Morgunblaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ j5má-auglí5ingar| Eá. in^astofa Reykjavíkurbæj- ar, LækjjTjrötu 1, fyrstu loft, sítoi 469!». Kvennadeikjin opin kl. 2-—5 síðd. 10 stúlkur vantar strax til luisstarfa á heimiíi ntan Reykjavíkur. Ennfremur vantar 8 stúlkur á heimili innan bæjar. RáðningaStofa Reykjavíkurbæjár. Regnhlífar teknar til viðjjerðar. Breiðfjörð. Laufásvegi 4. Mjólkurafgreiðsla Korpúlfs- sfaðabúsins, Lindargötu 22, hefir síina 1978. Prófessor: Xú, þjer eruð í vandræðum með svar við spurn- itígunni. Stúdent \>i; ekki með svarið. en tneð snurninguna. Rinso sparar fÖSÍÍEl • 30' É'r, W-. ELi \ Dustið Rinso í bala eða þvottapott j ot' bætið á heitu vatni; hrærið í ! þangað til mjúkt löður myndast, og leggið þvottinn í bleyti í þessum rnðuga þvottavökva — yfir nóttina ef vill. Rinso dregur út öll óhrein- indin, svo að á eftir þarf ekki ann- aö en skola og þurka. — Það er engin þörf á að nugga þvottinn! Þessvegna er Rinso svo aðdáanleg- ur vinnuspari! Og af því að ekk- ert er nuggað leiðir svo að tauin skemmast ekki í þvottinum — fötin endast lengur þegar þau eru þvegin úr Rinso, MR 120-16» A ,,Ln hvað siun- arkápan þín er tandurhrein. — Mm er aldrei ~i'f\SV0Ua falleí?“- 7 ur Þvem„ ,r *vítt miS?hT°1ÖSriSZer- skemmir ekki viðn' "™’ °- bað Xeyndu RiUS0 efai. Urðu -tafu hrifto S ^ oá V6rð- /f l^TTWr,--------r bvi mUilllif.tr ______J R.S.MUOSON UMITEO. LIVERPOOL, ENGLAND. Dívanar, dýnur og aUskonar •stoppuð húsgögn. Vandað efni, j vðtíduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíknr. B Ó K B A N D S-VINNUSTOFA | mín er í Lækjargötu 6 B (g'engið j inn um Gleraugnasöluna). Anna Flygenring. ----I—_—---------------------- Fæði selt í Ingólfsstræti 9, 1. hæð. Sigríður Hallgrímsdóttir. Tækífæ rí sgjafir. Klútamöppur — silkiklútar- — Samkvæmistöskur — kjólablóm. Nálapúðar — leðurmöppur. — — Spil frá 45 aurum. — SKERMABÚÐIN Laugaveg 15. ’Succes i * átsúkkulaði ! fæst í hverri búð. Bjöðið það bestu vinum yðar. ARDÍNUR m S3 m n D RAKSNAP SYSTURMR. 38. Vika leið eftir viku, en ekki kom Lotta heim. Þær systur voru enn á Felixhof. í Múnchen hafði ekki batnað um matföng þó ófriðurinn væri úti. Elnnig voru þar pólitískar óeirðir. Irena þorði ekki að flytjast, ásamt barninu, inn í stóra fallega húsið. — Hjer erum við úr skotfæri, sagði hún. — Okkur kemur vel saman við bændurna hjer í kring. í haust höfum við meira grænfóður en við þurftum handa kúnni, og fyrir það fáum við nú tídivið og kjöt. Og af nýjum eggjum höfum við meira en við getum torgað. Og ofnarnir í húsinu «ru stórir, svo við verðum að hafa gluggana opna hálfan daginni Irena skrifaði oft slík brjef, en þau enduðu alt af ettthvað þessu líkt: „En ef Lotta væri ekki, væri eftunanalegt hjá mjer.“ Lotta skrifaði sjaldnar ,en Irena og styttri * brjef. Þau voru einhvern veginn hálf vandræða- leg, og aldrei reyndi hún að gefa neina skynsam- lega ástæðu fyrir áframhaldandi dvöl sinni á Fel- ixhof. Aðeins -bað hún mig fyrirgefa sjer, að hún Ijeti mig eina, og öðru hvoru skrifaði hún: „Jeg get ekki farið hjeðan.“ Og í rauninni var það meira upplýsandi en allar ástæðurnar hjá Irenu. Vitanlega gat hún ekki farið frá barninu. — En Alexander hlýtur að fara að koma heim, hugsaði jeg, — einhverntíma hljóta allir stríðs- fangarnir að losna. Og það getur ekki oltið nema á nokkrum vikum eða mánuðum, að þeir komi heim og þá auðvitað Alexander meðal þeirra. Þá fer hann til konu sinnar og barns á Felixhof — og hvað verður þá af Lottu? Undir jól kom Röeder yngri heim. Hann hafði verið í Rúmeníu alt síðasta ár og hafði brjóstið alþakið heiðurspeningum; hafði jeg að minsta kosti heyrt. Því þegar hann kom til mín, var hann ekki í einkennisbúningi. Hann var orðinn langur og slánalegur, með rautt hár og augnabrýr, og á löngu handleggjunum voru stórar hendur, með rauðum hárum á og dingluðu, eins og hann vissi ekki, hvað hann ætti af þeim að gera. — Má jeg ennþá kalla yður Eulu? spurði hann, og vitanlega mátti hann það. Fyrir tíu eða tólf árum hafði jeg oft leitt hann yfir götuna, við aðra höndina en litlu telpurnar við hina. Þannig höfð- um við öll fjögur farið út í skemtigarðinn og börn- in höfðu farið í ræningjaleik pg fleiri leika. Harry hafði oftast verið þægur og góður drengur, og þó hafði hann það til að stökkva hræðilega upp á nef sjer, einkum ef hann var ertur með raúða hárinu, sem hafði verið ennþá eldrauðara þegar hann yar lítill. Það var Lotta, sem hafði staðið fyrir því, og einu sinni hafði hann í hefndarskyni rekið hnef- ann svo fast í magann á henni, að rjett að segja var liðið yfir hana. Þó gat jeg fyrirgefið honum þetta, af því, að hann iðraðist svo innilega, þegar í stað og fyltist örvæntingu yfir þessu afbroti sínu. — Hvað ætlið þjer nú að taka fyrir, Harry? Ætlið þjer að halda áfram að lesa læknisfræði? Hann hristi höfuðið ákaft. —- Haldið þjer, að maður geti svona formálalaust haldið áfram þar sem maður hætti fyrir fjórum árum? Jeg hefi breyst mikið á þessum fjórum árum. Og alt er orðið biæjdt. — Þjer þykist náttúrlega of gamall til að setj- ast á skólabekkinn — tuttugu og þriggja ára gam- all? — Það er aukaatriði. En pabbi er orðinn of gam- all til að kosta mig í fimm ár. Og jeg yrði sama sem að byrja á byrjuninni aftur. Faðir hans hafði áður haft vöruflutningaskrií- stofu. Hún var nú næstum að engu orðin, þareð öll landamæri voru lokuð. — Það verður víst best, að j.eg hjálpi pabba með hans atvinnu, sagði Harry. Hann var eins og utan við sig á svipinn, er hann ' »i » f • taiaði þannig og gekk um gólf. Öðru hvoru tók: hann einhvern skartgrip í stófu krumlurnar, snerí honum fyrir sjer, og ljet hann svo á sama stað.- Hann líktist aftur þessum stirða og hálfdreymandi. hnokka, sem jeg þekti úr skemtigarðinum. — Þá fer æskudraumurinn yðar út um þúfur. . sagði jeg, döpur. — Jeg man, að þjer vilduð verða læknir — þegar á barnsaldri. — Já, skollinn má vita, hvernig jeg hefi fengið þá hugmynd, að það væri gaman að lengja líf manna, fyrir hvern mun. Eftir að jeg nú í hálft ár hefi stjúórnað vjelbyssu, fyndist mjer það hlægi- legt að fara að verða læknir — það væri næstum að gera kaldranalegt gys að sjálfum sjer. ,Jeg ætlaði að gefa honum staup af konjaki — jeg átti hálfflösku eftir, og það var engin ástæða til að liggja á henni. En hann spurði, hvort hann mætti ekki heldur fá hindberjasafa og vatn. — Hvernig getur yður dottið það í hug? í tvö - ár hefir ekki sjest dropi af hindberjasafa og þetta litaða vatn, sem fæst í búðunum, kaupi jeg ékki. — Það var leiðinlegt, sagði hann. — Og jeg var búinn að hlakka til þess svo lengi. Munið þjer • eftir forðum á svölunum á þúsinu yðar við Payers- bach — það var víst kringum 1910. Við sátum öll á svölunum, þjer og jeg og telpurnar, og þjer gáfuð okkur glas af hindberjasafa og vatni...... Þetta varð upphafið að löngum viðræðum. Við < sögðum hvort öðru fjöldan allan af smáatvikum frá tímunum fyrir ófrið. Jeg hafði ósegjanlega ánægju af því að hitta < einu sinni mann, sem tilheyrði þessum góða, liðna tíma, og leiddist ekki að hlusta á mig tala um alt, sem blessaðar litlu stúlkurnar mínar höfðu sagt og gert; um hrekkjapör þeirra, og meira að segja um fallegu kjólana, sem þær hefðu verið í. Það var komið undir miðnætti þegar Harry fór. Jeg fylgdi honum sjálf til dyra. Þá var hann aftur orðinn utan við sig og þegar jeg bað hann að koma .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.