Morgunblaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 3
Afurðasölumál bænda. Framh, af annari síðu. Hinu verður heldur ekki neit- a.S, að það er yfirleitt rýrasta kjötið, sem kemur á Reykjavík- urmarkaðinn. Þar við bætist svo það, að þetta rýra kjöt — Sunnlenska kjötið — er yfirleitt framleitt með miklu meiri til- kostnaði en tíðkast annars staðar á landinu. Á þessu kjöti hvílir verðjöfnunarskatturinn langþyngst. Og rauðu flokk- arnir hafa nú ákveðið, að þessi skattur megi vera alt að 10 au. á, kg., en hann var ákveðinn 6 au. í haust. Sunnlenskir bændur sættu sig við þenna skatt í haust, því þeim var talin trú um, að með því að greiða skattinn, fengju þeir einir að sitja að Reykjavík- urmarkaðnum. En hvernig heiir þetta orðið í framkvæmdinni? Þann:g, að Samband ísl. samvinnufjelaga hefir flutt hingað feikna birgðir af kjöti frá Norðurlandi og selt hjer á markaðnum. Útvarps- hlustendur hafa vafalaust veitt því eftirtekt, að Sambandið aug lýsti dögum og vikum saman hið væna norðlenska kjöt, sem það hafði hjer á boðstólum. — Var fram tekið í auglýsingunni, að meðalþyngd kropps væri 15 kg. Svona hefir þetta marglofaða „skipulag“ orðið í framkvæmd- inni. Sambandið hrúgar úrvals- kjöti hjer á markaðinn til að keppa við hið rýra kjöt úr lág- sveitum Árnes- og Rangárvalla- sýslna. Afleiðingin verður vita- skuld sú, að rýra kjötið, hátoll- aða selst ekki. Það hrúgast í íshúsin. Heimska og fáfræði þess manns, sem rauðu flokkarnir hafa gert að landbúnaðarráð- herra kom glögglega í ljós í þinginu, er hann var að svara Pjetri Ottesen, er 'minst hafði á þetta atriði. P. Ottesen hjelff því fram, að mikið af fje úr austurhluta Rangárvallasýslu væri svo rýrt, að það næði ekki einu sinni 2. fl. Færi því flest í 3. f 1., en sumt ▼ærí meira að segja svo rýrt, að það næði ekki 3. flokki. Allir, sem nokkuð þekkja til, vita, að frásögn P.O. um þetta er rjett. En hvað sagði landbúnaðar- ráðherra-nefnan um þetta? Hann sagði, að það væri „al- rangt“ að þetta fje Rangæinga væri 2. og 3. flokks. — Hann kvaðst hafa umsögn síra Svein- björns Högnasonar fyrir því, að mest af þessu kjöti færi í 1. f lokk! Væri ekki rjett fyrir bændur undir Eyjafjöllum að spyrja þenna Tímadilk, Sveinbjöm Högnason að því, hvort hann vildi bæta þeim upp þá kjöt- skrokka, sem fóru.í 2. og 3. fl. við slátrunina í haust? Þótt klerkurinn sje nú kominn á mjólkurspenann hjá ,,Rauðku“ verður honum vafalaust erfitt um þá greiðslu. Ritstjóm Mbl. og Isaf. er enn þeirraí skoðunar, að það sje ranglátt að skattleggja eins gíf- urlega og gert er (og stefnt er að) hið rýra sunnlenska kjöt. MORGUNBLAÐIÐ komið: Kápuefni, mikið úrval. KJólaefni, úr ull og silki, a!ar fjölbr. úrval. Samkvæmiskjólaefni, allar nýjustu gerðir. PeysufataklælSi, margar tegundir. §>ilki I peysuföt, - Svuntuefni, mikið úrval. Frakkaefni, sjerlega góð. Drengfafafaefni. Kápur og Kjólar. Hansk- ar og foskur, allar nýjusfu gerÖir. Fndir- fafnaður i miklu úrvali. • Undirfataefni allskonar. Sloppaefni. Gardínurifs o. m. m. fl. í herradeildina: Veírarfrakkar - Regnfrakkar - Mafrósaföt - Haffar, nýjustu gerðir. Treflar og Kliitar - Herrabindi, sjerlega falleg. Hanskar, margar tegundir - Sokkar o. m. m. fl. Ansfurstræti - Laugaveg Ilafnarfiröi. Afleiðingin verður sú, að þeir bændur, sem þetta kjöt fram- leiða með ærnum kostnaði, hafa engan hag af því, að búa við besta innlenda markaðinn. Vjer álitum rjett vera, að ræða þetta mál all-ýtarlega að þessu sinni, vegna rógsherferða Tímamanna á hendur Mbl. og Isafold. Og rógberarnir mega vera þess fullvissir, að vjer mun um halda áfram að gagnrýna þeirra gerðir, hvort sem þeim líkar betur eða ver, því vjer erum sannfærðir um, að það er málstað bænda fyrir bestu. Mans j úríu- j árnbr autin London 31. okt. FÚ Fregnunum um samninga um kaupin á austur kínversku járn- brautinni ber ekki saman. Tokio fregnir segja, að samningarnir gangi vel, en Moskvafregnir, að alvarlegir erfiðleikar í samn ingunum hafi komið í ljós, því að Japanar hafi gengið frá fyrra loforði, og neita nú að á- byrgjast greiðslu Mansjúríu á kaupverðinu. Boris konungur vinnur afreksverk. London 30. okt. FÚ. Boris konungur Búlgaríu var í dag á ferð með eimlest frá Sofia til Varna; kviknaði þá í eimvjelinni, og vagnstjórinn brendist. Boris konungur gerði fyrst við sár vagnstjórans, og tók svo sjálfur við stjórn eim- vagnsins og ók honum til næstu stöðvar, þar sem hægt var að slökkva eldinn, og síðan hjelt hann ferðinni áfram alla leið til Varna. Konungurinn er útlærður vjel stjóri, og hefir stundum tekið við stjórn á eimlestum að gamni sínu. Flugferðir Þjóðverja. London 31. okt. FÚ Þýsku flugfjelögin ætla að auka hraða vjela sinna og far- þegaflutninga í vetur. Luft- Hansa ætlar að senda flugvjel- ar til 44 erlendra borga í stað 41 áður, og dagleg flugfjarlægð er 15 þús. mílur í stað 13 þús. Viðskifti Þjóðverja. Dr. Schacht segir að skuldheimtumenn megi kenna stjórnum sínum, að ÞjóSverjar geta ekki borgað. London 30. okt. FÚ. Dr. Schacht, Ríkisbankastjóri Þýskalands, hjelt í dag ræðu um fjárhagsástand ríkisins, og beindi orðum sínum m. a. til erlendra manna sem teldu til skulda hjá Þýskalandi. Hann sagði, að fyrsta verk Hitlers- stjórnarinnar hefði verið, að gera útlendum skuldunautum það ljóst, að engra peninga væri að vænta frá Þýskalandi. Hann sagðist hafa fulla *sam- hygð með þeim, sem hefðu lagt fje sitt í þýsk skuldabrjef, í von um arð, en væru nú von- sviknir. „En þjer megið þakka yðar eigin stjórnum það, að Þýskaland er fjelaust. Og þjer megið þakka yðar eigin stjórn- um það, að ekki verður annað sjeð, en að geta Þýskalands til að greiða skuldir sínar fari enn minkandi. Jeg get aðeins ráð- lagt yður eitt: að hvetja stjórn- ir yðar til þess, að opna þýsk- um vörum markað í löndum yðar.“ FJÁRHAGSVANDRÆÐI JAPANA. London 30. okt. FÚ. Fjármálaráðherra Japana hef- ir orðið að grípa til neyðarúr- ræða til þess að jafna væntan- legan tekjuhalla ríkisins á næsta ári. Hann gerir ráð fyrir mjög hækkuðum tollum í fjár- lögunum, og sjerstaklega skatti á þann gróða kaupsýslumanna, sem hægt er að rekja til verð- lækkunar gjaldeyrisins, og enn fremur gerir hann ráð fyrir stórkostlegum launalækkunum og fækkun starfsmanna þess op- inbera. Snjór og frost í Bretlandi. London 30. okt. FÚ- í dag snjóaði á láglendi I Skotlandi, og var sagður fjögra þumlunga djúpur snjór á þjóð- veginum frá Glasgow til Lon- don. 1 dag var 6,6 stiga frost (C) í Hampshire í Englandi. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.