Morgunblaðið - 21.09.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1934, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ U,!.»ua^‘W»‘;- W vJk'- •v*w jw’W*i»íw»w« • Bóndi varð úti í Sauðadalsmynni í stórhríð á fimtudagsnótt. Hann villist á Vatnsdalsfjalli, veikist og leggst í fönn, ásamt 12 ára dreng, sem með hon- um var, en er örendur áfimtu- dagsmörgun. Drengurinn komst til bygða. Norðanstórviðri skall yfir á Norðurlandi á miðvikudaginn var og hjelst það óslitið fram á fimtudagsmorgun. í þessu veðri varð bóndi úr Vatnsdal, Guðmundur Magnús- son að nafni, úti. Hann var á ferð yfir Vatns- dalsfjall, ásamt 12 ára dreng. Þeir viltust á f jallinu í stórhríð og lögðust fyrir í fönn, en á fimtudagsmorgun var Guðmund ur örendur. Morgunblaðið hafði tal af stöðvarstjóranum á Blönduósi í gær, Karli Helgasyni, og fjekk hjá honum eftirfarahdi upplýs- ingar um þenna sorglega at- burð. Lagt á fjallið. Með birtingu á miðvikudags- morgun lögðu þeir af stað með stóðrekstur úr Auðkúlurjett Guðmundur Magnússon bóndi í Koti og Ingvar Steingrímsson, 12 ára drengur frá Hvammi, báðir úr Vatnsdal og var ferð- inni heitið vestur í Vatnsdal, yf- ir Vatnsdalsfjall, sem liggur milli Svínadals og Vatnsdals. — Þeir lögðu á fjallið skamt fyrir aunnan bæinn Hrafnabjörg í Svínadal. Þeir villast. Bleytuhríð og stórviðri var, er þeir lögðu af stað og þeg- ar komið var upp á fjallið, var frosthríð. Þegar þeir voru komnir skamt á fjallið viltust þeir í hríðinni. Guðmundur hugðist að láta hest ainn ráða og hjeldu þeir þannig áfram allan daginn, án þess að vita hvert þeir fóru. Guðmundur veikist. Er á kvöldið líður, veiktist Guðmundur, sennilega mest af kulda og vosbúð, því þeir fje- iagar voru rennandi blautir og föt öll frosin á þeim. Loks er svo komið, að Guð- mundur getur ekki lengur setið á hestinum vegna þreytu og lasleika. Eru þeir þá komnir að á (er reyndist vera Giljá). Þeir fara af baki hestunum í brekku skamt frá ánni. Guðmundur fer niður að ánni, til þess að sjá hvert hún rennur. Snýr svo frá ánni aftur og ætlar að halda upp brekkuna, en gefst upp og legst fyrir. Drengurinn vildi halda áfram og reyna að ná til bæja, en Guðmundur biður hann ekki að fara. Leggjast í fönn. Drengurinn verður við til- mælum Guðmundar og legst hjá honum og láta þeir nú skefla yfir sig. Guðmundur talaði við dreng- inn við og við alla nóttina, en undir morgun er hann farinn að tala óráð. Og þegar birta tók á fimtudagsmorgun heyrð- ist ekkert frá Guðmundi.Dreng- urinn fer að athuga Guðm., og finnúr að hann er orðinn kaldur og þykist þess fullviss, að hann sje dáinn. Drengurinn kemst til bæja. Brýst nú drengurinn út úr skaflinum og nær í hest sinn, sem þar var skamt frá, og legg- ur af stað. Hann kemur til Stóru-Giljár kl. 8 á fimtudags- morgun og segir þar tíðindin. Læknir sóttur. Var nú þegar sent eftir Páli Kolka hjeraðslækni á Blöndu- ósi, og fer hann, ásamt nokk- urum mönnum frá Stóru-Gilja að leita Guðmundar, eftir til- vísan drengsins. Þar finst lík Guðmundar, sem þá er al-stirðn- að. Var líkið flutt til Stóru- Giljár. Þeir voru skamt frá bygð. Staður sá, er þeir fjelagar lögðust fyrir í fönninni er í mynni Sauðadals, ei* liggur fram (suður) af bæjunum Stóru Giljá og Beinakeldu og vóru þeir skamt frá Beinakeldu. Þeir fjelagar höfðu vilst af fjallinu og norður Sauðadalinn. Drengurinn var orðinn hress eftir þessar hrakningar og virt- ist hafa náð sjer til fulls. Er hann tápmikill. Guðmundur sál. var 57 ára að aldri, kvæntur og átti sjö börn, flest uppkomin. Fjenaður fent? Hætt er við, að fjenaður hafi fent í þessu hríðarverði nyrðra, því feikna snjór var kominn í fjöll og aftakaveður. Þegar þeir fjelagar voru að villast á fjall- inu, rákust þeir á fjórar kindur í fönn, svo menn óttast, að fjen- aður hafi fent, því snjór er víða í mitti í fjöllunum. ---------------- Yfirvofaiidi fóðurskoríur nyrðra. Sig. E. Hlíðar segir frá. Sigurður E. Hlíðar dýralækn- ir kom hingað til bæjar- ins til þess að framkvæma skoð- un á hrossum þeim, er flutt voru með Goðafossi til Þýska- lands. Er hann í því efni full- trúi þýsku stjórnarinnar. Blaðið hafði tal af Sigurði í gær og spurði hann um tíðar- far ög heyverkun nyrðra. Hann sagði: í flestum sveitum norðan- lands var sama og ekkert kom- ið inn af óhröktmm heyjum þ. 12. sept. En þurkur kom þá á- gætur í 3 daga samfleytt, með sunna:nVindi, sem að vísu var Sums stáðar svo mikill, að nokk- uð af heyi fauk og spiltist. Þessa þrjá þurkdaga gátu flestir náð heyjum sínum inn eða í sæti, og var þá óhrakið hirt það, sem síðast hafði verið slegið. Þegár þessir þrír þurkdagar komu, voru mestallar töður komnar inn, en allar stór- hraktar. Það er alveg áreiðanlegt, seg- ir Sigurður ennfremur, að bænd ur geta ekki framfleytt fjenaði sínum á heyjunum einum. Ef þeir ætla sjer að komast af án fóðurbætis, verður útkoman eng in önnur en sú, að fjenaðurinn veslast upp af vanfóðrun. Því þarf að vinda bráðan bug að því, að afla yfirlits um það, hve mikið kjarnfóður þarf til að bæta upp hin hröktu hey. Væri mjög æskilegt að gera nokkrar efnagreiningar á heyj- unum, til þess að fá gleggri hug mynd um hve mikið eða öllu heldurlítið er á þeim að byggja. --—■ ■>' — Síldveiðin. f lok s. 1. viku var búið'að salta alls á landinu ‘214.686 tn., en 219.046 tn. á sama tíma i fyrra. f bræðslu var komið 686.726 lil., c i 751.225 bl. á sama tíma í fyrra. Tózileikar s Gamk Bió. Arnold Földesy. Þegar jeg frjetti að’von væri á celló-leikaranum Arnold Pöldesy, rifjuoust npp fyrir mjer endur- minningarnar um það, er jeg í fyrsta sinn á námsárum mínum í Leipzig heyrði þennan mikla lista- mann íeika á hljóðfæri sitt. Það var í ,,Gewandhaus'‘-tónleikum undir stjórn Arthur Nikiseh. Hann ljek þar „eelló-konsert“ eftir Ro- bert Volkmann óviðjaftianiega vel. Síðan hefir Földesy staðið: mjer fyrir hugskotssjónuin, sem einn af bestu hljóðfæraleikurum sem jeg hefi heyrt. Það var mjer því hið mesta gleðiefni er jeg- lieyrði að hans væri hingað von. Og nú er hann kominn. — Fyrstu tónleika sína hjelt hann í Gamla Bíó á þriðjudagskv. með ágætri aðstoð Emils Thoroddsen. Á efnisskránni voru verk eftir Tartini, Breval (sónata í G-dijr), Bocherini, Huré, Granadas og Popper. H.jer á engin gagnrýni við. Álieyrendum gafst tækifæri til þess að njóta í ríkum mæli list- flutnings á háu stigi og að kynn- ast hinu fágæta hljóðfæri, celló- inu, í höndum fullkomins meist- ara. Jeg hygg að meiri listamaður hafi elcki fyrr komið hingað til lands og látið til sín heyra. Arnold Földesy er einn af þekt.- ustu Celló-leikurum sem nú eru uppi í lieiminum, og ættu allir, sem þess eiga kost að nota tæki- færið og hlusta á hann ^Páll fsólfsson. Skýrslur starfsmanna bæjarins verða prentaðar. Arngr. Kristjánsson hreifði því á bæjarstjórnarfundi í gær, að æskilegt væri, að ýmsar skýrslur um starfsemi skól- anna, um læknisskoðun skóla- barna og eftirlit, yrðu fjölrit- aðar, svo bæjarfulltrúar gætu fengið þær. Borgarstjóri skýrði þá frá því, að í ráði væri að prenta útdrátt úr ýmsum skýrslum, er koma fram um málefni bæjar- ins. Skýrslur þessar yrðu vitan- lega ekki hafðar langar, en þær yrðu að innihalda ýmsar sam- anburðartölur, sem að gagni kæmu í framtíðinni. Hjálpræðisherinn. Opinber sam- koma í kvökl kl. S1/^. Adjútant Molin talar. Söngur og hljóðfæra- sláttur. Allir velkomnir. Kuldahúfur fyrir börn .og fullorðna. Nýkomio: Skinnhúfur með loðkanti. Flughúi'ur, Oturskinnshúfur, Lóshúfur. ÍÍEYSIK. M.s. Dronníng Alexandrine fer annað kvöld kí. 6 til ísa- fjarðar, Siglufjarðar og- Ak- ureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Af sjerstökum ástæðum er nauðsynlefft að fá öll fylgi- brjef yfir vörur í dag. Farþegar sæki farseðla í dag. S.S. Botnia fer annað kvöld ld. 8 til Leith (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Sfcipaafgreiðsla Jes Zimsen. Tryggvagötu. - Sími 3025. Borgarffarðar-| dilkakföf. Lifur — Mör — Svið. Kaupfjelag Borgfirðinga. Sími 1511. Upp jeg raða hlið við hlið hnoðunum af vana og skal bæta viðhót við varaskrúfnaglana. Nærfatnaður. Nýkomið stórt úrval, ágætis tegundir, ódýr. GEYSIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.