Morgunblaðið - 23.09.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.09.1934, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ Leir- krukkur á 1.25, 1.50 og 2.00. Miðursuðndðslr. * 20% afsláttur af leirskálum. Allar vörur ódýrar í Himborg. Höggpípa jeg heita vil hamars þoli læti, og hjá Fossber er jeg til ofan í Hafnarstræti. Skiftafundur í þrotabúi Leifs Þorleifssonar, verður haldinn á bæjarþing- stofunni mánudag 24. þ. m. kl. 10 árd., til þess að taka álykt- un um tilboð um kaup á fast- *eign búsins, Laugaveg 25. Lögmaðurinn í Reykjavík, 22. sept. 1934. BJÖRN ÞÓRÐARSON Búð ;í vesturbænum er til leigu. Upplýsingar í síma 2151. r\r FT<TLr.pT7HJ,l.l hleður til Víkur og- Skaftár- ’óss á morgun. Því meira sem notað er af Lillu eggjadufti í baksturinn, því meira er hægt að spara eggjakaupin. misráðið að nota fje og vinnu á erfiðum tímum í verk, sem kæmu að litlu gagni. En ráðherra sósíalista, Harald- Ur Guðmundsson, er vinnur „sín verk“ og verk hinna ráðherranna að auki, eftir því sem Alþýðu- blaðið segir, liefír fundið upp þá alveg spánýju kenningu, síðan liann varð ráðherra, að í atvinnu- bótavinnu mætti ekki vinna nauð- synjaverk, heldur aðeins verk, sem engin brýn þörf væri á að framkvæma, og' kæmu að sem minstu gagni. Hefir Haraldur, þessi „yfirráð- herra“ rauðu samfylkingarinnar gert sig svo fáránleg'an að skrifa bæjarstjórn Reykjavíkur ávítur iit af því, að með atvinnubóta- vinnu hafi lijer í bænum verið unn in of nauðsynleg verk(!) En það má segja H. G. til hróss, að hann varð fyrst svona frábit- inn heilbrigðri skynsemi eftir *ið hann varð ráðherra. Því austur á SeyVisfirði 'var liann því hlyiitur, að j.ar væri unnið i atvinnubóta- vinnu að nauðsynlegri gatnagerð, sjálfsagðri viðbót rafeeitu og að- kallandi umbótum á hafnarvirkj- un. ,,Skipulag“ kjötsölunnar. Hvaðnæfa af landinu berast þær frjettir, að bændur og kaupstað- arbúar sjeu óánægðir með hin nýju þvingunarlög um kjötsöluna. Er lagafarganið í landinu nú svo langt kornið, að farið er að „smyg'la" kjöti milli framleiðenda og neytenda. Minnir þetta á hina fyrri hörmungatíma, er lands- rnenn voru hýddir og urðu fyrir fjárútlátum, ef þeir versluðu við aðra, en lieimtað var. Virðist reynslan ætia að verða fljótvirk í því að sýna galla þessa „skipulags“-óskapnaðar Hegning fyrir ræktun. Eftir því, sem menn kynnast betur mjólkursölulögunum, koma þar fleiri hortittir í ljós. Einn er sá, að lögin blátt áfram mæla svo fyrir, að mönnum sem ræktað hafa land í lögsagnarumdæmi kaupstaða, er hegnt fyrir það, ef |>eir hafa ltomið landinu í veru- lega g'óða rækt. Svo segir í lögunum, að undan- þegnir verðjöfnunargjaldi sjeu þeir mjólkurframleiðendur, sem framleiða mjólk af heyfeng frá ræktuðu landi innan kaupstaðar- landsins, og gildi undanþágan fyrir eina kú móts við hvern fúll- ræktaðan hektara lands, er fram- leiðandi notar til mjólkurfram- leiðslu. En nú er' það svo hjer í Reykja- vík, og vafalaust víða á landinu, að sumir jarðræktarmenn hafa lagt alveg sjerstaka áherslu á að rækta tún sín vel, og því fengið ,2 og hátt í 3 kýrfóður af liektara túns. En fyrir þann dugnað og þá ráðdeild á nú að hegna þéim. með því, að leggja skatt á þá ræktun, sem þannig fer fram úr meðallagi. — Skipulag að gagni að tarna(!) Hægfara kommúnisti. Mönnum er í fersku minni upp- lausnin í Kommúnistaflokknum, þegar Stefán Pjetursson og fleiri forgöngumenn þessa flokks hrökluðust frá hinni ströngustu stefnu, og' Stefán var sendur til Moskva til að læra betur. Hann var þar í allan fyrra vet- ur til framhaldsnáms í bolsivisma. En þó Stefán hafi námsgáfur í góðu meðallagi tókst þeim rúss- nesku kennurum miður en búist var við, að tína allar efasemdir íir Stefáni um algildi hinnar rúss- nesku stefnu. Endirinn varð sá, að Stefán leitaði á náðir hins danska sendilierra í Moskva og bað hann að sehda sig heim — eins og hvert annað óskilafje. Þannig komst Stefán heilu og höldnu til fósturjarðarinnar. Og hú er í ráði að hann taki við kenslu í samvinnuskólanum -— og leiði nemendur þar til rjettrar trú ar á hægfara kommúnisma. Hýtt knattspyrnumót. Fyrsti kappleikurinn er til ágóða fyrir Slysavarnarfjelag Islands. í dag kl. 5 hefst á íþróttavellin- um, knattspyrnumót með nokltuð öðrum hætti en Reykvíkingar hafa átt að venjast. Kept verður í allan vetur, eftir því, sem veður og færð leyfir, þó að eins á sunnu- dögum, milli allra knattspyrnu- fjelaga í Reykjavík, bæði í I. og II. aldurs flokki. Samtals eiga að vera 24 kappleikir, 12 í hverjum flokki. Hver lrappleikur slval standa yfir í 2X30 mínútur. Það fjelag sem hæsta fær stiga-. töluna í báðum flokkum, saman- lagt, hefir unnið mótið. Stig reikn- ast sem í öðrum knattspyrnumót- um. Fjelögunum er ekki skylt að gefa upp neina ákveðna tölu leik- manna eða varamanna, en þeim er heimilt að tefla fram hverjum þeim löglegum fjelaga, sem þau líafa, hvort sem hann er úr A eða B-liði, eða II. flokki, og öllum þeim, sem ekki hafa náð aldurs- hámarki II. flokks er Ieyfilegt að keppa í þeim flokki. Sje þannig ástatt í lok lteppn- innar, að tvö eða fleiri fjelög eru jöfn, skal I. flokkur þeirra keppa úrslitaleik, sem þá standi yfir í 2X45 mín., eða hinn viðurkenda leiktíma. Reidar Sörensen, kaupmaður, hefir lieitið fögrum verðlaunagrip til að keppa um á móti þessu. Tilgang'urinn, með ]>essu nýja móti er sá, að gera virðingarverða tilraun, til að lengja knattspyrnu- tímann, sem er altof stuttúr, og tíl þess að sem flestir leikmenn fái tækifæri til að taka þátt í kapp- leikjum og ná sem mestri og bestri leikni og æfingu. Mót þetta hefst, eins og þegar hefir verið tekið fram kl. 5, á kappleik milli Vals og Fram í I. flokki. En það eru þau fjelög', sem eins og almenningur veit, stóðu sig best á Reykjavíkurmót- inu í haust, Allur ágóði af lcapp- leiknum rénnur til Slysavarnarfje- lags íslands; svo bæjarhúar ættu ekki að sitja sig úr færi að sjá g'óðan og þróttmikinn kappleik og stvrkja gott og þarft málefni. Það skal tekið frarn, að inn á aðra leika mótsins, verður ekki selt. E. Ó. Veitingasalir Oddfjelagahússins. Frá 1- október hefir A. Rosénberg, veitingamaður í Hótel Island tekið að sjer forstöðu veitingasalanna í Oddfjelagahúsinu og ber öllum, sem hugsa til þess að halda þar veislur og önnur samsæti, að snúa sjer til lians. Ull, gærur og gartiir, kaupir heildverslun Garðars Gíslasonar. BúkíærslunðmsKelð Eins og undanfarin ár mun jeg halda* 8 vikna námskeið í bók- færslu, er liefst í byrjun októbermán. Við kensluna verður notuð kenslubók í bókfærslu útgefin af bókaverslún E. P. Briem. Aðaláliersla lögð á að veita nemendum hag'nýta fræðslu í bók- færslu og viðskiftavenjum. Þátttökugjald 30 kr. Til viðtals í síma 4024 frá 26. þ. m. Árni Björnsson, cand. polit. Húsið SarðastrcFti 4 er til sölu. Laust til íbúðar 1. október. Húsinu fylgir trjá- og blómagarður, líka bílskúr. Staðurinn er einn sá fal- legasti í bænum. Upplýsingar gefur Rxel Ketilsson. .Sími 2347 og 1887. Haustverðið er komið á kjöt og aðrar sláturafurðir. Á morgun og þriðjudag verður slátrað hjá oss dilk- um af Hvalfjarðarströnd og úr Borgarfjarðardölum. Heiðraðir viðskiftavinir vorir eru beðnir að senda oss pantanir sínar sem fyrst, því slátruninni verður snemma lokið að þessu sinni. 5láturfjelag 5uðurlanðs. Sími 1249 (3 línur). Til Þingvalla, Hveragerðis, Eyrarbakka og Stokkseyrar Áætlunarferðir í dag. Frá Steindéri. S í M I: 1 5 8 0. Látið bömin læra ensku. Enskuskóli minn fyrir börn tekur til starfa í næsta mánuði. — Upplýsingar í síma 3991. Grundarstíg 2, önnur hæð. Anna Bjarnardóttir frá Sauðafelli Niöursuðu-krukkur. Leirföt stór. Skálar úr brendu gleri. Krystallsvörur ekta og óekta, mjög fallegar. Flaggstengur. Kertastjakar. Kaffistell nikkel-plett. Sígarettusett keramik o. m. fl. Nýkomið. — K. Ginarsson & Björnsson. Bankastræti 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.