Morgunblaðið - 31.10.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1934, Blaðsíða 5
5 Frá Þingeyri. Stýrimannanámskeið stendur ;yfir hjer nú, hófst það 15. þ. m. og stendur í 2 mánuði. Hefir Fiskifjelagsdeildin hjer gengist fyrir því að það yrði haldið. Að- . alkennari er Kristinn Erlendsson stýrimaður á e.s. ,,Fjölni“. Auk hans kenna Sig. Fr. Einarsson og síra Sigurður Gíslason (ís- lensku). Nemendur eru í kring- um 15. Stjórn Fiskifjelagsdeild- arinnar skipa: Guðmundur Ein- arsson stöðvarstjóri. formaður, Guðmundur Einarsson fiskimats maður og Jón Fr. Arason bóndi og útgerðarmaður í Hvammi. Lík Margrjetar Krisíjánscíótt- ur, hjúkrunarkonu frá Kleppi, er andaðist þar 5. þ. m., kom hingað með Gullfossi 18. þ. m. og var jarðsungið daginn eftir /frá Þingeyrarkirkju og jarðað I kirkjugarðinum hjer. Líkræðu flutti sóknarprestur og jarðsöng að viðstöddú miklu fjölmenni. Margrjet var dóttir hjónanna Krístjáns Halldórssonar í Höfn l(bróð«tr Jóns trjesmíðameistara I RvSk) og konu hans Matthild- ar Ólafsdóttur, er bæði lifa. Margrjet fór utan til hjúkrun- amáms og lauk hjúkrunarprófi á Friðriksbergspítala 1930. Var eftir það í 6 mánuði hjúkrunar- kona við geðveikradeild Vord- ingbiorg (Vording) hælisins á Sjálandi og átti kost framtíðar- stöðu þar, en kaus heldur að hverfa heim til Islands og var síðan 1, mars 1931 hjúkrunar- kona á Gamla-Kleppi. Margrjet , yar prýÚilega mentuð og gáfuð stúlka, vel lájfcin af öllum og naut hún mesta trausts allra í starfi sinu. Vann hún sjer mikið álit ytra fyrir kostgæfni, sína og áhuga í h.júkrunarstarfinu. Nýlát'in er hjer Halldóra Frið riksdöttir, er var hjer ljósmóðir þar ti.l í fyrra að hún fjekx slag, er nú leiddi hana til dauða. Hún var fædd 7. júlí 1872 í Grímsey og gift Magnúsi Sigurðssyni frá Ólafsvík og höfðu þau verið búsett hjer í 14 ár. Halldóra var Ijósmóðir hin besta, vinsæl og vel látin af öll- um, er kyntust henni. Hinn almenni fundur presta og sóknarnefnda hófst í gær. Eftir guðsþjónust- una í dómkirkjunni var fundur settur í húsi K.F.U.M. Formað- ur undirbúningsnefndarinnar, Sigurbjörn Á. Gíslason, setti fundinn nieð biblíulestri og bæn. Þá var fundarstjóri k’os- inn Ólafur Björnsson kirkjuráðs maður, en til vara sr. Guðmund- ur Einarsson á Mosfelli. Fund- arskrifari var kosinn Halldórá Bjarnadóttir kenslukona. Þá var fyrstá málið, sáima- bókarmálið, tekið fyrir. Frum- ;mælandi Gísli Svéinsson sýslu- maður flutti snjalla vörn fyr- ir kirkjúsöngs sálmabók þá, Sem nú ðr notuð og rákti svo sögu deilunnar, sem réis um sálmabókarviðbætirihn liðið sumar. Þótti honum ekki koma neitt sjerstaklega mikið, hvorki til þeirrár bókar nje árásanna gegn henni. Til máls tóku, auk frummæl- ana, Jón Helgason biskup, Sig. P. Sívertsen vígslubiskup, Sig- urbj. Á. Gíslason, sr. Helgi P. Hjálmarsson, frú Guðrún Lár- usdóttir, og síra Guðmundur Einarsson, sumir tvisvar. I gærkvöídi kl. 8 þJ flutti díakónissa Oddfríður Hákonar- dóttir erindi i dómkirkjunni, eins og tii v,^r ætiast. í dag halda fundarhöldin á- fram í húsi K.F.U.M. Morgunbænir kl. 10. sem Ein- ar Einarsson klæðskeri í Hafn- MORGUNBLAÐIÐ arfirði annast, en á eftir, flytuí Jón Jónsson læknir erindi um kirkjusöng. Kl. 4 síðd. verður rætt um: Horfur í trúmálum og siðferðismálum þióðarinnar, frummælandi Sigurbj. Á. Gísla- son. Erindið í dómkirkjunni kl. 8 >4 í kvöld flytur sr. Sigurjón Árnason í Vestmannaeyjum og talar hann um Barth og stefnu hans. Er Barth frægasti guð- fræðisprófessor sem nú er uppi og hefir markað dýpri spor en flestir aðrir, þótt nú sje hann einmana að vissu leyti í Þýska- landi vegna andstöðu sínnar gegn kirkjumálastefnu þjóðern- issinna. Óstjórn sósíalista. í „Aftenposten" er nýlega fróð- legur samanburður á sveitastjórn á Heiðmörk. Þar eru 7 sveitif, og er sex þeirra stjórnað af sósíal- istum, en aðeins einni, Furneö, af borgaraflokkunum- Hvernig er svo ástandið í þessum sveitum Fyrst er að líta á skattana. í Furnes greiðit maðut, sem hefir 2000 króna tékjur um árið og’ hefir fyrir konu og fjórum hörn- um að sjá, kr. 95,62 í skatt. í Ringsaker kr. 182,40, Nes kr. 152,10, Váng kr. 144,80, Stange kr. 161,50, Romedal kr. 197,02 og í Löten kr. 213. En er þá ekki betur sjeð fyrir fátækrastyrk í þeim sveitum, sem sosíalistar stjórna? í Furneis fá, þeir, sem þurfa ,á hjálp að halda, styrk eftir þses- um reglum: Einhleypingar 4 kr., hjón 5,50; barn yngra en sjö ára 1,25, barn 7—15 ára 1,50, eldri börn 1,75. En í Vang íær ein- hleypingur 3 kr., lvjóh 4—5: kr., barn 1 krónu, án tillits til aldurs. Og í sumum öðrum sveitum eun minna. goáor fcofíílcgumíir eru nolaðar; þci gelureUú Jjann clryliLerbelur au|ti andlegl íjör og þrefc en kafíi íllva-koffier ct4 bragSs lirakoffi brenf ogmaloSeffír ollra nýjuhu ocHerSuinuem nú þekkjast.- Íílva-kaffi e«- aKaf ! nýbrerrt. lilva-kaffi eraKaf nýmaíeiö. P7 KAFFI En þá er líklega meira um at- vinnubætur hjá sósíalistum ?v Nei, þeir láta sjer nægja — og' verða vegna fjárskorts að láta sjer nægja — að iithluta þeim styrk; sem sveitirnar fá úr ríkissjóði. Furnes er eina sveitin á Heíð- mörk, sem leggur fram úr sveitax- sjóði 16%% á móts við ríkis- framlag'. Ringsaker ætlaði líka aðy byrjh á þessu, en va?ð. a& jlækka framlag sitt niðnr' i (15%; og þó aðeins með tilliti til þeírirM - vimiu, sem framkvæmd er á vet- I urna. Þessar tölur skýra sig sjálfasf- Sásí^iptar lofa miklu, en(. þflgjp; peningariiir hafa rnnnið i þfárra/ hít, verðá aðrir að haga sig í handabökin. til;að :rekft hjer verslmi. virkja íossa, hefja námugröft. Ekkert af þessum fjelögnm hefir komið néinu í verk á íslandi, en saman- iögð 'korna þau þó-við sögu vora á giftusamkgri hátt en nokkur önn ur útlencl fjesýslufyrirtæki hafa nokkru sínni gert: Þau hafa verið fjárímgslegnr bakhjarl liins mesta bókmcntaleg'a afreks, sem unnið hei'ir veríð með þjóð vorri á síð- ari. öldtnn. Einar Benediktsson hefir haft offjár milli hauda, livað eftir annað orðið flngríkur, en aldrei hirt að haldá spart á fje sínn. Aklrei varð auðshyggj- an að sjálfstæðri ástríðu, sem skygði á köllun hans. Hann orti jafnt og þjett, og sóaði fje sínu jafnt og þjett. Þegar honum varð best t.il 'fjár hafði hann til að koma heim til þess að gefa út blað, sumarlangt, sem ekki var ærfclast til að nokkur maður borg- aði? en sett var á stofn svo hann gæti rutt frá sjer því, sem innra fyrir hjö, um stjómmál, menn- ingarmál, íslenslta framtíð. Mark hans var aldrei auðsöfn- un, t.il 'ellitryggingar, heldur hitt, að eiga alls kostar, nieðan hann væri í fnllu fjori, lifa auðugn lífi, sem anda lians hæfði, og upp áf spryttí stórvaxið, glæsilegt, andlegt afrek- Því marki hefir hann uáð, fýr- ir uppreisn sína gegn jarðnesku hlut.skifti íslenskra andans manna, og fyrir eldheita Tt-ygð við kiill- un sína. Hamj, er í senn, mestur listamaður og.mestúr andi allra 'ís- lenskra skálda á seinni öldum. Hann hefir einn skapað liinn stóra stíl í nýrri Ijóðagerð ís- lendinga. Þar sem málsnild og stílgöfgi hinna eldri skálda nýja tíiv.ans er, tnes.t, Bjarna Thoraren- sens, Jónas.ar llallgrímssonar og Mátthíasar .Tochumssonar, stndd- ust, þeir við fornar fjTÍrmyndir, fornt mál-far og forna hætti. Fng- inn þeirra skóp úr nútíðarmáli og nýrri hátt.um háleitt og t.ígulegfc form sem jafnað verði til fegurstu bragsnildar í fornum skáldskap. Einar Benediktsson hefir aldrei ort undir fornum háttum, hann býr til sína eigin. hætti, sem alUr bera svip, axula hans, og' hann yrk- ír með sínn eigin tungutaki, á auðúgra, .styrkara, og mannaðra máli en nokkurt. annað íslenskt skáld. -^Llclrei hefir verið meiri hefðarbragur, og hátignarsvipur tungu vorrar en í kvæðum hans, Úje hrynjandi hennar voldugri — í ætt við veðurgný og hinar þungú öldur úthafsius. Hann er allra íslenskra ljóð- ská.lda mestur meistari að draga skírar og lifandi myndir af at- burðuin, mönnum, mannvirkjum, öllum fyrirbrigðum hins sýnilega heims, og nær jafnframt hæst í iþeirri list, að láta orð og hljóðfaíl tjá liið innsta og' fólgnasta í hngs- un og tilfinning það sem erfið- ast er að segja á mensku máli. Hann er í senn máttugasti og heilbrigðasti andi í nýrri bók- mentum íslands, a£ því að enginn hel'ur sjeð dýpra nje skygnst Iengra, í lífsslcoðun og heimsskoð- un, og af því að lífsnautn hans hefir verið st.erkari og frjórri en þokkurs annars. Grunntóninn í ^káldskap lians er lotning' vits- muna og hetjulnndar fyrir feg- hrð og mikilleik tilvemnnar. — Hvert sem haim beinir sjón sinni blasir við dásemd og tign, alt Stillir hug hans til fagnaðar og faust hans til karlmannlegrar lofgjörðar. Hvergi leika hjartari töfrar um fsland og alt sem ís- lenskt er, að fornu og' nýju, en í kvæðum hans, hvergi er menning utlandsins glæstari, nje líf og saga hejmsþjóðanna stórfeldari leikur skugga og skins, hyergi öll tilveran, hnattanna milli, jafn- gagn-þrungin dularfullu, mátt- ngu lífi. Hann hefir framar öllum öðr- um orðið skáld gróandans í þjöð- lífi voru. vaxtarviljans, mögnunar innar, stórdraumanna, ofurhug- áns. Hvergi birtist á nýrri tímum íslenskur andi jafn-óbngaðnr, ó- lúinn af fargi aldanna? ólmhuga og' djarfur, sem í verki hans, ekkert nýrri skálda hefir ort af jafn-ungum hug, nje geystari vilja til manndóms og sóknar. Hann hefir ort herhvöt þjóðar sinnar, kent henni að virða og élska lífið, trúa á sjálfa sig, land sitt, hlutskipti sitt, og- hugsa hátt? képpa fram til meiri giftn, fyllri og göfugri lífsnautnar — hærri menningar í orðsins rýmstu og tignustu mérking. Og hann hefir sannað með verki sínu að lionum var alvara, — með því að yrkja fyrir minstu og fá- tækustu menningarþjóð veraldar eins og hún væri andlegur aðall mannkynsins. Víða í kvæðum hans kemur sú liugsun fram að verk lians sje að eins brot af því, sem það hefði getað orðið, átt að verða. í einu af þeim fáu kvæðum hans, sem virðist að mestu leyt.i sjálfslýring, Einræðum Starkaðar, ern þessar hendingar: Synduga hönd — þú varst sigT- andi sterk, en sóaði kröftum á smáu tökin; að sldljast við æfinnar æðsta/verk' í anpaiis hönd, það er dauðji$ökin,, Hyer er sú ætlun, sá d.raumtir,- sem vakir í minningu skÚLdsips þegar hann yrkir þessar línnrl í kvæðinu Öldulíf, keninr erai skírar í ljcjs að ljóð hanp,, fuR-. nægja ebki þrám lians. að,; hartn finnur inn á krafta í sjálfnm sjer, sem hann náði ekki t'ikian ekki nrðu a.ð verki, og brennur af vilja til hins mesta, hinsta af- reks: Mín i.*sta hugsmi hún á ekki mál, en ósk og bæn, sem hverfnr mjéfr . ? sjálfum — að senda hátt yfir himinsins sól hljómkast. a.f annarar veraldar tirðnm, — að standa upp fyrir alveldis stól, þar eilífðar hirðin situr að borð- nm. Ef til vill er Einar Benedikts- son niestur fyrir sín „óortn ljóð“, þá kyngi, sem bvltist í sál hans, og aldrei fjekk tóm til að skírast. og. birtast í máli — mest- ur sem fyrii-heit, um tign og nriagn íslensks anda á (íbornum öldnm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.