Morgunblaðið - 25.11.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.1934, Blaðsíða 5
MGR.GUNBLAÐIÐ gjaldið af sjávarafurðum, sem ;að renna á í Fiskiveiðasjóð, eft- ir að Skuldaskilasjóður hefir fengið sinn höfuðstól, en gera má ráð fyrir að svo verði í árs- lok 1940. En jafnframt er farið íram á árlegt framlag úr ríkis- :sjóði, og einnig svo ákveðið að fiskiveiðasjóðsgjaldið samkv. lögum frá 1930, renni óskert í sjóðinn. Með þessum hætti •verður stofnfje sjóðsins um 10 milj. króna. Nauðsynlegt hefir þótt að mæla svo fyrir ,að sjóð- urinn bæti fyrst úr þörf smærri útvegsmanna þ.e.a.s. að í önd- verðu verði v^jtt veðrjettarlán í skip ált að 60 rúmlestum að stærð. Þar næst koma lánveit- ingar gegn veði í fyrstihúsum, lifrárbræðslustöðvum, fiski- mjölsverksmiðjum og öðr- um iðnaðarfyrirtækjum sem >íjnna að hagnýtingu fiskþif- ijrða. Þá koma veðján til fisk- verkynarstöðva og loks veðlán út á fiskiskip sem stasrri eru ©n 60 rúmlestir, en slik ián mii þó eigi veita fyr en eftir 1940, að gera má ráð fyrir að útflutningsgjaldið af sjávaraf- urðum fari að renna í þennan sjóð. Aleigan töpuð. Rökin fyrir nauðsyn þessara mála eru augljós. Hin stórmerki lega rannspkn og skýrslugerð anilliþinganefndarinnar í sjávar- útvegsmálum sannar, að und- anfarin 5 ár hafa útvegsmenn tapað aleigunni. Á árunum 1930, 1931 og 1932 er tap þeirra útvegsmanna er skýrslur gáfu nefndinni hvorki meira nje minna en 8 miljónir 649 þúsundir króna, og skortir þó nokkuð á, að allir útvegsmenn gæfu skýrslu, og í árslok 1932 er svo komið, að skuldir út- vegsmanna eru orðnar rúmlega 26VÍ miljón, en eignir aðeins tæpar 32^4 miljón króna. Síð- an hefir sigið í sömu átt, og þykir mjer líklegt að áhöld sjeu nú um hvort meira er, skuldir útvegsmanna eða eignir, sem þó nær allar eru óseljanlegar, bæði af því að fáir geta keypt og jafnframt af hinu, að eng- inn vill kaupa þau framleiðslu- tæki sem rekin eru með stöð- ugu tapi- Vilja nú ýmsir ganga á lag- ið og vega að útvegsmönnum meðan þeir eru máttfarnir eft- ir blóðtökuna. En mikil er . skammsýni slííVa heiptblindra manna, og mikil ógæfa þjóð- arinnar ef þeir fá ráðið. Því þótt útvegsmenn sjeu nú rúnir að fjármunum eiga þeir í fór- um sínum þá reynslu og þekk- ingu, sem þjóðin má ekki án vera. Undanfarin 5 ár hafa þær 32 miljónir, sem í sjávar- útvegnum liggja, skapað yfir 90% af útflutningsvöru lands- manna, að andvirði rúmlega 53 miljónir króna á ári, og jafn- framt hefir útgerðin staðið und ir langsamlega mestum hluta ríkisþarfanna. Veit jeg þess engin dæmi, að svo lítið fje fæði af sjer jafn mikil verðmæti, enda kemur þar alt saman, rík- ustu fiskimið, dugmesta sjó- mannastjett og djarfir og ráð- : kænir útvegsmenn. Krafa Sjálfstæð- ismanna. Við Sjálfstæðismenn krefj- umst þess, að útvegsmenn verði rjettir úr kútnum. Við beiðumst engrar ölmusu þeim til handa, alls engrar. Við förum ekki einu sinni fram á, að útgerðin fái að snara af sjer klyfjunum. Við vitum sem er, að þess er eng- inn kostur. Þess vegna bjóðum við fram, að útgerðin haldi áfram að rogast undir háum innflutningsgjöldum af öllu er til útvegsins þarf, kolum, salti, olíu, veiðarfærum,matvælum og sjerhverju öðru, og reyni jafn- vel að greiða hinn óheyrilega háa tekjuskatt, ef eitthvað skyldi rofa til. En við viljum, að pinklunum. sem lagðir. hafa verið ofan á milli1 klyfjanna, verði ljett af útvegnum. ÚtflutningsgjalGÍnu, þessu gjaldi, sem hvergi þskkist annarsstaðar en hjer, heimtum við að útvegurinn fái að halda sjálfum sjer til viðreisnar. Fyrst til þess að losna af versta skulda klafanum og síðan til þess að endurnýja flotann. Meðal ald- ur togaranna er orðinn yfir 14 ár, línuveiðara 30 ár, og vjel- bátarnir ganga unnvörpum úr sjer. Minnist jeg þess, að fyrir stríðið þótti varhugavert að kaupa 5 ára gamla togara og talið var, að þeir hefðu lifað sitt fegursta er þeir voru oi'ðnir 12 ára. Hitt er og augljóst, að fyrir fiskiveiðaþjóð eins og ís- lendinga hlýtur það að vera ó- frávíkjanleg skylda, af því það er lífsnauðsyn, að halda vel við og endurnýja fiskflotann eftir eðlilegum hætti. Hörð lífsbarátta. Og ef til vill sýnir ekkert eins vel eymd og volæði atv.innulífs- ins, eins og það, að nær full- komin þögn ríkir um þá stað- reynd, að árin eru smátt og smátt að breyta fiskflotanum í ryðkláfa og fúaduggur. Svo hörð er lífsbaráttan, svo örðug glíman við hið lága afurðaverð og sligandi skattpyndingar ríkis valdsins, að útvegsmenn gefa sjer hvorki tíma til þess að líta um öxl eða horfafram á veginn, en einblína á þann hjallannsem næstur er til þess að missa ekki fótanna. Þannig draga þreng- ingar jíðandi stundar athyglina frá þeim voða sem framundan bíður, þegar útvegsmenn, sjó- menn og verkamenn, þegar öll íslenska þjóðin vaknar til fulls skilnings á þeirri hræðilegu staðreynd að fiskiskipin eru orð in mannskaðabollar, ósjófærar fleytur, sem samt verða notað- ar, af því okkar fátæka þjóð á sjer ekki annars úrkosta til lífsframfæris, notaðar þar til þeim smáfækkar sem líkkistum dugmestu sjómanna heimsins. Síðustu forvöð. Alt þetta sem jeg hefi nú sagt er satt og rjett, og í engu of mælt. Flestir háttvirtir þing- menn vita það og skilja. Sú vit- neskja verður að knýja þá til fylgis við Skuldaskilasjóðinn og Fiskiveiðasjóðinn. Hjálpin verð ur að koma áður en alt er um seinan, pg jeg held að nú sjeu síðustu forvöð og að einu leyti er a. m. k. mikil hætta í sjer- hverri bið, sú hætta sem af því leiðir ef útvegsmenn skyldu t gugna í baráttunni, en kjarkur- inn, þessi þrekmikla karlmanns- lund, sem aldrei vill undan láta og altaf reynir á nýjan leik, er einmitt á tímum neyðarinnar meira virði en margan ef til vill grunar. Færi hins vegar svo, að útvegsmenn kiknuðu, vaxa og margfaldast örðugleikar við- reisnarinnar, svo að þá verður ef til vill ekki við neitt ráðið. Af þessum ástæðum, af um- hyggjunni fyrir ntvegsmönnum, sjómönnum, verkalýðnum, af skilningi þess hversu mikið þjóð in á í húfi, skora Sjálfstæðis- menn á alla þingmenn til fylgis við þessi mál, fara fram á að sverðin sjeu slíðruð, og niður falli flokksdeilur þá stundina, en allir sameinist í einlægri við- leitni til þess að bjarga þjóð- fjeiaginu. Fjárskortur ríkissjóðs er ekki frambærileg rök gegn þessum málum. Stjórnarliðar geta aldreí neitað því, að á fjárlög- um eru nær öll útgjöldin óþörf miðað við það ,að forða útyegn- um frá rústum, og auk þess mundu menn jafnvel vilja vinna til að auka að einhverju leyti nýja skatta, fremur en sitja auðum höndum og hafast ekk- ert að gegn voðanum. Bændur íslands skilja þörf útvegsmanna. Frá þeim er á- reiðanlega skilnings og samúð- ar að vænta. Öndvegismenn sveitanna, gerið þingmönnum yltkar boð, og segið þeim hvers þið óskið, og af þeim væntið. Og þið, sem við sjávarsíðuna búið, látið raddir ykkar hljóma, krefjist tafarlausrar úrlausnar þessara nytja-mála, án allra undanbragða. Verði þær raddir nógu margar og nógu háværar, fæst lausnin í tæka tíð, þ. e. a. s. nú á þessu þingi. Annars ekki. Fiskiráðið. Takist nú svo giftusamlega til, að leyst verði sú þörf út- vegsins er jeg nú hefi rætt, mun mörgum ljetta. Samt sem áður má ekki leggja árar í bát, held- ur verður að róa lífróður til þess að hafa sig undan þeirri öldu er nú berst að ströndum landsins, og risið hefir í fjar- lægðinni. Á jeg þar við þann geigvæn- lega voða sem Islendingum er búinn af haftastefnum viðskifta þjóðanna. Verður ekki enn með vissu sagt, hverjar afleiðingar hennar verða fyrir íslendinga, en eins og nú horfir, má telja að þeim málum skipist sæmilega, ef Is- lendingar fá að halda áfram % hluta síns sölumarkaðs í Suður- löndum. Ýmsar leiðir liggja að því að draga úr, eða ráða bót á því böli, sem við blasir, ef ekkert er aðhafst. Er í greinar- gerð frumvarpsins um Fiskiráð bent á nokkur helstu úrræðin, svo sem betri hagnýtingu eldri markaða fyrir bæði saltfisk og ísfisk, og öflun nýrra markaða fyrir þær framleiðsluvörur. Enn fremur og einkum þó hitt, að lagt sje inn á nýjar leiðir í með- ferð framleiðsluvörunnar, og þá fyrst og fremst með því ýmist að herða fisk eða frysta hann. Margt af því, sem þar er nefnt, hafa menn skrafað um sín á milli og verið sammála um, að rjett væri að reyna. En við það hefir líka setið. En nú er svo komið, að ekki dugir lengur að láta við svo búið standa. Nú verða athafnir að fylgja orðum, nú verða Islend- ingar að leggja inn á nýjar leið- ir í meðferð, hagnýtingu og sölu sjávarafurða. I þessu skyni verður tafarlaust að hefja skipu lagðar, víðtækar og e. t. v. fjár- frekar tilraunir, undir forystu vitrustu og fróðustu manna á þessu sviði. Og til þess að tryggja þjóðinni þá forystu í varnar- og viðreisnar-barátt- unni, bera Sjálfstæðismenn fram frv. um Fiskiráð. Frum- varpið mælir svo fyrir, að sjö manna ráð skuli skipa, til þess að rannsaka og gera tillögur um bættar og nýjar aðferðir í framleiðslu og sölu sjávaraf- urða, útvega nýja markaði og annað, sem lýtur að vexti og viðgangi sjávarútvegsins, og ber Fiskiráðinu að gera alt, sem í þess valdi stendur, til þess að koma þessu í framkvæmd. Með fyrirmælum um skipun ráðs- ins, er leitast við að tryggja það tvent, að fullnægjandi þekk ing á viðfangsefnum sje fyrir hendi, og jafnframt, að það sje nokkurn veginn trygt, að það sem Fiskiráðið leggur til, komi tafarlaust í framkvæmd. Get jeg að öðru leyti vísað til greinar- gerðar frumvarpsins, sem prent uð hefir verið í víðlesnustu blöð um landsins, og ætla má að sje almenningi kunn. Undirtektir and- stæðinganna. Andstæðingar Sjálfstæðis- manna hafa reynt að finna þessu frumvarpi það til foráttu, að eigi væri nægilega sjeð fyr- ir fjármagni og valdi Fiskiráðs- ins. En það er skoðun Sjálf- stæðismanna, og hún er rjett, að þessar aðfinslur eigi við eng- in rök að styðjast. Þess eru nóg dæmi þó skamt sje leitað, að slík ráð eða nefndir koma að fullu liði, enda þótt vald þeirra sje ekki trygt með lögum. — Skal jeg færa á það fullar sönn- ur, verði það vjefengt í þessum umræðum. Undirtektir einstakra þing- manna í stjórnarliðinu undir þetta mál, lýsa skilningsleysi, ábyrgðarleysi og fullkomnum stráksskap. En fyrir því get jeg látið mjer þau andmæli, eða öllu heldur árásir, í ljettu rúmi liggja, og fyrir því get jeg með meiri hug arró talað um þetta frumvarp, en frumvörpin um Skuldaskila- sjóð og Fiskiveiðasjóð, að enn er alt í óvissu um hin síðar- nefndu, en allar horfur eru á því, að Fiskiráðshugmyndinni sje trygður framgangur. Árás- irnar á Fiskiráðið eru nefnilega sprottnar af andúð gegn niier sjálfum en ekki málefninu. Það sjest meðal annars á því, að stjórnarliðið hefir viðurkent þá þörf sem liggur til grundvallar f fyrir frumvarpinu, og tekið fyr- irmæli þess upp í frumvarp sitt um Fiskimálanefnd. Höfum vjð Sjálfstæðismenn því vakið af svefni stjórnina og lið hennar, og leitt valdhafana til skilnings á voðanum. Og enda þótt um- búðirnar sem hugmynd okkar er sveipuð í í frumvarpi hátt- yirtra andstæðinga sjeu ljeleg- ar og með öllu óhæfar, má von- andi ráða bót á því j meðferð jingsins á frumvarpinu um Fiskimálanefnd. Tel jeg því alÞ ar horfur á, að takast megi að skipa þjóðinni forystu í barátt- unni gegn aðsteðjandi og yfir- vofandi voða, og er þá fullnapgt tilgangi okkar Sjálfstæðismanpa með flutningi þessa frumvarps. Fiskimálanefnd þjóðarböl. Um frumyarp stjórnarliða um Fiskimálanefnd, vil jeg að öðtu leyti segja það eitt, að í því aje jeg auk hugmynda okkar um Fiskiráð ekkert nema einka- sölu á saltfiski. Fyrsta. afleið- ing þess verður sú að Sölusam- band ísl. fiskframleiðenda legst niður. Tel jeg flutning þess inii á Alþingi stórvægilega yfirsjón og verði það að lögum sýnist mjer hinar mestu líkur til þess, að af hljótist þjóðarböl, bölvrm sem við sjálfir að nauðsynja- lausu höfum yfir okkur fært, og aldrei fáum undir risið. Er jeg reiðubúinn að færa þeim orðum stað og mun, ef svo ber undir, gera það áður þess- um umr. lýkur, enda þótt mjer sje nauðugt að láta uppi alt sem veldur kvíða mínum, af ótta við það, að opnar umræður um málið, bæti á þá hættu sern frumvarpið færir yfir þjóðina. Alhliða viðreisn. Þessi þrjú frumvörp, frum- varpið um Skuldaskilasjóð, og Fiskiveiðasjóð Islands og Fiski- ráðið. eru tillögur Sjálfstæðis- manna um alhliða viðreisn og eflingu sjávarútvegsins. Þegar þess er nú gætt, að landbúnað- urinn selur % hluta kjöts og alla mjólk og mjólkurafurðir ‘á innlendum markaði, og á því afkomu sína undir kaupgétu á þessum markaði, og að sú kaup- geta getur ekki skapast með öðru en velgengi sjávarútvegs- ins, þá má alveg eins segja að þessi frv. sjeu um alhliða efl- ingu og viðreisn beggja höfuð- atvinnuvega landsmanna. Það má náttúrlega afsaka ríkisstjórnina og hennar lið fyr- ir að hafa enga forystu í því áð bæta úr hinni augljósu og að- kallandi þjóðarþörf á þessu sviði, vegna þess, að stjómay- liðið ræður ekki yfir nægilegri þekkingu í þeim efnum. Hitt er ámælisvert, hversu treglega stjórnarliðið hefir laðast til fylgis við forystu Sjálfstæðrí- manna, og það er befailínjs hneykslanlegt hversu einstakir þingmenn hafa leitast við .áð hafa þessi alvörumál að fífl- skaparmálum, eingöngu af þyí að persónuleg andúð gegn flutn ingsmönnunum, hefir orðið yfir- sterkari þeirri ábyrgðartilfiifn- ingu sem að einhversstaðar kann að leynast í hugarfari þeks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.