Morgunblaðið - 06.09.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1934, Blaðsíða 8
B MORGUNBLAÐIÐ CONSTANCE BENNETT HELDUR HÖRUNDI SÍNU SYO MJIJKU MEÐ HINNI VÆGU, ÖRUGGU LUX TOILET SÁPU. „>Ijer reyuÍMt Lux Toilet hmpun á^æt; hún er sjerstnkleBa fyrir viftkvjnnt höruud“ segir hin yndislega CONSTAIMCE BENNETT frá. R. K. O. Pictures. Constance Bennett og 704 af 713 aöal kvikmyndastjörnunum í Hollywood og Englandi nota Ltnc Toilet sápu „vegna þess a6 hún held- ur hörundinu sprungulausu, unglegu og mjúku“, segja þær. Hún hreinsar til fullnustu, en samt mjúk. Lux Toilet sápan eftirlætur engan sviðá; aöeins hreinustu efni eru í henni. Hún er örugg fyrir viökvæmt andlitshörund yöar. Reynið hana einnig sem baðsápu. Hún gefur, jafnvel í hörðu vatni, feitt os ríkulegt löður, sem á svipstundu hreinsar öll óhreinindi úr svitaholunum. -- VBitlt5 hörundi‘ yðar regluiega þessa öruggu og þægilegu umönnun. Fáið eitt stykki hjá kaupmanni yðar í dag. LUX TOILET SOAP X-LTS 289-50_ _lever brothers limitep, pqrt sunlxght, england Þetr sem ganga best klæddir K Nýkomin til vinnu. Hægur - djúpur svefne. Vinnan leið og: erfið, strax frá Byrjið ná þegar að taka Svefninn verður hedlbrig-ður og ' byrjun. Ovomaltine á kvöldin. djúpur. Þegar þjer vaknið er þreytan horfin, en í hennar stað / komið starfsþrek . Vaknið þjer þreyttir? |MHp • OVOMALXINE veilir staffsþrek og heilbrigðan swefn. Ef svefninn veitir yður ekki þá hvíld, sem skyldi og þreytan segir til sín áður en þjer farið á fætur, og ef skapið er styggt og engin íöngun til vinnu, er eitt ráð til, sem breytir þessu, „0V0- MALTINE“. Hversvegna? Það er ekkert deyfilyf, er svíkur i áður en yfir lýkur. Einmitt þess vegna er það ráðið. Það eyðir ástæðum svefnleysis og þreytu. Færir yður kyrð og þægindi í svefni. Það er fundið upp af Dr. G. VVander í Bern, til þess að útrýma nautn deyfislyfja. Það er bragðgóður drykkur, sem framleiddur er við útdrátt úr bestm næringarefnum og er svo kjarnmikið, að< einn einasti bolli inniheldur meiri nær-- ingarefni en 4 bollar af kjötseyði með- eggjum. Það flýtir einnig fyrir neytslu. annara næringarefna og bætikraftur þeSs . styrkir allan líkamann. Að þessu öllu.; fengnu, kemur svefninn — djúpur og; hressandi. Kaupið Ovomaltine í dag. Notkunarreglur; Hrærið Ovomalt- ine út í volfjri mjólk eða vatni og rjóma, en þó aldrei sjóðandi. Snðan eyðileggur fjörefnin. Bætið í sykri eftir vild. OVOMíIlXlHB FÆST í LYFJABÚÐUM OG VERSLUNUM eru i fötum frá Arna & Bjarna. Guðjón Jónsson Vatnssfíg 4. umboðsverslun Simi 4285.. SYSTURNAR. 16. framan sig og leit út eins og hindberjalímónaði. — Pabbi hefir að vísu nóg, en. . . . jeg verð heldur að segja yður það seinna. Og það er ekki nema gott, að kona getrunnið fyrir sjer og þurfa ekki að vera neinum háð. — Móðir yðar hlýtur að vera ágæt kona. — Jeg vona bara, að henni lítist ved á mig, sagði Lotta og setti upp kvíðasvip eins og skólastelpa. Jeg bað um blöð og reyndi að lesa þau, en mjer tókst ekki ann- að en það að láta þau gleyma nærveru minni, því vitanlega komst jeg ekki hjá því að heyra hvert orð, sem þau sögðu, hvort sem þau vildu eða ekki. — Hvað ætlið þjer eiginlega að verða? spurði Lotta. — Það vil jeg alls ekki brjóta heilann um, svar- aði hann. Eftir fjóra mánuði í síðasta lagi, á jeg að fara í ófriðinn, og hver veit hvort jeg kem nokk- urn tíma aftur. — Eftir fjóra mánuði getur ófriðurinn verið bú- inn. Og þjer komið áreiðanlega aftur. Eruð þjer hræddur við að fara? — Hræddur? Það var dálítið annað mál. Jeg var hræddur við lexíurnar mínar í skólanum. — En hvað þá? — Jeg veit ekki hvað jeg á að kalla það. En hugs- ið þjer yður bara: jeg hefi aldrei á ævi minni sjeð sjóinn. Jeg hef aldrei flogið. Fyrir mánuði náði jeg fyrst í skáldsögu eftir Dostojefski — og kannske kemst jeg aldrei svo langt að lesa þær allar. Og nú í fyrradag...— hann þagnaði og lækkaði síð- an róminn svo jeg gat varla heyrt hann, en jeg í- mynda mjer að hann hafi sagt:! — Og í fyrradag kyntist jeg yður. Því næst þögðu þau bæði ofurlitla stund og jeg ímyndaði mjer, að þau sætu og horfðu hvort á ann- að með augnaráði, sem jeg hefi oft sjeð hjá ást- fangnu fólki á sumarkvöldum í járnbrautarklefum, þegar það er að koma úr sumar-skemtiferðum sín- um. Og jeg varð hissa — eða mjer varð rjettara sagt ilt við — þegar jeg heyrði Lottu segja með alveg óbreyttri rödd: — Og hvað ætlið þjer að vera þegar þjer komið aftur úr ófriðnum? — Það veit jeg bara alls ekki. Og hvað meinið þjer eiginlega? Hvaða lífsstöðu jeg ætli að ná mjer í til að græða fje á? Ef um það er að ræða, er mjer hjartanlega sama, hvort jeg verð veitingaþjónn eða málafærslumaður. Jeg vil bara ekki vera neinum til byrði. — Þjer eruð þá eins og móðir yðar? — Já, hún hefir alið mig þannig upp. En hvað jeg vil verða-----það er alt annað mál. Nei — þjer skiljið það ekki. Jeg vil gjarna vera maður, sem skilur alt og getur hjálpað. Jeg veit vel, að þetta lætur í eyrum eins og vitleysa. Fyrir — fyrir ófriðinn — ætlaði jeg að gefa mig að hljómlist, af því að það er eina starfio, sem jeg hefi hæfileika til. En það er jeg hættur að hugsa um. Menn eins og Beethoven, Mozart og Bach, hafa verið til, og samt liggja þjóðirnar í ófriði þar sem hver myrðir annan. Það vildi jeg gjama geta skilið. Mig langar til að leggja stund á sagnfræði, pólitík og sálar- fræði. Og hagfræði------það er nú kannske nauð- synlegast af öllu. Hvers vegna sumir eiga að vera ríkir og aðrir fátækir — það gæti verið gaman að geta skilið það, og líka hitt, hvers vegna þeir fá- tæku gera það, sem þeir ríku vilja, að þeir geri. En það eru til svo margar aðferðir til þess að ganga að þessu efni — maður getur tekið trúarbrögð eða heimspekina eða heimsmynd efnishyggjunnar og : reynt þannig að finna lausn gátunnar, og nú veit jeg ekki hvaða stefnu jeg heyri til, því nú er alt í þann veginn að leysast upp og allir miklir andar,. hvaða flokki sem þeir fylgja..... Alt í einu heyrðist ný rödd við borðið: — Ekki nema það þó, Martin, að maður skuli hitta þig á kaffihúsi! Jeg lagði frá mjer blaðið og starði á unga manninn, sem hafði staðnæmst hjá Martin,. eins og hann væri afturganga; svo mjög líktist hann honum. Rjett eins og þeir væru tvíburar eða hvor annars tvífari. — Ætlarðu ekki að kynna mig dömunum? spurðiii hann, en beið samt ekki eftir því að Martin kæmi því í kring, — heldur sló hann saman hælum og hneigði sig kurteislega á hermanna vísu fyrir Lottu og mjer. — Hellmut von Ried, sagði hann. Hann var ef tiL vill enn þá grenri en Martin, en það var samt ekki víst, því í stað grófa hversdagseinkennisbúnings • fótgönguliðsins, bar hann fínan spari búning laut- inants í riddaraliðinu. Hann spurði mig afar kurt- eislega, hvort hann mætti setjast og áður en jeg hafði fengið ráðrúm til að svara, hafði hann sest hjá Lottu, og hann var ekki fyr kominn í sætið en hann' stakk upp á því, að við færum eitthvað annað. . — Komið þið niður í City Bar! Hjer er ekkert hægt að fá, sem drekkandi sje. Og þar er líka pí- anoleikari — og það er kall, sem getur spilað.--- Hafið þjer ekki gaman af músík? spurði hann Lottu. — Nei, flýtti hún sjer að svara, og jeg verð fegin,.. þó það væri ekki sem sannast. Mjer leist alls ekki á þennan Hellmut, enda þótt hann hefði samskonar • falleg augu og Martin og eins hraustlegan litar- - hátt. — En munnur hans var minni og einhverjir -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.