Morgunblaðið - 06.09.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.09.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ i SklBulagnini klitsOlanur. Frá forstjóra Slátnrf jelags Suðurlands, Helga Bergs og Guðmundi Jónssyni bónda að Hvítárbakka liefir blaðinu borist eftirfarandi grein. Þó ritstj. blaðs- ins sje ekki að öllu leyti sammála liáttvirtum greinar- höfundum, þykir sjálfsag't að birta greinina, til skýr- , ingar á afstöðu þeirra til þessa máls. 'Herra rrítstjóri. Út af ; greinum um skipulagn- iiingu kjötsölunnar innanlands, sem fbirs'ti liafa í heiðruðu blaði yðar íundanfarna daga, vildum við und- íirritaðir leyfa okkur að biðja um rúm fyrir eftirfarandi athuga- jsemdir. Samkvæmt þing'sályktun Efri . deildar Alþingis 29. nóv. f. á., 'vorum við tilnefiídir af fjelögum > okkar, Sláturf jelagi Suðurlands • og Kaupfjelagi Borgfirðinga til 'þess að taka sæti í milliþinga- nefnd þeirri er þingsályktunin • gerir ráð fyrir. Samkvæmt skipunarbrjefi fyrv . atvinnumálaráðherra, Þorsteinn Briem tókum við síðan sæti í nefndinni á s. 1. vori, ásamt öðrum • samnefndarmönnum okkar, sem voru: /Skipaður af átvinnumálaráð- herra, Hannes Jónsson alþingis- maður. Tilnefndur af Sambandi ísl. • samvinnufjelaga, Jón Arnason framkvæmdastj., af Búnaðarfje- lagi íslands, Magnús Þorláksson BUkastöðum, af Mjólkurbandalagi 1 Suðurlands, Egill Thorarensen kaupfjelagsstjóri og af Alþýðn- sambandi íslands, Ingimar Jóns- : son skólastjóri. Nefndin skilaði síðan áliti um fyrirkomulag kjötsölunnar, 2. ág. ■ s. 1., ágreiningslaust að kalla og- gengu tillögur okkar í nefndinni síst skemstt, í skipulagsáttina. Jafn- framt lagði nefndin til að gefin yrðu út bráðabirgðalög um þetta >efni, þar sem of langt yrði að bíða eftir lagasetningu reglulegs Al])ingis um það. Teljum við okk- ur hjer hafa starfað í fullú sam- ræmj við vílja umbjóðenda okkar. Bráðabirgðalögin frá 9. þ. m., ■ eni óbreytt frá því sem nefndin lagði til, að því einu undanskildu, ; að í stað þess að meiri hluti nefndarinnar lagði til að Bíinað- arfjelagi Islands yrði falið að 'tilnefna einn mann í kjötverðlags- nefndina, var Landssambandi iðn- -aðarmanna falið að g-era það. Okkur er nokltuð kunnugt um það, hversu ómögulegt það er orð- ið að halda viðunandi kjötverði hjer á innlenda markaðinmn, eins >og samgöngunum er nú komið, ef ■-•ekkert er að gert. Innlenda verð- ið/verður fyrst og fremst að mið- : ast við óvist og óheilbrigt verð á •erlenduin markaði án þess að hægt sje að taka tillit til framleiðslu- kostnaðar eða annars verðlags í landinu. Hjer við bæ'tist svo tak- markaðir sölumöguleikar erlendis og mjög misjafnt verð, eftir því hvort tök eru á að flytja kjötið út frosið eða saltað. Er því ekki hægt að miða við besta væntanlega er- ‘lendan markað, sem sje á frosna kjötinu, heldur verður einnig að taka tillit til hins auma verðs sem væntanlegt er fyrir saltkjötið. Þeir landsmenn, sem ekki hafa tök á að flytja kjötið út frosið, ■ eiga um tvo kosti að ræða. Annan að salta kjötið og sæta því verði sem fyrir það fæst þannig er- lendis. Hinn er sá, að bjóða kjötið á innlendum markaði. Segir það sig' sjálft, að þeir velja fremur síðari kostinn ef von er um að bera eitthvað meira úr bítum á þann háítt. Méð þessu lagi eru þvi lítil takmörk sett, hvað lágt inn- Jenda verðið getur komist. Þessu vandræða framboði varð ekki bægt frá nema með opin- berum ráðstöfunum, en slíkar ráðstafanir var óhugsandi að gera nema nokkurt tillit væri jafn- framt tekið til allra aðila. Vernd á innlendum markaði var nauð- synleg, en hana var tæplega liugs ■ anlegt að fá nema eifthvað væri látið í staðinn. Við sáum ekki aðra #leið en verðjöfnunartillag til þess að bæta þeim að nokkru, sem að saltkjötsmarkaðinum búa, ' þeirra óhæfilega lága verð, og' síst I méð bráðabirgðalögum, en sjái Al- þingi og ríkisstjórn fært að taka þá verðjöfnun á ríkissjóðinn, verð ur það eflaust vel þegið af öll- um kjötframleiðendum. i Við getum ekki sjeð, að verð- jöfnunartillagið sje neinn óeðli- jlegur ska'ttur á framleiðslu þeirra ! er á innlendum markaði selja. Með J lögunum er einmitt verið að g'era þeim mögulegt, að ná sæmilegu ! verði fyrir afurðir sínar gegn því, | að þeir leggi dálítið af miirkum til hinna sem lakasta erlenda | markaðinum verða að sæta, svo • þeir bjóði ekki kjöt sitt iuúan- Jlands alt niður í bað verð, sem jvon er á fyrir saltkjötið erlendis, og eyðileggi þar með allan kjit- markað í landinu. Vi 1 ji menn lesa lögin og' reglu- gerðina munu þeir sjá, að tilgang- ur laganna er sá, að tryggja þeim sem á innlenda markaðinum selja. noklcru betra verð en von er um á erlendum markaði, enda er það beint, tekið fram, að verðuppbót á útflutt kjöt megi ekki verða svo liá, að nettóverð þess verði henn- ar vegna fyllilega eins hátt og j nettóverð sömu tegundar af kjöti seldu á innlendum marltaði, og er jnettóverð talið það verð sem fram- I leiðandi fær fyrir kjötið á slátr- , unarstað. Eklci er heldur ætlast til þess, að verðjöfnunartillagið verði ' notað til þess að bæta verð út- flutta saltkjötsins svo mikið upp, ! að það verði uppbótarinnar vegna ' eins liátt og verð útflutia freð- I kjötsins, heldur skal það sem eft- ir kann að verða í verðjöfnúnar- j sjóði þegar búið er að bæta þessi |Verð upp í eðlileg hlutfÖU, nötað t.il uppbótar á öllu seldu kjöti þannig, að sá verðmismunur sem nefndin hefir ákveðið raskist ekki Kjötverðlagsnefndina skipa nú 2 fulltrúar framleiðenda, 2 fulltrú- ar neytenda og oddamaður skip- aður af landbúnaðarráðherra. Er ; þar því ekki um að ræða yfirráð neins einstaks aðila. Vonandi iekst henni að haga ákvörðmunu sínum svo, að allir megi við una, bæði seliendur og kaupendur, eu þar á nefndin intanlega mikið vandaverk fyrir höndum, þar sem hún á nákvæmlega sömu erfið,- leika við að etja, sem altaf hefir fylgt verðákvörðun á innlendum markaði sem sje þá, að verða að lang mestu ieyti að geta sjer þess til, livaða verð fáist fyrir kjötið erlendis, þegar innlenda verðið má til að ákveðast. Munum við svo ekki taka frekari þátt í opinberum umræðum um þetta mál nema sjerstakt tilefni gefist til, en óskum þéss eindreg- ið að ráðstafanir þessar fái að sýna það í framkvæmdinni hvort þær vinna gagn eða ógagn, áður en þær eru dæmdar áfellisdómi. Reykjavík, 30. ágúst 1934. Helgi Bergs. Guðmundur Jónsson. Dánarminning. Hinn 12. jan. síðastliðinn and- aðist að heimili sínu, Minni-Vog- um í Vatnsleysustrandarhreppi, merkisbóndinn Klemens 'Egilsson, 89 ára að aldri. , Klemens var fæddur í Austur- koti í Vogum, 31. okt. 1844, voru foreldrar Jians Egill bóndi Hall- grímssdn í Austurkoti, prests í Görðum á Akranesi, Jónssonar prests og stiftsprófasts á 'Staðar- stað, er var bróðir Skúla Magnús- sonar fógeía. En móðir Egils Hallgrímssonar var Guðrún Egils- dóttir frá Njarðvík, systir Svein- bjarnar rekfors Egilssonar á Bessa stöðum. Móðir Klemensar var Þuríður Klemensdót'tir frá Stapa- Jioti í Njarðvíkum, Sæmundssonar, Þórðarsonar frá Stóru-Seilu í Skagafirði af ætt Hrólfs hins sterka. , Klemens ólst upp hjá foreldr- um sínum og var hjá þeim til þrítugsaldurs að hann giftist Guð- riinu Þórðardóttur frændkonu sinni frá Stapakoti í Njarðvíkum og' byrjaði þá búskap í Minni-Vog- um. Konu sína misti hann árið 1914. Klemens ólst upp við sjó og tók sem unglingur þátt í öllum sjávar- verkum. 17 ára að aldri byrjaði Jiann formennsku á bátaútveg föð- ur síns, en á sumrum stundaði hann handfæraveiðar á dekkskip- inu Hafrenning, er faðir hans átti í fjelagi með öðrum Vogamönnum. Árið 1863 keypti Egill faðir Klemensar skonnortuna „Lovísa“ 40 smál. að stærð, voru yfirmenn fyrst dansldr en 1870 tók Klem- ens við skipstjórn á henni og var með það skip til 1878. Árið 1880 keyptu þeir feðgar enn skip, skonnortuna Ane Ma'thiJde og var þá Ari bróðir Klemensar skip- stjóri með það, því þá var Klem- ens farinri að búa í Minni-Vogum. Þrítugur að ald-i e'“ ' á-ið 1874 fóru þau lijórii'i, Klemcas; og' Guð- rún að búa sem fyr segir. Varð heimili þéirra strax stórt og mann margt, því ærið var starfað bæði að jarða- og húsabótum, en eink- uin var það þó útvegurinn til sjávarins sem rekinn var í stórum stíl bæði á smærri og stærri skip- um. Rausn miliil var á Öllum heim- ilisbrag þeirra hjóna, enda dvaldi fólk, bæði vinnufólk og sjómenn þar árum saman jafnvel svo tug- um ára skifti, og hafði Klemens jafnan úrvalalið við ix'tiveg sinn. Rjett fyrir 1900 keypti Klem- ens kútter „EgiT‘ um 80 smál. að stærð og g'erði harin út rim nokk- ur ár, en seldi hann svo til Reykja víkur. Átti Klemens ekki við stór- útgerð eftir það, en gerði iit stór- a» áttæring og var sjálfur m'eð liann þar !tjl hann hætti róðrum og var hann þá búinn að vera for- maður í 50 ár og hafði aldrei neitt orðið að á skipi lijá honum, svo 0 lánsamur var liann, ' samfara _ hyggni, aðgæslu og góðri stjórn, og aflasæl] var hamr ætíð í besta lagi. Þau Klemens og Guðrún eign- uðust 6 börn (dó hið fyrst* ungt) og þessi komust upp: Egill, skip- stjóri, bjó lengi á ísafirði en síð- ast í Narfakoti í Njarðvíkum og dó þar 1918; Þórður, stud. real., bóndi í Minni-Vogum (dó 1933) ; Sæmundur, giftur Aðalbjörgu Ingi miindardóttur, býr á hálfri jörð- inni Minni-Vogum. Elín gift Birni Bogasyni, bókbindara íReykjavík; Þuríður gift Kristmanni Runólfs- syni hreppsnefndaroddvita og bónda á Hlöðversnesi á Vatns- leysuströnd. Oll börn sín, þau er upp komust, settu þau lijónin til menta, eftir því, sem livert þeirra óskaði sjer til síns æfistarfs. Samfara liinni miklu atorku til sjós og lands, s'tjarfaði Klemens að ýmsuiii opinberum málum. í hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- lirepps sat hann um 30 ár og var oddviti nefndarinnar um nokkurt skeið. Einnig var hann sýslunefnd- armaður um nokkur ár. Naut hann til alls þessa trausts og virð- ingar sveitunga sinna. Með ráðdeild og dugnaði gúædd ist Klemens fje svo að hann varð með ríkustu mönnum sveitar sinn- ar enda lagði hann drjúgan skerf til liennar í gjöldum, þar sem hann að jafnaði var með hæstu gjaldendum og' liæstur og kvart- aði aldrei undan. Klemens lagði mikið til hinna almennu mála bæði sveiúar og landsmála meðan heilsa entist. Trúmaður var Klemens og Jdrkjurækinn, méðan lieilsa leyfði og jafnan voru húslestrar lesnir bæði lielga daga og' aðra tíma er lestrar eru tíðkaðir. Klemens lifði langan dag, ef svo mætti að orði komast, dag, sem ekki var liinn sami að morgni og kvöldi. Ævi hans var tími um- brota og byltinga á öllum svið- um, bæði livað snertir verklegar framkvæmdir og svo stjómarfars- lega. Landið losnar úr margra alda viðjum pg verður að lyktum frjálst. Sjávarútivegurinn með opn um bátum með ljelegum seglaút- búnaði og litlum dekkuðum smá- skipum illa löguðum til siglinga þó þeim eigi að síður væri milcið boðið, -r— breytast í stór skip, vel útbúin og liraðskreið og að síð- ustu í vjelskip með öllum ný- tíslcunnar útbúnaði að veiðarfær- um og öðru. Jarðræktin er lítil var og engin með ljelegum verkfærum breytist svo með vjeltækni og' dugnaði að þar, sem áður var auðn er nú akur, og byggingarn- ar úr smáum torfbæjum í reisu- Je g>timbur- og steinhús. ' að 6- gleymdum hinum miklu framför- um á sviði samgangnanna. Og með þessu fylgdist Klemens svo vel, að ef hann var ekki altaf samferða, þá Var hann heldur á undan. Þökk fyrir starf þitt í þágu sveitar, lands og lýðs. Samskot til jarðskjálftafólksins. Greinargerð sýslumannsins í Rangárvallasýslu. Hjermeð bið jeg Morgunblaðið að birta eftirfarandi áskorunar- skjal og skilagrein: „í Morgunblaðinu 5. þ. m. birt- ist ávarp til almennings um það, að kefjast handa um fjársöfnun, til þess að draga úr því eignar- tjóni og böli sem fjöldi fólks í Eyjafirði og víða norðanlands, liefir orðið fyrir af völdum stór- fenglegra jarðskjálfta, er þar liafa yfir dunið síðustu dagana. Það sæti illa á Rangæingum, að sitja lijá' við þessa fjársöfnun. Vjer höfum sjálfir orðið fyrir samskonar áfalli bæði fyrir og eftir síðustu aldamót, og nutum þá hjálpar góðra manna víðsvegar að. Viljum við undirritaðir því hjer með skora á samsýslunga vora að gjalda nú líku líkt, og sýna hlut- tejniingu með því að rita nöfn sín á þenna lista og leggja eitthvað af mörkum til lijálpar, liver eftir sinni getu. Viljum vjer biðja presta og' hreppstjóra að skifta með sjer verkum, liver á sínu svæði, og láta samskonar lista gang'a og veita samskotunum móttöku, er þeir síðan geri sýslumannin- um í Rangárvallasýslu*grein fyrir, Efra-Hvoli, 6. júní 1934. ( Björgvin Vigfússon, sýslumaður. i Sveinn Ögmundsson, Jón Gíslason, prestur. oddviti. Samskotin liafa orðið úr hrepp- unum, sem lijer segir: Ásahreppur kr. Holtahreppur Landmamialireppui' — RangárvaJlahreppur — Hvolhreppur Fljótshlíðarlireppur. V.-Landeyjahreppur — A.-Landeyjahreppur — A.-Eyjafjallahreppur ^ — V.-Eyjafjallahreppiir — _ Samtals kr. 2589.80 Fje þetta hefir verið afgreitt þannig: 1. Með brjefi mínu til forsætis- ráðh. dag's. í dag kr. 2167.30 2. Til Mbl. ráðstafað af Bjarna Jónssyni dómk.presti, af til- lagi Landmanna — 422.50 Samtals kr. 2589.80 Skrifstofa Rangárvallasýslu, 27. ágúst 1934. Björgvin Vigfússon. Samband við aðrar stjörnur. /ikadeniíið franska liefir nýlega fengið y2 miljón franka í arf eft- ir gamla konu. Er gjöfin æt.luð til þess að akademíið beiti sjer fyrir því að samband fáist við lífverur á öðrum stjörnum. Er mælt að engin ákvörðun liafi enn verið tekin um það, Jivaða aðferð skuJi nota til þess að koma sam- bandi þessu í kring. 327.00 156.00 432.50 310.80 268.00 259.50 307.00 164.00 210,00 155.00 « X.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.