Morgunblaðið - 28.09.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.1934, Blaðsíða 8
B MORGUNBLAÐIÐ Smá-auglfsmgar| Pæði, gott og ódýrt og einstak- ar máltíðir frá 1 kr. Ennfrémur kaffi, te, mjólk og gosdrykkir all- an daginn. Café Svanur við Bar- ónsstíg. Glæný ýsa í matinn í dag'. Sími 1456, 2098, 4402 og 4956. Hafliði Baldvinsson. — Káupmaðnr: Hafið þjer tal- ið sjóðinn? Gjaldkeri: Já. — Og stóð alt heima? — Að undanteknum 2 aurum. — Hvernig stendur á því? . — Það veit jeg ekki. Kassinn átti að vera tómur, og mjer er óskiljanlegt hver hefir látið þessa tvo aura í hann. Smart. Flutí í Kirkjustræti '8. Sími 1927. Gott ódýrt fæði-i Jóhanna Odds- dóttir, Barónsstíg 19. Stúlka, sem dvalið hefir erlendis og kann þýsku, ensku (Correspon- dense) og vjelritun, óskar eftir atvinnu. Upplýsingar í síma 2223. Dömur! Hefi nokltrar vetrarkáp ur. mjög ódýrar, og einnig' axtra- kan. Guðm. Guðmundsson, klæð- skeri, Bankastræti 7 (yfir Hljóð- færahúsinu). Stúlka, sem hefir kennarapróf í ensku og Aönsku, óskar eftir kenslu gegn fæði. Upplýsingar í síma 4061. Ferðamaður: Mjér er sagt að þjér sjeuð 99 ára gamall og fædd- ur hjer. Hafið þjer virkilega lifað all ayðar æfi hjer. — Nei, ekki enn. Húsfreyja: Er hann Kalli heima 1 Vinnukona: Jeg veit það ekki en það sýnist svo, því að köttur- inn hefir falið sig. * Allar upplýsingar í Tjarnargötu 16. Sími 3159 Niðursuðudósir með smeltu loki fást eins og að undanförnu hjá Guðmundi Breiðfjörð, Blikksmiðja og tinhúðun, Laufásveg 4. Sími 3492. KELVIN-DIESEL. Sími 4340 Dívanar, dýnur og allskonar stoppuð húsgögn. Vandað efni, vönduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. •••••••••••••••••••••••••• — Húsið hjerna við hliðina hrundi rjett áðan. — Ekkert heyrði jeg, en það er ekki að marka, jeg var að tala við konuna mína. •••••••••••••••••••••••••• Kaupum gamlan kopar. Vald. Paulsen, Klapparstíg 29. Sími 1024. — Kærastan mín hefir sent mjer trúlofunarhringinn, — Altaf ertu jafn heppinn. Mín kærasta er orðin svo feit, að hún nær ekki hringnum af sjer. Húsgagnasnúrur, margir litir, lágt verð, fást í Húsgagnaversl- un Reykjavíkur. --- I Nýir kaupendur að Morgunblað- ínu fá blaðið ókeypis til næstkom- andi mánaðamóta. Ása Hanson, . danskennari, Lesið S jóf erðasðgurmar eftir Sveinbjöm Egilson. Heimabakarí Ástu Zebitz, Ei- ríksgötu 15, sími 2475. Má jeg gera mönnum skil? Meininguna krota. Höggpípuna hefi til, hana á að nota. Lambalifur, verðið lækkað. Dilkasvið ný o£ væn. Kauplfelag Borgfirðinga. Sími 1511. Efni i lampaskerma. Skermagrindur — georgette — skermasilki — shamtung — gull- léggingar — gullsnúrur — gull- dúskar —' silkileggingar — silki- | snurur — silkidúskar — silkikög'- íur — silkitvinni — vafningsbönd. - Hjá okkur er úrvalið stærst og verðið lægst, SKERMABÚÐIN Laugaveg 15. Dr. Hindhede færgasti matvæla- sjerfræðingur Norð urlanda skrifar um Cerena- bygggrjón „15 ára reynsla hef ir sannfært mig um, að það er gagnslítið að nota það sem almennt er kallað bygg-grjón. Mitt ráð til alira, húsmæðra er því, reynið sociin t nymjólk veroQ ð iminútum að ágætum bœtiefnaqruut Daíni barnið ekki,qefið þvi Cerenaqraut á hverjum deql, þá ferþað falleqar _ rauðar kinnðB _ Cerena-bygggrjén. Til Keflavíkur, Garðs, Grindavíkur og Sandgerðis eru daglega ferðir frá Steindórk SYSTURNAR. 24. á ennið, — það gleður mig að fá að sjá þig svo óvænt. Og enn meir gleður það mig að sjá þig í svona góðum fjelagsskap. Hann sneri sjer að hr. Kleh og sagði: — Þjer, sem eruð faðir dætra, eigið hægt, þegar þjer hafið verndarengil eins og ung- fru Eula er — hjer hneigði hann sig lítið eitt til mín — sem nægir til að vernda þær fyrir öllum hættum. En hvernig á maður að vernda fulloi’ðna syni’ án þess að gera þá hlægilega og sig sjálfan óvinsælan hjá þeim. Maður verður að sleppa þeim lausum undir eins og þeir eru fleygir. Og hvert hlaupp þeir þá? Beint í sorprennuna! Baróninn var afar mælskur að upplagi, og við vorum þegar orðnar vanar því, að hann gripi hvert tækifæri til að halda dálitla ræðu yfir okkur. Hann talaði sitjandi eða standandi, og var altaf jafn mælskur, en hann var feikilega næmur fyrir áhrif- um ræðu sinnar. Nú hefir hann sennilega haldið, að Martin stilti sig um að taka fram í fyrir honum, af eintómri kurteisi, svo að hann tók sjálfur af honum ómakið og sagði: — Jeg á þar við þig. Jeg hefi ekki heyrt annað en gott af þjer. Það getur eins vel verið af tilvilj- un, en við skulum vona, að þú eigir það skilið. Jeg, átti við Hellmut. Hann hefir ágæta hæfileika og gæti hjálpað mjer við vinnu mína og verið besti fjelagí minn í tómstundum mínum. En hann vill heldur .... nei, það getur annars verið sama hvað hann vill heldur. En að jeg kem til ykkar í kvöld, er af því, að .jeg er einmana þegar vinnan er úti og eins þau samkvæmi, sem jeg er skyldugur að koma í. — Það var rjett eins og brygði fyrirklökkva í rödd barónsins, en hann var svo mælskur, að jeg átti bágt með að trúa, að þessi klökkvi kæmi fram gegn vilja hans. — Nú verð jeg að fara, sagði Martin og hneigði sig fyrir hverjum viðstöddum sjerstaklega. — Þarftu að fara strax? spurði baróninn ásak- andi. — Mamma er ein heima, svaraði Martin, — það mintir þú mig á. Ekki var Martin fyr farinn en Lotta sneri sjer að baróninum, blátt áfram, eins og hennar var vandi og sagði: — Hvers vegna þykir yðiír í rauninni vænna um Hellmut en Martin? Þeir eru þó báðir synir yðar. — Þú átt ekki að vera með heimskulegar spurn- ingar, sagði hr. Kleh. — Þa ðer hreint ekki heimskulegt, sagði barón- inn. — Sjálfur hefi jeg oft lagt sömu spurningu fyrir sjálfan mig. Jeg ^ engan veginn svo blind- aður, að jeg haldi, að Hellmut sje neitt betri en hinn. Og svo jeg segi það hreinskilnislega, þó /það sje mjer hálfnauðugt, þá held jeg einmitt, að hann sje það ekki. Of sama máli var að gegna þegar þeir voru báðir krakkar — báðir fallegir og greind- ir krakkar. — Það er kannske af því, að þjer sjáið Hellmut á hverjum degi, sagði jeg, því jeg hafði heyrt, að föðurástin glæddist við það að umgangast börnin daglega. — í þá daga sá jeg líka Martin daglega, sagði baróninn, — og jeg tók eftir því hvernig hann óx, líkamlega og andlega, en jeg hefi aldrei glaðst eins af því og þegar sama skeði hjá Hellmut. Og þó elskaði jeg móður hans heitt í þá dága, miklu heitar en konuna mína, ef jeg má fara að drepa á atriði úr mínu einkalífi. — Já, en hún var þó altaf konan yðar og Hell- mut bar nafn yðar, sagði hr. Kleh. Lotta greip fram í með álfafa: — Það finst mjer engin ástæða vera.^Mjer finst það engin á- stæða vera til að þykja vænna um hann. — Þetta er atriði, sem þú skilur ekki, sagði hr,. Kleh, — og konur yfirleitt skilja ekki. Þetta hefir víst verið satt, því jeg skildi það- heldur ekki. — Mjer finst það ljótt, sagði Lotta, — mjer finst þetta ljótt af yður, baron. — Ljótt, já, það getur vel verið. En þetta er ekki eins einfalt og maður skyldi halda. Af öllum; þeim öflum, sem mest eru að verki í þá átt að- ákveða tilfinningar vorar, er skilgetinn skyldleiki einn hinna dularfylstu, einmitt af því hann virðist liggja svo beint fyrir skynsemi vorri, en gerir það ekki. Annars vildi jeg svo sem ekkert helöur en< vera fullkomlega rjettlátur í breytni minni.* Jeg vildi gjarna gera það sama fyrir Martin sem jeg geri fyrir Hellmut. En Martin gerir mjér það ó— kleift. — Hann er stiltur, sagði Lotta. — Það veit jeg, og mjer líkar það vel við hann:. En hann er ekki einungis stoltur, hefdur um leiði hlutdrægur. Þannig hefir hann verið alinn upp,. og. það er atriði, sem jeg get ekki ráðið við. Eh geti jeg einhverntíma gert eitthvað fyrir hann, skal: ekki standa á mjer. Og þar sem jeg fæ ekki tæki- færi til að lofa honum sjálfum því, geri jeg það hjer með fyrir ykkar milligöngu. Eruð þjer þá ángæð? % Tveim dögum fyrir leiksýninguna, í'jekk hr. Kleh liðagiktarkast og varð að fara í rúmið. Hann hafði oft fengið þau áður, en aldrei svona slæm. Hann kveinaði ekki, en verkirnir voru svo sárir, að svitadropar spruttu út á enni hans, hvað eftir annað, og læknirinn varð að dæla í hann moi’fíni til- þess, að hann gæti sofnað. Mjer til gleði, fór Lotta ótilkvödd í búðina og kom svo upp á hverjum klukkutíma til föður síns„ til að segja hvernig gengi eða spyrja hvað gera. skyldi; þannig gat hann sjeð, að þrátt fyrir allac

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.