Morgunblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1934, Blaðsíða 6
V Melónur, Vínber, Matarepli, Bananar. >euu*mdí Nýlt Hvammstanpa kiOt lifur, hjörtu og svið. Kjðtbúi Reyfejavíknr Sími 4769. i iJ.yrrH =1 -m ETrrt|HCE3 Sððln Vegna þess, hvað veður hefir tafið uppskipun, fer skipið ekki fyr en þriðjudag- inn, 11. þ m., kl. 9 síðd. MORuliN BLAÐlf) «W*»i klst., en hefir dauðann í för með sjer að 36 klst. liðnum. Þessa til- raun gerði jeg á tveimur gemling- um á Hofi í Húnavatnssýslu síð- astliðið vor með þeim árangri, að jeg tel víst, að hjer sje1 ekki um Louping ill að ræða. Lækningar. Alment.er álitið, að riðan sje ólæknandi sjúkdómur, þótt margra ráða hafi verið leitað- Veit jeg þó af nokkrum sjúkling- um sem læknast hafa, eða að minsta kosti náðu hata eftir lækn- ingatilraunir mínar. Hefi jeg þá aðallega notað ísbakstra á höfuðið og Hexamethylentetramín til inn- gjafa. f sept. 1933. Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir. Bitrasta vopnið í baráttunni við sára skeggbrodda er: Heildsala: Magnús Stefánsson. Sími 2946. Nýtt dilkakföt og- fjölbreytt grænmeti. Verslunin Kföt & Fiskur Símar: 3828 og 4764. lifur og hjörtu oar nýr mör. Herðiibrelð, Fríkirkjuveg 7. — Sími 4565. tfBrðlðfnunarskatturlnn. Eiún aðal kjarninn í hinum nýju skipuíagsiögum s: jórnarinn ar, er hi.11; svonefndi vei'ðjöfnun- arskattur. Virðast höfundar þess- ara laga ekki hafa sjeð annað ráð heppilegra til að greiða fyrir sölu á iandbúnaðarafurðum innan lands,; en slíkar forsendur eru hin hlægilegustu öfugmæli, því það mnn sannast að þessi verðjöfnun- arskattur mun einnngis verða til að tefja fyrir greiðum viðskiftum og er auk þess hið argasta rang- læti. Það er með öllu ótrúleg kenniiig að með margskonar höftum og tollmúrum milli einstakra hjeraða sje hægt að greiða fyrir nokkrum viðskiftum, enda munu höfundam- ir ekki lengi verða frægir af þessu rnáli, þó ýmsir vilji nú eigna sjer af því heiðurinn, Þessar óeðli- legu hömlur á frjalsum viðskiftum inhánlands munu óefað skaða bændastjettina stórlega og' vitan- lega þá helst, er verða fyrir hinum rangláta framleiðslnskatti. íslenskir bændur ern vanir að mæta ýmiskonar árbrestí af hendi náttúrunnar, og sjá á ýmsá lnnd eyðileggjast erfiði sitt 0g afía- vonir. En slíkum húsifjum hafa þeir ekki húist við og varla átt þeirra von af stjórn, sem þykist vera að hlynna að hag bænda. Þessi skaftur 0 g væntanlegur mjólkurskattur á að liggja þyngSj; á nærsveitum Keykjavíkur og' svo nátturlega Reykjavík sjálfri. En því engn líkara en meiningin sje að leggja landið í auðn næst Reykjavík, enda hefir heyrst eft- ir þeim haft, að nú eigi að fara að verða best að búa sem fjærst Reykjavík. Yæri fróðlegt að heyra 1 \ aðo ávinningnr það á að vera fyrir þjóðfjelagið. Ekki mun þetta reynast ráð til að halda fólkinu í sveitunum, því fólksstraumurinn til þæjanna er cngu síður úr þeim sveitum, sem næst þeim liggja. Þegar nú hinn nýi skattur bætist á aðra örðug- leika, þar sem annars staðar, f;r viðbúið að losni um margan þónd- ann; ennþá er öll önnur atvinna frjáls, og auk þess hlynt að kjör- um verkamanna. Mun því breyt- ingin til að leggja niður búskap- inn og leita sjer annarar atvinnu vaxa að mun. , Ef bóndinn heldur áfram að stunda búskap í námunda við Reykjavík, er hann ekki frjáls að versla með afurðir sínar og er eltur með framleiðsluskatti, sem tekur af honum alla von um arð af búrekstrinum. En ef hann hætt ir við búskapinn verður fyrir hon- um sjeð með atvinnubótum. Eng'- inn fær rýrari laun en bóndinn. Þetta á alveg eins við um bænd- ur í nágrenni Reykjavíkur. Uhga fólkið flýr atvinnuveginn af þess- um sökum. Því virðist betri skil- yrði til að komásf áf í Réykjavík eða öðrum bæjum, og svo snýr það baki við bændastöðunni. Jeg þekki ekki nokkurn bónda hjer úr nær sveitunum, sem flutt hefir Ul Reykjavíkur og stundar þar verká manuavinnu, sem ekki álítur, að hann hafi hreytt um til batnaðar. Þess vegna gremst mjer kárlega þessi óviturlega ráðstöfun. Maður hjelt að fremur þyrfti að bæta hag bændanna, hvar serií er á landinu, en að íþyngja þeim stór lega með sköttum og' ófrelsi. Það hafa heyrst um þáð raddir á síðari árum, að skiþuleggjá þyrfti sölu á landbúnáðarafurðúm innanlands, en vitanlega var það ekki þetta, sem vakað hefir fyrir mönnum. Ef framleitt er meir én miirkaðurinn þoljr og hægt er að hagnýta til ncyslu heirna, er vitan- lega eina rjetta réðið að takmarka framleiðsluna, því það er ekki eins og ekkert kosti að framleiða kjöt og mjólk. Aukin framleiðsla kpst- ar fje og erfiði, ekki síst hjer á landi. Það er því beint að sóa erfiði til einskis gagns af fram- leitt er meír en kemur að fullu 'gagni. En það sem fram yfir er gerir búskapi'nn óvissan, veldur hættu á fóðurskorti, og er hvern- ig sem á er litið euginn ávinn- ingur, en getur valdið, marghátt- uðu tjóni. Enn ef haldið er áfram þá braut sem mörkuð er með verðjöfnunar- skattinum, eru menn hvattir til framleiðslu, þar sem ekki eru skil- yrði fyrir hendi að hún geti borg- að ,sig, á kostnað þeirra sem hafa markað fyrir framleiðslu sína. Með því verði sem var á kjöti í fyrrahaust nemur skatturinn 1 kr. á kroþp, sem vegur 12y2 kg. Bóndi sem leggúr inn 100 lömb greiðir því 100 kr. eða 10 lamha- kroppa. Skatturinn er því áém næst 10%;'éh verði verðið lægraj á kjötinu, hækkar þessi hundraós- tala af því skattifriVin er þyhgdar- tollur. , Því er haldið fram að bæjamenn greiði þennan skatt, en hann mun áreiðanlega líka koma niður ; á, bændum, því svo best verður kjötið keypt að verð þess sje ekki; miklu hærra, en verð annara mat- væla. Það er ekki luegt að segja/ bæjarhúum að kaupa kjcitið hvaða verði sem er, heldur takk: markast kjötverðið af kaúpmgétti bæjabúa og af verði hliðstæþra matvæla. Það er því méð ollu rangt að altaf verði hægt: I að hækka kjötverðið um þéhmah' toll, hann drégst vissúlegá líká af verði því, sem bóndinn fær fyr- ir kjötið. , Hjeruðin hjer sunnanlands hafa búið við þau hlunnindi að hafa nærtækan markað og hefir verð- lag' á jörðum þróast nm aldir eftir því, og kaupgjald er hjer nokkru hærra. Menn hafa því orðið að láta nokkuð fyrir þessi hlunnindi og óygt á þeim framkvæmdir sínar, og verða því fyrir óbærilegu tjóni ef þau eru frá þeim tekin eða gjörð verðlaus. Það er heldur alls ekki víst, að annars staðar á landinu sjeu Dansikemlun verður halclin að Hótel Tryggvaskáli, sunnudaginn 9. sept. n. k. og hefst kl. 4 e. m. Góð músík úr Reykjavík. waw&NNm^tx*i03u«3%nei Grand Hótel er ein þeirra bóka, sem farið hafa sigurför víða um heim á ör- skömmum tíma. Þegar bókin var þýdd á ensku, var hún dæmd besta bókin, sem út kom á ensku þann mánuðinn. Höfundur bókarinnar, Vicki Baum, er snillingur í því, að lýsa ungu fólki, eins og það er nú á dögum. ekki önnur þau verðmæti, sem hjer vantar og gera búskapinn alt að einu arðvænlegan þar; t. d- er hjn qstöðuga veðrátta hjer mjög tilfiimanlegur hnekki fyrir góða afkomu hjá bændum. Sigúrður heitinn ráðunautur ferðaðist manna mest um landið; hann sagði að hvergi á landinu þyrftu bfcndur að leggja að sjer eins öiikla vinnu og á Súðurlandi. Allir þekkja rigningarnar og stríðið við óþurkana. Varla kem- ur nokkurt sumar svo að ekkiverði mikið af ' heyféngnum ónýtt af þeim sökum. Ekki hefir ennþá veríð stungið upp á að jafna þann halla með því, að láta norðlenska hændur senda grænt hey til Suð- urlands- fyrir ekki neitt, eða jafna mismun á kroppþyngd dilka í Þingeyjarsýslu og' í Flóa, eða að jafna búskapinn á jörðunum, með því að láta slægjuhóndann fá snögglendisbóndanum nokkuð af heyfeng sínum. Þetta er þó ekki meiri f jarstæðá'en annað í þessari lagasmíð. r ai iMest af kjöti lágsveitanna á Suðurlandi r og á Suðurnesjum yéi'ður v.egna rýrðar 2. og 3. fl. kfot, og ér því mjög verðlág't. Þó' eiga bændur þar að greiða uppbót á kjöt Þingeyinga, sem er miklu vænna og verðmeira, því peié fá vitanlega altaf mikið hærra verð fyrir lömh sín, sem végá úpp undir 20 kg. kroppurinn inófi 6—10 kg. hjá hinum. Ástæð- ajl ér fyrst og fremst sú, að landið er bert og g'róðurlaust og útvatn- að af rigningum og hrakviðrum. 31. ágúst. Tndriði Guðmundsson. í mestum metum. Bókasafn í Englandi liefir lát- ið börn greiða atkvæði um, hvað þeim þætti mest gaman að lesa, til þess að kynnasf, smekk barna á bókmentum. Það kom þá í ljós að Robinson Crusoe er stöðugt nr. 1. Næst kem- ur Kofi Tómasar frænda og' nr. 3 Davíð Copperfield. Fer<5ir Akurneslnga milli Akraness og Reykja- víkur og m.s. Fagranes. Um langan aldur hafa Akurnes- ingar haft mikil viðskifti við> Reykvíkinga, og' haldið uppi stöð- ugum ferðum þar á milli, jafn- framt því sem Akurnesingar hafa ferðast til Reykjavíkur, til ýmis- konar innkaupa fyrir sig, hafa þeir selt þangað, bæði hinar j þjóðfrægu kartöflur sínar, og svo ’ allskonar sjófang. Hafa þessar ferðir Akurnésinga, og viðskifti við Reykjavík stöðugt farið vax- andi eftir því sem fólki hefir fjölg^ ! að á báðum þessum stöðum. Fyrst I voru þessar ferðir farnar á opn- um bátum, og mun ekki lengra síðan en um 30 ár, að sá skipa- kostnr var lagður niðnr til þess- ara ferðalaga. Þó ekki sje löng sjóleið milli Akraness og Reykja- víknr, þá má fullyrða það, að oft munu menn hafa orðið að híða byrjar langa tíma, og lent, í slæm- nm hrakningum, þarna á milli með: opnum bátum að skipakosti, og: meira að segja urðu á þeim ferð- um mörg og stór slys. Fyrir um 30 árum verður sú j breyting, að þá eru fyrstu mótor- fiskibátarnir keyptir til Akraness, og þá verða þeir skipakostur Ak- urnesinga á ferðum þeirra milli Akraness og Reykjavíkur. Sú hréyting' var stórt framfaraspor,. og til mikilla bóta. Og þá fara líka þessi ferðalög hraðvaxandi, því með mótorbátaskipastól Akurnes- inga hefst ,þar nýtt framfara og- vaxtartímahil. Með framúrskarandi dugnaði til allrar sjómennsku, og hirðusemi með báta sína, hefir Akurnesing- um tekist að láta útgerð þeirra hera sig, og verða lijá þeim hlóm- legan atvinnuyeg. í sambandi við það, hafa og viðskifti þeirra við Reykjavík vaxið síðustn árin, og mnn suma tíma ársins að minsta kosti haldið uppi daglegum ferð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.