útbúnaður flug- vjela er svo næmur fyrir hljóð- bylgjunum, að enginn málmur þolir þær sviftingar. Hinir ýmsu grönnu vírar, sem notaðir eru í st-jórntauma, geta tekið svo hröð- um sveiflum af hávaða hreyflanna og snúingshraða skrúfanna, að þeir bresti. Þetta er ekki undar- legt. Menn hafa t. d. reynslu fyrir því, að fiðlutónar geta sprengt krystalsvasa. Sumir ætla því, að ýms flugslys hafi orðið vegria þess, að flugmenn hafi sett skrúf- urnar á of mikla ferð, og hljóð- titringurinn hafi orðið svo sterk- ur að eitthvað hafi bilað svo að þeir mistu alla stjórri á flugvjel- unum. skólanum alment verði þegar á hausti komanda aukið að mun. 4. Að hið bráðasta verði stofnuð f sambandi við Kennaraskólann sjerstök deild, er veiti kenslu í handavinnu, þeim kennaraefnum, er hafa í hyggju, að gera kenslu í handavinnu að sjergrein sinni. Eins og áður er ritað, er það álit nefndarinnar, að alt verklegt nám í barnaskólrim byggist á því, að kennararnir fái næga undir- búning'smentun í Kennaraskólan- um. Nú er húsnæði Kennaraskólans aft of lítið og ófullnægjandi, enda þótt skólinn hefði full limráð yfir öllu liúsinu. \ En undanfarin ár hefir Gagn- fræðaskóli Reykjavíkur liaft tvær kenslustofur þar allan daginn. Yerður að gera þá kröfu vegna Kennaraskólans, að Gagnfræða- skólanum verði á hausti komanda útvegað annað húsnæði. 5. Að kensla í hagnýtri mat- reiðslu og umgengni og hirðingu húsa verði alment tekin upp í efstu bekkjum barnaskóla kaup- staða, kauptúna og heimavistar- 1 skóla-sveitanna. 6. Að trygt sje, að jafnan sje til I í landinu nægilegt úrval af efnum ! og kenslutækjum, sem nauðsynleg ! eru til kenslu í ísl. skólum. j 7. Að nú þegar verði hafinn und-1 irbúningur að stofnun skólasafns í Reykjavík. Nefndin telur heppilegast, a. m. k. fyrst um sinn, að væntanlegt j safn verði starfrækt í sambandi við Kennaraskólann. Höfuðáherslu beri að leggja á að afla sáfninu fjölbreytts úrvals af nýjustu erl. náms og kenslubókum, handbók- um, blöðum og tímaritum, er fjalla um uppeldi og kenslumál. Enn- fremur sýnisliorn af innlendri og' erlendri nemendavinnu, svo að jafnaði megi gefa glögga rnynd af starfsháttum í hverri kenslu- grein á ýmsum stöðum. Gyldendalsbókaforlag í IJöfn hefir þegar gefið til væntanlegs safnast um 90 bækur. Fleiri erl. bókaforlög hafa heitið safninu að- stoð sinni. Ennfremur hafa skóla- söfnin á Norðurlöndum heitið sam- starfi og stuðningi. 8. Að fræðslumálastjóri taki til yfirvtgunar hvort eigi sje ástæða til að koma á í skólum landsins daglegri skýrslugerð, um nám og starfshætti alment. Vegna hins almenna eftirlits méð kenslu, virðist þess brýn nauð syn, að dagbók sje haldin í hverj- um skóla. Skýrslugerð sú, sem hjer er fyrirhuguð mundi, er tímar líða, verða mjög merk heimild um sög'u ísl. skóla og lienslumála. Sje slíkri skýrslugerð, haganlega kmn- ið fyrir, þarf liún hvorki að vera margbrotin nje taka mikinn tíma. Skólasýningin, sem nú er nýaf- staðin, var m.jög merkur viðburður í sögu ísl. skólamála. Gefur hún ærið tilefni til þess, að hafist verði nú þegar handa um ítarlega rannsókn á starfsháttum ísl. skóla alment, og rinnið skipulega og me'i, festu að umbótum á þeim. Hans Madsen Kragb. i. Nýskeð er þessi vinsæli sím3' maður numinn brott úr reynslu- skóla jarðvistar, og verður hano borinn til moldar í dag. Andaðist hann að heimili sínu> Skólavörðustíg 3 hjer í bænuiö 30. júlí s. I. Hafði hann kent laS- I ^ , leika frá því síðla veturs, — en þ° ætíð gætt starfa síns við símann- .Skyndilega kendi hann hjartabil' unar og sá sjúkdómur leiddi hani? yfir þröskuld dauða, til nýrra heimkynna. H. M. Kragh. Kragli var fæddur í Frederieia í Danmörlru, 1. mai 1862. Var hann af góðu bergi brotinn langt fram í ættir, en því fer ver að frá ætt lians kann jeg ekki aS greina. Kunnugt er mjer þó, að ungur misti hann föður sinn, og varð snemma að g’jörast bjarg- vættur móður sinnar og yngri systkyna, Þegar um fermingu gjörðist hann sjómaður, og sfundaði þann starfa til þrítugs aldurs. En þá gjörðist hann istarfsmaður hjá Fyns Kommunale Telefon íOdense. Starfaði liann þar til ársins 1904, að liann fór til Islands. En þá hafði hann ráðist til Talsímafje- lags Reylrjavíkur. Verkefni hanS var að koma upp bæjarsímastöð fyrir 100 noténdur. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, aðKragb leysti ]iað verk vel af hendi.ílengd ist hann hjer sem fastur starfs- maður talsímafjelagsins til 1912- En þá keypti landssíminn bæjar- símakerfið. Á þessum árum heillaðist hugur hans mjög af landi og þjóð- Kvæntist hann hjer 6. jjúlí 1907, Kristolínu Guðmundsdóttir. Varð þeim hjónum fjögra bara auðið, sent öll eru á lífi. Ekki rjeðist Krag'h til lands- símans, enda þótt lupin ætti kost á því eftir sameininguna. Mun þu*" hafa valdið að honum líkuðu ekk* launakjörin við símann. Hvarf hann því af landi burt um nokkurt árabil, en rjeðist til símans aftui’ 1917, sein forstöðumaður viðgerð- arstofunnar. Og hefir hann geng* þeim starfa síðan. IT. Allir þeir, er þsktu Kragh sál- munu minnast hans er skrafað um drenglyndi og hollustu. ekki verður um það deilt, að áf" vakari og samviskusamari starl’s' maður mun vandfundinn. Starfs' gleði og hollusta mótuðu grein*' lega skapgerð hans. Frarnkom9 hans ÖU bar ætíð vott um prúða mann, er stöðugt var vak' andi fyrir velsæmi sínu. Reglusamur vav Kragh með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.