Morgunblaðið - 21.09.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.09.1934, Blaðsíða 5
I MORGUNBLAÐIÐ ■ spuni frá rótum, að Sig. Kr. hafi skaðað bæinn um 50 þús. kr. Það, sem gérst liefir, í málinu ■ síðan bærinn samþykkti að nota forkaupsrjett sinn er það, að Sn. fet. og Sig. Kr. hafa krafist þess að þeim verði útlagðar fasteignir þ>ær eftir mati, sem forkaups- rjettur bæjarins nær ekki til. Enn- fremur .hefir fulltrúi Hanclels- þankens N. P. Christensen tilkynt oddvita bæjarstjórnar skrifléga, íið liann líti svo á, að forkaups- rjettur bæjarins nái ekki yfir sjálfar verksmiðjuvjelarnar og heðið bæjarstjórnina að seínja heint við Handelsbanken viðvíkj- ■ andi útborgun á vjelunum. Er því •alt útlit fyrir að úr þessu geti orðið málaferli og' óvíst um enda- lokin. Mun þá tíminn skera úr því hvor leiðin var happadrýgri fyrir bæjarfjelagið, sú sem við Sjálfstæðismenn vildum velja eða hin sem þeir sjömenningarnir fóru. — Einn af bæjarfulltrúum Siglu- fjarðar, sem oft hefir farið til Reykjavíkur á bæjarins kostnað, keypti i einni slíkri ferð, síðast liðið vor, fyrir eigin reikning, :án þess að bæjarstjórn vissi um, lóðir nokkrar norður á Siglufirði, «r bænum var nauðsynlegt. að •eignast. Kaupverðið var kr. 4.500.00. 1 alt sumar hefir sami fulltrúi verið að reyna að selja 'bænum lóðir þessar fyrir kr. 13.500.00. Alítur Reýkjavíkur-útgáfa Tím- aps, að eigi sje hægt að heimfæra. þetta undir „stór hneykslanlega framkomu" og „misnotkun á að- •stöðú“? Jeg efast ekki um, að heimildai’maður Reykjavíkur út- gáfunnar, Þormóður Eyjólfsson, bæjarfulltnii, muni g’eta upplýst fblaðið um h'ver hjer á í hlut.. P.t. Reykjavík, 18. seþt. 1934. A. Schiöth. (bæjarfulltrúi). Beinagrindur Rollants og kappa hans fundnar í Roncival. Arið 778 fell ein af hetjum Katis mikla, Rollant greifi, í or- ustu, sem háð var í RonceVaux, •eða Roncival skarðinu í Pyrena- fjöllum. Sagnfræðingar segja, að hann og kappar hans hafi þá bar- ist við baskiska ræningja. En þjóð sagnir herma, að þeir hafi fallið í bardaga við öflugan serkneskan her, og xxt af því hefir hið nafn- kunna Rollants-kvæði verið orkt. Núna fyrir skemstxx átti að reisa Rollant minnismerki í Roncival- :skarðinu, en þegar nxenn voru að grafa fyrir undirstöðu þess, 'komxx þeir niðxxr á 12 beinagrind- ur, senx lágu hlið við lilið. Segir •svo í sxmskeyti um þennan fund, að beinagrindxxrnar sýni það glögt, að mennirnir liafi verið óvenju- lega háir og þrekvaxnir. Hyggja nxenn að þai'ixa lxvíli Rollant og 'kappar hans, og eru margir vís- indamenn farnir þangað suður "eftir til þess að rannsaka þenna fund. Dómarinn :Þjer fáist áreiðan- lega við ljósfælin störf — Já, herra dónxaiú, jeg fram- kalla Ijósmyndir. Helgi Scheving stttd. jar. Fæddur 8. mars 1914. Dáinn 8. september 1934. Svipleg eru þau örlög, sem svo brátt vega, svo djúpt höggva, svo mikið leggja að velli. Fallin er glæst æska, mik- ið atgervi, óvenjulegur dreng- skapur, hreinskilni, einurð og áhugi, sem vart áttu sinn líka. Sá ágæti drengur, sem úr stóx'- um hóp átti mesta djörfung og mest þrek til baráttu fyrir hvei'j um góðum málstað, hefir sjálf- ur oi'ðið að hníga óvígur í dög- un lífs síns. Og verð'ur í dag boi'inn til grafai'. Miklir di'aumar og nxiklar vonir hverfa í dag í þá djúpu gröf. Tvítugur að aldi'i hafði Helgi Scheving markað þau spor, sem bera þess vott, að hann var meii'i flestum jafn- öldrum að þroska og atgervi. Starf hans í þágu bindindismála í skólurn landsins, er aðeins eitt dæmi um þá vígdjörfu lund, miklu atorku og ósjex'plægnu hugsjónaást, sem hann hafði hlotið í vöggugjöf í svo ríkum mæli. Það dæmi sýnir glögt, hvað í honum bjó, og að hvaða leyti hann var frábrugðinn þeiri'i æsku, sem að vísu eign- ast hugsjónii', di'eymir um þær — en selur hæstbjóðanda. Hon- um var ekki nóg að eiga hugð- armál, dreyma um þau. Hann bai'ðist —- bai'ðist djai'ft, fyi'ir öllu því, sem hann unni. Við, sem vorum vinir Helga heitins og skólafjelagar, viss- um það vel, að hann var maður skapaður fyrir opinbert líf, at- hafnir, baráttu — að starfið var að hefjast. boi'g að í'ísa, sem hlaut að verða mikil og glæsileg, reist á svo traustum grunni. Hann var mælskur að upplagi, hafði ljósa og skarpa hugsun, kjark, er aldrei þvarr — hæfileikar, sem oft, koma að góðum notum, því að hann tók mikinn þáttt í öllu fjelagslífi. Svo mikill var eldmóður hans og áhugi í hverju því máli, sem ha.nn beitti sér fyrir, að sumum okkar þótti nóg um. En eðli hans var okkur viti'ara. Hann hafði nauman tíma til stai'fs, mikið verk af hendi að inna. Dauðinn hafði okkur öllum gleymst. Og í einu vetfangi hefir alt breyst. Höggdofa stöndum við eftir, vinir og fjelagar — horf- um, sjáum ekki, heyrum, skilj- um ekki. Fjai'Iæg í'áðgáta hefir borist okkur í fang, svo snögt og óvænt, að engan hafði grun- að. Vantrúa störum við í tónxið, §em orðið er, á spoi'in í sand- inum, á þann myrka mökk, sem svo fljótt hefir skygt á ungt líf og bjai'ta framtíð. En þegar vitundin vaknar til fulls og við augum blasir sá veruleiki, sem mestur er — þá hvei*fur öll framtíð, máist út, og minningarnar lifna. Minningar fi'á liðnum stundum, þegar sterk og bjartsýn æska tengdi hugi saman, einbeitti sundraða krafta, fór eldi um sál. Minn- ingar um horfna daga, horfin ár, um ferðalag í sól og regni, um myndii', sem skópust, hallir, sem bygðar voru, um baráttu, bi'æði'alag, ævai'andi trygðir. Minningar um góðan dreng, er var alt í öllu — fremstur í bar- daga, fyrstur til sátta, og svo ríkur að samúð og drenglund, að fæi'ri hafa rneiri átt. Og minningarnar lifa, vaxa, verða ljósari, málast veruleika. Sá, sem í dag verður börinn til grafar, lifir áfram í okkar hóp — í hópi vina og skóla- bræðra, allra, sem hann þektu. Ekkeii; fær unnið andans mátt. Dauðinn sjálfur verður magn- þrota, missir bi'odd sinn,- týnir valdi sínu gegn svo miklu lífi. Vinur. Gísli Gíslason fæddur 16. apríl 1875 dáinn 5. ágxist 1934. Hjer lietja hneig í Valinn, livérs handtök mörg og þörf, ei verða virt nje talin, því vönduð heilla störf, senx eftirskilinn arfur, þau yngri reynast drótt. En sá er sonxir þarfur, er sýnir dug og þrótt. Jeg fann hjá þjer hvað þjóða er þarfast heilla ráð, hið sanna, göfga, góða, að geti þroska náð. — Ei vandalausa vini, jeg vissi betri’ en þig éi franxar sýnt gast syni, hve sárt. þjer var unx xnig. Þitt hxxs var allra inni, sem að þeim garði bar. Það æ er ínjer í niinni, hve mjer vai' fagnað þar. Þín hlýja, hollu ráðin, og lxluttekning í þraut, - þín trygð og' drenglynd dáðin. var dýrmætt Ijós á braut. í vafa varst þxx eigi um vísdónx guðs og nxátt, lians vilja að þínunx vegi, þú valdir dag og nótt. Nxx fyrir Krist or fenginn sá friður dýr-tur er. Þxx gleðst að vera genginn í guðs þíns englaher. Jeg kveð þig', vinur kæri, nxeð klökkum lxúg í dag. Jeg þakkir fyrir fæi’i, lix’að færðir nijer í lxag. Og alúð þína alla og einlægt vinarþel, þinn líka þekti jeg varla, með þökkum. Far þú vel. T. S. skeið í bókfærslu og við^kiftafræði eins og að undanförnu. — Kensla í kvöldskóla og dagskóla í öllunx verslunarfræðunx. Allar nánari uppl. í síma 3085, frá kl. 10—12. Jön Sívertsen. §mábarna$kóli minn byrjar 1. október. — Sími 2455 kl. 6—7 Jón Þórðarson, Sjafnargötu 6. Ætlið þjer bráðum að flylfa? Senn kemur 1. október, þá flytja margir eða mynda nýtt heimlii, þá er mikil þörf ljósa og lampa. — Ekkert puntar betur upp stofuna en stílfagur rafmagnslampi. — Þennan lampa getið þjer fengið eftir yðar smekk og með verði sem yður er þægilegt, í Raffækjaverslnn Eiríks Hjarlar§onar. Laugaveg 20. Sími 4690. Strokuhestur. Fyrir nokkrum dögum tapaðist frá Reykjavík, ungur rauður hestur, með bandi um hálsinn. Þeir, sem kynnu að verða hans varir eru beðnir að gera Guðmundi Erlendssyni frá Skipholti, aðvart eða Garð- ari Gíslasyni, Reykjavík. Til Keflavíkur, Garðs, Grindavíkar og Sandgerðis eru daglega ferðir frá Steindóri. Sparið 15 aura á hverium blýanti! Höfxxm fengið stói'a sendingu af fyrixtaks blýöutum, sem kosta að eins 10 aura stykkið. eina krónu tylftin. Eru fyllilega jafngóðir vanalegum 25 aura blýöntum. Höfum einnig' blýanta á 5 aura stykkið, 50 aura tylftina. Nýkomið feikna xxrval at' blýaixtslitunx og krítarlitum, frá 20 aurum askjan,- Ágætir vatnslitakassar með 12 litum að eins eina ltrónu. Góðir sjálfblekungar tvær krónur. Skrúfblýantar frá 30 auriim. Mxxuið að ^áta grafa nafnið á sjálfblekung yðar áður en þjer týnið hoiiuin. INGÓLFSHVOU= SiMI 23f4« Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.