Morgunblaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 6
6 Olíulampar, Handlugtir. Gaslugtir, nýkomið stórt úrval. VeiHarfæraverslunio „Geysir“. [ Smá-aagtysingar| Athugið! Nýkomnar karl- mannafatnaðarvörur, ódýrastar og bestar. Hafnarstræti 18. Karl- mannaha'ttabúðin. Einnig' hand- unnar hattaviðgerðir, sama stað. Unglingsstúlka óskast í ljetta vist, hálfan daginn. Upplýsingar í síma 2734 til kl. 2 í dag. Skíðasleði fundinn á Hellisheiði. Rjettur eigandi vitji hans til Garðars Sgurðssonar, Eyrarbakka Kaupum gamlan kopar. Vald. Paulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024. Verkfallið í Bandaríkjunum hefst í kvöld. London 30. ágúst F.Ú. Verkfallsnefnd Baðmullariðnað- armanna í Bandaríkjunum birti i dag boðskap til allra sem vinnai. í baðmullarverksmiðjum, um að leggja niður vinnu klukkan 11.30 á laugardagskvöld. Aðrar grein- ar iðnaðarins voru beðnar að vera viðbúnar að leggja niður vinnu þégar þess yrði krafist. 1 baðmullarverksmiðjunum vinna um 400 þúsundir manna, en í öðrum greinum iðnaðarins, svo sem fatagerð o. fl. álíka margir. Dívanar, dýnur og allskonar stoppuð húsgögn% Vandað efni, vönduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. Skóla- Töskur. Skjalatöskur. Skrifbækur. Stílabækur. Glósubækur. Reikningshefti. Litblýantar. Litakassar. Strokleður. Sjálfblekungar. Skrúfblýantar. Pennastokkar. Pennaveski. Pennar. Pennasköft. Blýantsyddarar. Teikniblýantar, Teiknipappír. Teikniblokkir. Teiknibækur. Teiknibólur. Teiknibestik. Horn. Reglustikur. Teiknikol. Kolahaldarar. Fixatif. Fixatif-sprautur. Tusch o. m. fl. SdkhtaioH Lækjargötu 2, sími 3736. æfinlegá gert eins og dónum ein- um sæmir. Ávarpið er æfinleg'a þetta: „Manui, manni“, og það oftast á fremur frekjulegan hátt. Þétta er alment, og það er auð- vitað erfitt að kenna nokkrum börnum kurteisi, ef ókurteisin er almenn. Þess vegna þurfa skól- arni að taka þetta að sjer. í Ameríku safnast allar þjóðir sam- an, svo ékki er efniviðurinn þar betri, sem skólar þurfa að vinna úr, en börn eru þar kurteisari í ávörpum og svörum, en hjer, og hlýtur það að vera skólunum að þakka. Mentun er það að mannast, og kurteisi, sem gerir öll viðskifti manna þægilegri og skemtilegri, ihlýtur líka að tilheyra sannri mentun. Pjetur Sigurðsson. •——----------------- • London 31. ágúst F. Ú. í New York horfa menn kvíða- fullir fram á morgundaginn vegUa verkfallsins. í Suðurríkjunum búast verka- menn til þess, sem leiðtogar þeirra kalla úrslitabaráttu, og hvervetna í baðmullarhjeruðunum eru nú miklar viðsjár og uggur í mönn- um. Sum verkamannafjelög gera þó ráð fyrir því, að taka ekki þátt í vinnustöðvuninni, þ. e. ýms verksmiðjufjelög. Lloyd Garrison, formaður iðn-, málanefndarinnar, gerir nú allar mögulegar ráðstafanir til þess, að; verkfallið geti orðið sém styst, og böst við því, að nefnd verði skipuð til þess að rannsaka ástand iðnaðarins. Lögregla í ýmsum bæjum fylg- ist náið með málunum, því talið er að kommúnistar rói sumstaðar undir verkfallinu á þann hátt, sem hún telur vítaverðan, og enn- frémur kveðst hún vilja girða fyrir óeirðir eftir föngum. Óspektir byrjaðar London 31. ág'úst F.Ú. Verkamenn í sumum borgum hafa þegar lagt niður vinnu. 1 bæ einum í Georgia, þar sem verka- menn lögðu niður vinnu í gær, var ráðist á tvo ráðamenn baðm- ullarfjelagsins, sem er vinnu- veitandi og hafa 5 menn þegar verið teknir fastir. Úlfúð milli ítala og Þjóðverja. Berlín 31. ágúst F.B. Mikil og’vaxandi óánægja er í Þýskalandi yfir árásum þeim á Þýskaland, sem nú eru daglega gerðar í ítölskum blöðum. Ráð- g'ert er að gefa ítölskum blöðum 3—4 daga frest að hætta árás- unum og verði þeim ekki hætt er í ráði, að vísa úr Þýskalandi öll- um ítölskum blaðamönnum. Enn- fremur er mælt, að stjórnin hafi skipað þýsku blöðunum að svara ítölum fullum hálsi. Unlted Presn. MORGUNBLAPIÐ Sundmót Reflavíkur. Gísli og Don Quijote. Stærsta sundmót hjer á landi á þessu ári. Fyrir fjórum árum byrjaðí Jakob Sigurðsson að kenna. sund í Keflavílt. Þá þótti það undur þar að sjá mann á sundi, en nú er svo komið, að ekki þykir meira um það vert að sjá mann á sundi ^þar heldur en mann á gangi á götunum, enda er sundkunnátta orðin svo al- menn, að varla mun til ungling- ur 10—-14 ára, sem ekki kann að fleyta sjer. Sunnudaginn 26. ágúst var haldið sundmót í Keflavík og voru 42 þátttakpndur þaðan, 4 úr Grindavík og 5 úr Vatns- leysustrandarhreppi, eða alls 51. Mun þetta því stærsta sund- mótið sem haldið hefir verið hjer á landi \ sumar. Ólafur Thors alþm., U. M. F. Keflavíkur og formenn. í Kefla- vík höfðu gefið þrjá bikara til verðláuna, Jakob Sigurðsson gaf blómavasa úr silfri til verð- launa fyrir kvensund, silfur- dagatal fyrir drengi og silfur- skrín fyrir telpur. Kept var í þessum sundum,, og urðu hlutskárpastir: 50 metra drengjasund, Guð- jón Jóhannsson. 200 metra sund (Keflavíkur- sundið), Ingiþór Jóhannsson. 100 metra drengjasund 1. f 1., Jón Arinbjarnarson; 2. f 1., Sig- urður Valdemarsson. 50 metra kvennasund 1. f 1., Margrjet Arinbjarnardóttir; 2. f 1., Anna Bergmann. 25 metra drehgjasund, Sig- urður Stefánsson, Njarðvík. 25 metra telpusund, Sigur- björg Bjarnadóttir. 50 metra stakkasund, Ingiþór Jóhannsson. Kafsund, Þorvarður Arin- bjamarson. Ingiþór sýndi björgunarsund, bjargaði tveimur mönnum úr báti, sem hvolft var nokkuð frá bryggjunni. Hann hrepti Ólafsbikarinn fyrir 200 metra sundið, og for- mannabikarinn fyrir stakka- sundið; auk þess skrautritað á- varp fyrir frábæran dugnað og góð afrek á mótinu, um leið og hann var viðurkendur besti sundmaður á Reykjanesskaga. Margrjet Arinbjamardóttir var viðurkend besta sundkona skagans og hlaut silfurvasann að verðlaunum. Auk þess voru þrenn verð- laun veitt fyrir öll sundin, silf- urpeningar og heiðursskjöl. Rússland fær inngöngu í Þjóðahandalagið. Genf ‘<h. ágúst F.B. Samkvæmt áreiðanlegum heim-i ildum hefir náðst samkomulag milli stórveldanna og Sovjet-Rúss lands viðvíkjandúinngöngu Rúss- lánds í bandalagið í næsta mán- uði. United Press. Flestir munu kannast við hina heimsfrægu sögu Cervantes um Don Quijote, söguna um spánska aðalsmanninn og ridd- arann, sem var svo ákaflega herskár og sólginn í að leita sjer frægðar og frama, að hann barðist við ímyndaða óvini. Jafn vel meinlausustu dauðir hlutir urðu í hugarórum hans að skæð ustu fjandmönnum, sem hann átti vopnaviðskifti við. Einmitt sagan um þennan skemtilega spánska kumpána, kom mjer í hug, þegar jeg las svar Gísla Guðmundssonar við síðari grein minni um útilokun Verslunarráðsins frá því að taka þátt í umræðum um af- urðasölumálið. Aðfarir þessara tveggja stríðsmanna er sem sje hin sama. G. G. skiftir sjer, í svari sínu, sem minst hann get- ur af því, sem jeg færði máli mínu til sönnunar, og í stað þess að reyna að hrekja rök mín, kemur hann með hinar íurðulegustu staðhæfingar um skoðanir mínar á málinu, rang- færir skrif mín, lýsir vanþekk- ingu minni á málum, sem jeg aldre.i hefir minst á við hann, dregur setningar úr samhengi ög Íeggur út af þeim afbök- unum eins og honum best þykir. Þegar G, Gt. svo hefir búið sjer til þannig hentugt árásarefni, fer hann að glíma við þennan uppvakning sinn. Hann rífur rangfærslur sínar á skrifum mínum í sig, hallmælir mjer fyr ir sjtoðanir, sem jeg aldrei hefi haldið fram. og bregður mjer um vanþekkingu á málum, sem hainn ekki hefir hugmynd umj» hvort jeg hefi kynt mjer eða ekki. 1 einu orði sagt: Heyir þarna hina skæðustu orðasennu við sína eigin hugaróra. Ó- neitanlega mjög svo einkenni- legt athæfi! Og jeg get ekki að því gert, að mjer finst honum farnast þarna alveg eins og spönsku söguhetjunni, sem barðist svo að segja við skugg- ann sinn— við óvini, sem hvergi voru til, nema í hennar eigin sjúka heila. Hinum íslenska Don Quijote til hróss skal það tekið fram, að hann berst af mikilli frækni við þessar vindmyllur, sem hann sjálfur hefir klambr- að saman. En stríðsmaðurinn veður reyk, ef hann heldur, að hann sje með því að hrekja það, sem jeg hjelt fram í af- urðasölumálinu. Allir, sem grein ar mínar lásu, vita, að jeg hefi aldrei haldið því fram, að frysti hús hafi ekki verið bygð fyr en árið 1932, aldrei reynt að telja kaupmönnum það til gild- is, að þeir hafa ekki staðið á móti vöruvöndun, aldrei rætt um það við Gísla, hvenær slát- urhús voru fyrst bygð á íslandi, eða hverjir þar áttu helst for- göngu. Allar, þessar fullyrðingar og firrur, sem G. G. leggur mjer í munn, eru hreinn heilaspuni hans sjálfs — en dágóð eftir- stæling á Don Quijote hinum spánska. — Það er að vísu skiljanlegt, að G. G. sje hálf-óánægður yfir frammistöðu sinni, og yfir því að geta ekkert hrakið af því, sem jeg hefi sagt í þessu máli. Afsakanlegt er það líka, þótt hann í öngþveiti sínu og ráða- leysi að verja ill-an málstað, jlgrípi til hinnar ofangreindu Don Quijote-baráttuaðferðar, þótt ekki sje til annars en að friða sjálfan sig. En það er annað, sem kemur fram í skrifum hans, og sem ekki er hægt að afsaka, því að það ber vott um sóða- legan hugsunarhátt og ilt inn- ræti. Það verður að teljast meira en óviðeigandi og óheið- arlegt, ef tveir deila um eitt- hvert atriði, að annar aðilinn skuli leyfa sjer, að ástæðulausu,. að væna hinn um, að hann sje keyptur til að halda einhverju fram, eins og G. G. lætur sjer sæma að gefa í skyn um mig.. Je'g veit ekki við hvaða skoð- anafrelsi G. G. á við að búa hjá húsbændum sínum, eða hve ,,pligtskyldugur“ hann er til að taka upp hanskann fyrir þá í deilumálum, en hafi hann með hinni lúalegu ásökun í minni garð dæmt út frá sjálfum sjer, þá leyfi jeg mjer hjer með að upplýsa G. G. um, að sá mæli- kvarði mun, sem betur fer, ekki vera algildur enn hjer á ls- landi — að minsta kosti á hann. ekki við mig. — Jeg sje ekki ástæðu til að ræða þessi mál frekar við G: G. Að minsta kosti mun jeg ekki leggja á mig að eiga í ritdeil- um við Gísla á meðan . hann heldur uppteknum hætti, að ganga á snið við það, sem jeg færi máli mínu til sönnunar, en berja áfram hausnum við stein og hamra á því að Verslunar- ráðið sje ekki rjettur aðili til að ræða verslunarmál, án þess- þó að reyna að færa hin minstu rök að þessu glamri sínu. Að endingu eitt enn: G. G- hefir verið svo óspar á ráðlegg- ingum til mín, að jeg get ekki stilt mig um að gefa honum eitt ráð að skilnaði: Herra rit- stjóri, enda þótt þjer á ung- lingsárum hafið einhverntíma fengist eitthvað við að ,,spekú- lera í kjöti“, þá ættuð þjer samt ekki að vera svo rogginn yfir þekkingu yðar á verslun land- ibúnaðarafurða yfirleitt. Ofur- lítið meiri hógværð í þeim efn- um myndi áreiðanlega fara yð- ur betur. Oddur Guðjónsson. Bilablástur bannaður um gjörvalt England á næturnar> London 31. ágúst, F.Ú. Enski samgöngumálaráðherr- ann er svo ánægður með árangur þagnartilraunanna í London, að hann hefir skipað svo fyrir, aS banna skuli bílablástur milli kl. 11 y2 á kvöldin og kl. 7 á morgn- ana, allss'taðar á byggðu bóli, frá 16. sept. að telja. Eftir þetta mega menn aðeins þéyta bílhorn sín á bersvæði og í óbygðum á þessum tíma. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.