Morgunblaðið - 22.08.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1934, Blaðsíða 2
2 •:& ; M0 RGUN BLAÐIÐ a Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritatj&rar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sfmi 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. HeimasímaT: Jðn Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskrfftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuði. Utanlands kr. 2.50 á mánuði í lausasölu 10 aura eintakið. 20 aura með Lesbók. Alþýðublaðið í bobba Alþýðublaðið er komið í óþægi- lega klípu í atvinnubótamálinu. Þegar Haraldur Guðmundsson atvinnumálaráðherra „hinna vinn- andi stjetta“ ætlaði á dögunum að svíkjast um að greiða lögskipað an styrk til atvinnubóta í Reyk.ja- vík, fanst Alþýðublaðinu þetta ágætt og* lofaði röggsemi ráð- berrans. Þegar bæjarráðið vildi auka til muna atvinnubætur í bænum og fór á fund atvinnumálaráðherra og spurðist fyrir um, hvort ríkið myndi styrkja þá aukning í sama hlutfallj (að þriðjungi) og ráð er fyrir gert í fjárlögum, svaraði ráðherrann því, að meira fje væri ekki á fjárhagsáætlun og gæti hann því engin loforð gefið. Al- þýðublaðinu líkaði svar ráðherr- ans prýðisvel, og' það enda þótt afleiðingin yrði alger stöðvun allrar atvinnubótavinnu. Nú hafa hinsvegar flokksbræður Alþýðublaðsins í bæjarráði Reyk.ja víkur, sagt sitt álit skýrt og ákveðið um þetta framferði Har- alds Guðmundssonar. Þeir hafa samþykt einróma, með Sjálfstæð- ismönnum, tillögu um stórfelda aukning atvinnubótavinnunnar, en bundið framlag bæjarsjóðs því skilyrði, að ríkið styrki atvinnu þæturnar að einum þriðja og að- stoði við lántöku, eins og ráð er fyrir gert í fjárlögum. Bæjarráðs- menn sósíalista eiga þakkir skilið fyrir það, að taka þannig á mál- inu, því með því sýha þeir at- vlnnumálaráðherra, að þeir ætla ekki að þola að traðkað verði á rjetti Reykjavíkur. Alþýðublaðið í gær hefir sýni- lega ekki áttað sig á þessari rögg- semd fulltrúa sósíalista í bæjar- ráði, því í einni grein eru þeir lofaðir fyrir dugnaðinn, en í ann- ari grein er Haraldur Guðmunds- son íefaður fyrir svikin, sem hann aetlaði að fremja á Reykvíkingum! Aumingja Alþýðublaðið, ætlaði að þjóna Haraldi í lengstu lög, jafnvel þótt traðkað væri á rjetti verkalýðsins. En það varaði sig ekki á því, að til voru menn í AI- þýðuflokknum, sem sögðu: Hingað — en ekki lengía! Arne Jebsen, forstjóri við járn- vöruverslunina A.s. Wallendahl og Sön í Bergen, kom hingað á mánu- daginn með Lyru. Er það ein af stærstu járnvöruverslunum á Norð urlöndum. Forstjórinn ætlar að vera hjer um kyrt í 3 vikur. Hann hefir aðsetur á Hótel ísland. 50 ára er í dag Brynjólfur Gísla- son, Bergstaðastræti 53. Botnía er væntanleg hingað snemma í dag. Rannsóknarför í Drangey. Grettiskofi fundinn. Munnmæli um kofann staðfest við rannsókn þessa. Á laugardaginn var fór Matthías Þórð- arson þjóðminjavörður. og Guðni Jónsson magister út í Drangey, ásamt nokkrum kunn- ugum Skagf irðingum og Árna Öla blaðamanni til þess að rannsaka, hvort vegsummerki stað- festa munnmælin um kofa Grettis í eynni. Grófu þeir upp, þar sem munnmæli herma, að Grettir hafi búið um sig, en þar voru engin vegsummerki sýnileg á yfirborði. Fundu þeir þar í jörðu leifar mannabú- staða, margar gólfskánir, en sú neðsta, sem var 1,8 metra í jörð, var langtum mest, og bar vott um, að þar hefðu menn dvaldið lang- dvölum. Þar mun því vera fundið gólfið í kofa Grettis. Með hinni nýju Fornritaút- gátu hefir áhugi manna aukist fyrir rannsóknum þeim öllum er á einhvern hátt snerta forn- sögur vorar. Næsta ár kemur Grettissa^a út. Útgáfuna annast Guðni Jóns son magister. Munnmæli í sambandi við Drangeyjarvistina. Ýms munnmæli eru til í sam- bandi við Drangeyjarvistr Grett- is. Talað hefir verið um rúst af kofa hans þar. Aldrei hafði fornfræðingur í Drangey komið til rannsókna. Óeðlilegt var að rannsaka ekki hvers menn kynnu að verða þar vísari. Rjett var að gera það áður en Grettissaga væri gefin út að nýju. Því ákvað Morgunblaðið að fá hina færustu menn til að fara til Drangeyjar til rannsóknar. Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður var fús til þeirrar farar og Guðni Jónsson. Fyrir nokkru fór Ámi Óla til Sauðárkróks til að undirbúa Drangeyjarför, fá kunnugustu menn þar til fararinnar, bát og annan útbúnað. Á laugardagsmorgun síðast- liðinn komu þeir Matthías og Guðni þangað. Veður var gott þann dag, og því biðu þeir ekki af sjer tækifæri, en fóru strax út í eyna. í fylgd með þeim fóru feðg- ar þrír Sigurður Sveinsson frá Hólakoti á Reykjaströnd, og synir hans Bjarni og Sigmund- ur. Sigurður hefir í 50 ár verið sigamaður í Drangey. — Synir hans hafa nú undanfarin ár haft Drangey á leigu. Allir eru þeir því þaulkunnugir þar. Guðni Jónsson segir fró. f fyrrakvöld kom Guðni Jóns- son magister til bæjarins. En þeir Matthías Þórðarson og Árni Óla urðu eftir nyrðra. Frásögn Guðna er í stuttu máli þessi: Þeir komu um kl. 3 út í eyna og voru þar til kvölds á laug- ardag. Ferðalagið gekk að öllu leyti vel. í eynni eru tvö tóftarbrot. En svo skýrði Sigurður frá, að munnmæli segðu, að hvorugt þeirra væri Grettiskofi, heldur hafi Grettir gert kofa sinn eða byrgi sunnan undir lágum kletti í eynni. Þar voru engin vegsummerki á yfirborði, er bentu til að þar hafi verið hleðsla. En er þeir tóku að grafa þarna niður, fundu þeir hverja gólfskánina á fætur annari, er sýndu, að þarna hefði verið kofi. Allar voru þessar gólfskánir mjög þunnar. Sýndi það, að þarna hefir ekki verið lengi hafst við í einu. Munu þetta leifar frá fuglamönnum. En eh þeir höfðu grafið í 1,8 metra dýpt, komu þeir nið- ur á þykka gólfskán, er bar vott um, að þar hefir mannaferð ver ið um langan tíma. Var þar mik ið af beinaösku. Benda allar líkur til þess, að þarna hafi þeir fundið gólfið í kofa Grettis. Svo há er klettasnösin yfir þá gólfhæð, að mjög hefir verið handhægt að refta af klettinum að norðan og suður yfir kofann. Þareð gólf þetta er svó djúpt í jörð, gátu þeir ekki í þetta sinn grafið upp allan kofann. En þó ekki hafi verið meira gert að þessu sinni, hefir feng- ist mikilsverð bending um, að munnmæli hafi rjett fyrir sjer. Grettir og fjelagar hans hafi einmitt haft aðsetur undir kletti þessum. Guðni Jónsson magister rit- ar grein í næstu Lesbók um ferð þessa og athuganir þeirra fje- laga. Tillöfgur um tilhögun á fiskiveiðum Englendinga. London 21. ág. FB. Útgerðarnefndm leggur m. a. til, að allir þeir, sem síldveiði stunda, verði að sækja um leyfi til þess frá síldarútvegsráðínu. Enn fremur verða síldarselj- endur að fá leyfi frá ráðinu, og þeir, sem hafa atvinnu af að verka síld og reykja. Þá vill nefndin að ákvarðanir verði settar um hve mörg skip skuli stunda veiðar, bæði hverskonar veiðar þau skuli stunda og á hvaða tímum árs, alt undir yf- irumsjón og að fengu leyfi ráðs- ins. f þriðja lagi ber nefndin fram tillögur um hagkvæmari tilhög- un á fiskveiðunum yfir höfuð m. a. að lögð verði meiri stund á fiskveiðar að vetrinum, m. a. til þess að koma í veg fyrir inn- flutning fiskjar frá Noregi að öllu eða nokkru leyti. f fjórða lagi leggur nefndin til, að stofnuð verði útflutnings deild, sem hafi með höndum út- flutning síltfar og sölu á erlend- um markaði. (UP). Fiskimálanefndin hefir ákveðið að leggja til, að stofnað verði átta manna síldarútvegsráð, sem hafi eftirlit með allri síldarútgerð á Brétlandi. (UP). Bandaríkjamenn nálgast Þjóðabandalagið. London, 21. ágúst. FB. Bandaríkin hafa í dag ákveðið að talca þátt í alþjóðaverkamála- skrifstofunni í Genf. Jafnframt hafa þau lýst því yfir, að þetta hafi það þó á engan hátt í för með sjer, að Bandaríkin taki á sjg nokkrar skyldur gagnvart. Þjóðabandalaginu, eða skifti sjer af störfum þess, enda ætli þau ekki að ganga að sáttmála þess. Alþjóðaverkamálaskrifstofan bauð Bandaríkjunum þátttöku í júní s. 1. Verðjöfnunarsjóðnr fiskútflytjenda staðfestur með bráða- birgðalögum. í gær komu út bráðabirgða- lög í Lögbirtingi, undirrituð 20. ágúst, sem nefnd eru „viðauki við bráðabirgðalög frá 25. maí 1934 um heimild fyrir ríkis- stjórnina til íhlutunar um sölu og útflutning á saltfiski“. í 1. gr. þessara laga segir að sje ákvæðum 1. gr. til bráðabirgðalaga beitt, ,,þá skal við útflutning fiskjarins greiða sjóðgjald, er nemi kr. 5,00 á skippund til jafnaðar af öllum verkuðum fiski nema af upsa, keilu og úrgangsfiski (nr. 3 og 4), en af þeim fiski greiðist kr. 2.00 á skipp-und. Af óverk- uðum fiski, þar með talinn þveg inn og pressaður fiskur, nemi sjóðgjaldið kr. 20.00 á smál.’st nema af upsa, keilu og úrgangs fiski greiðist kr. 5.00 á smá- Iest.“ Enn fremur segir í lögunum um hvernig nota skuli þenna verðjöfnunarsjóð, að tekjum hans „skal varið eftir því sem með þarf, til þess að efla, tryggja og auka fiskmarkaði, til verðjöfnunar, og til annara nauðsynja í þágu saltfiskversl- unar landsmanna á þann hátt, er ríkisstjómin ákveður.“ Ennfremur: „Nú verður af- gangur af tekjum sjóðsins, eftir að þeim hefir verið varið sam- kvæmt 2. gr., og skal þá skifta því fje, sem ónotað er, milli salt fiskútflytjenda í rjettu hlutfalli við greiðslur þeirra í sjóðinn.“ Vegna Spánarsamn- inganna. Blaðið átti í gær tal við einn nefndarmanna úr Fisksölunefnd inni, og spurði hann hvernig í þessu máli lægi. Hann skýrði svo frá: Verðjöfnunarsjóður þessi er stofnaður vegna samninganna við Spán, og voru bráðabirgða- lög um hann undirbúin, áður en fyrverandi stjórn fór frá, sam- kvæmt ' tilmælum samninga- • nefndarinnar er samdi við Spán verja. Þegar búast mátti við, að fisksalan til Spánar teptist að einhverju leyti, og fiskur yrði hjer afgangs, sem senda þyrfti á óvissa markaði, og viðbúið að fyrir hann fengist lágt verð, þótti rjett, að verðjöfnunarsjóð- ur væri, sem jafnaði upp verð- ið á þeim fiski, sem lægst verð fengist fyrir. Gjald þetta í verðjöfnunar- sjóð, sem getið er um í bráða- birgðalögunum, 5 kr. af skip- pundi hefir verið greitt af öll- um fiski, sem út hefir verið fluttur af þessa árs afla. En með lögunum er gjaldið lækkað af hinum rýrari fisk- tegundum. Fari svo, að sæmilegt verð fáist fyrir allan aflann í ár, þá verður gjaldið sem runnið hefir í verðjöfnunarsjóðinn endur- greitt fiskútflytjendum. Gjaldið hefir verið greitt af öllum fiski, sem út hefir verið fluttur, hvort hann hefir verið eign manna innan Fisksölusam- lagsins eða annara, því þeir sem ekki eru í samlaginu hafa ekki fengið útflutningsleyfi, nema ieir greiddu þetta gjald í sjóð- inn. V atna j ö kul sf ararnir þýsku. 21. ág. FÚ. Þessa dagana eru á ferð á Vatnajökli þrír þýskir menn, dr. Ernst Hermann, sem var þar í leiðangri í síðastliðnum mán- uði, og tveir menn aðrir, og ætla þeir að ná til eidstöðvanna ef þess er kostur. Þeir voru fluttir frá Kálfafelli fyrra iriðjudag upp að jöklinum. — Höfðu þeir meðferðis tjöld, sleða, matvæli og aðrar nauð- synjar á þrem klyfjahestum, og bjuggust við að hafa á jöklin- um hálfs mánaðar dvöl eða meira. Lögðu þeir svo íyrir að peirra yrði vitjað upp að jökl- inum, ef þeir yrðu ekki komnir til bygða 28. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.