Morgunblaðið - 24.08.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1934, Blaðsíða 3
I mm læðustólar i HIbisíIiim og §æfaskipun breyff. HausfmófiO. ÍJ rslitakappleikurinn. Valur vinnur mótið á jafn- tefli við Fram. Kappleikurinn í tölum: Valur Fram fær 1. hálfleikur. fær 8 Fríspyrnur 7 2 Homspyrnur 1 7 Skot á andstætt mark 2 2 Mishepnuð skot 1 2 Ónotuð tækifæri 3 2 Innfyrir sína marklínu 5 0 Mörk 1 2. hálfleikur. 5 Fríspyrnur 6 0 Hornspyrnur 1 3 Skot á andstætt mark 3 1 Mishepnuð skot 2 2 Ónotuð tækifæri 2 3 Innfyrir sína marklínu 6 1 Mörk 0 Kappleikurinn um urslitin á Reykjavíkurmótinu milli Fram og Vals varð, sem vænta mátti, hinn fjörugasti og í heild var leikurinn skemtilegur. Ein- staka, leikmanni mætti þó enn segja til syndanna, hvað harð- an leik snertir, en þareð slíkt var ekki áberandi, kom fyrir á báða bóga og öllum þótti eðlilega mikið í húfi, skal það ekki gert hjer. — Dómarinn, Guðjón Einarsson, var glögg- ur að vanda, einn rangstæðu- dómur á Val var þó vafasam- ur, þar sem knettinum var eigi stefnt til rangstæðs manns (v. úth.). 1. hálfleikur. Fram hefur sókn á fyrstu mín'útum leiksins, en brátt breytist þetta og heldur Val- ur leiknum á vallarhelming Fram um hríð. Þá kemur vinstri miðvörður Vals skoti á mark, en knötturinn hrekkur af stönginni og gerist það helst tíðinda, að knötturinn er tvisv- ar úti af vellinum. Þá þarf innri framheírji Vals vinstra megin, að spyrna enn einu stangarskoti. Fram sjer, að eigi má svo búið standa, og gerir hin skæðustu áhlaup. í einu þeirra leggur útframherji þeirra vinstra megin knöttinn hart og snögt fyrir þrjá sína menn alveg ofan í marki Vals en þeim herrum tókst ekki að skora, af því þetta kom eitt- hvað svo flatt upp á þá. Sjö mínútum síðar og aftur þrem- ur mínútum, hefir Fram ágæt tækifæri til að skora, en nýt- ir hvorugt. Miðframherji veð- ur í gegn, en lætur bakverði slæða frá sjer knött, og báðir framherjar vinstra megin hafa opið mark, markvörður fall- inn, en tekst þó ekki að held- ur að skora. En rjett í sömu andránni nær miðframherji þeirra knettinum og ætlar nú sýnilega að bæta fyrir sína fyrri yfirsjón, því hann skorar lag- lega. 1:0. Hversu mikið, sem Valur reynir að jafna leikinn, tekst það eigi, sem eftir er hálfleiks. Ganga sumir berserksgang, svo sem miðframherji, sem vinnur það afrek, að kútvelta báðum bakvörðum Fram. Það fær hann þó borgað í síðari hálfleiknum. í lok hálfleiks- ins skýtur útframherji Fram vinstra megin sendingu frá miðframherja, rjett utan og of- an við markstöng Vals. 2. hálfleikur. í fyrri hálfleik hafði út- framherji Vals (Agnar Breið- fjörð) helst úr lestinni og kom í stað hans nýr maður, en í byrj- un síðafi hálfleiks tognaði út- framherji í Framliðinu (Frið- þjófur) á fæti og var eftir ,það aðeins hálfur maður. Valur sýn- ir nú greinilega yfirburði í leik sínum, hefir gott vald á knett- inum og notar góðan samleik. Á fjórðu "mínútu tekst miðfram- herja þeirra að brjótast í gegn um vörnina og skora enda þótt markvörður kasti sjer á knött- inn. 1:1. Gerist nú leikurinn um stund næsta harkalegur, enda spara áhorfendur eigi hrópyrði og eggjanir, hver að sínu liði, sem hann ,,heldur m‘eð eða móti“. Leikurinn liggur nú á Fram, en áhlaup þeirra, þó skæð sjeu, stranda á vörn Vals, sem var framúrskarandi góð í þessum kappleik. í varnarliði Fram var vinstri miðframvörður einna traustastur, og ávalt þar sem hættan var mest. Hversu sem Valur leitar eftir, tekst þeim ekki að skora fleiri mörk og Fram heldur þeim í skefjum. Endar leikurinn með jafntefli og voru það eftir atvikum góð og rjettlát úrslit á þessu haust- móti. L. S. - —■.v«!/vr-— arsfeif t £ yfirvofandí á Spáni Berlin 23. ág. FÚ. Frá Madrid kemur sú frjett, að stjórnarskifti sjeu enn yfir- vofandi á Spáni. Á fundi, sem stjórn Kaþólska flokksins þar í landi hjelt nýlega, var yfirgnæf andi meiri hluti með því, að hætta að styðja stjórnina, en án Kaþólska flokksins hefir hún ekki meiri hluta. Endanlega á- kvörðun hefir flokksstjórnin ekki tekið ennþá, en búist er við, að það sje aðeins tíma- spusmál, hvenær það verði. Frakkar kröfuharðir við Pólverja. Berlin 23. ág. FÚ. Blaðið Petit Parisien segir frá því, að flotamálaráðh. Frakk- lands, sem gegnir störfum ut- anríkisráðherra meðan Barthou er ■ fjarverandi, hafi kallað pólska sendiherrann í París á sinn fund, og krafist þess, að hinir tveir frönsku verksmiðju- stjórar, sem nýlega voru teknir fastir í Varsjá, yrðu látnir laus- ir. — Blaðið segir enn fremur, að mál þetta muni bráðlega koma til umræðu í franska þinginu. ••••———•— MORGUNBLAÐIÐ ii mrmm tmmMmmmmrnmmmmemMmmmmm Framsagnarkvöld Jakobs Texíére. Hinn góðkunni upplesari og leikari Jacob Texiére, sem um langt skeið hefir starfað að því að kynna hin ágætu æfintýri H. C. Andersens í ýmsum löndum við mikinn orðstír, er nú, sem betur fer, kominn hingað til Reykjavíkur aftur og hefir framsagnarkvöld í Iðnó kl. 9 í kvöld. J. Texiére var hjer í fyrra- haust og las þá upp af sinni alkunnu snild æfintýri Ander- sens, sem svo margir hjer þekkja. Hann var þá óheppinn, — lenti hjer í mesta annatíma haustsins, og gaf fólk sjer því ekki tíma til að fara og hlusta á hann — og misti þar af góðri skemtun. En þó aðsóknin væri ekki mikil fyrst, þá fór hún samt vaxandi, þegar það barst um bæinn hvaða snílling- ur væri hjer á ferð. Og margir þeirra, sem voru svo seinir á sjer að mæta aðeins síðasta framságnarkvölditi, alhafa í minni áheyrn ásakað sig sjálfa fyrir að hafa ekki farið fyr til að geta notið snildar Texiére öll framsagnarkvöld hans. Það er því óhætt að fullyrða að þeir láta ekki standa á sjer í kvöld. Jeg vil ráðleggja þeim, sem ekki hafa heyrt og sjeð Jacob Texiére lesa upp, að setja ekki af sjer þetta tækifæri, því ann- ar eins afbragðs snillingur í að túlka H. C. Andersen, er ekki á hverju strái. Alls staðar þar sem hanh hefir lesið æfintýri Andersens, hefir hann fengið bestu viðtökur og afbragðs góða dóma, enda er maðurinn orð- inn víðfrægur fyrir framsagn- arlist sína. Hann er óviðjafn- anlegur — öll hans framkoma — andlitsleikur — augnatillit —raddbrigði — örlítil hreyfing hans hlýtúr aS hrífa áhorfendur með sjer — maður verður að horfa á hann. Hann getur haft það vald á áhorfendum, að þeir ýmist gráta af sorg, eða gleði — og maður getur hlegið sig máttlausan. En eitt vil jeg benda áheyrendum á, og það er að forðast að hafa óþarfa u'mgang, þrusk, hósta, ræsking- ar o. þvl., því alt þess konar truflar góða upplestra og ekki síst menn eins og J. Texiére, sem er með lífi og sál 1 því, sem hann er að túlka. Reykvíkingar, þið sem unnið list, notið nú tækifærið, hlustið og horfið á Jacob Texiére — það er ekki víst að það tækifæri gefist bráðlega aftúr. Brynjólfur Jóhannesson. Þegar þingmönnum f jölgaði var nauðsynlegt að gera talsverðar breytingar á sætaskipun í sölum Alþingis, því sæti þingmanna voru miðuð við þann fjölda, sem áður var. Hafa því verið smíðuð ný borð í báða þingsalina, miðað við þann þingmannafjölda, sem nú er. Um leið hafa verið settir ræðu- stólar í báðar deildirnar, svo nú geta þingmenn flutt ræður sínar þaðan. Hefir það oft komið til orða áður, að setja upp ræðustóla í þinginu, í stað þess að ræðumenn töluðu úr sætum sínum, eins og þingsköp mæltu fyrir. Síðan farið var endrum og eins að útvarpa umræðum þingsins, hefir það verið mjög óþægilegt að ræðumenn skuli hafa verið sinn á hvorum stað í þingsölunum. Með tilliti til þessa sjerstaklega hafa nú ræðustólar verið settir í þingið, samkv. breytingla, er gerð var á þingsköpum á síðasta þingi. Yiðbótargrein sú hljóðar svo: „Nú þykir forsetum koma í ljós, við athugun á breytingum þeim, á borða- og sætaskipun í deildun- um, er fram verða að fara áður en reg'Iulegt Álþingi 1934 kemur saman, að nauðsyn beri til, m. a. vegna útvarps þingræðna, að setja upp ræðustóla í þingsölun- um, og er forsetum þá heimilt að g'era það, enda er þingmönnum heimilt að flytja ræður sínar þaðan“. Eftir þessu hvílir ekki skylda á þingmönnum að nota ræðustól- ana. En óskandi væri það, að sá siður kæmist á, að þeir gerðu það, þyí á þann hátt getur þingheim- ur betur fylgt ræðum manna, bæði þingmenn og áheyrendur. Þegar þingræðum er útvarpað, verður það nauðsynlegt að nota ræðustólana. Sætaskipunin. í neðrideildarsal, þar sem einn- ig eru fundir Sameinaðs þings, eru nú sett upp borð í tvöfaldri skeifu. Borðaskeifan var aðeins einföld áður, en laus borð sett innan í hana, þegar fundir voru í sam- einuðu þingi. Með því að hafa tvöfalda borðaskeifu, eru þarna sæti fyrir alla 49 þingmenn. Forsetastóll er á sama stað og áður var. En á vinstri hönd for- seta er ræðustóllinn. Er það ponta og taka brúnir hennar í olboga- hæð, en fótpallur enginn, svo rœðu maður stendur á gólfinu jafn- sljettu. Á hægri hönd forseta er sæti varaforseta, en þar út frá, nær dyrum ráðherra herbergis, eru sæti ráðherranna þriggja. Deildarskrifarar hafa sæti fram- an við forsetastól og snúa baki í forseta. En ræðuskrifarar tveir, en fleir- um er ekki ætlað sæti í einu, hafa borð þvert á enda innri skeifu þingmannaborða, þeim megin í salnum, sem ræðustóllinn er. varaforseti á hægri hönd. Þing- menn komast þar fyrir við ein- falda borðskeifu, og hafa ráðherr- ar sæti á skeifuenda að norðan- verðu í salnum. Deildarskrifarar verða sem í neðri deild, framan við forseta- stól inni í borðskeifunni. Þar verða og sjerstök smáborð fyrir ræðuskrifara. Til þess að auka svigrúm í þing' deildarsölum, hefir hurðum ver- ið breytt þannig, að nú ganga þær allar út úr sölunum, en gengu áð- ur inn. Öll eru borðin ný úr eik. Smíð- aði þau Þorsteinn Sigurðsson, eft- ir útboði, ert Guðjón Samúelsson teiknaði og sá um niðurröðun, í samráði við Jón Sigurðsson, skrif- sitofustjóra, og milliþingaforset- ana. Þá hefir og verið gerð sú breyt- ing, að Kringla verður tekin fyr- ir fatageymslu og allir fatasnagar hafa verið burt teknir úr gang- inum framan við þingsalina. A1 d íirii I Kii æ 1 i íslenskrar bakarasiéttar Bakarameistaraf jelag Reykja víkur og Bakarasveinafjelag Is- iands hafa gengist fyrir því, að halda hátíðlega minning þess, að síðla sumars árið 1834 sett- ist að hjer í Reykjavík fyrsti brauðgerðarmaður landsins — Daniel Bernhöft. Fyrstur manna rak hann hjer brauðgerð sem iðju. í tilefni þessa hafa hin tvö stjettarfjelög kosið sex manna nefnd til að sjá um útgáfu minningarrits, er lýsi starfssögu stjettarinnar síðastliðin 100 ár. Ritið kemur út á morgun. Jafn framt gengst nefndin fyrir því, að haldin verður minningarhá- tíð þenna dag. Kl. li/2 verða lagðir blóm- sveigar á leiði Daníels Bern- höfts bakarameistara og Heil- manns bakarasveins, er var fyrsti starfsmaður í bakaríi Bernhöfts. Verða fluttar ræður í kirkjugarðinum f. h. stjettar- innar og aðstandenda. Kl. 2—3 tekur hátíðarnefnd- in á móti þeim gestum, og vel- unnurum stjettarinnar, er óska að heimsækja hana í tilefni þessa. Mótt^kan fer fram í Hótel Borg, herbergi nr. 103. Kl. 6V2 halda bakarameist- arar og bakarasveinar veislu að Hótel Borg og bjóða þangað sem heiðursgestum ýmsum vel- unnurum stjettarinnar og yfir- mönnum iðnmála í landinu. , Brauðsölubúðum verður öll- um lokað kl. 1 á morgun. Að tilhlutun nefndarinnar flytur dr. Guðbrandur Jónsson erindi í útvarpið í kvöld um brauð- gerðarmenn á íslandi. - —•——•••• 40 ára er í dag frú Ágústa Árnason, Lindargötu 3. 50 ára afmæli á í dag frú Anna Guðmundsdóttir, kona Hjálmars Hofi, Kjalarnesi. í efri deild. 1 efri deild er ræðustóll, sem í neðri deild, á vinstri hönd forseta, Þorsteinssonar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.