Morgunblaðið - 28.09.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.09.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Allur vöruinnflutningur til landsins á að vera háður stjórnarleyfum. Engan gjaldeyri má láta af hend án leyfis gjaldeyris- og innflutningsnefndar. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd skal framvegis hafa öll umráð þessara mála og vera þannig skipuð 3 stjórn- skipuðum mönnum og tveimur til- nefndum af bönkunum. Nýtt stjórnarfrumvarp um gjaldeyris- leyfi o. fl. Borgþór Jósefsson bæjargjaldkeri. I. F. 3. Nýja haftareglugerðin. Þess hefir verið getið hjer í blaðinu, að ríkisstjórnin hafi gefið út nýja haftareglugerð. Samkvæmt hinni nýju reglugerð hefir verið bætt við miklu fleiri vörum, sem sækja þarf um inn- flutningsleyfi til gjaldeyris- nefndar en í reglugerð þeirri, sem áður gilti. Er nú svo komið, að fá verð- ur leyfi til innflutnings á flest- um vörum öðrum en komvörum, kolum, salti, olíu, kaffi, sykri, veiðarfærum — að ógleymdum þeim vörum, sem ríkið hefir einokun á, svo sem áfengi og tóbaki, sem jafnan er til nægur gjaldeyrir fyrir! Ströng haftalög í vændum, En menn skulu ekki halda, að með þessari nýju haftareglu- gerð, sem stjórn rauðliða gefur út, sje sjeð fyrir enda kúgun- arinnar og ófrelsisins í verslun- ar- og viðskiftamálum. Nei; aldeilis ekki. Stjórnin leggur fyrir þingið nýtt frumvarp um gjaldeyris- verslun o. f 1., þar sem farið er fram á, að banna allan vöruinnflutn- ing til landsins nema með leyfi gjaldeyrisnefndar. 1 2. gr. frv. þessa segir svo: „Með reglugerð er heimilt að ákveða, að engar vörur megi flytja til landsins og að engan erlendan gjaldeyri megi láta af hendi, nema með leyfi gjald- eyris- og innflutningsnefndar“. Svo sem menn muna, var einn liður stjórnarsamnings rauðu flokkanna sá, að sjerstök stjóm- arskrifstofa skyldi sett á lagg- irnar, er ráðstofa skyldi inn- og útflutningi og hafa að öllu leyti „yfirumsjón með sölu, er við- kemur utanríkisversluninni'í. Með 'hinu nýja gjaldeyris- frumvarpi er verið að undirbúa þetta nýja stjórnarbákn. Nýja nefndin: 3 stjórnskip- aðir 0^ 2 tilnefndir af bönk- unum. 1 hinu nýja stjórnarfrumvarpi er svo fyrir mælt, að hin nýja gjaldeyris- og innflutningsnefnd skuli skipuð 5 mönnum og verði þeir þannig skipaðir: Þrír skulu skipaðir af fjár- málaráðherra án tilnefningar og verði einn þeirra formaður og framkvæmdastjóri nefndar- innar. Einn skal skipaður sam- kvæmt tilnefningu Landsbanka Islands og einn samkvæmt til- nefningu Útvggsbanka Islands. Svo sem sjá má af þessu, má nú enginn fulltrúi verslunar- stjettarinnar og enginn fulltrúi neytenda, iðnaðar- manna eða framleiðenda hafa afskifti af þessum málum- Nú er þetta þannig, að skylt er að bera allar ráðstafanir um úthlutun gjaldeyrisleyfa undir nefnd, sem þannig er skipuð: Einn skipaður áf fjármálaráð- herra (formaður), og eftirtald- ir aðiljar skipa einn hver: Stjórn verslunarráðsins, stjórn Sambands ísl. samvinnufjelaga, stjórn Alþýðusambands íslands, stjórn Sölusambands ísl. fisk- framleiðenda, stjórn Búnaðar- fjelags Islands, stjórn Landsam- bánds iðnaðarmanna og stjórn Iðnrekendafjelagsins. ! Framvegis mega þessir aðilj- | ar ekki koma nálægt þessum I málum, segir stjórn rauðliða. Ef - ef - ef. Skýrsía Eysteíns i átvarpínti. Fjármálaráðherra ljet lesa upp í útvarpinu í gærkvöldi langa skýrslu, til þess, að því er hann tjáði, að hnekkja þeim tölúm, sem Morgunblaðið og ísafold ljetu flytja í útvarpinu í fyrrakvöld í sambandi við fjárlagafgrumvarpið, sem lagt verður fyrir komanda Alþing. I útvarpstilkynningu Mbl. og ísafoldar var þetta sagt um f járlagafrumvarp stjórnarinnar: „Ennfremur segir þar (þ. e. 'í áminstri grein) frá því, að fjárlagafrumvarp stjórnarinnar múni verða lagt fyrir þingið með um tveggja miljóna króna tekjuhalla“. Hvað er rangt í þessari frá- sögn? Og hverju hefir ráðherr- ann hnekt? 1 I fjárlagafrumvarpinu eru útgjöldin af f jármálaráðherra sjalfum áætluð 1.8 milj. krón- um H Æ R R I en tekjurnar. Er þá nokkuð rangt að segja, að fjárlagafrumvarpið verði lagt fyrir þingið með „um tveggja miljóna króna tekju- halla?“ I skýrslu ráðherrans, sem les- in var upp í útvarpinu var m. a þessi setning: „Eins og frumvarpið er lagt fram, eru útgjöldin að meðtöld- um afborgunum 1.8 milj. hærri en tekjurnar samkvæmt því“. I dag er borinn til grafar einn af elstu og þektustu borg- urum bæjarins, Borgþór Jósefs- son fyrv. bæjargjaldkeri. Borgþór var fæddur 22. apríl 1860 á Skipanesi í Leirársveit og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. 19 ára gamall — eða árið 1879 — flutti hann til Reykjavíkur og var síðan altaf búsettur hjer í bæ. Skömmu eft- ir að hann flutti hingað varð hann versluttarrriaður við versl- un Geirs Zoegá og var það þang að til hann varð bæjargjald keri, en af því starfi ljet hann fyrir fáum árum. Aðalæfistarf hans var því ekki mjög áber- andi, en allir Reykvíkingar þektu hann — og þektu hann að góðu, hann var altaf síglað- ur og ljettur í tali hvernig sem bljes. Ett'1Böfélþóií"staríáéli mjög að öðrum niáluni en vérslunarstörf unum. Hann var um mörg ár fastúr stífrfsmaður hjá Leikfje lagi Reykjavíkur og einn af vstofnendum þess. En aðalmál hans var hiklaust bindindisstarfsemin. Góðtempl arareglan kom hingað til Reykjavíkur sumarið 1885, en 10. janúar 1886 gekk Borgþór í siúkuna Einingin nr. 14 og var aít f^á fyrstu árum hennar til æfiloka einn af aðalmönnum- sfúku sinnar, óþreytandi starfs- maður riennar og sótti hvern íúttd. Mokkru síðar var Borgþór kööinn stórritari í Stórstúkunni og var það í fjölda ára, og eftir að hann ljet af því starfi gegndi Er þetta ekki fullkomin stað- festing á því, sem Mbl. .og Isaf. sögðu? Hitt kemur svo þessu máli ekki, agnar þgn við,‘ hver útkom- an ýi;ðþ ef; reiknað væri með gengisyiðauka á kaffi- og syk- urtolli (sem stjórnin leggur til að fella burtu), ef reiknað væri með því, að aðrir tekjustofnar færu svo eða svo mikið fram yfir áætlwn og ef reiknað væri meö því, að búiö væri að sam- þykkja öll hin nýju skatta- og tollafrumvörp stjórnarinnar, en út á þetta gekk mestöll skýrsla fjármálaráðherrans. Staðveyndirnar eru skjalfest- ar: -4' Fjárlagafrumvarp Eysteins Jónssonar verður lagt fyrir þingið með 1.8 miljón króna tekjuhalla. hann fjölda annara starfa í Reglunni. Það, sem fyrst og fremst ein- kendi Borgþór var ósjerplægni hans í öllum störfum, skyldu- rækni hans og árvekni, en sam- hliða því var hann lipur og lát- laus í allri umgengni, svo marg- ir urðu þess lítt varir þótt hann hjeldi fast á máli sínu. Þessir kostir hans löðuðú menn að honum, menn fundu það að ó- hætt væri að treysta því að hann framkvæmdi það er hon- um var falið. Og mörg. árin t. d. eftir aldamótin hefir Borgþór unnið meira í þaríir Reglunnar en flestir aðrir ef ekki allir aðr- ir. Borgþór var ágætur ræðu- maður, var því og margsinjiir ræðumaður á útbreiðslufundum templara, og hvatti menn til að ganga í Regluna. Traust hans og álit meðal fjelaga sinna má meðal annars sjá á því að hann var heiðursfjelagi Stórstúkunnar, Umdæmisstúk- unnar )g stúku sinnar, og var nú umboðsmaður hátemplars, en traust það er stjettarbræður hans báru til hans er ljósast þar sem hann var heiðursf jelagi í Verslunarmannafjelagi Reykia víkur. En starfsemi Borgþórs í þarf- ir bindindismálsins var líka við- urkend af ríkisstjórninni, því hún sæmdi hann riddarakrossi Fálkaorðunnar. Borgþór var bókamaður og las jafnan mikið, enda átti hann oft ágætt bókasafn. Kona Borgþórs var hin fræga leikkona vor, frú Stefanía heit- in Guðmundsdóttir, sem ekki einvörðungu var ágæt leikkona, er allir sem sáu hana dáðu, held ur líka ástrík og ágæt hús- freyja, og má óhætt fullyrða að betra samkomulag og meiri samhentni en var með^ þeim hjónum sje mjög sjaldgæf. Jeg hika ekki við að fullyrða að Borgþór hafi verið jafn nærgæt- inn og hugulsamur við konu sína síðasta dag hjónabandsins sem fyrsta hjúskapardaginn. En bæði voru þau samvalin í að hugsa vel um heimili sitt og börn sín, enda mun öllum hafa liðið vel við arin heimilis þeirra, andrúmsloftið gott og heimilið fegrað af smekkvísi. Börn þeirra hjóna eru Óskar lögfræðingur á ísafirði, Geir stúdent, Anna leikkona, gift Poul Reumert leikara, Emilía, Þóra og Áslaug. Börnin haía tekið sjer ættarnafnið Borg. Með láti Borgþórs hefir Regl- an mist mikið. Hann var enn, þrátt fyrir háan aldur, óþreyt- andi starfsmaður hennar og vildi alt fyrir hana gera, og Reykjavíkurbær á að baki að sjá einum af sínum elstu og bestu borgurum. En við sem eftir erum þökk- um Borgþór margar ánægju- stundir. Þökkum honum starf- semi sína og óskum og vonum að starf hans beri ríkulegan árangur P. Z. M.s. Dronning Alexandrlne fer sunnudaginn 30. þ. m. kl. 8 síðd. til Kaupmannahafm- ar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla í dag. Tilkynningar um yftrnr komi í dag. Slipaafgreiðsla Jes Zimsan. Tryggvagötu. Sími 3025. ósstt ku og kökur, mikið úrvaL . Fæst í i ítalskar firœnar hnnilr fins-mifins-moyens nýkomnar. I. Brynjólfsion & Kvaran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.