Morgunblaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐlÐ
JHoígítnHafcíí
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjðrar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Rltstjörn og afgreiSsla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Auglýsingastjöri: B. Haíberg.
Augiýslngaskrifstof a:
Austurstræti 17. — Sími 3700.
Heimasímar:
Jön Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuSi.
Utanlands kr. 2.50 á mánuði
í lausasölu 10 aura eintakiS.
20 aura meS Uesbök.
Barlómur
stjórnarliða.
Stjórnarblöðin segja, að skuld
ir ríkissjóðs hafi vaxið árin 1932
og 1933 um tæplega 2.8 milj.
kr., þegar ekki sje tekið tillit til
gengisgróða. En hvers vegna á
ekki að taka tillit til gengis-
gróðans? Víst er það þó, að þeg-
ar gengistap varð hjer áður, þá
töldu þessi sömu blöð sjáifsagt
að færa það á syndaregistur
þeirrar stjómar, sem þá sat. Þeg
ar svo er með málin farið má
komast langt, en annars er ekki
úr vegi að minna á það aftur, að
landsreikningurinn fyrir 1933 er
ekki enn kominn út og vitanlega
dettur engum í hug að trúa því,
sem blöð þessi segja, nema aðrar
heimildir komi til. Nú kemur
þing saman áður langt líður og
má þá vænta, að þessar línur
skýrist, því að líklega lætur hinn
fyrverandi f jármálaráðherra
ekki rangar skýrslur um þetta
ganga ljósum logum langan
tíma.
Kveinstafir stjórnarblaðanna
yfir því hversu erfitt muni fyrir
ríkissjóð að komast af á yfir-
standandi ári eru undarlegir.
Þingið 1933 setti fjárl. fyrir árið
1934. Á því þingi var núverandi
stjórnarflokkur í mjög miklum
meiri hluta og flokksblöðin eru
því með þessu að víta verk síns
eigin flokks og er það nýstár-
legt, því að hingað til hefir það
alt, sem flokkurinn hefir gert,
verið „lofað gagnrýnislaust“,
eins og segir í Reykholtsmál-
daga. Ef stjórnarflokknum þyk-
ir fjárlögin ógætileg, þá verður
hann að saka sig sjálfan um það,
en jafnframt er rjett að benda á,
að hefði hann verið einráður
hefðu þau verið hálfu verri.
str ímn
í Suður-Ameríku.
London 31. ágiist P.U.
Bandaríkin, Argentína og Bras-
ilía hafa nú gert ráðstafanir til
þess að tryggja það, að friður
komist á í Gran Ghaco, í skærum
Bolivíu og Paraguay. Þessi ríki
hafa sent viðkomandi stjórnum
sáttatilboð, og er ,til þess ætlast
að hernaðurinn hætti tafarlaust
og falli niður, meðan samningar
standa yfir.
ParagUay hefir gengið að þess-
um skilyrðum með fynrvara, en
það er ósjeð hvort Bolivía fellst
á þau, en almennt er búist við því,
að hún muni setja einhver skil-
yrði, sem Paraguay muni ekki fall
ast á.
Db*. II. Ugiflt9
'di Mi'ci:i
ri'xo’ mbn
ameríski flngmaðurinn
kom hingað i gærkvöldi.
.. Kl. 7 y% í gærkvöldi kom
ameríski flugmaðurinn dr. R.
Light hingað til Reykjavíkur
eftir 5—6 stunda flug frá Ang-
magsalik. Flýgur hann-við ann-
an mann. Með* honum er loft-:
skeytamaður, Wilson að nafni.
Þeir lögðu upp í flug sitt
fyrir 10 dögum, hafa komið við
í Labrador og Grænlandi. Þeir
segja flugferð þessa farna sjer
til skemtunar.
Þeir lögðu flugvjel sinni við
dufl við örfirisey, en tóku sjer
gistingu að Hóteí' Borg.
Á leiðinni frá' Angmagsalik
hreptu þeir andbyr, rigningu og
slæmt skygni mestalla leiðina.
En bjart var: hjer yfir flóanum
er þeir komu og veður gott.
Tóku þeir stefnu á Snæfells-
jökul, og flugu þaðan suður yfir
Faxaflóa.
Mjög ljetu þeir lítið yfir, að
loftferðalag þeiira væri erfið-
ieikum bundið.
Bensín taka þeir hjer hjá
Sheli snemma í dag. En hve-
nær þeir leggja upp hjeðan
mun veður ráða. Munu þeir
ekki ætla sjer að hafa hjer
langa dvöl.
Vatnajakulsförin.
Jökullinn hefir tekið miklum
breytingum síðan 1 vor.
Besti tíminn til að ganga á
hann mun vera í mars eða
apríl.
30. ágúst. F.Ú.
Vatnajökulsfararnir þrír, þeir
dr. Ernst Hermann og fjelagar
hans, voru í da,g á Kirkjubæjar-
klaustri.
Leiðangursmenn voru fluttir frá
Kálfafelli upp að jöklinum, og'
hófu þeir göngu sína a jökulmn
vestan Djúpár. Stóðu þeir nú
mun betur að vígi en í sinni fyrri
för, því bæði voru þeir nú kunn-
ugri uppgöngum _ á jökulinn og
höfðu nú Iientugri farangur en
áður. Eigi að síður var uppgangau
yfir Síðujökul, sem er afar úfinn
skriðjökull, mjög erfið, og urðu
þeir að selflytja farangur sinn,
og fóru þeir því mjög stuttar
dagleiðir fyrát í stað.
Þegar komið var upp á jökulinn
batnaði færið, og gekk nú ferðin
greiðlega alia leið til eldstöðv-
anna. Veður voru stirð á -jökltn-
um og öðru hvoru hríðar, en eigi
að síður telja þeir sig Uafa g'ert
merkar athuganir í námunda við
gíginn.
Jökullinn virðist jBÚ* ö mjög
breyttur frá því sem hann var í
vor, er fyrri leiðangrar voru farn-
ir. Snjóa hafði leyst af jökuíisn-
um að mestu leVti. og vikur var
mikill; en sj ersta k 1 e ga,, ,yakt i 1)að
athygli þeirra, hve, jökpllinn er
fljótur að hylja öll ve,rksummerki
gossins. Skriðjöklar ggnga nú ail-
ört úr þrem áttum fram í gosdal-
inn og fylla hann smátt og smátt.
' - j
Aðeins að suðvestanverðu eru
standbjörg, sem veita joklinujíi
viðnám frá þeirri hlið.
Gíganiir eru ekki ennþá kuln-
aðir tit, og lagði úr þeim reyki.
Wrtust vera þar nokkur umbr<_t,
enda hafa allmargir Skaftfellingai
orðið varir við lítilsháttar gos-
mökk yfir eldstöðvunum fram til
þéssa, ef heiðríkjt er yfir jöklin-
um. Að sjálfum gígunum varð ekki
komist, vegna þess að þeir efu um-
flotnir vatni.
Leiðangursmenn gerðu sjer far
um afi rannsaka ýms verksum-
merki' éldgosa á fornum el Istöðv-
um á lóiðinni frá Hágöngurn og
inh að éldstöðvum og fíindú þár
merkileg rannsóknarefui: '
Við Vatnajökulsgnýpu fúndu
leiðangursmenn leifar af :. ; J<r-
um hluta farangurs þess, er dr.
Níels Nielsen skildi þar efiif í'
vor. rl jald sem þar var skiliS eftir
var í slitrum, en föt og skór o. þ.
h. I'ítið skemt. Leiðangursmc? n
gerðu leit að vísindatækjum im
er dr. Niels Nielsen s'kildi éftir,
en á þeim stöðvum hafði jökullinn
tekið svo miklUm breytingum, að
ekki tókst að finna þau.
Af samanburði á staðhátlnm á
jöklinum nú og í vor, ’er i fýrri
leiðangrar voru þar á ferð, kom-
ust þeir dr. Hermann og fjelagar
hans að þéirri niðurstöðu, að best
mundi að ganga á jökulinn síðari
hluta vetrar, í marsmánuði og ap-
rílmánuði, þráft fyrir frost ög
hriðar, er vænta má um það leyti
árS, n/r-i; ib ó
Viknr liggui' nú í lirönnum á
hájöklinum, en er neðar dregur
érti miklar jökulsprungtir ög
va'tnsa’gi, og tefur alt þetta- mjög
för þeirra ef á' jökulinn gaíiga.
Uppþot í fangelsi.
, Varsjá 31. ágúst. F.B.
Fahgar í Petrokow-fangelsi í
Mið-Póllandi gerðu tilraun til
þess að brjótast út úr fangels-
ínu í'' nótt. Tilraunin hepnaðist:
elcki, ' en fáugavörðunum tókst
ekki' að komá á ró í fangelsinu.
Var þá herlið og slökkvilið kvattt
4 véttvang og tókst að1 lokxnn
' að koma föngunum í klefana á
ný en ólætin í fangelsinu byrjuðu
út af því að ekki var sinf* 'um-
, kvörtunum fang’anna nm matar-
æðið. Kyrð komst eigi á í fang'-
elsinu fyr en í dögun í morgun.
•— Yfirvöldin kenna kommúnist-
um meðal fanganna um uppþotið.
Bæ)arbruiii.
Bærinn á Krosseyri
í Barðastrandar-
sýslu brennur til
kaidra kola.
31. ágúst F.Ú.
Síðastliðinn mánudag brann
bærinn á Krosseyri í Suðurfjörfi-
um og kúahlaðan full af töðu. Úr
bænum varð bjargað litlu einu af
rúmfatnaði og búsáhöldum. O-
víst er um upptök eldsins-. /Ktla,
menn helst að kvikuað hafi af
neistaflugi úr reykháf. Bærinn er
afskéktur og hefir því ekki frjest
um þetta fyr en nú.
Togarinn Kári
fekk skjóta viðgerð
hjer og er farinn aft-
ur áleiðis tíl Þýska-
lands.
Togarinn Baklur kom hingað kl.
9 í fyrrakvöld með togarann Kára
í eftirdragi, en hann misti skrúf-
una skamt frá Færeyjum, eins og
kunnugt er.
Þegar er skipin komu hingað
var Kári dreginn upp í
áfcóru ■ dráttarhraut Slippsims með
öllum fiskinum í sjer. Sýndi það
sig nú hve gott er fyrir útgerð-
ina að þessi dráttarbraut er kom-
in, því að hefði hún ekki verið til,
mundi liafa orðið að taka allan
fiskinn upp úr skipinu, en við
það' hefði hann ekki orðið mark-
aðshæfur erlendis, og þess vegna
hefði þurft að selja hann hjer.
Undir ein;s og skipið var komið
upp á dráttarbrautina tóku verka-
'menn úr vjelsmiðjunni Hjeðni til
starfa að setja nýja skrúfu1 á það.
Var unnið að þessu af mesta kappi
og gekk verkið svo vel, að hægt
var að renna Kára aftur í sjó með
njorgunflóðinu, eða um kl. 8.
Kl. 10—12 í gærmorgun voru
sjópróf haldin, og upplýstist þar,
að skrúfan á Kára hafði brotnað
í sjóg'angi við það að lyftast npp
úr sjó og slá vindhögg.
Um hádegið lag'ði svo Kári aft-
ur á stáð áleiðis til Þýskalands,
og fái hann nú sæmilegan ma^rkað
þar .fyrir afla sinn, þá má þakka
það því hvað hann fekk skjóta
viðgerð hjer.
Innflutningshöft
á tóbaki í Þýskalandi.
London 30. ágúst F.Ú.
Þ.ýska stjórnin hefir bannað
innflutning á tóbaki, nema frá
þeim Íöndum, sem Þýslyiland hef-
ir gert sjerstaka samninga um
yfirfærslu gjaldeyris við og frá
Búlgaríu, en þýska stjórnin g'erði
nýlega samninga við Búlgaríu um
að hafa skifti á tóbaki og frarn-
leiðsluvörum.
Tyrknesk flugsýning
hin fyrsta í sögunni.
•löli
London 30. ágúst F.Ú.
í dag hefir staðið yfir í Tyrk-
landi fyrsta flugmótið, sem þar
befir nokkru sinni verið haldið,
og voru margar flugvjelar reynd-
ar í fynsta skifti. Meðal þeirra
eru flugvjelar, sem íbúar lands-
ins hafa lagt fram fje til kaupa,
25 ára
starfsafmæli.
Gunnar Einarsson
prentsmiðjustjóri.
í dag er liðinn aldarfjórð-
ungur síðan Gunnar Einarsson
byrjaði prentarastörf, kom sem
nemandi í ísafoldarprentsmiðju
1. sept. 1909.
Þessi 25 ár hefir hann flest
unnið í sömu prentsmiðjunni,
lauk þar fyrst námi, tók við
verkstjórn þar árið 1921, en
framkvæmdastjóri prentsmiðj-
unnar hefir hann verið frá því
1929.
Hálft ár vann hann í prent-
smiðju S. L. Möller- í Kaup-
mannahöfn og árin 1918—19 í
Fjelagsprentsmiðjunni, og er þá
upptalið það sem hann hefir
unnið utan fsafoldarprent-
smiðju.
Gunnar Einarsson er maður
framúrskarandi áhugasamur við
hvert það verk, er hann tekur
sjer fyrir hendur, og honum er
falið, lipur í viðskiftum, greið-
virkur verkmaður hvort heldur
er við prentverk eða viðskifti -er
sneria iðn hans.
Hann er maður vinsæll meðal
stjettarbræðra sinna og við-
skiftamanna. enda hefir fyrir-
tæki það, sem hann nú stjórnar,
ísafoldarprentsmiðja, dafnað
vel undir stjórn hans. Hafa við-
skifti prentsmiðjunnar aukist
með ári hverju, bæði prentun
fyrir aðra og bókaforlag hluta-
fjelagsins.
Fyrir Morgunblaðið er það
alveg sjerstök ástæða að óska
Gunnari Einarssyni prentsmiðju
stjóra til haminigju á þessu
starfsafmæli hans. þar eð blað-
ið hefir frá byrjun skift við fsa-
foldarprentsmiðju, og Gunnar
hefir fyrir það unnið, fyrst sem
vjelsetjari um langt skeið. síð-
an sem verkstjóri og nú síðustu
ár sem framkvæmdastjóri prent
smiðjunnar.
Hefir hann jafnan sýnt, að
hann hefir skilið þær sjerstöku
kröfur sem dagblað þarf að
gera til prentsmiðju, svo báð-
um farnist vel, enda er Gunnar
maður glöggur á menn og mál-
efni, hvort svo sem um er að
ræða iðn hans og verkahring,
eða annað sem fyrir hann ber.
og bera þær nöfn á borgum þeim
og hjeruðum sem lögðn til fjeð.
Grikkir, Armeníumenn og Gyðing-
ar, búsejfctir í Tyrklandi, hafa iagt
fram fje til kaupa á þrem flug-
vjelum, og gefið Tyrknosku þjóð-
inni.