Morgunblaðið - 29.12.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.1934, Blaðsíða 4
MORGÚNBLAÐIÐ Laugardaginn 29, des 1934. ? tf. BOKMENí 1 R ,;-V* : Hátt flýgur hrafninn. Skáldsaga Snorra, Hjartarsonar. Það verður ekki lengur talin nein nýlunda að íslenskir rit- höfundar skrifi skáldverk á er- lendu máli, og þykir ekkert við það að athuga, enda fjölgar þeim stöðugt, er það gera við góðan orðstír. Þegar Jóhann Sigurjónsson hóf ritstörf sín á dönsku var það af sumum talið ganga föðurlandssvikum næst, enda var þá sjálfstæðisbarátta Is- lendinga sem allra hörðust. — Mig langaði með línum þess- um að minna á það, að nú alveg nýlega er komin út á norsku skáldsaga eftir ungan íslend- ing, Snorra Hjartarson frá Arn- arholti, sem heitir: Höit flyver ravnen (Hátt flýgur hrafninn), og hefir Nationalforlagið í Osló gefið hana út. Áður hefir ekkert birst eftir þenna höfund, nema nokkur smákvæði árið 1930, í Eimreið- inni og Iðunni. Að vísu mjög falleg, ljóðræn og hefluð, en farið munu þau hafa fram hjá flestum. Auk þess birtist í fyrra smásaga eftir Snorra, sem hjet Kvinnen pá benken, og vakti hún talsverða athygli. Snox*ri Hjartarson er fæddur árið 1906, sonur hinna merku og landskunnu hjóna, Hjartar Snorrasonar alþingismanns (d. 1925) og Ragnheiðar Torfa- dóttur (frá Ólafsdal). Hann stundaði nám við Flens- borgarskólann vetuma 1920— 1921 og 1921—1922, en varð að hætta námi áður en hann gæti lokið burtfararprófi sakir j ag lasleika. Hann byrjaði nám við Menta- skólann í Reykjavík haustið 1925, en varð brátt að hætta því af sömu ástæðum og fyr. Hann sigldi þá til Danmerk- ur sjer til heilsubótar og var þar hátt á annað ár, en dvaldi síðan heima um hríð. Haustið 1931 fór hann til Osló til að nema málaralist, en á því námi hafði hann byrjað i er hann dvaldi í Hann stundar listmálarastörfin af kappi. En hinn ungi málari gerir háar kröfur til listar sinn- ar og eyðileggur listaverk sín jafnskjótt og hann hefir lokið þeim, vinum sínum og starfs- bræðrum til gremju og úndr unar. Snorri Hjartarson. Alt í einu finnur hann á stæðuna fyrir því að list hans fær ekki það flug, sem hann æskir. —- Hann verður að fara heim — heim, leita síns eigin upp runa, komast í samstillingu við bernskustöðvar sínar úti á Is- landi, sem gáfu honum útþrána — þrána til að helga listinni líf sitt. — Hin „ramma taug“ tog- ar hann. Það halda honum eng- in bönd. — íslenskt vor! Getur nokkuð fegra í minningu list- ræns útlaga. List hans verður fullkomnast við arineld bernskustöðvanna og hinnar náttlausu, íslensku voraldai’ver- aldar. Hann skundar í di’aumkendri hrifningu til unnustu sinnar, Unni, og segir henni frá fyrir- ætlunum sínum, skýrir fyrir henni nauðsyn ferðalagsins — list hans heimti það. Unni tekur þessu þunglega. Eitthvert óljós hugboð segir _ , henni, að það f jarlægi þau, taki Danmorku. . , , „ „ , . . , , , : Stexnari’, sem hun ann af alhug, Eftxr rumlega eins ars nam hja i prófessor Revold gaf hann hana i erim’ ,. ... En hvað megn ahmar mildu upp og sneri sjer að ritstorfum. i ... • ■ . . ,,,, , ,, l mottillogur hennar gegn valdi Og er þessi nyutkomna bok - . .,. , , , ._5,_ . . . | hms viljasterka manns, er nu hans (Hatt flygur hrafninn) i „ , .. , . ® _ hefir fyrst fundið kraftmn olga fyrsti avoxtur ritstarfa hans, að . * 0 sleptri nóvellunni, er áður gat. i _ . « .. * Z _ , , . * Og Stemarr leggur af stað Það mun ekki verða nema r , „ , * dagmn eftir................ emn domur um þa bok, að sem fyrsta bók höfundar sje 1 ~ Þá hefst annar kafh’ er höfundar sje hún með afbrigðum góð. Smekkvísi, stílgöfgi og listnæmi einkenna hana. Sagan er í þrem aðalköflum, og gerist sá fyrsti og þriðji í Osló, en miðkaflinn, sem er um leið lengstur, gerist á íslandi, að manni skilst í Borgarfirði, á æskustöðvum skáldsins. — — — Ungur, íslenskur listmálari, Steinarr Arnórsson er í Osló. Hann hefir dvalið langdvölum erlendis, 5 ár, án þess að hafa komið til íslands. gerist á æskustöðvum lista- mannsins heima á íslandi. Hann hefir verið alinn upp af frænku sinni, því foreldrar hans dóu ung. — Lýsing höf- undarins á því, þegar Steinarr vaknar í rúmi sínu fyi'sta morg- uninn heima, er undurfalleg. Hver smáhlutur vekur upp heila röð af bernskuminningum hans. ímyndanir barnssálarinnar rifj- ast upp og fá líf á ný. Og íslenska vorið brosir til hans inn um gluggann, fagnar honum með allri þeirri blíðu, er besta getur. — Hann byrjar að mála, vinnur eins og víkingur. Hann finnur kraftana aukast og list sína vaxa þegar hann kynnist Erlu, uppeldissystur sinni, sem var bam, er hann sigldi, en er nú orðin falleg og þroskuð stúlka, 18 ára. Hann málar mynd af henni, sem er hans mesta meistara- verk. Ástir takast með þeim, í óþökk og kvíða fóstru þeirra, sem sjer lengra fram í tímann fyrir reynslu sína, en þau. Sú ást fær fyrst fulla útrás í at- lotum þeirra ágústnóttina, sem þau eiga ein við skaut nátt- úrunnar. En Unni hefir Steinarr gleymt. Ást hans til Erlu held- ur honum hugföngnum Sumarið líður. Það kemur haust. Og Steinarr hlýtur að hverfa á braut, auðugur að dýi'- legum endurminningum og á- gætum málverkum. Nú finnur hann mátt sinn. Málverkin standast hið stranga próf gagn- rýni hans. En nú legst ofurþungi skiln- aðarins á hina ungu elskendur, sem hafði dreymt svo fagra drauma á þessu yndislega sumri, í örmum íslenskrar nátt- úru. Og sú sorg verður þó Erlu þyngri eíns og ætla má. Hjer lýkur öðrum kafla. Steinarr kemur til Ósló. Meðan hann var úti á ís- landi hafði hann gleymt Unni, en þegar til Ósló kemur, slær samviskan hann. Hann hefir brugðist trausti hennar, og heil- ar vikur líða áður en hann herðir upp hugann og fer á fund hennar. > ^ En móða f jarlægðarinnar fellur á mynd Erlu. Hann van- rækir að skrifa henni, svíkur loforð sín. Hann ann báðum þessum konum. Þær hafa verið honum góðar. Gefið sjálfar sig. — Og hann veit að þær elska hann af hjarta. Önnur af umhyggju og skilningi hinnar þroskuðu konu, er þráir að verða móðir og mynda heimili, en hin af einlægni og hita hinnar fyrstu ástar íslenskrar, óspiltrar sveita stúlku. Steinarr heldur málverka- sýningu í Ósló. Lof um verk hans er á hvers manns vörum — en hvað er hann sælli fyrir það? Vanitas. Mara óheilindanna gagnvart þeim Unni og Erlu legst á hann með ofurþunga. Sálarstríð hans er óbærilegt og hvergi finst mjer höfundi takast betur en þegar hann lýsir því. — Tvö öfl tögast á um sál hans. Ann- arsvegar þrá rótleysingjans eft- ir heimili, konu og börnum, örýggi og festu, og hinsvegar listþrá hans, sem verður að hafna öllu slíku tál að hefja sig upp í hærra veldi. — Og sú þrá er svo sterk í sálarlífi hans, að hún ber hina ofurliði, hlýtur að sigi’a. Jeg birti hjer smákafla úr bókinni, er lýsir sálarstríði Steinars. — Hvers vegna hafði hann ekki altaf verið heima, orðtð þóndi, eins og frænka hans vildi, tekið jörðina. Líf bóndans var einhaldara og eðlilegra en líf annara, hamingjusamara. Hann grær eins og trjeð með djúpar rætur í jörðinni — og jörðin blessar hann með upp skeru sinni og himininn með sól o’g regni — og sjálfur er hann öðrum til blessunar. Hvers vegna hafði hann ekki lifað þessu lífi, í staðinn fyrir að standa fyrir utan eins og nú, vera áharfandinn, sem engan þátt tók í því lengur? En það var nú svo, að hann varð að snúa bakinu við því, var knúinn til þess. Hann var fæddur listamaður, gat aldrei orðið annað. Hann varð að skapa — skapa — láta það í ljós er brann í hug hans, bað um lausn. Það var honum lífsnauðsyn,meiri en nokkur önnur, sem ganga varð fyrir öllu öðru — öllu öðru. Viss óhamingja fylgdi gjöf mikilla hæfileika — þeim sem ekki gátu elt annara spor, en urðu að fara eigin götur; sækja á brattann, upp til einverunnar. Sá listamaður, sem vildi skapa eitthvað stórt, var dæmd ur til að standa einn. Fjöl- skyldu, heimili, varð hann að afneita. Hann hafði ekki leyfi, ekki rjett til að bindast öðrum, hve mikið sem hann þráði það, það varð til óhamingju, bæði fyrir sjálfan hann og hana. Til óhamingju — af því að starfið, baráttan til að ná hinu mikla og fullkomna, það var virkileiki hans, innihald lífs hans, hin eina sanna hamingja. En hví er hann þá dæmdur til að drýgja hið vonda, sem hann ekki vill? Þjáning hans er meiri en hann fái borið hana. Óhamingju og vonbrigðum hefir hann vald- ið þeim, sem hann elskaði mest. Það er hverri fagurri sál sár- ara að svíkja en vera svikinn. Hann hafði ekki ætlað að gera þeim ilt, en hann hafði leikið sjer að eldi, brent sjálfan sig og aðra. Af ómótstæðilegu afli hafði hann dregist að þeim, notið með þeim, orðið eitt með þeim. En listþrá hans tekur hann fyrst frá Unni, síðar fi'á Erlu. Listin heimtar alt af þeim, sem hún hefir höndlað. Það er mikil spurning hvort nokkrur íslenskur rithöfundur hefir farið betur af stað en Snorri með þessari bók. Sagan er að vísu ekki efnismikil, sem kallað er, og ekki víst að hún nái til allra. En hún hefir á sjer aðals- merki stílsnildar og ber vott um óvenjulega næma listamanns- lund. Frlðlst verkafðlk á Islanfl fram ttl slðasklfta og kjör þess. Eftir Guðbrand Jóns- son. Reykjavík 1932— ’34. VIII+392 bls. Rit þetta er samið sem samkepn- isrit um prófessorsembættið í sögu við Háskóla fslands árið 1930. f þeirri kepni tóku þátt sex meim, er skiluðu ritgerðum. Voru þeim ákveðnir 3 mánuðir til verksins. Efnið var lítt unnið áður, og ui’ðu keppendur því að fara í gegnum öll heimildarritin og safna til rit- gerðarinnar og semja hana á mjög stuttum tíma miðað við það, hve verkefnið reyndist yfirgripsmikið og margþætt. Það eitt að safna til ritsins er ærið verk, þegar þess er gætt að taka varð tilHt til alira íslenskra sögulegra heimilda fram til siðaskifta; það er nálega alt Fornbrjefasafnið, tólf stór bindi, allar lögbækurnar, Grágás, Járn- síða og Jónsbólt, Sturlunga, Bisk- upasögur, annálár og allar íá- lendingasögurnai’. Þar að auki kemur það vérk að vinsa úr efn- inu, velja eða hafna, ólíkur skiln- ingur á einstökum atriðum, er taka verður tillit t>). Af þessu leið- ir, að allar verða ritgerðirnar hver með sínum hætti og harla ólíkar, þótt um sama efni sjeu, leggur einn áherslu á þetta, annar á hitt, sumir leitast við að taka alt irieð, aðrir taka einstakar hliðar verk- efnisins og ræða þær sem ýtar- legast. Kemur þetta glöggt fram við athugun þeirra rita, sem birst liafa um þetta efni, og til urðu í samkepnispi’ófinu, en það eru auk ofangreinds rits doktors- ritgerð Þorkels Jóhannessonar, Die Stellung der fi’eieix Arbeiter im Island, og ritgerðir próf. Árna Pálssonar um Sambúð húsbænda og lijóna á lýðveldistímanum (Skírni 1931) og Um lok þræl- dóms á íslandi (Sltírni 1932), sem eru aðeins þættir xir ritgerð hans. Hefir hver höfundur farið mjög sínar eigin götur, eins og að líkindum lætur, og hefír hver til síns ágætis nokkuð. Þess verður ekki vart í riti Guð- Snorra Hjartarsyni verður með þessari fyi'stu bók sinni skipað á bekk með fremstu rit- höfundum vorurn. Það er spurn- ing hvort nokkur annar skrífar hreinni og vammlausari stíl en hann. Gata þessa unga manns hefir verið grjóti nokkru stráð sakir vanheilsu og sjálfsagt með köfl- um örðugs fjárhags, en nú verð- ur ekki annað sagt en hann hafi sigrað mestu örðugleikana og glæsileg x'ithöfundarbraut blasi við honum. Snorri jeg óska þjer til ham- ingju með sigui'inn! Hann er mjer og öllum vin- um þínum sönn gleði. Jeg gat engum unt betur að sigra en einmitt þjer! p.t. í Reykjavík, 6. des. 1934. Sigurjón Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.