Morgunblaðið - 21.09.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.1934, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 1 | Smá-aug!ý$ing$r| Herbergi fyrir einhleypa með hita, ljósi og fæði. Uppl. í Café Svanur við Barónsstíg. Skóli minn, fyTir börn innan skólaskyldnaldurs, tekur til starfa um mánaðamótin. Guðrún Björns- dóttir frá Grafarholti. Sími 3687. Tækifærisverð. Svefnherhergis- og borðstofuhúsgögn, vönduð, til sölu og sýnis í Aðalstræti 16. kl. 5—6 í dag. — Hefdur fiú að Adolf veroi trúr Grjetu, }>egar þau eru git't? — Það tel jeg alveg víst. TJ...,,n hefir altaf verið svo hrifinn af giftum konum. Borðið í Válholl. Bestur rnatur í Valhöll. Mjólkurfjelagshúsinu, — gengið inn frá Naustgötu. Stúlka eða unglingur óskast í ljetta vist, vegna veikinda annar- ar. Helene Kummer, sími 4750, Scljaveg 25, Kaupum gamlan kopar. Vald. Paulsen, Klapparstíg 29. Sími »024. Nýir kaupendur að Morgunblað- inu fá blaðið ókeypis til næstkom- andi mánaðamóta. Dívanar, dýnur og allskonar stoppuð húsgögn. Vandað efni, vðnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. Að gleypa sverð. Einu sinni var fakírinn Abd-ur- Rama að sýna listir sínar á mark- aði einum í nánd við Simrisham. M. a. g'leypti hann sverð, en með þeim árangri, að það varð þegar að flytja hann á sjúkrahús. Með góðri aðstoð læknanna varð lífi hans og listinni borgið, en það var meira en nokkur hafði húist við. Þegar hann kom úr sjúkrahús- inu liafði blað eitt í Kristianstad við'tal við hann. — Hvernig í ósköpunum fóruð þjer að því að gleypa sverðið ? spvr blaðamaður. — .Teg veit ekki, Annars er það ofur .einfalt að gleypa spjót. Fyrst er að þjálfa kokið. Jeg hyrjaði á því að renna sleifarskafti upp og niður hálsinn, uns jeg var orð- inn æfður í því. Því næst tók jeg' sverð og' fór eins að. — Já, nú líst mjer á. En hvernig fanst yður þetta? — Ágætt, svaraði fakírinn, á- líka og þegar maður gleypir of stóra kaútöflu. En margir hafa haldið að þetta væri undrasverð, sem hyrfi -af sjálfu sjer, þegar jeg þrýsti á taug. Einu sinni var jeg svo gramur yfir slíkri firru. að jeg þreif stafinn af einum á- liorfendarfna og gleypti hann. Jeg vildi sýna honum það svart á hvítu, að hjer væri engin svik í tafli. Bandarfkin sieppa Haiti. Þann 25. júi. 1915. tóku Banda- ríkin við stjórn eyjunnar Haiti. Þann dag setti Caperton aðmíráll sjóliða sína þar á land og hafa þeir liaft umráð með eyjunni síðan. 14. ágúst s. 1. var Bandaríkjafán- inn dreginn niður og hermennirnir sendir heim. Fá nú eyjarskeggjar að sýna, enn einu sinni, hvort þeir eru færir til sjálfsstjórnar. Eitthvað eftirlit með fjármál- um mun Bnadaríkjastjórnin hafa fyrst um sinn, eða þar til skulda- brjef Hait-i-stjórnar falla í gjald- daga. órið 1942. IliKi rússneska „paradís". Otto Miiller foringi rauða vernd arsambandsins í Wien og einn þeirra jafnaðarmanna, sem liarð- j vítugast barðist í Karl. Max-hús- ! inu, 12. fehr. s. L, hefir nú náðst . og verið dæmdur í 6 ára fangelsi. Eftir bardagana í febrúar flýði hann til Tjekoslovakiu og þaðan til Rússlands. í byrjun júlí kom liann svo aftur til Wien, í rjettarhaldinu lýsti hann því yfir, að hann heldur vildi talca á sig hvaða dóm sem væri, og hversu harður sem væri, heldur en að vera í Sovjet-Rússlandi, því að ástandið þar væri svo hræðilegt. K. (Tekið eftir Politiken 29. ág.). SLÁTURTÍÐIN FER í HÖND I SMÁANN OG GÓÐANN FÁIÐ ÞIÐ HJÁ OKKUR. Xýjar bækur: Jonas Lie: Davíð skygni: Þýðing eftir Guðm. Kambaiu Verð: heft 3.80. ib. 5.50. Páll ísólfsson: Þrjú píanóstykki kr. 3.00. Tónar I. Safn af lögum fyrir ha tmóníum Eftir lenska og erlenda höf. Páll ísólfsson bjó ti! prentnw- ar. Verð kr. 5.50. — Fást hjá bóksölum. Bikaverslii S!gL Efmadssoiar og Bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34 111 álltr In SYSTURNAR. 21. — Lotta. kallaði jeg. í sama vetfangi stóð hún við rúmstokkinn minn. — Jeg á að fá að leika! sagði hún másandi af ákafa, og andlitið ljómaði yfir náttkjólnum hvíta, víða. Og svo kom löng og sundurlaus skýrsla um það, • sem gerst hafði um kvöldið. Fjöldinn allur af fólki hafði komið inn í stúkuna til þeirra, fólk, sem kem- ur í blöðin annanhvern dag og fólk, sem skrifar í blöðin, bankamenn, blaðamenn, herforingjar af að- alsættum .... En þú heldur kannske, að þeir tali öðruvísi en við? — alls ekki! Þeir voru allir svo kurteisir og elskulegir og báru svo djúpa lotn- ingu fyrir Ried gamla; hann hlýtur að hafa verið afskaplega voldugur! Og svo gömul greifafrú, sem hafði gert boð fyrir Lottu, þegar hún heyrði, að hún væri bróðurdóttir hershöfðingjafrúar Hessel, og hún hafði fundið, að hún var eitthvað vensluð Hesselsættinni og boðið þeim til kvöldverðar eftir sýninguna. Hr. Kleh hafði ekki getað hafnað því boði, og svo höfðu þau öll farið til Sacher og borðað þar í sjerstöku her- bergi. — Ó, það var svo hundleiðinlegt, Eula, svo þú getur yfirleitt ekki gert þjer hugmynd um það; mig langaði mest til að fara að gráta, ef jeg hefði ekki verið svo dauðþreytt .... en loksins kom það skemtilegasta, . . . . jeg á að — heyrirðu það — jeg á blátt áfram að leika í sjónleik, sem verður leikinn í góðgerðaskyni í Esterhazy-höllinni. Það er gamla konan, sem stendur fyrir þessu og það er aðeins fínt fólk, sem leikur þarna — mest aðals- fólk — nema bara hvað ungfrú Mislap frá Burg- teater leikur aðalhlutverkið. Pabba líkaði þetta nú ekki allskostar — en hvað gat hann sagt? Vitan- lega varð hann að segja já. Og hugsaðu þjer: Á morgun fæ jeg leikritið og á sunnudaginn er æfing. Hlutverkið varð Lottu vonbrigði. Það var ekki nema örfáar setningar, sem ekkert tækifæri gáfu henni annað en sýna sitt fagra andlit á leiksviðinu. .Samt slepti hún ekki hendi af leikritinu í bláu káp- unni; hún hafði það hjá sjer meðan hún svaf og opnaði það um leið og hún vaknaði. Næsta sunnudag hófst æfingin heima hjá greifa- frú Tiirkheim í stórum sal, þar sem engin húsgögn voru inni nema tvær eða þrjár tylftir af stólum, sem stóðu meðfram vekgjunum. Á stólunum sátu ungir menn og konur, og brátt suðaði alt af skrafi inni í þessari stofu, en í henni miðri stóð borð og við það sátu gömul kona og mjög gamall maður. — Þetta er greifafrúin, hvíslaði Lotta. Við geng- um til hennar. Hún bætti úr ágöllum ellidaufra skilningarvitanna með hlustarpípu og gleraugum. Minninu var einnig farið að förla. Lotta varð hvað eftir annað að æpa nafn sitt inn í hlustarpípuna. — Þetta er litla ungfrú Kleh, sagði greifafrúin áberandi hátt við gamla manninn, sem sat hjá henni. —— Hún er frænka Hessels sáluga hershöfð- ingja. Þjer munið — bróðir hans giftist frænku mannsins míns sáluga; fæddri Westphal .... Þetta er hr. Plock, sagði hún og kynti gamla manninn fyrir mjer. Lottu fanst ekki neitt vera á þessu Plock-nafni að græða, en hjá mjer vakti það gamlar endur- minningar, því Plock hafði í æsku minni verið ein- hver helsti munaðarseggur, jeg hafði verið leyni- lega skotin í honum og oft staðið við leiksviðsdyrn- ar, aðeins til að sjá hann rjett í svip, nógu nærri. Svo hafði hann hætt leikstarfsemi og jeg hjelt, að hann væri dauður fyrir löngu. Og nú var hann þarna kominn, gamall og með stóra poka undir daufum augunum og í treyju sem var gljáandi og slitin á alnbogunum. — Þetta er leiðbeinandinn okkar, sagði greifafrúin. Vafalaust hefir það verið einn liðurinn á góðgerðastarfseminni að útvega honum þessa atvinnu. Svo hófst æfingin. Það virtist ekki vera sú fyrsta. Unga fólkið var þegar farið að gera í bestu mein- ingu ýmsar hreyfingar, sem ekki voru sem allra liðlegastar, og Plock sagði hvað eftir annað: — Hversvegna leikið þið svona mikið, dömur mínar og herrar? Maður á ekki að leika á leiksviðinu — aðeins vera. Því meir sem þið leikið, því viðvanings- legra verður það — megið þið reiða ykkur á. Atriði Lottu var alls ekki tekið fyrir fyrst. Það voru aðeins aðaiatriðin, sem voru æfð og Plock stóð með. handritið í hendinni og las hlutverk leik- konunnar frá Burgthetter, því auðvitað kom hún ekki fyr en á síðustu æfinguna. Leikritið hjet „Marietta". Fyrir ófriðinn var það venja á viðvan- ingasýningum sem þessum að nota leikrit eins og „Glas af vatni“ eða ,,Bunbury“ — meinlaus og skemtileg leikrit, sem ekki „fjellu í gegn“. En á ófriðartímunum var auðvitað ekki hæg't að leika verk eftir enska eða franska höfunda, og því hafði verið pantað hjá talsvert þektum höfundi leikrit, sem vitanlega dró taum hins þjóðlega. Jeg man nú ekki innihaldið lengur, en það var þó eitthvað um barn franskrar ijettúðardrósar, sem alið var upp af þýskum hjónum í einhverri landamæraborg, Barnið var Marietta. í ófriðnum koma franskir strokuhermenn til borgarinnar og Marietta kemst í vandræði með, hvort meta skyldi meira franska upprunann eða þýska uppeldið . . . . í öðrum þættl er hún ;— vitanlega af ást — óvinanna megin, en í þriðja þætti hreinsast hún siðferðilega fyrir hrak- mensku Frakkans, sem hún hafði elskað — sú hrakmenska var uppmáluð þykt með sterkum lit- um — og loks lætur hún sigrast af þýska mannin-- um, sem er meðalmaður, en tryggur með afþrigð- um. Leikritið mátti heita ógurleg þynka og flat- neskja, en eina málsbótin var, að samskonar bók- mentir voru vitanlega framleiddar í óvinalöndun- um, „fyrir fólkið“. Plock var að æfa samtalið milli Mariettu og" elskhuga hennar í öðrum þætti, þar sem þýska stúlkan er að reyna að beina Mariettu, sem er á báðum áttum, á rjetta braut. Marietta þumbast fyrir fyrst, síðan mótmælir hún ákaft og loks end- ar alt í gráti og ósköpum. Plock ljet sjer auðvitað næg.ia að lesa bendiorðin, því að hjervar aðeins um það að ræða, að tilburðirnir væri rjettir, sem litla greifadóttirin Spiegelfeld átti að hafa með orðum sínum. En tilburðir hennar voru vandræðalegir, Laglega andlitið varð að tómum grettum af ein- tómu skilningsleysi og færðist svo í lag aftur og svona gekk á víxl. Og öðru hverju pataði hún eitt- hvað út í loftið með annari hendi. — Jeg verð víst að hafa þetta fyrir yður, sagði Plock. — Hver vill lesa það, sem Marietta á að segja? Hann leit kring um sig í hópnum, en eng- in ungu stúlknanna gaf sig fram. — Kannske þá einhver af herrunum vilji þá lesa þetta — það þarf ekki nema bara lesa það. En undirtektirnar urðu engu betri hjá karlmönnunum. — Þið ættuð að skammast ykkar fyrir að vera svona hjegómleg, sagði greifafrúin gamla. — Ef jeg væri svolítið skárri í fótunum, skvldi jeg gefa mig fram og gei’a ykkur skömm til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.