Morgunblaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.09.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 Fimtugsafmæli í dag á fimtugsafm. Ólafur Ó. Lárusson hjeraðslæknir í Vest- njannaeyjum, fæddur 11. sept. 1884 að Sjónarhóli á Vatns- leysuströnd. Þegar á unga aldri hneigðist hugur Ólafs að læknavísindum , sem vænta mátti mikið fyrir á- ' hrif frá föður hans, Lárusi Páls ; syni prakt. lækni, sem þjóð- kunnur var fyrir læknisstörf sín og sjálfur er Ólafur hinn fæddi iæknir, sem hefir helgað sig því starfi og staðið að því ó- ; skiptur og haldið sjer utan við pólitískar deilur og dægurþras, alt frá því að hann lauk prófi við læknaskólann í Reykjavík .28. jan. 1910. Sama ár var: hann settur læknir í Hróars- tunguhjeraði og fekk veitingu fyrir því 1911. Árið 1912 fekk ' hann veitingu fyrir hjeraðslækn isembættinu í Fljótsdalshjeraði og gegndi þessu víðáttumikla ' og erfiða hjeraði í 13 ár, starf- rækti jafnframt sjúkrahús á á- býlisjörð sinni, Brekku, og rak þar stórt bú og farnaðist vel. Var heimilið víðfrægt fyrir gest risni og heimilisprýði. Það hafa kunnugir sagt, að • ómetanlegt sje það starf, er ! Ólafur læknir inti af hendi í hjeraði sínu bæði í þarfir sveit- , arfjelagsins og sem læknir, eink um og sjer í lagi gegn berkla- veikinni, sem þá var útbreidd allmjög á Hjeraði, altaf hafi læknirinn verið jafn áhugasam- ur og ótrauður þótt erfið ferða- iög o'g vitjanir til sjúklinga yf- ir fjallvegi í hríðum og illviðr- um að vetrarlagi væri fyrir hendi. Kvöddu Fljótsdælir lækni sinn og frú hans með veglegu ; samsæti og höfðinglegum gjöf- um við burtför þeirra þaðan 1925. Það ár var Ólafi veitt hjer- ;,aðslæknisembættið í Vestmanna eyjum, er hann hefir gegnt síð- an. Þar hefir hann og starfrækt eigin spítala, einkum fyrir út- lenda sjómenn, jafnframt því að stunda sjúklinga á spítala bæjárins. Hefir hann að verð- leikum hlotið miklar vinsældir alls þorra Eyjabúa og nýtur þar • óskoraðs trausts sem læknir og sem maður. í Vestmannaeyjum hefir Ól- afur læknir, eins og gefur að skilja, verið laus við erfið ferða lög á landi að vísu, en-óteljandi eru sjóferðirnar, oft í háska- veðri, er hann hefir mátt fara til að vitja sjúklinga út í skip. Hann er einn þeirra dugmiklu lækna landsins, sem hvergi hopa undan skyldustörfunum, \r Imhæfur í iUMMl þótt þeir fái sig fullreynda, er slíkt karlmennum einum hent. Ólafur læknir Lárusson verð- ur jafnan talinn í fremstu röð lækna hjer á landi. Hjá honum fer saman lærdómur, stök reglu semi, elja og ástundun í sínu' starfi, auk þess er hann glögg- ,ur og gætinn og vandasamar skurðlækningar hafa honum heppnast einkar vel, enda hefir hann oft síðan hann varð hjer- aðslæknir, dvalið svo mánuðum 'skiftir erlendis til þess að afla sjer frekari þekkingar í starfi sínu og til að geta betur fylgst með í framförum læknavísind- anna, og kostað til þess miklu fje. Ólafur læknir er kvæntur framúrskarandi ágætiskonu frú Sýlvíu Guðmundsdóttur ísleifs- sonar á Háeyri á Eyrarbakka, þau hjón giftust árið 1906. Hún hefir auk húsmóður- starfa sinna verið manni sínum ómetanleg stoð í hans mikla starfi, svo sem, við starfrækslu spítalanna á Brekku og í Vest- mannaeyjum. Heimili þeirra hjóna hefir jafnan verði rómað fyrir mynd- arskap alúð og gestrisni. Þau hjónin hafa eignast 10 börn. er öll lifa, efnisbörn. Úr vinahópi Ólafs læknis Lár- ussonar og þeirra hjóna, en jsá hópur er vissulega stór, munu honum berast margan hugheilar óskir á þessum tímamótadegi æfi hans, og þess biðjum vjer og vonum, að þjóð vorri megi auðnast að njóta óskertra starfs krafta hans enn þá um ærinn árafjölda. Vinur. —_—------------- 9 » Vond samviska. Svo er að.sjá, sem hann sje eitt- hvað órólegur þessi ,,Lictor“, sem skrifar hjer um daginn, um „síra Guðmund og Þingvelli“. •—• Býst auðsjáanlega „Hriflu-andi“ sá við því, að erfitt verði að telja fólki trú um að friðun Þingvalla og friðurinn^ í Þingvallasveit væri fremur í liættu, þótt prestur kæmi að Þingvöllum, heldur en við það skipulag, sem nii er þar í sveit. •— Fyrir því tekur hann það ráð, að skrökva því, að lesendum Alþýðu- þlaðsins, að það hafi verið sam- antekin ráð okkar síra Þorsteins Briem að koma síra Guðmundi Ein arssyni á Mosfelli aftur að Þing- völlum! Síra G. E. er svo það til for- áttu fundið, að hann hafi skrifað skorinorða ádeilugrein í Bjarma fyrir 7 árum, og því liafi nýja stjórnin orðið að taka í taumana og’ fella niður veitinguna til að koma í veg fyrir að eklti yrði „stofnað til nýrra útskúfnnar og miðalda-predikama á Þingvöllum“. Setjum svo að þetta tvent væri satt, ■—• sem raunar m- alveg rangt — „samanteknu ráðin“, og „miðalda-predikanir síra Guð- mundar“, en þá leyfi jeg mjer ,,að skjóta því undir heilbrigða dómgreind alls almennings, hvort giftusamlegra muni vera“, að þess ar „miðalda-predikanir“(!!) sjeu fluttar í stóru og fjölmennu prestakalli, Grímsnessprestsius, þar sem sjálfur Laugárvatnsskól- inn er innan verkahrings prests- ins — eða í sárafáménnu Þing- vallaprestakalli. Annaðhvort er dómgreind „Hriflu-andans“ talsvert frábrugð- in „heilbrigðri dómgreind alls al- mennings“, — eða liann trúir ekki sjálfur að prédikanir síra Guð- mundar sjeu nokkuð varasamar. — Ella mundi liann vitaskuld verða því sárfeginn að verkahring- ur síra G. E. yrði minni en nú er. En vitleysan hjá þessum „'Lic- tor“ er ekki öll þar með búin. Það er sem sje enginn flugufótur fyrir þessum „samanteknu ráðum“ okk- ar síra Þ. Br. Við höfum rneira að segja aldrei minst á síra G .E. í því sambandi, og jeg’ hefi aldrei spurt síra G. E. að hvort hann ætlaði að sækja um Þingvelli, — en var að vona að hann gerði það ekki, — vissi, að hann var þar svo vinsæll, að hann yrði kosinn, ef hann sækti, — rógtungur „Hriflu-andans“ mundu ékkert geta spilt fyrir honum hjá söfnuðum. sem áður höfðu notið prestsstarfs hans. — En satt best áð segja, langaði mig til að alt annar maður kæmist að Þingvöll- um, og mjer er sama, eins og nú er koinið, þótt jeg nefni hann. Það var Lárus Sigurjónsson, guð- fræðingur í Ohicago. — Af ljóðum hans, sem fáein hafa komið í Bjarma og verða nú væntanlega endurprentuð í Alþýðublaðinu, vissi jeg að hann er vel kristinn maður, og hitt var mjer kunnugt af viðtali og brjefum, að hann þráir að komast heim til íslands og verða hjer prestur. Þegar hann kom hingað til iands snög'gva ferð árið 1930, treysti hann því, að g'óðkunningi hans frá fyrri árum, sem þá var við völd hjerlendis, mundi stuðla að því, að hann yrði settur að Þingvöllum, eða í eitthvert annað lítið prestak.all, þar sem þau lijón gætu notið sín. — Lárus er kvong'aðrfr ágætri konu enskri, sem altaf stnndar kenslustörf, en börn eiga þau engin. Valdamaðurinn neitaði að greiða götu hans í þessum efnum, og mun það' lielst liafa milli borið. að Lár- us þverneitaði að skifta sjer af „pólitík“. Hafi nokkur maður horfið brott * frá alþingishátíðmni nréð svikn- ar vonir, þá Var það Lárus Sig- urjónsson. Hann hafði búist við að hitta hjálpfúsan og voldugan vin, — en hitti í þess stað þröng'- sýnan stjórnmálamann, sem ekk- ert vildi aðra styðja en vikalið- uga pólitíska jábræður. Um þetta var mjer alt vel kunn- ugt, og jeg lijelt að' þau Lárus og kona lians mundu njóta sín vel á Þingvöllum. En þóft jeg' segi frá þessu, má enginn misskilja það svo, að þeir, Sem vildu og vilja enn endurreisa Þingvallaprestakall. hafi gert það vegna einhver ■í'ú-'-s'.tak ; manns. Prestar koma og fara, og' eru mis- heildaráhrif þeirra verða til bless- unar hverri sveit og hve'rju presta- kalli þegar til lengdar lætur, sje verkahringurinn ekki sato stór. að þeir fái ekki notið sín. Því á ekki að leggja niður prestaköll — og allra síst á Þing- völlum, ]aatí að það er beinlínis til minkunar fyrir þjóð vora í aug- um margra erlendra ferðamanna, sem þangað koma. S. Á. Gíslason. Það er óblandað ánægjuefni að sjá, hversu skólamenn og kennar- ar gefa sig AÚð áhugamálum sín- um og umbótum á kensluaoðferð- um. Jeg er ekki skólamaður, en mjer hefir jafnan skilist, að skóla- nám, eins og það löngum liefir verið, hlyti að vera hálfgerð mis- þyrming á æskulýð og jafnvel full- tíða mönnum, og eiga ekki lítinn þátt í því, að drepa frumleik manna og glata þar með að nokkru leyti einhverju hinu dýrmætasta í manneðlinu. Ályktanir þessar hefi jeg dregið að eins af þeirri við- kynningU, sem jeg hefi liaft af almenningi yfirléitt. Eitt er það, sem gert hefir mjer gramt í geði, aftur og aftur, og það er skrift skólabarna og- ungl- inga lijer, og eru börn mín þar engin undantekning. Það mundi þó verða sagt um annað þeirra, að það skrifaði sæmilega vel, en oft liefi jeg' fundið að því við þau, hvað skriftin væri óregluleg, og satt að segja ber hún ekki vott um neina kenslu. Jeg get ekki sjeð að þessi fjögur síðustu árin, sem ])au hafa gengið í skóla hjer á landi, liafi þeim farið neitt fram í skrift, það er stafagerð snertir. Það lítur helst út fyrir að skóla- börn fái hjer gott tækifæri til þess ■að A-enjast á Ijóta skrift. Mjer finst- það blátt áfram óþolandi. að ranglingar, sem í skóla ganga ár eftir ár, læri ekki að skrifa fallega rithönd, þótt jeg og ýmsir aðrir, sem . aldrei liafa lært að skrifa. skrifi illa. Nú liafa blöðin fyrir skömmu getið þess, að á þessu. vilji menn reyna að ráða bót, og þær ráð- stafanir, sem þegar hafa verið gerðar í þessa átt, sýna og. sanna, að fleiri hafa fundið til þess eu ijeg, að þarna. var skólaltenslunni mjög ábótavant. Jeg- þori ekki að fullyrða neitt um það. en mig grunar að í þessum sökum tala framhaldsskólarnir barnaskólun- um ekki fram. Jeg var að minsta kosti ánægðari með skrift barna minna á meðan þau gengu í barna- sltóla, heldur en jeg hefi verið síðan. Þær umbætur í skólamálum, sem mestu skifta og maður hlýtur að fagna sjerstaklega, eru þær, að gera alt nám sem eðlilegast og liollast, og- koma því sem best í samræmi við alt eðli námsmanna og barna, og' liæfileika þeirra. — Blöðin hafá, nú upp á síðkastið, verið að vékja athygli manna á þessu, og vil jeg þá nota tæki- færið til þess að hrófla á ný við ínikilvægu atriði í sambandi aúö skólamál. Og' það er þetta. — Skólatíminn er of langur og óþarf- lega langur. Skólinn byrjar of snemma á morgnana, gengur of langt fram á sumarið, og' það er óþarfi að kenna nema fimm daga 1 viku. Jeg veit livaða mótbárur koma gegn þessu að stytta skóla- tímann allavegá, en jeg svara þeim lxiklaus't: á þessa leið: Sleppið ein- hverju af náminu, það sakar eng- ann og heimurinn mun standa eft- ir sem áður, en námið verður Ijett- ara fyrir unglinga og skemtilegra, og kenslan verður Ijettari fyrir kennara. Ástæðurnar fyrir því, að skólatímann ætti að stytta þannig', ei’U' þessar: Það er í alla staði óverjandi að rífa börn og unglinga uþp úr fasta svefni klúkkan 7 að morgni dags, en það snemmaf verða þau að vakno, ef þau eiga að vera komin í skóla kl. 8. Yjer búum í bæ, sem varla veit af hát'tatíma fyrir miðnætti, ef hægt væri að breyta þessu, þá mætti líka fara snemma á fætur, en hver vill taka að sjer að snúa Reykjavík í þess- lum efnum ? Húsakynni manna eru ekki alment þannig, að unglingar feeti komist í ró, þótt fullorðnir sjeu á fótum. Það er ekki nóg ao heimta læknis-eftirlit með börnum f skólum og prjedika lýsi og ýms- ar umbætur í matarhæfi, ung'ling- ,arnir verða einnig að fá nægilegan svefntíma, og það er engan vcgin þýðingarminsta atriðið. Þessi fótaferð unglinga, er líka mjög ósanngjörn gagnvart mæðr- um, sem oft verða að siíina gest- um, eða húsverkUm langt fram á kvöld, og eiga svo að rífa sig upp snemma, eins og um háslátt. Mig hefir mjög undrað aðgerða- leysi manna í þessum sökum, og jeg veit að nokkrir verðá mjer ósammála. Jeg vildi gjarnan ræða þetta við þá frekar, liélst á al- m e n n u m b o rg ar afu n dum. Börn og ungling'ar þurfa að læra fleira en skólabækur sínar, þau þurfa að kynna sjer bók- men'tir vfirleitt, ýmislegt verk- legt í heimahúsum, hljómlist, söng og margt fleira, en til þess þurfa þau að fá tíma, og þess vegna er nóg að kenna í skóla 5 daga í viku. Það er óþarfi að gera líf manna, og þá sjerstaklega æsku- 4m manna, að þrældómi. Jeg liefi eng'- an fyrirhitt ennþá, hvorki kenn- ara eða aðra, sem ekki eru þessu samþykkir, að 5 daga kensla í viku væri nægileg. Því þá ekki að breyta gömlu og þreytandi fyrirkomulagi ? Efnalítið fólk á oft erfitt með að kosta unglinga í skólá, og vei'ð- ur þess vegna að láta börnin sín vinna á sumrum, þegar þau bafa fengið aldur til þess, og vinna er unglingUm nauðsynleg, ef þeir eiga að mannkst og kynnast lífinu í’jett. Jeg var svo heppinn að kynnast mjög fjölbreyttum vinnu- brögðum á xxnglingsárum mínum, og get því mælt með vinnunni. Með því að láta skólana ganga Iangt'fram á sumar, er súmarið að rniklu leyti evðilagt fyrir náms- lýð,- sem að vinnu þarf að g'anga. Þess A'eg'na þarf að stytta skóla- tímann yfirleitt. Þá vil jeg að lokuin minnast á. eitt ati'iði enn í sambandi við skólamál, og það ekki þýðingar- lítið. — Alménningur á að krefj- ast þess, að skólar kenni æskulýð, sjerstaklega börnurn, almenna og' nauðsynlega lsurteisi. Eitthvað er sjálfsagt. gert í þessu,, en betur má ef duga skal. Heimilin þyrftu einnig að bata sig á þessu sviSi. Enginn maður með sæmilegan smekk kærir sig neitt um væmnis- lega knrteisi, en allur dónaskapxxr er þreytandi og ber vof:t um ó- mennsku og menningarleysi. Börn lxjer í Reykjavík oru ekki kurteis. Þeim er ekki kent að vera kxxrteis. Það kemur alclrei fvrir, að barn eða unglingur snúi sje.r að manni á götu og spyrji kurteislega um xíma eða eitthvað annað. Það er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.