Morgunblaðið - 19.10.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1934, Blaðsíða 6
 4 lýkOBÍð; Itvenvetra; kápur og frakkar. Lægst verð. Verslunin Snlgeril Laugaveg 80. llDDhflð. Opinbert uppboð verður haldið í Tungu við Reykja- vík, laugardaginn 20. b. m., kl. 2 síðd. og verða bar seld- ar 8—10 kýr og kvígur. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík. Björn Þórðarson. flilröfor 5 krónur pokinn. Versl. Jóhannes Jóhannsson. Gnxndarstíg: 2. — Símf 4131. Alt sent heim samstundis. Væru ekki viðbrigði? Verst þá öldur sveifla, ef allir fengju öryggi eins og „Völund“-hreyfla. Lifur og hjörtu, altaf nýtt. Klein. Ealdursgötu 14. Sími 3073. MORGUNBLÁÐIÐ Forseti Ungverja. Fyrir skömmu var í Ungverjalandi haldið hát.íðlegt 15 ára afmæli Horthýs ríkisstjóra. í sam- bandi við þennan hátíðardag var opnuð landbúnaðarsýning í höfuðborginni Budapest. Sýninguna opnaði ríkisstjórinn, og var þessi mynd tekin þegar hann ávarpaði þjóðina í útvarpinu. — Yst á myndinni til vinstri sjest frú Horthy og yst til hægri GömhÖs, forsætisráðlierra. Ástralíuflugið. Hátíðahöldin í sam- bandi við flugið voru hafin í gær. London 18. okt. FÚ. Hertoginn af Glouchester kom til Melbourne í Ástralíu í dag, og setti þar formlega há- tíðahöid þau, sem fram eiga að fara í sambandi við 100 ára afmæli borgarinnar, með þT,; að bera fram boðskap konungs og árnaðaróskir, en hertoginn er fulltrúi konungs við þessi há- tíðahöld, sem eru haldin í minn ingu þess, að 100 ár eru liðin síðan landnám hófst í Victoría- ríki. Landnám þetta hófst í Mel- bourne með því að nokkrir ný- liðar bygðu'sjer þar torfkofa. Er fyrstur nefndur til land- náms í Victoríaríki John Bat- man, sem fór frá Tasmania upp eftir Murrayfljóti, og reisti bú- garð á bakka Murrayfljóts, þar sem nú er Melbourneborg. — Frumbyggjarnir á þessum slóð- um tóku Batman mjög vinsam- lega, og keypti hann af þeim 600 þús. ekrur af landi, fyrir nokkra sjálfskeiðinga og nokk- ur lök. Gullfundirnir á árunum 1850 —1860 urðu þess valdandi, að mjög jókst íbúatala í nýlend- unni, sem fimmfaldaði íbúatölu ! sína á 6 árum á þeim áratug. Kommúnista- byítingatilraun í Austurríki. ! London, 17- okt. FU. 1 dag voru handteknir í Wien og Tauern, 250 kommúnistar. —' , 7 m | Ástæðan fyrir þessum handtökum hefir ekki verið gerð kunn, en! fyrir nokkru gaus upp kvittur ' um að kommúnistar í Austurríki , hefðu byltingu í undirbítningi, og þykir þessi fregn styðja þann orðróm- Berklarannsóknir á nautpeningi. Á hæjarstjórnarfundi í gær, var tillaga mjólkursölunefndar til uin- ræðu, um að framkvæmd verði berklarannsókn á öllum kúm bæj- armanna. Var tillagan samþykt með sam- hljóða atkvæðum. Borgarstjóri gerði grein t fyrir þessu móli. Hann komst að orði á þessa leið: Með bráðabirgðalogum um mjólkursöíu er það mál tekið úr höndum bæjarstjórnar, og þá um leið úr gildi feld sú reglugerð, sem gilt hefir um mjólkursöfu í bæn- um. I haust kaus bæjarstjóry nefnd í mjólkurmálið- Þó málinu sje nú svona komið, hefir nefndinni þótt rjett, að korna fram með til- lögu þessa, til þess að undirbúa það, að mjólkurframleiðendur, sem besta hafa aðstöðu til að framleiða holla og hreina mjóllc, kynnu að geta fengið bætta að- stoðu til að fá sem best verð fyrir mjólk sína framvegis. Vegna nálægðar við neytendur hafa mjólkurframleiðendur hjer í bænum besta aðstöðu til þess að g'eta framleitt barnamjólk, þ. e. mjólk, sem undanþegin yrði s því, að þurfa að fara í sameiginlega gerilsneyðingu. En til þess að sú undanþága fáist, er eðlileg't að tryggja þurfi að kýrnar sjeu heilbrigðar og alls hreinlætis gætt. Það eru að vísu nokkuð skiftar skoðanir um það meðal lækna hvort mönnum stafi hætta af kúa- berklum. En í Danmörku halda mikils- metnir læknar því fram, að, a. m. k. í sumum hjeruðum landsins stafi talsvert af berklaveiki manna frá kúm. Hjer á landi virðast berklar í nautpeningi fátíðari en í ná- grannalöndunum. Og þar sem hjer lendis hefir verið gerð gagnskör að því, að útrýma herklum í naut- peningi, t d. á Akureyri og Siglu- firði, þar hafa þær ráðstafauir fljótt komið að fullg'ildum notum. j Jeg hefi átt tal um það við dýralækni, sem er þessu sjerstak- lega kunnugur, hvað slík berkla- rannsókn kosti, og nemur kostn- aðurinn 3 kr. á kú. Ekki er ákveðið hver eigi að bera þann kostnað. En þó hann komi á bæinn að einhverju leyti, þá tel jeg.það ekki vera þá upp- hæð, sem eigi að horfa í, í þessu sambandi. llmbælur á Akureyrarskóla. Akureyri 18. okt. FÚ. Skólameistari Mentaskólans hjer á Akureyri bauð heim til sín kl. 1 í dag blaða- og frjetta- mönnum í bænum til þess að sýna þeim skólann og aðgerðir nýlegar á honum. Þingið veitti í fyrra 10.000 krónur til utan- hússmálningar á skólanum og aftur 6000 krónur í ár, til ann- ax*a viðgerða. —-----«<S>»-----— Fótksfíatníngar á íandí. Skipulagsnefndin svonefnda — öðru nafni rauði rannsóknarrjett- urinn hefir samið frv. um „skipu- lag á fólksflu'tningum á landi“ og hafa rauðliðar í samg'öngumála- nefnd Nd. tekið að sjer flutning þessa frv. á Alþingi. í 1. gr. frv. segir svo: „Engum er heimilt að hafa með höndum fólksflutninga með bif- reiðum sem stærri sjeu en svo, að þær rúmi 6 farþega, nema hafa fengið til þess sjerleyfi ríkis- stjórnarinnar“. . Skal póstmálastjórnin. hafa með höndum yfirstjórn og eftirlit með fólksflutningum í bifreiðum þeim, sem sjerleyfi þarf fyrir. Binda má sjerleyfi því skilyrði, að það sje bindandi fyrir 2 ár og óframseljanlegt, að það gildi fyrir ákveðna tölu þifreiða á til- teknum leiðum o. s. frv. Eftirmæli. Á Landakotsspítala andaðist 2S. apríl s. 1. Kristján bóndi Finnsson, frá Núpi á Berufjarðarströnd, fimtugur að aldri. Hnje þar í val- inn einn hinna duglegstu og nýt- nstu hænda Berunesshrepps. og drengur hinn besti. er ekki að- eins nákomnir, heldur og margir aðrir munu sárlega sakna. Kristján heitinn var búmaður góður, duglegur og framkvæmda- samur, jafnframt því gætínn og forsjáll. Fremur smáu húi bjó hann altaf, en vann sig þó úr fá- tækt í dágóð efni, og gerði leigu-, jörð sinni Núpi bestu skil. Bæ sinn hyg'ði hann upp að nýju fyr- ir nokkrum árum vel og vand- lega, og vann að því að mestu leyti sjálfur. Af því, að Kristján. var svo jí- irlætisláus, og mætti segja gerði langt of lítið úr hæfni sinni og þekkingu, kom mönnum á óvartað honum Vanst að leysa prýðilega af hendi störf, er skólalærðum mönnum einum er að jafnaði ætl- uð og fjöldanum, er lítið hefir kent verið, ofraun. Kristján hafðí aldrei í skóla gengið, ekki einw sinni notið barnaskólafræðslu. En greind var ágæt og gætni og sam- viskusemi samfara þessum velgefna bókhneigða manni varð áreiðan- lega það á að hnippa af svefn- tíma sínum til lesturs. — Starf- samir og áhugaríkir einyrkjar hafa vart annan tíma afgangs. Þeim er þetta skrifar þótti hátíð, er fundum bar stöku sinnum sam- an og tími og tönn vanst til, að ræða um eitthvað fleira en veðrið og vandræðin. Kristján heitinn var fæddur í Tungu í Fáskrúðsfirði. Faðir hans er • fyrir löngu dáinn, en móðir hans, Kristín Þórarinsdóttir, kom- in fast að níræðu, lifir enn furðu ern, en nú um mörg ár blind. Ber hún • með þreki trúarhetjunnar missi síns ástríka sonar. Dvaldx hxxn hin síðari ár á heimili hans og á örugt athvarf áfram hjá tengdadóttur sinni, Þórunni Hjör- leifsdóttur, ekkju Kristjáns heit- ins. Þórunn var löngum manns síns önnur hönd í framkvænid hins þarfa og góða og ágæt eigin- kona. Börn þeirra, sonur og tvær dætur, ern heima á Núpi hjá móð- ur sinni og stunda búið með henni. Skrifað í júní 1934 af kunnug'- um. ------------------ i Lerroux-stiórninni talið hætt við fallí vegna bess hvað hún barði uppreisnina grimdarlega niður. Fullyrt er að talsverð hætta sje á, að Lerroux-stjórnin klofni. Mun það standa að einhverju leytl í sambandi við það hversu margir líflátsdómar hafa verið kveðnir npp yfir hyltingarmönnum og er mælt, að það hafi vakið viðbjóð hæði ' Zamora ríkisforseta og Lerroux. Ennfremur er talið, að deilt sje um það innan. stjórnar- innar hverjum aðferðum var beitt til þess að hæla niður uppreistar- tilraunina. — Þrír leiðtogar upp reisnarmanna hafa verið dæmdir til lífláts í Cátaloníu, en átján í Asturias.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.