Morgunblaðið - 08.11.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ :* pmá-auglúsingar Sníð og sauma kjóla og kápur. Nýjustu tískublöð fyrirliggjandi. Biínborg Kristjáns. Grettisgötu 44 A. Ka,ffi- og Matsala Vesturbæjar, Vesturgötu 17, sími 4965. Matur sendur heim eftir pöntun. Þar er best að fá mat í veislur, bæði stærri og minni. líobert Bender. Fæði og einstakar máltíðir ó- dýrt og gott í Café Svanur við Barcnsstíg. Saumastofa mín er flutt á Sól- vailagötu 17. Kristín Sæmunds. — En kennari, pabbi segir að Nýasti tundurbátur Dana. við sjeum komin af öpum. Danir liafa nýlega smíðað þrjá tundurbáta handa sjer og ér Kennari: Sestu niður og þegiðu, ]>es.si mynd tekin þegar sá seinasti ldeypur af stokkunum. Hann við erum ekki að taia um ætt- heitir ,,Örninn“. erni þitt- ---------------------------- •••••••••••••••••••••••••• Mjólkurafgreiðsla Korpúlfs- staðabúsins, Lindargötu 22, hefir síma 1978. Divanar, dýnur og allskonar •itoppuð húsgðgn. Vandað efni, vðnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. Verslunarþjónn: Hvernig verð- nr með sumarfriið núna. Kaupmaður. -fú, jeg fer í mán- aðar ferðalag og' vona að þjer gætið verslunarinnar vel á meðan. Kjötfars og fiskfars, heimatilbú- -ið, fæst daglega á Príkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. ' ÞÝSKUR RAKARI, sem kom til Kaupmannahafnar fyrir skemstu, sagði eftir að hann kom heim: Jeg vil fastlega ráða starfsbræðrum mínum til þess að lieimsækja Thorvaldsenssafnið í Kaupmannahöfn. Það er engu lík- ara en að hinn nafnfræg'i lista- maður hafi verið útlærður rakari. CíULLTENNUR. iiverfa. Ungur maður, í’atriok Hillard að nafni, sem er skósmiður í þorpi nokkru í New York ríki, gerði sjer glaðan dag fyrir nokkru. Hann fór inn í skemtigarð, lagðist þar á békk og sofnaði. Það vai' komið myrkur þegar liann vaknaði. Og honum fanst liaim vera eitthvað undarlegur. Þó varð hann þess ekki vís fyr en eftir góða stund hvað að var. Með- an hann svaf hafði verið stolið úr honum 18 gulltönnum. GÓÐ AUGLÝSING. I vörusýningarskáp í Stolikhólmi stóð nýlega letrað stórum stöfum; Þessi skápur var brotinn um dag- inn og úr honum stolið 17 mancliet- skyrtum. Svo ákafir eru menn í það að eignast skyrturnar frá okk- ur. að þeir setja frelsi sitt að veði til þess. SIG. THORODDSEN. Llflir Og fl|Öl*tU, Landmælingar. Lóða- og halla- ‘ mæling'ar o. fl. verkfræðingsstörf. Fríkirkjuveg 3. Sími 3227. , Heima 6—8 e. h. ! Baldursgötu 14. — Sími 3073;. KLEIN, SYSTURNAR. 41. slíku, sagði hann. — Hr. Kleh gerði svona innkaup hjálparlaust. Og dr. Tucher hafði líka skýrt óskað þess, að ekki yrðu gerðar neinar breytingar. Þannig var verslunin rekin um skeið, eins og i»est gekk, og Lotta skifti sjer ekki frekar af henni. Fyrri hluta dagsins gekk Lotta á leikskólann, og áorgarleikarinn frægi, sem stóð fyrir honum, sagði einu sinni þegar jeg spurði hann um framfarir hennar: — Hún hefir hinn sanna eldmóð, og kemst áreiðanlega langt. Á kvöldin kom Harry oftast. Hann gætti þess vandlega að ergja Lottu, og oftast tókst honum það. Það virtist aðeins tímaspuming, hvenær hann bæði hennar, og hún virtist mundu taka honum. Einn dag hitti Lotta skólasystur sína, Mary JVIertens, á götunni, og var boðin til tedrykkju sama kvöld í vinnustofu hennar. Mary hafði lært listvefnað og var þegar orðin talsvert þekt í þeirri grein. 9 — Jeg fer ekki, sagði Lotta. — Jeg þoli ekki að hitta alt þetta ókunna fólk. Þá síðdegis kom brjef frá Irenu. Það var gott brjef með allskonar skemtilegum smáatvikum um Felix litla, en í því stóð nokkuð, sem Irena hafði ekki verið nógu gáfuð til að geta sjer til um af- Ieiðingarnar af. — Hugsið ykkur, skrifaði hún, — í gær sagði hann í fyrsta sinn greinilega „mamma“. Jeg las yfir öxlina á Lottu, jafnóðum og hún. Þegar jeg kom að þessu atriði, fjekk jeg sting í hjartað, en henni virtist ekkert bregða. Við Iásum áfram. Rjett undir lok brjefsins stóð: — Alexander er því miður ekki góður eiginmaður að upplagi, en aftur á móti stendur enginn honum á sporði sem föður. Hann elskar og tilbiður barnið, og þá falla um leið dálitlir molar af borðinu handa mjer, móður þess. —• Þetta er ágætt; þetta getur ekki betra verið, sagði Lotta; og allir aðrir en jeg hefðu sagt að augu hennar hefðu Ijómað af gleði. En jeg þekti hana vel, og vissi, að augu hennar gátu Ijómað á svo margan hátt. Þessi harði demantsgljái í þeim var svikinn. Hann var altaf uppgerð, til þess að leyna einhvei'ju. Og það var enginn vandi að geta sjer þess til, að í þetta, sinn átti hann að leyna tárum. Hún hefði víst gjarna viljað gráta yfir því, að barn hennar var nú farið að segja „mamma“ við aðra konu, en af því að þessi önnur kona var Irena systir hennar, sem henni þótti svo vænt um og þetta gaf Irenu nýja hamingju, neyddi hún augu sín til að vera þur en gljá eins Qg demantar. .— Jeg ætla annars að fara til Mary Mertens, þrátt fyrir alt, sagði hún klukkutíma seinna. Það getur svo sem verið, að hún hafi ekki þolað með- aumkvunarsvipinn á mjer. Hún sagði, að þarna yrði áreiðanlega gaman. Og hvers vgena ekki að koma á mannamót öðru hvoru? Hún kom ekki heim fyr en komið var fram á morgun. Svo svaf hún yfir sig og skrópaði af leik- skólanum í fyrsta sinn. — Skemturðu þjer vel? spurði jeg þegar hún loksins hringdi á morgunmatinn. Hitturðu skemti- legt fólk hjá Mary? — Það var ekki sem verst fólk, Eula mín, — en það er ekki sagt, að þjer hefði líkað það. Nei, mjer hefði víst ekki líkað það betur en fiamferði Lottu næstu mánuðina á eftir. Eftir mat var hringt í símann og Lotta, sem svaraði, sagði fyrst nei. En svo var hringt aftur og aftur og loks sagði hún, að hún ætlaði um kvöldið í veitingahús þar sem dansað var. — Þú ætlar vonandi ekki ein á svona stað? Eða á jeg kannske að fara með þjer? Ung stúlka getur ekki farið ein á veitingahús. — Ungar stúlkur eru ekki til lengur, svaraði Lotta. Veistu það ekki? — Nei, jeg vissi það ekki. Og trúði því heldur ekki. Það væri að minsta kosti sorglegt ef satt væri. — En mjer finst það alls ekki sorglegt, sagði Lotta, — ekki vitund. Og auk þess get jeg svo sem tekið Harry með mjer. Harry kom um kvöldið, og var fús til að fara með Lottu. Hann vildi aðeins fá að vita, hvaða fólk yrði þarna. Hún nefndi nokkur nöfn, þar á meðal einhverja. bræður að nafni Timmerrnann. — Nú, þeir? sagði Harry. — Þekkirðu þá nokkuð nánar? spurði Lotta. — Ekki annað en það, að á síðustu tveim árum». eru þeir orðnir afskaplega ríkir. — jír nokkur skömm að því? — Nei, en það er óhrekjandi vottur um. að þeir- hafa sjerstaka tegund af innræti — Hvernig það? — Annar þeirra var þrjú ár í ófriðnum og lærðíi.. þar það, sem við köllum að ganga yfir lík. Hinrc hafði stöðu í hermálaráðuneytinu, sem gaf honum.. aðstöðu til greiðvikni við menn af háum stigum.. Og hann hefir að ófriðnum loknum, mint þá á þá greiða. — Er þetta alt og sumt? — Auk þess hafa þeir kunnað að aka seglumc, eftir vindi. Þeir græða daglega á því, að pening- arnir okkar falla. Þetta var í fyrsta sinn sem jeg heyrði, að hægt væri að græða á því, að peningar fjelli í verði, en það setti verslanirnar um koll og gerði peningana í vasa mínum ekki nema helmings virði, þegar jeg ætlaði að fara að kaupa til heimilisins fyrir þá. — Er nokkur skömm að því að aka segl'um eftir vindi? spurði Lotta. — Nei, en það er dálítið sjerstök tegund inn- rætis....... — ......sem þjer er illa við? Harry dokaði við. — Ef jeg segði nei, væri það • lýgi. Og ef jeg segði já, þá yrði það til þess að ergja þig. Timmermann-bræðurnir eru börn sinnar- tíðar — það er alt og sumt. Eldri bróðirinn, Alfred Timmermann, sótti Lottu undir klukkan tíu um kvöldið. Bíllinn baul- aði þrisvar fyrir utan gluggann. Jeg leit út þegar- Lotta fór út úr húsinu, ásamt Harry. Bíllinn var- stór og nýr, en enginn bílstjóri. Sá sem sat í öku- sætinu, steig út og kysti hönd Lottu og hjelt hurð- inni opinni fyrir henni. Það var Alfred Timmer- mann sjálfur. Ljós var inni í bílnum, og jeg sá, að kvenmaður- sat við hliðina á ökusætinu. Daginn eftir sagði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.