Morgunblaðið - 10.11.1934, Síða 5

Morgunblaðið - 10.11.1934, Síða 5
WORGUNBLAÐIÐ Pemr. Jonathan Delicious ítölsk Epli Vinb er fást bes( í \iiiann hafði komist á skip, ætl- aði að flýja til Frakklands, en var tekinn áður en hann komst þangað. Þegar borgarstjóri Barcelona hafði verið tekinn' höndum og var leiddur fyrir hershöfðingja þann er stjórnaði áhlaupinu á ráðhúsið, á borgarstjóri að hafa komist svo að orði: — Leiðinlegt að þetta skyldi hafa mistekist svona, eins og •tækifærið var einstakt. — Jeg dáist að kjarki yðar og hugprýði á hershöfðingi að hafa svarað. Annars er það eftir á, alveg óskiljanlegt hvernig þeir skiln- aðarmenn skuli hafa undirbúið uppreisn án þess að vita hverj- um megin herinn væri. Þeir treystu því víst, að þegar Cam- panys borgarstjóri tilkynti skiln aðinn í útvarpinu, þá myndi herinn sem einn maður verða hliðhollur skilnaði og hlýða í -engu skipunum frá Madrid. 1 Marseille og hjá Mussolini. Morguninn sem við fórum frá Marseilles voru morðin framin. En um það frjettum við ekki fyrri en í næturstað í Nissa. Engum sýnilegum æsingum • ollu þeir viðburðir þar. Er til Genúa kom sagði jeg í : gamni við mann einn hvað þar myndi nú gerast stórtíðinda. Hann svaraði: ,,Hjer gerist ekkert sem með hinum þjóðun- um. Hjer höfum við Mussolini“. Er við komum til Milano, hafði Mussolini nýlega verið á ferð þar. Hann gerði ekki boð á undan sjer. Enginn vissi þar um ferðir hans fyrri en hann steig þar út úr bíl sínum. Hann heimsótti þar ýmsar verksmiðj- ur og skoðaði þær. Hann heim- sótti þar klaustur eitt í nágrenn inu. Gaf hann sig á tal við einn munkanna og spurði hann hvað þeir hefðu aðallega fyrir stafni. Við vinnum að vísindastörfum og biðjums't fyrir, einkum fyrir þeim sem ekki biðja sjálfir, sagði munkurinn. Þá ættuð þið að biðja fyrir mjer um leið, sagði Mussolini, því jeg hefi svo lítinn tíma til þess. — Hríð í Ölpum. Við fórum frá Ítalíu norður yfir Alpana um Sct Gotthards- skarð. Undanfarna 3 daga hafði sú leið verið tept vegna fánn- kyngis. En um morguninn þenna dag fór herdeild yfir skarðið og notuðum við okkur af því að fara í slóðina. Mikil fönn var þar uppi, enda er þetta 7000 fet yfir sjó. Jeg stóð jafnan í sambandi við ítalska bílaklúbbinn til þess að hafa fregnir af veginum yfir Alpana, þótt auðvelt væri að flytja bílinn með járnbraut, þá hefðu það orðið mjer vonbrigði, mig langaði undarlega mikið til að aka þessa leið, þótt erfið væri, síðasti spölurinn er 35 km. mjög brattar beygjur í röð. En sú fyrirhöfn borgaði sig, þeirri fegurð gleymum við seint. Jeg fjekk merki ítalska bílklúbbs- ins til minja um það, að jeg mundi vera fyrsti íslendingur sem ekið hefði í bíl þenna fjall- veg. Þetta sem jeg hefi sagt hjer frá ferð okkar, 'er vitanlega hvorki fugl nje fiskur, sagði Magnús að lokum, slíkt ferðalag í bíl í suðrænni sól og um ýms fegurstu hjeruð álf- unnar er svo ánægjulegt og við- burðaríkt, að við gætum spjall- að um það allan dagin, en það sem jeg hefi lært á þessari ferð sem bílstjóri og þýðingu hefir fyrir þá, sem ferðast vilja á sania hátt, eftirleiðis mun jeg skýra Fjelagi ísl. bifreiðaeig- enda frá, svo reynsla mín komi fjelögum þess að gagni. Stíflan iosnar. Atkvæðagrelðslur í Eá. 4 Eftir margra daga stíflu varð efri deild loksins svo vel skipuð stjórnarliðum, að atkvæða- greiðslur gátu hafist. Voru mál- in þá afgreidd hvert eftir ann- að. — Hlutaruppbótin til síldveiði- manna, þar sem þeir eiga að fá mesta uppbót, sem skársta af- komu höfðu, var samþykt og er nú orðin að lögum. Sama er um frumvarp Finns um bæjarstjóra. Getur atvinnu- málaráðherra, hvað sem bæjar- stjórn segir þar um, látið fram fara bæjarstjórnarkosningar hvað eftir annað, ef ekki fæst meiri hluti bæjarstjórnar með ákveðnum manni í bæjar- eða borgarstjórastöðu. Bifreiðaeinkasalan o. fl. fór til 3. umr. með breytingum meiri hluta fjárhagsnefndar. Raufarhafnarverksmiðjan sömuleiðis til 3. umr. Aftur á móti var frumvarpi Sigurj. Ól. um loftskeytastöðvar á flutningaskipum breytt eins og minnihluti fjárhagsnefndar (Jón A. Jónsson) lagði til, þann ig, að talstöðvar skuli hafa í skipunum. Fór það frv. þannig til 3. umr. Vinnumiðlunin fór til 2. umr. og nefndar. Breytingin á útvarpslögunum var til 1. umr. Magnús Jónsson gerði nokkrar athugasemdir við frvv og var því síðan vísað til 2. umr. og mentamálanefndar. Horoafiarðar- Rartöllor í lieiiuKin pokum. Liverpool. Ásvallagötu 1. — Sími 4203. R$úpur. Nýreykí kjöt. Dllkukjöt. Ennfremur allskonar grænmeti. Etiðtbúð Hsgelrs Hsgelrssonar, Þinglioltsstrajti 15. — Sími 3416 Nýtt nautakjðt af ungu. Kjötbúðin Herðnbreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Skriftarnámskeið Guð dnar Be rsdóttur byrjar í næstu víkti. nýjustu skjnnsortir og gerðir. Verð við allra hæfi. Fíngerðar og kærkomnar tækífærísgjafír: KVGNVESKI 1 Mramistlslir i 7,75. FER9AÁHÖLD fyrir dömur - - herra m. rakvjel. Fer ðarakvjelasett nýjar gerðir. rnmmi oj BiBDiii I óteijandi sortir úr að velja. Skrifmöppur — vísitkort amöppur. SI]lE.niBSKIIf - SKÓLRIOSKBI Pennastokkar — vasaspeglar greiðnr — cigarettuhylki — myndarammar úr leðri. BARNAIOSKUR a fallegar og ódýrar. HANDIÖSKUR og koffort, ódýrar. Merkí- spjöld úr leðri o. fl. o. fl. Leður vörudeildir Bankastræti 7 og Htlabdðar Laugavegi 38. SmiOr. egg og estar. Verslunin Kjöt & Fiikur. Símar 3828 og 4764. herslur stundum rangar og með- ferð málsins áfátt. Og það kemur alstaðar í ljós, að höfundinum er tamara að láta hugsanir sínar í Ijós með hinu almenna og alhæfa " orðalagi heimspekingsins, en að velja þeim að búningi hlutstæð ■ orðatiltæki og líkingar, sem bregði upp skýrum myndum. — Samt sem áður á jeg bágt með að trúa því, að nokkur sá, sem les : þessi ljóðmæli með alúð og skiln- ingi, verði ekki snortinn af þeim og það meir eri ýmsu öðru, sem miklu betur er ort. Þau eru þrung in af reynslu, sem er ekki hvers- dagsleg, andlegri baráttu og leit, sársauka og vonbrigðum, sigrum ■ og gleði. Þau eru ort af innri þörf; það er ekki andagiftin, sem brestur, eins og hjá mörgum ' leiknum hagyrðingi, heldur tök- in á því að klæða hana í rjett orð. Það er eins og stundum muni ekki ■ nema hársbreidd, að þetta sé mik- ill skáldskapur. Þessi kvæði gefa hverjum þeim, sem vill kynnast hinu torvelda sambandi milli : skáldlegs innblásturs og hæfileik- ans að láta hann í ljós, svo að .aðrir njóti hans, tilefni margvís- legra athugana og lærdóms. En auk þessa — og það er frá mínu sjónarmiði ekki minna virði — bregða þessi ljóðmæli marg- víslegu ljósi á persónulegt líf mik- illar og merkrar konu, sem önnur ritstörf hennar gefa litla eða enga hugmynd um. Þau eru í raun og veru full af djörfum og hrein- skilnum skriftamálum um tilfinn- ingalíf hennar og „instu þrá“. Á- takanlegt er t. d. kvæðið: Orða- bókinni miklu lokið, eftir 20 ára starf: Ó, fjötrarnir hrundu, sem ár eft- i r ár í álögum sálu mína bundu! og læstu í huga mér frostnótta tár, sem feldu hrím á unga gróðrar- lundu. Ó, þrautirnar unnar, sem skapa- norn mjer skóp, er skráfesti’ hún urðarrúnir mínar! Þó orðabókin þegi um anda míns óp, um aldir þögul ber hún minjar sínar. * * * Und ösku var falinn minn fjör- neisti klár og felhellu, er andans glóðir svæfði. Og tíminn og gleymskan að verki voru um ár, — jeg vissi ei lengur, hvort mjer frelsið hæfði. Sem vorsól úr hrími fær vakið daggtár nótt, svo vermir hug og frjóvgar neisti hulinn. — Hann lífglóðum örþyrstum anda vekur þrótt, uns aftur lifnar gróður sálar dulinn. ■ Sum af ástarkvæðunum í bók- inni, t. d. Skot og ást og Faðm- lag, verða manni líka minnisstæð, þó að jeg hirði ekki um að birta sýnishorn af þeim hjer. Og þessi barnlausa kona yrkir langt kvæði, sem heitir Móðurljóð, og liíirþar í ímyndun sinni þær tilfinningar, sem ,,veruleikinn“ neitaði henni um. En mikið af skáldskap allra tíma er um það, sem aldrei var, og er þó veruleiki á sinn hátt: Hvad du föler, tænker, dig jo lykken skænker, det er virkeligt, det lever du. Þá kemur víða fram í kvæðun- um tilhneigingin að glíma við síðustu rök tilverunnar og fá í augnabliks djúpsýn þann skiln- ing lífsins, sem engin vísindi geta veitt. Jeg ^kal ekki dæma um, hversu langt höfundurinn hefir komist á þessum óravegum, því að það er ekki nema snillingum gefið að veita öðrum mönnum hlutdeild í slíkri reynslu. Margir menn kunna á bestLi stundum sín- um að komast Lipp í sjöunda himin, Thovgh they come back and cannot tell the world, eins og Browning segir. En jeg vil benda á kvæði eins og Spurn- ing og Draumur, og þó einkum það síðarnefnda, sem dæmi þess- arar viðleitni: Duftsins ár og aldir hverfa, efnishugsun þver. — Nakta sál að himins herja hæsta veldi ber. Þá eru ennfremur í bókinni kvæði, er lýsa hug höfundarins til íslands og íslendinga, lang' kvæði um París, ádeilukvæði o. s. frv. Og, að bókarlokum er eins- konar leikrit í ljóÖLim, Jólanótt- in, „táknræn mynd, er sýní bar- áttu andstæðra eiginda mannssál- arinnar í nútíð eigi síður en for- tíð“. Höfundur þessara Ijóðmæla hefir sjálfsagt aldrei hugsað sjer að keppa með þeim um neinn sess á skáldabekk. Því getum vjer dæmt bókina fremur eftir því, sem hún hefir til að bera, en hinu, sem á skortir. Enginn mun taka þessi kvæði sjer til fyrir- myndar sem listaverk. En hins mætti óska mörgum skáldum, ao þau hefðu jafnauðuga reynslu og fjölbreytt sálarlíf til brunns að bera í ljóðum sínum. Sigurður Nordal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.